Moggabloggið neitar allri sök!!!

Yfirmenn Moggabloggsins hafa nú svarið af sér þá sök að hafa opnað fyrir allar ip tölur á blogginu, í nokkra daga, í apríl árið 2007, að beiðni Varmársamtakanna eins og þau hafa haldið fram ítrekað síðan.

Tilurð málsins er sú, að í upphafi þess árs, stóðu deilur hvað hæst vegna vegalagningar fyrir ofan Álafosskvos inn í Helgafellsland í Mosfellsbæ. Þetta ár, eða árið 2007, birtist grein á bloggsíðu Varmársamtakanna sem samtökin sáu ástæðu til að birta aftur í dag. Þar segir orðrétt:  Fyrir stuttu náði krossferð forsetans og vina hans slíkum hæðum á blog.is að ritstjórnin ákvað að nú væri nóg komið og birti IP tölur bloggara.

Í dag sendi ég fyrirspurn á ritstjórn Moggabloggsins til að fá það staðfest hvort umrædd ummæli á síðu Varmársamtakanna ættu við rök að styðjast. Í svari sem mér barst með tölvupósti frá ritstjórn Moggabloggsins í dag, er staðfest að þessi ummæli eigi ekki við nokkur rök að styðjast. þar segir:  "Sæll Karl. Vegna þessa pósts er rétt að taka eftirfarandi fram: Umsjónarmenn blog.is hafa aldrei tekið ákvörðun um birtingu IP-talna með þeim formerkjum sem hér er lýst."

Undir sendinguna frá ritstjórn Mbl til mín skrifar, Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is.

Hér hef ég því fengið þá staðfestingu, ef rétt reynist, hjá ritstjórn Moggabloggs, að um lygar og fleipur er að ræða á síðu Varmársamtakanna.

Það skal tekið fram, að umræddur áróður samtakanna þess eðlis, að Moggabloggið hafi opnað fyrir ip tölurnar, vegna óhróðurs sem úr minni tölvu átti að hafa komið, hefur staðið yfir síðan í apríl 2007. 

Það að Varmársamtökin hafi notfært sér lygar til að gera málflutning sinn og skrif trúverðugari með þessum hætti og leyfa sér að blekkja lesendur, bæjarbúa og liðsmenn sína, er enn eitt dæmið um það, að þau hafa svifist einskis allt frá upphafi í sínum skrifum og málflutningi. Allt til þess að koma höggi á persónu mína og störf fyrir bæjarfélagið.

Eitt er það þó, sem hefur vakið mig til umhugsunar. Gunnlaugur B. Ólafssson fyrrum formaður og stjórnarmaður Varmársamtakanna hefur margsinnis sagt það og skrifað, að samtökin eigi hauk í horni hjá Morgunblaðinu. Það í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart. Athygli margra hefur vakið hversu auðveldan aðgang þau hafa haft að Morgunblaðinu. Fjöldi frétta hafa birst í blaðinu um umrædda vegaframkvæmd og aðrar hefðbundnar framkvæmdir sem eiga sér stað í öllum bæjarfélögum og þykja ekkert sérstakt fréttaefni. Slíkar framkvæmdir í Mosfellsbæ hafa þótt fréttaefni hjá Morgunblaðinu og iðulega hefur verið leitað álits samtakanna á framkvæmdunum.

Eins er umhugsunarvert að yfirmaður Moggabloggs, Árni Matthíasson, hefur veri dyggur stuðningsmaður Varmársamtakanna. Hann hélt m.a. ásamt fleirum ræðu á fjölmennum tónleikum sem haldnir voru í Reykjavík til styrktar samtökunum. Á umræddum tónleikum var nafn aðeins eins einstaklings nefnt á nafn. Það var nafn mitt í ræðu Árna Matthíassonar. Árni sagði þar orðrétt: "Það er svo gráglettni örlaganna að Gildrumaðurinn Karl Tómasson sé einn helsti fjandi menningarlífsins í kvosinni, nú orðinn forseti bæjarstjórnar".

Þessi ummæli sín sá hann einnig ástæðu til að láta hafa eftir sér á bloggsíðu sinni í febrúar árið 2007. Það skal tekið fram að þetta var allt saman löngu áður en ég hóf að blogga. Með öðrum orðum að þær ásakanir Varmársamtakanna að upphaf allra skrifa og aðdróttana hafi hafist hjá mér vísa ég því til föðurhúsanna.

Það vekur óneitanlega athygli að yfirmaður Moggabloggs skuli láta hafa eftir sér slík ummæli að einhver manneskja sé fjandi menningarlífs.

Nú skal ósagt látið hvort Árni Matthíasson, yfirmaður Moggabloggs, sé sá haukur í horni sem stjórnarmaður Varmársamtakanna hefur svo oft talað um. Ekkert fer þó á milli mála að hann hefur stutt þau með þátttöku í uppákomu á þeirra vegum og með skrifum sínum.

Nú hafa yfirmenn Moggabloggs svarið af sér þau ummæli Varmársamtakanna að opnað hafi verið tímabundið fyrir allar ip-tölur eins og fram kemur hjá Varmársamtökunum vegna óhróðurs úr tölvu minni.

Það er samt skondin tilviljun að opnað var fyrir þær, einmitt þegar umræðan stóð sem hæst og ekki var svo langt liðið frá tónleikunum umræddu.

Ef rétt reynist hjá Ingvari hjá mbl.is þá eru ummælin á síðu Varmársamtakanna uppspuni frá rótum.

Aðdróttanir og lygi á lygi ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnlaugur B. maður sem án efa er leiðandi í mannlegri órækt í Mosfellsbæ ritar um þennan mikla huldumann Varmársmásamtakanna hjá Morgunblaðinu svokallaðan Hauk í Horni að hann sé eiginlega enginn sérstakur td alls ekki Árni Matt.  heldur eiginlega og örugglega einhver annar t.d. Styrmir Gunnarsson góðvinur Jóns Baldvins. Jón sem án efa er Guðfaðir hryðjuverkasamtaka Samfylkingarinnar sem frægust eru fyrir að hafa eyðilagt vinnuvélar fyrir verktaka sem varð það á að vera leggja veg upp með Álafosskvosinni. Þessir tveir eldriborgarar sem án efa eru með Viðeyjarstjórninni frægu arkitektar íslenska efnahagsundursins sem lagt hefur lýðveldið Ísland í rúst.

Jón Baldvin ritar jafnan langar og leiðinlegar greinar sem virðast eiga greiðan aðgang inn í handónýta fjölmiðla. Egill Helgason og rammfalskur Samfylkingarkórinn dásamar jafnan skrif Jóns meðan hugsandi fólk hristir bara hausinn og hlær síðan þegar Sigurður Líndal og fleiri andlegir ofjarlar Jóns flengja hann opinberlega í andsvörum við bullinu sem jafnan lekur úr penna hins afdankaða fyrrum leiðtoga  kratanna. Er Styrmir Gunnarsson þáverandi ritstjóri Moggans Haukur í Horni ? Er hann líklegur til að opna fyrir IP-tölur vegna þess að Varmársmásamtökin hafa orðið fyrir gífurlegum ofsóknum að hálfu Karls Tómasonar og vina hans? Þetta er bókstaflega hlægilegt. Þvílík barnaleg þvæla sem borin er fram af mannræktarfrömuðinum Gunnlaugi B.

Allt sem Varmársamtökin hafa fram að færa er lygi þeirra sem hafa slæma samvisku. Þau gerðu grín að Karli Tómassyni fyrir að vera berjast við krabbamein og kölluðu það "ROTSJÚKDÓM HANS"  Maður spyr sjálfan sig hversu lágt er hægt að leggjast?????

Gunnlaugur hefur opinberlega skrifað að Hjördís Kvaran góðvinkona okkar Karls "GANGI EKKI HEIL TIL SKÓGAR" Dæmi hver fyrir sjálfan sig hvað mannvinurinn Gunnlaugur er að meina? Ég veit þó ekki til að Gunnlaugur hafi aðgang að sjúkraskrá Hjördísar.

Opinberlega skrifaði Gunnlaugur um mig undirritaðan " MÉR ER NÁKVÆMLEGA SAMA UM HVERSU LENGI ÞÚ HEFUR AFPLÁNAÐ"

Aldrei hef ég fengið dóm á mig né hvað þá setið inni það hefur hinsvegar ekki stoppað meðlimi Varmársmásamtakanna að hringja heim til mín og hótað mér lögsókn fyrir það að dirfast til að mótmæla sjúklegu framferði þeirra og sama gildir um Hjördísi Kvaran sem þurft hefur að sitja undir linnulausum hótunum.

Þetta eru vinnubrögð hinna svokölluðu umhverfissamtaka í Mosfellsbæ. þetta er hyskið sem beitir yfirgangi og hótunum og rakalausum ósannindum um meinta mútuþægni Karls Tómassonar forseta bæjarstjórnar.

Stóra IP-tölumálið er auðvitað eitt risastórt prump um ekki neitt enn eitt klámhöggið úr herbúðum fallbyssufóðurs Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Sæll Þórir. 

Ég var að skoða þennan fræga bloggdólgalista Varmársamtakanna. Á honum eru 36 nöfn. Af þessum 36 nöfnum eru 11 sem þegar hefur verið gerð grein fyrir á einn eða annan hátt - t.d. hef ég gert grein fyrir a.m.k fjórum þeirra nú þegar.

Af þeim 25 sem eftir eru eru 9 færslur frá 4 aðilum sem skrifa undir mismunandi útgáfu nafns síns - á einum stað með fullu nafni á öðrum með bara skírnarnafni. 

af þeim 16 sem eftir standa eru 9 sem skrifa undir fullu nafni þó liðsmenn varmársamtakanna þekki þá ekki!!!

eftir standa 7 nöfn af 36. Það eru nöfn fólks sem kaus af einhverri ástæðu að skrifa aðeins undir skírnarnöfnum sínum, fyrir utan ein hjón.

Af þeim 30 aðilum (36) sem Gunnlaugur B vill meina að hafi herjað á Varmársamtökin úr minni tölvu, úr tölvu forseta bæjarstjórnar og Mosfellings og fleiri tölvum eru það aðeins sjö nöfn sem ekki eru skrifuð undir fullu nafni en þó þar af sex undir skírnarnafni!!! Ég tel nokkuð ljóst að þetta fólk vill ekki láta ná í sig fyrst það hefur ekki sent frá sér greinagóða og nákvæma skýrslu um persónuhagi þess til Varmársamtakanna enn! Það er ekki þar með sagst að það sé ekki til, það er einfaldlega val þessa fólks.

Þau geta því sótt símaskrána og þjóðskrána og einfaldlega flett öllu þessu fólki upp að mestu leyti, sem þau vilja meina að ekki hafi verið gerð grein fyrir. Umræðan var ekki meiri aðför bloggdólga en svo! Það er ekki mitt og okkar að gefa þeim einhvern lista yfir þetta fólk -  þau eru með nöfnin og verða að bera sig sjálf eftir upplýsingunum!  Stjast niður og grufla og láta svo heiðvirt fólk í friði! Ég veit þau verða hissa á því sem þau komast að.

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.9.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Linda Björk Ólafsdóttir

Ég held ég verði ekki eldri!

Einu sinni enn er umræðan komin í gang um það hvort fólk á þessum bloggdólgslista sé til eða ekki.

Hvenær ætla þessi samtök að sjá að sér?

Ég lenti á þessum lista og virðist ekki ætla að losna þaðan. Hvað get ég sagt annað en að ég er til og á lífi síðast þegar ég vissi. Og já ég tók þátt  í umræðunni á sínum tíma.

Linda Björk Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Karl Tómasson

Málinu lokið

Ég varpaði fram nokkrum einföldum spurningum til Sigrúnar Pálsdóttur, formanns Varmársamtakanna á síðu þeirra. Við þeim hef ég ekki enn fengið svar. Nú liggja svörin við þessum spurningum ljós, svo Sigrún getur sleppt því að svara. Hér koma þau.

1. Það er sannað að sorasíða Valda Sturlaugz, síða, sem lokað var seinna vegna óhugnarlegs persónuníðs var lengi vel linnkur hjá Varmársamtökunum. Það skal tekið fram að bloggsíðum er ekki lokað hjá Vísisblogginu eða Moggablogginu nema mikið gangi á í óhróðri. 

2. Það er einnig sannað að stjórnarfólk samtakanna skrifaði þar inn, ýmist undir fullu nafni eða leyninöfnum. Sú umræða snérist að mestu um forseta bæjarstjórnar og félaga.

3. Stóra ip tölu Mosfellsbæjar málið ykkar, sem þið hafið haldið uppi áróðri með undanfarin ár, hefur verið uppljóstrað. Það var aldrei neitt til sem hét stóra ip tölumálið, Morgunblaðið hefur staðfest að hafa engan þátt átt í því. Fyrri því liggja sannanir. Málið var uppspuni frá rótum hjá ykkur. 

4. Það hefur verið sannað, að á þessum fræga bloggdógslista ykkar sem átti allur að hafa komið frá mér, er fjöldi fólks sem hefur nú þegar gefið sig fram að hafa átt þau skrif og tekið þátt í umræðunni.

5. Þær alvarlegu ávirðingar sem haldið hefur verið á lofti um árabil að ég undirritaður hafi þegið mútur, nú síðast í umræðu á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar hafa nú verið upprættar. Í kjölfar kæru sem ég lagði fram vegna þessara ummæla, hefur mér nú borist opinber afsökunnarbeiðni sem tekin var fullgild. 

Hér með lít ég svo á að málið sé upplýst og er umræðu af minni hálfu um það lokið. Upp úr stendur þó alltaf, fáránlegur málatilbúnaður og alvarlegar órökstuddar ávirðingar Varmársamtakanna sem sannanir liggja nú fyrir í.

Karl Tómasson

Karl Tómasson, 11.9.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Nú er Gunnlaugur B. Ólafsson með færslu sem hann kallar Falsaður veruleiki þar sem hann fjallar um sína útgáfu af þessu máli.

Ég setti inn færsluna mína um sundurliðun ip-talnanna og gerði grein fyrir þeim eins og hér en hann henti færslunni minni út.

Hinn raunverulegi falsaði veruleiki hans Gunnlaugs er sem sé veruleikinn sem hann hannar, semur og leikstýrir alveg sjálfur. Rétt einds og hann hefur hannað alla þessa ip-tölu umræðu frá a-ö. Það hentar ekki vel fyrir hann að fá færsluna mína þar sem gerð er skilmerkilega grein fyrir ip-tölunum en þær upplýsingar eru of viðkvæmar í falsaða veruleikann hans.

Grey kallinn!

Guðmundur St. Valdimarsson, 11.9.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: Jón Sævar Jónsson

Karl, mér finnst þessi skrif fyrir neðan virðingu forseta bæjarstjórnar. Það eru gerðar aðrar kröfur til Karls forseta bæjarstjórnar en Kalla Tomm.

Jón Sævar Jónsson, 11.9.2009 kl. 23:04

7 identicon

Ha? Karl? Á hann alnafna? Er þetta ekki sami maðurinn?

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Linda Björk Ólafsdóttir

Karl

Varstu búin að sjá þetta hér?

Er þetta enn ein Valda Sturlaugz síðan? Hvað, sú fimmtsa þá?

Linda Björk Ólafsdóttir, 12.9.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband