Fyrsti bíllinn

Í gegnum árin hef ég átt ótal bíla, enda þjáðst af svakalegri bíladellu alla tíð. Af bestu samvisku hef ég nú reynt að safna saman öllum þeim bílum og tegundum og langar nú að skrifa um þá nokkra.

Sá fyrsti sem ég eignaðist eftir að ég fékk bílprófið árið 1981 var Austin Mini árgerð 1977. Bílinn var þá lítið ekinn, mjög góður, fallegur og vel með farinn frúarbíll. Hann var mosagrænn og undur fagur.

Míníinn reyndist mér vel, fór alltaf í gang og var nokkuð traustur. Allt þar til ég og Þórhallur félagi minn, bassaleikari Gildrunnar lentum í árekstri á honum árið 1983 í Ártúnsbrekkunni.

Það var malbikunarvél af öllum tækjum sem við keyrðum aftan á og beið Míníinn þess aldrei bætur.

Sem betur fer sluppu allir við meiðsl, reyndar var stjórnandi malbikunarvélarinnar ekki árekstursins var en gamla Austin Mini þurfti að draga af vettvangi þó nokkuð laskaðan.

Austin Mini


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband