Með forsetann á heilanum

„Það á sér enga hliðstæðu, að forseti Íslands gangi á svig við hlutleysi sitt og óhlutdrægni á þennan hátt og reyni að knýja fram einkasjónarmið sín við stjórnarmyndun".

Þetta lét Björn Bjarnason hafa eftir sér í kvöld. Að öðru leiti hefur hann ekkert tjáð sig um atburðarásina í þjóðfélaginu í dag og gaf ekki færi á viðtölum. Ég hefði talið eðlilegra hjá ráðherranum að blanda sér í umræðuna í dag í stað þess að vera eins og nokkrir aðrir með forsetann á heilanum allt frá því að hann tók við embætti. Að ráðherrann hafi fyrst séð ástæðu til að blanda sér í umræðuna eftir ummæli Ólafs Ragnars á Bessastöðum í dag er með ólíkindum.

Túlkun Björns á þessum ummælum sem einkaskoðun forsetans eftir allt sem á undan er gengið er með ólíkindum. 

Það er ljóst og varð fyrir löngu síðan að Ólafur Ragnar hefur treyst sér til að tala um annað og meira en haustlitina á Þingvöllum.

Ólafur Ragnar nefndi eins og kunnugt er orðið, fjögur atriði sem mikilvægt væri að hafa í huga og eiga að setja svip á það sem gert verður.

Í fyrsta lagi það brýna verkefni að skapa á ný samfélagslega sátt í íslensku  þjóðfélagi þannig að þeir atburðir og átök sem við höfum öll orðið vitni af að undanförnu lagist og íslenskt samfélag geti orðið að nýju það samfélag sem við kjósum og erum vön. Að þjóðin geti gengið til daglegra starfa á friðsaman og öruggan hátt. Segir Ólafur Ragnar það nauðsynlegt að skapa hér nauðsynlegan frið en hann telur það mikilvægast í því starfi sem fram undan er.

Í öðru lagi nefndi Ólafur Ragnar að haldið sé þannig á málum það þær ákvarðanir sem teknar eru séu teknar hafi hag þjóðarinnar, heimilanna í landinu fyrirtækja og atvinnulífs að leiðarljósi og þannig lagður grundvöllur að farsælli lausn eins fljótt og auðið er. 

Í þriðja lagi að þjóðin fái sem fyrst tækifæri til þess að endurnýja umboð nýs Alþingis og kjósa sér þá fulltrúa á löggjafarsamkomuna sem íslensk stjórnskipun kveður á um. 

Í fjórða lagi telur Ólafur Ragnar nauðsynlegt að skapaður sé farvegur fyrir þá umræðu sem við verðum mjög vör við í okkar þjóðfélagi þar sem fólk varpar fram hugmyndum og kröfum um nýja stjórnskipan, endurskoðun á stjórnarskrá, nýtt lýðveldi eins og sumir orða það. Eða þjóðfélagslegan sáttmála eins og forsetinn orðaði það í nýársávarpi sínu.


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það var nú vitamál að allt yrði vitlaust... Pólitíkusarnir þola forsetann hreinlega ekki...

Merkilegt þykir mér þó að það er allveg gefið að þjóðin hefur kosið hægri menn til að stjórna landinu, kjósum við vinstri sinnaðan forseta... Það er eins og þjóðin taki meðvitað eða ómeðvitað ákvörðun um að hafa þessa andstæðu póla. Enda er öllum valdhöfum ætlað að veita hver öðrum aðhald. Forsetinn er þar ekki undanskilinn og hann hefur fulla heimild til að veita aðhald, sem annar handhafi löggjafarvalds og annar handhafi framkvæmdavalds. Þó auðvitað sé eðlilegt að hann fari sparlega með þessar valdheimildir sínar og noti þær ekki nema í undantekningartilvikum, eins og nú er...

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.1.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bíddu við,

Forsetinn er að túlka stjórnarskrána með nýjum hætti, hvorki Ólafur Jóhannesson né Bjarni Ben. vildu leggja þessa meiningu í vald forseta skv. stjórnarskrá.

Það þýðir ekkert að halda því fram að hann geti túlkað stjórnarskrána með einhverjum nýjum hætti.

Nóg er þessi hækja útrásarliðsins nú búinn að gera af sér.

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Og eitt að lokum,  þótt Vigdís hafi verið vinstrisinnuð þá tókst henni með eftirminnilegum hætti að vera forseti ALLRAR þjóðarinnar.

það mun ÓRG aldrei takast og margir munu fagna við næstu forsetakosningar þegar hann hættir.

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 09:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki heyrt annað en að þessi ummæli hans hafi mælst vel fyrir hjá þjóðinni.  Enda mjög í ætt við það sem kallað hefur verið á mótmælafundum rabbað um á kaffistofum og í heitum pottum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 17:53

6 identicon

ORG merkilega sannur þessa dagana...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:24

7 identicon

Kalli minn ég veit að þú ert hrifinn af Óla útrásargrís en fyrirgefðu mér hversu gjörsamlega ég er ósammála þér. Þessi trúður Íslands á að hafa vit á því að vera ekki að þenja sig.  Fyrst og fremst á Forseti Íslands að vera sameiningartákn allra landsmanna.  Það hefur honum algjörlega mistekist. Þetta upphlaup hans núna er algjörlega á svig við allar túlkanir á valdi Forseta. Óli getur ekki bara ákveðið einn og sér hvert valdsvið hans er þó svo að hann langi til þess að ráða miklu meira. Það hefur myndast ákveðnar hefðir um störf Forseta Íslands og slíkt ber að virða að öðrum kosti sitjum við uppi í hvert sinn með nýjan Forseta sem ákveður að skipa málum eftir sínu eigin höfði.

Stórkostleg Hagsmunagæsla Óla við Baug þegar hann hótaði því að skrifa ekki undir lög um dreifða eignaraðild að fjölmiðlum gerði það að verkum að þau náðu ekki fram að ganga og áttu ekki hvað minnst þátt í því að Jón Ásgeir gat notað fjölmiðlana sem lygavef sem þjónaði hagsmunum hans m.a. í FL-group svikamyllunni. Þessi örlagaríku mistök Forsetans hafa kostað okkur hundruði milljarða og jafnvel sjálfstæðið ef okkur tekst ekki að snúa okkur út úr þessu alsherjar hruni. Óli Grís er án efa lélegasti og lang-umdeildasti Forseti Íslenska Lýðveldisins sem nú hefur runnið sitt skeið á enda. Nú þarf stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá sem vonandi mun banna gömlum pólítíkusum að verða Forseti Íslands.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Pólitíkusar eiga hreinlega ekki að fá að bjóða sig fram til forseta. Þar er ég innilega sammála Þóri hér að ofan. Það endar aldrei með öðru en tortryggni í garð embættisins og það er það síðasta sem við þurfum, jafnvel þó vel ári. Um þátt ÓRG í þvælunni undanfarin ár tel ég best að tjá mig ekki um. Það gæti leitt til verulegra leiðinda.

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband