Mögnuð hljóðfæri

Trommusettin mín fjögur hafa vissulega hvert og eitt sinn karakter, enda ólík hljóðfæri. Fyrir 25 árum keypti ég notað Rogers trommusett sem var þá 25 ára, árgerð 1963, afmælisútgáfa frá Rogers. Þetta er óhemju fallegt og gott hljóðfæri sem ég notaði talsvert fyrstu árin sem ég átti það m.a. notaði ég bassatrommuna í útgáfu okkar félaga á Vorkvöld í Reykjavík sem var tekið upp 1991. Síðar lánaði ég rótara Gildrunnar hljóðfærið og var það um árabil stofustáss hjá honum.

Nú hin síðari ár hefur það ekkert verið notað og geymt vel pakkað uppá háalofti hjá Vimma rótara. Í vetur sem leið, sótti ég gamla Rogerinn og tók hljóðfærið algerlega í gegn, Skrúfu fyrir skrúfu, allt var tekið í sundur og hreinsað vandlega og það lagað sem þurfti. Ég læt hér að gamni fylgja með link á Vorkvöldið þar sem hljóðfærið sést. http://www.youtube.com/watch?v=OPDHsIuAXPc

Fyrir 8 mánuðum sérpantaði ég Yamaha Maple Custom Absolute trommusett hjá Hljóðfærahúsinu sem ég fékk heim fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta trommusettið sem ég hef átt sem ég sérpanta. þ.e. vel allar stærðir á trommunum og lit hljóðfærisins. Það er óhætt að segja að tilfinningin hafi verið góð þegar ég tók hljóðfærið úr kössunum og stillti því upp heima. Ekki varð tilfinningin veri að spila á það í fyrsta skipti og upplifa svo sterkt gæði þess. Það stendur undir öllum væntingum. Ég hlakka mikið til að nota nýja hljóðfærið á næstu hljómsveitaræfingu.

Aldursmunur þessara tveggja hljóðfæra er akkúratt hálf öld. Hér að neðan má sjá myndir af þessum hljóðfærum.

KTomm að sækja settið

Hér er ég að ná í nýja trommusettið og þakka Arnari Þór Gíslasyni, þeim frábæra trommuleikara og sölumanni hjá hljóðfærahúsinu, fyrir viðskiptin áður en að lagt var að stað heim í Mosó.

Allt Rogers

Ein Rogers

Allt Yamaha

Tvær Yamaha

 


Þetta er sérkennilegt

Ég hef velt því fyrir mér undanfarið hvernig það er hægt að upplifa að fullu viðburði af hverju tagi sem er með farsíma í hönd og mynda allt sem er að gerast.

Allt til að koma því á feisið skömmu síðar. Sama hvort um er að ræða, listviðburði, samverustund með fjölskyldunni, gott matarboð með vinum eða sama hvað er.

Ef markmiðið er að koma því á feisið fyrir einhverja aðra sem fyrst, þá hlýtur maður að vera að hugsa um einhverja aðra, eða annað en það sem er að gerast þá stundina og með þeim sem maður er þá stundina.

Njótum líðandi stundar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband