Heildarsnilld

Snóker

http://www.youtube.com/watch?v=OJqJrG5huAg


Það fer mismikið fyrir snillingum

phoebe-snow-298x300

 

Fyrir nokkuð mörgum árum síðan skoraði góð frænka mín á mig að eignast hljómplötu með Bandarísku söngkonunni Phoebe Snow.

Ég gerði nokkrar tilraunir til þess hér heima án þess að það bæri árangur. Á endanum eignaðist ég tvær hljómplötur með þessari stórkostlegu söngkonu á ferð erlendis.

Síðan hafa þessir tveir diskar alltaf hljómað reglulega á heimilinu og á húsmóðirin ekki síst þátt í því. Það er ómetanlegt að eiga betri helming sem hefur mikinn og breiðan áhuga á tónlist, það hefur sannarlega átt sinn þátt í því að víkka minn tónlistaráhuga og smekk á tónlist í gegnum öll árin.

Það fer mismikið fyrir snillingum, sumir þeirra ná lítilli eða aldrei athygli og vil ég meina að Phoebe Snow sé einn þeirra. Stórkostleg söngkona, laga- og textahöfundur.

http://www.youtube.com/watch?v=TYbHEHAPhA4   


Þetta er fallegt

http://www.youtube.com/watch?v=4ZsTVlFj9HA

Opin æfing

Við félagarnir í nýju hljómsveitinni minni ákváðum að halda opna hljómsveitaræfingu föstudaginn 13. september og bjóða góðum vinum að hlusta sem veittu okkur ómælda gleði með frábærum viðtökum.

Það eru forréttindi að spila með svo miklum snillingum, kostulegum og skemmtilegum karakterum.

Þetta var sérstaklega skemmtileg kvöldstund og ég held að við eigum örugglega eftir að endurtaka þetta.

Hér að neðan koma nokkrar myndir frá kvöldinu góða.

 

Opin æfin 010
Opin æfin 011
Opin æfin 012
Opin æfin 013
Opin æfin 017
Opin æfin 018
Opin æfin 020
Opin æfin 019
Opin æfin 024
Opin æfin 023
Opin æfin 026
Opin æfin 028
Opin æfin 029
Opin æfin 030
Opin æfin 032
Opin æfin 035
Opin æfin 037
Opin æfin 038
Opin æfin 040

 

 


Ég elska, elska, elska þessa mynd

Ég held að hvorki fyrr né síðar hafi bærst í mér eins sterkar tilfinningar og þegar ég horfði á þátt Ómars Ragnarssonar, Stiklur, um Gísla á Uppsölum. Ég varð gersamlega heillaður af þessum manni.

Ég las allt um hann sem ég komst yfir og sagði börnum mínum frá honum.

Nú um síðustu jól kom út metsölubók um hann sem Birna mín gaf mér í jólagjöf og við lásum hana saman.

Við töluðum oft um að heimsækja Gísla á Uppsölum og það var endanlega ákveðið eftir lestur bókarinnar. Birna var full eftirvæntingar að sjá heimahagi hans eins og við öll.

Heimahaga manns sem var, eins og Ómar Ragnarsson sagði, svo réttilega í þætti sínum, sennilega mesti hippi Íslandssögunnar.

Þegar við ókum af stað yfir alla þessa fjallvegi var endalaus þoka og súld og vart sáum við nema nokkra metra útundan okkur. Öll fjalladýrðin og sjórinn fyrir neðan okkur var á kafi í þoku, við sáum ekkert.

Vonbryggði mín voru endalaus þrátt fyrir að ég hafi reynt að láta á engu bera. Ég hugsaði með mér, erum við virkilega komin alla þessa leið og sjáum ekkert.

Til að gera langa sögu stutta, þegar við vorum komin í Selárdal og gengum upp að húsi Gísla á Uppsölum opnuðust allar himnagáttir. Við gengum um túnin og virtum fyrir okkur heimahagi einsetumannsins í þvílíkri kyrrð og fegurð.

Myndin hér að neðan er tekin við Uppsali af Birnu og eins og sést eru undurfallegir sólstafir allt í kringum Birnu mína sem var uppnumin eins og við öll af fegurðinni og einhverju ólýsanlegu.

Birna og Gísli

 


Gamli Rogerinn í upptökum

Fyrir nokkru síðan skrifaði ég hér um forláta Rogers trommusettið mitt sem fagnar nú í ár hálfraraldar afmæli.

http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/?year=2013;month=5

 

Rogers gamli

Þessa dagana er hljóðfærið í láni hjá Mosfellsku rokkurunum bráðskemmtilegu í Kaleo en þeir félagar eru þessa dagana í hljóðveri að taka upp sína fyrstu plötu.

Sándið í þessum gamla forláta grip er hreint magnað og mikið hlakka ég til að heyra útkomuna hjá Kaleo.


Hversu háar eru launagreiðslur Rúv???

Ég skrifaði um það hér í gær að ég væri mikill aðdáandi Rúv og mikilvægi þeirrar stofnunnar.

Ég er reyndar þungt hugsi yfir því hversu mikið ríkisfjölmiðillinn greiðir í laun til þáttagerðarmanna.

Eins og ég nefndi í færslu minni í gær, fær einn af frábærum fjölmiðlamönnum stofnunarinnar KK væntanlega greitt fyrir sjö klst á dag ef marka má sjónvarpsauglýsinguna sem keyrð var um nokkurt skeið í sjónvarpinu nú ekki alls fyrir löngu.

Ég hlusta nánast eingöngu á Rúv og marga þá frábæru þætti sem þar eru reglulega, ég velti því hinsvegar fyrir mér eftir hlustun á alla þá þætti hvað hver og einn þáttargerðarmaður fær marga tíma í vinnubók sína ef Rúv auglýsir að það taki sjö klst að vinna einnar klst þátt þar sem spiluð eru 14 - 18 lög og er í loftinu í c.a 50 mín.

 


Fær Rúv of mikið í kreppunni???

Ég er mikill aðdáandi Rúv, ekki einungis vegna mikilvægi þeirrar stofnunnar fyrir okkur landsmenn, heldur ekki síður fyrir þá frábæru dagskrá- og fjölmiðlamenn sem þar starfa.

Undanfarið og í kjölfar kreppunnar hefur vitanlega oft verið vitnað í fjárlög til Rúv í þessari hörmungar kreppu sem yfir okkur landsmenn hefur gengið og að sjálfsögðu hefur þessi merka ríkisstofnun ekki farið varhluta hjá í þeirri umræðu undanfarið. Að sjálfsögðu ekki. 

Getum við sparað meira??? Já, ég held það t.d. í rekstri Rúv.

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég hér á síðu mína um frábærann morgunþátt KK á rás eitt. http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/v

KK er frábær og nú má ekki halda að ég sé að halla á hann öðru nær. Ég hlusta nánast á hann á hverjum morgni en hann eins og aðrir útvarpsmenn og ég örugglega myndi einnig gera ef ég væri útvarpsmaður, fellur hann oft í þá gildru að verða svolítið fyrirsjáanlegur og spila sömu listamenn.

Látum það liggja á milli hluta, það sem ég vil segja hér og er bottomlænið svo ég tali nú góða íslensku er!!!!!!

Um margra vikna skeið var leikin auglýsing í ríkissjónvarpinu um undirbúning KK að þessum morgunþætti og þar var sagt að það tæki hann sjö klukkustundir að undirbúa þennan þátt.

Ég tel og held að það sé t.d. algerlega glórulaust að það taki KK sjö klukkustundir að undirbúa þennan morgunþátt. Það getur hreinlega ekki verið.

Hinsvegar að ef það er auglýst hjá Rúv að það taki þann tíma hlýtur hann að fá greitt samkvæmt því. 

  


Allir þessir tónar og nótur komnar saman, þvílík fegurð og sátt

Beet

http://www.youtube.com/watch?v=O6txOvK-mAk


Þá er það komið á hreint

Við gerðum mjög viðamikla rannsókn á ræktum jarðepla í vor og sumar og nú þegar haustið er að koma og kaldann bíður seim, liggja niðurstöður fyrir.

Þær eru á margan hátt mjög merkilegar og eiga án vafa eftir að reynast kartöfluræktendum um allan heim nytsamar.

Við útbjuggum fimm mismunandi garða og settum útsæðið niður á mismunandi tíma og á mismunandi hátt. Sumt létum við spíra vel annað lítið og sumt af því ekkert. Við settum útsæðið einnig niður á mismunandi hátt.

Sumt af því var sett niður eftir kúnstarinnar reglum sem okkur var sagt að væri lykilatriði til að fá góða uppskeru, öðru hentum við bara einhvernvegin ofan í holurnar og spáðum ekkert í það hvort að spírurnar snéru upp eða niður. Niðurstaða þessara rannsókna liggur nú ljós fyrir.

Það skiptir engu máli hvernig þetta er gert. Ljómandi góð uppskera úr öllum görðunum, stærð kartaflanna sú sama úr öllum görðum og bragðgæði þau sömu. Mjög góð.

 

Kart 1
Kart 2
Kart

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband