þri. 8.9.2009
Fyrst og fremst með þakklæti í huga
Eins og allir mínir bloggvinir og aðrir gestir hér á þessari síðu minni vita, þá hefur legið mér nokkuð þungt á hjarta, tilhæfulausar ásakanir Varmárasamtakanna um árabil þess efnis að ég hafi látið frá mér fara óhróður og persónuníð í garð fólks hér á blogginu undir nafnleynd.
Marg ítrekað hef ég farið þess á leit við þá talsmenn samtakanna, sem látið hefur hvað hæst í, að sanna þessar ásakanir í minn garð og birta það efni sem þau hafa undir höndum úr minni heimilistölvu.
Loks í dag gerðist það og eins og sjá má hér á þessari síðu minni í athugasemd hér að neðan var þessi áralangi áróður, sem engan enda ætlaði að taka, orðinn aðhlátursefni hjá samtökunum að fást ekki til að draga fram í dagsljósið.
Loks geta nú vinir mínir, fjölskylda og lesendur séð það sem úr minni heimilistölvu kom og haldið var fram að væri óhróður, viðbjóður og persónuníð.
Takk fyrir mig Varmársamtök, þetta var heiðarlegt hjá ykkur. Nú vita menn og sjá hið rétta.
Hálfnað verk þá hafið er. Sjáið nú til þess að öllum dulnefna og sorasíðum sem hafa verið stofnaðar sérstaklega mér til höfuðs verði lokað. Óhróður tveggja þeirra var slíkur að um það var séð að hálfu Vísis bloggs. Þeim var lokað samstundis þegar yfirmenn þar á bæ, sáu ófögnuðinn.
Það er gott fyrir öll bæjarfélög og stjórnmálamenn að hafa virk samtök sem beita sér í málefnum bæja sinna og því, sem þar fer fram. Koma jafnvel með hugmyndir og athugasemdir sem geta haft góð áhrif á samfélagið. Slík samtök þurfa vitanlega að njóta trausts bæjarbúa og stjórnmálamanna svo mark sé á þeim tekið.
Vera uppbyggjandi, jákvæð, og skemmtileg.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Athugasemdir
Jæja þá er haustið komið með tilheyrandi falli laufa og lægðum sem skrúfa sig upp að landinu sem aldrei fyrr. Úrhellisrigningar og sumarlitirnir byrja að fölna. Kólna tekur í lofti og víðar. Það er líka margt annað sem fylgir haustkomu. Fólk kemur af fjöllum sem og fé, býr sig til vetursetu uppfullt af súrefni og safaríku grasi, sem og hugmyndum sem safnast hafa í sarpinn í hinni stórbrotnu náttúru íslands. Gömul kunnugleg mál fara á stjá.
Nú er aldeilis búið að kasta fram safaríkum sönnunum fyrir skrifum fólks sem ekki er til, einhverjum árum síðar. Það jafnvel finnst ekki í þjóðskrá, það er naumast. Ég er kannski ekki hissa á því að netspæjararnir finni ekki fólk í þjóðskránni eftir gælunöfnum og fornöfnum. Að leita eftir for- og gælunöfnum fólks í þjóðskrá er svona ámóta vænlegt til árangurs eins og að ausa sökkvandi bát með sigti. Það ættu allir að vita sem notað hafa leitarvélar hverjar svo sem þær nefnast.
Stóra IP tölumálið, Stóra Mosfellsbæjarmálið og hvaða nöfn sem þessi málatilbúnaður fékk. Nú er verið að koma sér í gírinn fyrir komandi vetur þar sem hulunni verður flett af þessu öllu saman. Það er bara einn smá galli á þessu öllu. Á þessum svokallaða IP tölu bloggdólga lista, sem ætlað er að komi frá heimili mínu, er fólk sem er til, alveg eins og ég og þú Gunnlaugur. Þar er meira að segja ég sjálfur ef ég man rétt og við áttum einhvertímann orðastað um. Ég var allt í einu kominn með þann stimpil að vera orðinn bloggdólgur. Það væri fróðlegt að fá að vita hvenær ég gerðist IP tölu bloggdólgur, þú mundir væntanlega svara því ? Þú virðist alltaf vera með svörin á REIÐUM höndum. Enda ert þú í forsvari fyrir allt sem skrifað er á hinar ýmsu síður um allskonar mál. Viðkomandi og óviðkomandi.
Guðmundur St. Valdimarsson, 8.9.2009 kl. 21:04
Eins og vitað var. Lygi og bull. Hvar var óhróðurinn og persónuníðið? Auðvitað hjá meðlimum Varmársamtakanna. Þetta fólk ætti að skammast sín.
þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:50
Eyjólfur Friðrik Ásgeir Sigurjón Duftþaksson (aka Kristín Pálsdóttir) gefi sig fram!!!
Þetta nafn er eitt af mörgum sem Kristín Pálsdóttir hefur notað í umræðunni. Ég fór að gramsa í gömlum gögnum og fann m.a. þetta. Takið þið vel eftir ip-tölunum sem þessar athugasemdir eru sendar úr:
Þarna undir lokin er Kristín að vísa í ummæli mín í annarri umræðu en þarna átti sér stað. Hún kemur þar inn líka undir nafninu Hulda Hansdóttir:
Næst á hún enn í miklum erfiðleikum með álit sitt á mér. Það er athyglisvert að á síðu Valda Sturlaugz var ég iðulega kölluð Dísa Reykás – óvænt tilviljun?:
Hún telur sig verða að taka þetta fram eftir að ég hafði spurt hana að því hverra erinda hún gengi og hvort hún væri yfirhöfuð til (ég sá strax í gegnum hana):
Hérna var ofsinn í Kristínu orðinn svo mikill að hún (eins og svo oft áður með nafngreint fólk) efaðist um tilvist Högna Snæs, og ætlar að hann sé ég.
Hérna nær síðan pirringur Kristínar í minn garð hámarki, spurning hvort ég geti kært þetta:
Að lokum bregður svo furðulega við að þær systur Pálsdætur, Kristín og Sigrún taka upp á því að skrifa úr einni og sömu tölvunni. Það getur sem sé gerst í heimi Varmársamtakanna að fleiri en einn skrifi úr sömu tölvu? Hvernig ætlar Kristín að útskýra þetta? Á ég kannski að veitast að henni og halda því fram að systir hennar sé ekki til og hún sé að bloggdólgast í hennar nafni, alveg eins og hún gerir gagnvart nafngreindu fólki á öðrum stöðum? Hér sjáið þið þetta:
og:
Kristín sem er dyggur liðsmaður og núverandi stjórnarmaður Varmársamtakanna hefur, eins og þessi gögn sýna, verið ásamt félögum sínum, með mig og vini mína á heilanum síðan þetta mál hófst.
Hatur hennar og heift í minn garð þennan tíma er óhugnanlegt. Það kemur t.d. fram á upptöku sem ég á af henni þar sem hún lýsir yfir hve geðveik ég sé, eins og hún sé hæf til þess að meta það.
Í því samtali kallar hún líka Valda Sturlaugz húmorista út í bæ enda ekki furða þar sem það er hún og bróðir hennar Ragnar sem stóðu og standa á bak við síðuna. Það fékkst staðfest í samtali við stjórnarmann Varmársamtakanna fyrir nokkru.
Ég varð vitni að því þegar Kristín hringdi um miðja nótt snarvitlaus í Karl og hótaði honum öllu illu með kærum og dómstólaleiðum eftir að hann gerði þá staðreynd opinbera hver sendi “stóra ip-tölumálið” í DV. Það vill þannig til að blaðamaðurinn sem sá um málið sagði mér hvernig það kom til. Það útskýrir kannski af hverju hún hefur ekki enn kært Karl, þrátt fyrir lætin umrædda nótt sem röskuðu ró allra íbúa heimilisins svo enn er í minnum er haft.
Staðreyndin er sú að allt sem við, meintir rætnir og sóðalegir bloggdólgar, höfum sagt í þessu máli er sannleikur. Við höfum fengið margar kæruhótanir og þurft að þola alls konar svívirðingar, dónaskap og ógeð, en sá eini sem hefur kært er Karl, vegna ummæla sem birtust á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar fyrrverandi formanns Varmársamtakanna. Vegna þeirra ummæla hefur hann nú þegar fengið afsökunarbeiðni.
Þegar öllu er á botninn hvolft hefur poítísk áróðursmaskína Varmársamtakanna ekki einungis hlaupið illilega út undan sér heldur einnig verið eitt stórt aðhlátursefni.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:17
Fólki til glöggvunar eru hér linkar að þeim umræðum sem nefndar eru í færslunni hér að ofan, umræðum þar sem stjórnarkona Varmársamtakanna fer hamförum sem bloggdólgur:
http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/172032/
http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/168960/
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.