þri. 10.9.2013
Hversu háar eru launagreiðslur Rúv???
Ég skrifaði um það hér í gær að ég væri mikill aðdáandi Rúv og mikilvægi þeirrar stofnunnar.
Ég er reyndar þungt hugsi yfir því hversu mikið ríkisfjölmiðillinn greiðir í laun til þáttagerðarmanna.
Eins og ég nefndi í færslu minni í gær, fær einn af frábærum fjölmiðlamönnum stofnunarinnar KK væntanlega greitt fyrir sjö klst á dag ef marka má sjónvarpsauglýsinguna sem keyrð var um nokkurt skeið í sjónvarpinu nú ekki alls fyrir löngu.
Ég hlusta nánast eingöngu á Rúv og marga þá frábæru þætti sem þar eru reglulega, ég velti því hinsvegar fyrir mér eftir hlustun á alla þá þætti hvað hver og einn þáttargerðarmaður fær marga tíma í vinnubók sína ef Rúv auglýsir að það taki sjö klst að vinna einnar klst þátt þar sem spiluð eru 14 - 18 lög og er í loftinu í c.a 50 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 9.9.2013
Fær Rúv of mikið í kreppunni???
Ég er mikill aðdáandi Rúv, ekki einungis vegna mikilvægi þeirrar stofnunnar fyrir okkur landsmenn, heldur ekki síður fyrir þá frábæru dagskrá- og fjölmiðlamenn sem þar starfa.
Undanfarið og í kjölfar kreppunnar hefur vitanlega oft verið vitnað í fjárlög til Rúv í þessari hörmungar kreppu sem yfir okkur landsmenn hefur gengið og að sjálfsögðu hefur þessi merka ríkisstofnun ekki farið varhluta hjá í þeirri umræðu undanfarið. Að sjálfsögðu ekki.
Getum við sparað meira??? Já, ég held það t.d. í rekstri Rúv.
Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég hér á síðu mína um frábærann morgunþátt KK á rás eitt. http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/768735/v
KK er frábær og nú má ekki halda að ég sé að halla á hann öðru nær. Ég hlusta nánast á hann á hverjum morgni en hann eins og aðrir útvarpsmenn og ég örugglega myndi einnig gera ef ég væri útvarpsmaður, fellur hann oft í þá gildru að verða svolítið fyrirsjáanlegur og spila sömu listamenn.
Látum það liggja á milli hluta, það sem ég vil segja hér og er bottomlænið svo ég tali nú góða íslensku er!!!!!!
Um margra vikna skeið var leikin auglýsing í ríkissjónvarpinu um undirbúning KK að þessum morgunþætti og þar var sagt að það tæki hann sjö klukkustundir að undirbúa þennan þátt.
Ég tel og held að það sé t.d. algerlega glórulaust að það taki KK sjö klukkustundir að undirbúa þennan morgunþátt. Það getur hreinlega ekki verið.
Hinsvegar að ef það er auglýst hjá Rúv að það taki þann tíma hlýtur hann að fá greitt samkvæmt því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 7.9.2013
Þá er það komið á hreint
Við gerðum mjög viðamikla rannsókn á ræktum jarðepla í vor og sumar og nú þegar haustið er að koma og kaldann bíður seim, liggja niðurstöður fyrir.
Þær eru á margan hátt mjög merkilegar og eiga án vafa eftir að reynast kartöfluræktendum um allan heim nytsamar.
Við útbjuggum fimm mismunandi garða og settum útsæðið niður á mismunandi tíma og á mismunandi hátt. Sumt létum við spíra vel annað lítið og sumt af því ekkert. Við settum útsæðið einnig niður á mismunandi hátt.
Sumt af því var sett niður eftir kúnstarinnar reglum sem okkur var sagt að væri lykilatriði til að fá góða uppskeru, öðru hentum við bara einhvernvegin ofan í holurnar og spáðum ekkert í það hvort að spírurnar snéru upp eða niður. Niðurstaða þessara rannsókna liggur nú ljós fyrir.
Það skiptir engu máli hvernig þetta er gert. Ljómandi góð uppskera úr öllum görðunum, stærð kartaflanna sú sama úr öllum görðum og bragðgæði þau sömu. Mjög góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.9.2013
Meira af fuglum
Ég skrifaði hér nýlega um hann Póló sem heimsótti okkur í sumarbústaðinn okkar í Kjósinni.
Við fengum fleiri góða gesti, því Maríuerlupar kom sér einnig vel fyrir hjá okkur í blómapotti sem hangir utan á gestahúsinu.
Við vorum alltaf svolítið á nálum um það hvort hundarnir okkar eða næturgestir í gestahúsinu myndu styggja parið en svo fór sem beturfer ekki.
Allir lifðu í sátt og samlindi og áður en varði voru komnir nokkrir ungar sem allir komust á legg.
Það dafnar allt í Kjósinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.9.2013
Hnúðlaxar athyglisverð frétt
Myndin er af fallegri hrygnu sem veiddist í Hrútafjarðará.
Þegar frétt um hnúðlax úr Víðidalsá birtist um daginn barst ábending um annan hnúðlax sem hefði veiðst á svipuðum tíma í Selá í Steingrímsfirði. Hnúðlaxar eru regluleg sjón í íslenskum ám og það er ekki líklegt að þeir hafi áhrif á vistkerfi íslenskra áa. segir Sigurður Már Einarsson hjá Veiðimálastofnun
Sigurður sagði í samtali við veiðivefinn að hnúðlaxar hafi lengi veiðst í íslenskum ám. Þeir fóru fyrst að birtast í evrópskum ám í kringum 1960 en það var vegna tilrauna Sovétríkjanna með að mynda hnúðlaxastofna í rússneskum ám. Fóru þeir þá að flækjast í aðrar ár í Evrópu og þar á meðal til Íslands.
Aðspurður um hvort þessir fiskar séu allir flökkufiskar sagði Sigurður: Jú það er nánast öruggt. Það er ekki vitað til þess að hnúðlaxar hrygni í íslenskum ám og því ætti engin vísir að stofni hnúðlaxa að vera kominn upp í íslenskum ám.
Hvort fiskarnir geti blandast við stofn Norður-Atlantshafslaxins sagði Sigurður: Nei, þetta eru svo fjarskyldir fiskar. Hnúðlax er uppruninn úr Kyrrahafinu og er einn af mörgum tegundum laxa þaðan. Þetta eru tvær mismunandi ættkvíslir og því ætti ekki að vera mögulegt fyrir þessar tvær tegundir að blandast.
Fleiri flökkufiskar eru farnir að gera sig heimakomna í íslenskum ám, svo sem sæsteinssugan og flundran. Sigurður segir að allavega flundran sé nú búin að festa sig í sessi sem íslenskur fiskur en sæsteinssugan sem enn finnst aðeins við suðurströndina sé ekki búin að mynda hrygningastofn. Hlýnandi veðurfar og þar af leiðandi breytt skilyrði í sjónum umhverfis landið eru stórir áhrifaþættir í þessari þróun segir Sigurður og líklegt sé að Íslendingar muni sjá fleiri tegundir birtast í íslenskum ám á komandi árum og áratugum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.9.2013
Eru þetta ekki svakaleg ellimerki???
Eru það ekki svakaleg ellimerki þegar maður upplifir tímann orðið líða skuggalega hratt???
Jú, ég held það.
Það eru brátt sex ár síðan þetta viðtal var tekið við mig og mér finnst eins og það hafi gerst í gær.
Ég held að þetta sé eitt það skemmtilegasta viðtal sem ég hef farið í.
Mikið óskaplega var gaman að fá þessa höfðingja í heimsókn til mín.
http://www.youtube.com/watch?v=ynIHVpA46gg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 3.9.2013
Mjög óvænt og skemmtileg heimsókn
Við fengum mjög óvænta, sérkennilega en skemmtilega heimsókn í sumarbústaðinn einn góðan sumardag.
Ég var að smíða eitthvað og vesenast, þegar allt í einu settist við hliðina á mér lítill sætur fugl. Hann var greinilega gæfari en eðlilegt getur talist svo ég bað Línu um að hlaupa inn í bústað og ná í myndavél. Þegar Lína kom út með myndavélina var fuglinn sestur á hausinn á mér og var hinn rólegasti.
Ýmislegt ótrúlegt og óvænt átti eftir að gerast þegar leið á daginn. Fuglinn varð skírður nokkuð fljótlega af heimasætunni og fékk nafnið Póló.
Póló dvaldi hjá okkur fram á kvöld og elti okkur hvert sem við fórum, bæði innan- og utandyra. Þegar við höfðum átt margar góðar stundir með Póló ákvaðum við að fara í langan göngutúr með hann á öxlinni að heimsækja frænku mína sem á bústað í nokkurhundruð metra fjarlægð frá okkar sumarhúsi. Við kynntum Póló fyrir húsráðendum þar, sem voru vitanlega mjög hissa að sjá þennan vin okkar á öxl minni.
Þegar þeirri heimsókn var lokið ákváðum við að komið væri að kveðjustund og kvöddum Póló með því að henda honum upp í loftið, hann flaug á brott og hvarf sjónum okkar.
Vitanlega var svolítill söknuður hjá okkur öllum og þó sér í lagi hjá heimasætunni.
Sagan er samt ekki öll sögð, því nokkrum klukkustundum síðar kom Póló aftur til okkar og dvaldi hjá okkur allt þar til við fórum að sofa en þá settum við hann í pappakassa og fórum með hann út.
Póló var farinn úr pappakassanum morguninn eftir og vonandi er hann nú búinn að koma sér vel fyrir í því umhverfi sem hann á heima.
Við áttuðum okkur fljótt á því að þarna væri sennilega um að ræða fugl sem hafi verið tekinn úr hreiðri, eða í það minnsta ófleygur og alinn upp af mannfólki. Slík umhyggja getur stundum verið varasöm þegar fram líða stundir.
Þá er sagan öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
sun. 1.9.2013
Viðburðaríkt veiði, hesta- og veislusumar
Þá er þetta blessaða sumar að renna sitt skeið.
Þetta var hið votviðrasama, víðburðaríka veiði, hesta- og veislusumar þar sem nánast hver dagur var bókaður.
Veiðitúrarnir voru frábærir og sá síðasti í Fljótaá var bráðskemmtilegur. Mikið er gaman að veiða í Fljótaá, skemmtilegir veiðistaðir og fallegt umhverfi.
Hestaferð með gömlum skólafélögum í besta veðri sumarsins var óborganleg og grillið á eftir í bústaðum okkar Línu í Kjósinni þar sem makar mættu var sérlega skemmtilegt.
Stórveislurnar hafa verið nánast hverja helgi. Ættarmót, brúðkaup og afmæli. Í tveimur þeirra gegndi ég hlutverki veislustjóra hjá stórvini mínum Jónda og frænda mínum Trausta. Frábærar veislur báðar tvær og ekki var hún síðri hjá æskuvini mínum Hjalta Úrsusi og Höllu konu hans nú nýlega.
Bæjarhátíð okkar Mosfellinga var frábær þrátt fyrir votviðrasaman föstudag. Þann dag vorum við Lína með opið hús, við buðum upp á súpu og lifandi tónlist á heimili okkar að Álafossvegi. Viðburðurinn var ekkert auglýstur en hjá okkur fóru rúmlega 80 súpuskálar þannig að við áætlum að um 100 manns hafi heimsótt okkur þetta skemmtilega kvöld.
Þarna tróð nýja hljómsveitin mín upp öðru sinni og mikið höfðum við allir hljóðfæraleikararnir gaman af því. Þetta var frábær og heimilisleg stemning.
Hér að neðan koma nokkrar myndir.
Hjá Jónda
Bloggar | Breytt 3.9.2013 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)