Hreinsunin er rétt handan við hornið

Innan tveggja til fjögurra sólarhringa hefst ein víðtækasta hreinsun sem viðhöfð hefur verið í stjórnarfari okkar lýðveldis, allt frá stofnun þess.

Sú vítamínsprauta sem til þurfti að sú framkvæmd yrði að veruleika, var innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn.

Í framhaldi af hreinsunarátakinu verður allt lagt í sölurnar til að koma þjóðarskútunni á flot og um leið gera samfélag okkar mannlegra og fallegra.

Athugið, koma skútunni á flot, ekki fullt skrið, það tekur lengri tíma en nokkrar vikur eins og væntanlega allir vita.

Á hápunkti fylgis flokksins samkvæmt skoðanakönnunum og aðeins nokkrum vikum fyrir kosningar ganga Vinstri græn nú ótrauð í stjórnarráðið staðföst í sinni trú að láta gott af sér leiða.  

Sjáum nú hvað setur næstu vikurnar, byrjum á því.

Að því loknu og ekki fyrr, er sanngjarnt að setja allt á blússandi ferð í gagnrýninni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Guð sé oss næstur.

það er þá ekki björgulegur skrattakollur sem kemur okkur til bjargar á þessum síðustu og verstu tímum. Það er alþekkt að óþjóðalýður og ræningjar geri sér mat úr óförum annarra, þannig er nú akkúrat fylgi vinstri grænna til komið um þessar mundir, og sjóræninginn rennir fleyi sínu að vélavana skemmtiferðaskipinu, þar sem allir eru að drepast úr þynnku.

Sjóræningjakapteinninn hoppar um borð og sparkar upp hurðinni hjá IMF gestunum sem reka upp stór augu og spyrja " Hver ert þú góði?" " Ég er fjármálaráherra þessarar skútu!"
IMF gestirnir horfa hver á annan og á endanum segir einn þeirra.
"Lék þessi ekki í næturvaktinni? Er verið að taka upp fangavaktina?"

HP Foss, 29.1.2009 kl. 15:39

2 identicon

Sæll Karl..Það er kúkur í lauginni. Sá í fréttum í dag að framsókn sem sögð er teingjast þessari nýju von okkar,Hafi feingið til sín prófessor Ragnar Árnason, hinn helmingin af Hannesi H Gissurarsyni,sem aðal ráðgjafa í efnahagsmálum. Skulum bara vona að forsetin viti af þessu og kippi umboðinu til baka. annars er þetta búið

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband