Glóðaraugað

GlóðaraugaEinu sinni þegar við félagarnir í Gildrunni vorum að spila á Ísafirði ákvað ég að gera smá grín sem endaði með ósköpum. Um þetta leyti voru fegurðarsamkeppnir um allt land og talsverð umræða um þær. Ég ákvað á miðjum tólnleikum án þess að strákarnir hefðu hugmynd um að segja í míkrafóninn að nú væri komið að fegurðarsamkeppni kvöldsins. Ég man alltaf undrunarsvipinn á strákunum sem botnuðu náttúrulega ekki neitt í neinu. Ég sagði að Helgi rótari og benti á hann út í sal, væri nú búinn að velja þær sem komust í úrslit og á topp tíu. Ég stóð upp frá trommusettinu og gekk fram á sviðið og kallaði stelpurnar upp sem Helgi átti að hafa valið eina af annarri. Ég sagði og benti bara eitthvað út í sal, þú þarna í græna jakkanum, þú þarna í rauða kjólnum, þú þarna með svörtu húfuna og svo framvegis, þangað til tíu stelpur voru komnar upp á svið. Þá var komið að því að krýna fegurðardrottningu Vestfjarða sem var stúlkan með sólgleraugun. Ég bað hana vinsamlegast að taka af sér gleraugun sem hún ætlaði seint að fást til en á endanum gerði hún það. Þá kom í ljós það stærsta glóðarauga sem við félagarnir höfum séð. Það myndaðist fljótlega talsverður urgur á staðnum sem átti bara eftir að aukast með kvöldinu og endaði allt með ósköpum. Helgi rótari alsaklaus hvarf inn í búningsherbergi og sást ekki meir. Eftir ballið var okkur tilkynnt af starfsmönnum og dyravörðum að ástæða óánægjunnar hefði verið sú að hin raunverulega ungfrú Vestfirðir sem hafði verið kosin og það helgina áður með miklum yfirburðum komst ekki einu sinni á topp tíu listann hjá Helga. Vinur minn, Helgi, var ekki par hrifinn af þessari uppákomu og hafði oft orð á henni. Göngum hægt um gleðinnar dyr um páskana og njótum komandi helgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð saga. Komdu með fleirri bransasögur.

Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 18:22

2 identicon

Hehehe Ísfirðingar verða seint taldir miklir húmoristar Þetta hefur örugglega ekki ollið mikilli gleði hjá þeim...

En engu að síður stórsniðugt að spæsa þetta upp.....

Ég fékk einu sinni glóðurauga á balli fyrir að yfirgefa Sjallan með Vestfjarðamær  sem seinna varð svo konan mín....

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: HP Foss

Þetta var hin versta martröð, að standa fyrir fegurðarsamkeppni á stað þar sem daunilli vertinn á Sjávarseltunni var það fergursta á staðnum. Sótsvartur almúginn að gleypa í sig listviðburð sem ekki átti sér líkan.
Lét sem ekkert væri og fékk mér blund á meðan.
Billi var með plötusöluna.

HP Foss, 5.4.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: HP Foss

Hvað er með þennan Kenny. Hef heyrt að hann sé aðalsprautan í Varmalækjarsamtökunum.
Þyrfti kennslu í íslenskum húmor, sá pólski er kannski ekki að ná þeim ísfirska, allt með litlum staf, vegna sk-ins.
Kannski einhver hafi sagt honum að mannasiðir þýddu "góður"  "Góður Karl..góður !"

Rússi kenndi mér að heilsa á rússnesku, "súkanú svinja" sagði ég við hina rússana og tók í hendina á þeim en rússnesk stúlka kom til mín og bað mig að segja þetta ekki. Eg hafði tekið í hendina á 20 rússin og sagt " Ég er feitt svín."

Svona eru nú blessaðir Rússarnir.

HP Foss, 5.4.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Enn einu sinni rekst maður á komment frá Kennyþar sem hann reynir að ritstýraöðrum bloggurum sem skrifa á sitt eigið blog. Ótrúleg týpa ykkur að segja.  Svo eru kommentin hans lika svo leiðinleg að það hálfa væri hellingur

Guðmundur H. Bragason, 6.4.2007 kl. 11:12

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Gummi, í okkars sveit kallast þetta góður húmor ...

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já og takk Kalli minn

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 13:54

8 Smámynd: Hulda Hansdóttir

Þetta er skemmtileg saga um kvenfyrirlitningu í verki! Alltaf gaman þegar fólk er fyndið á kostnað annarra, sérstaklega með því að niðurlægja ungar stúlkur.

Hulda Hansdóttir, 7.4.2007 kl. 12:25

9 Smámynd: HP Foss

Guð minn almáttugur hvað sumir geta verið leiðinlegir. Lesa bara það leiðinlega úr öllum sköpuðum hlutum og snúa öllu á  versta veg. Ég er feginn að vera ekki þannig. Líttu á björtu hliðina á tilverunni Hulda og sjáðu hvað er þar.
Kv
Helgi Pálsson.

HP Foss, 7.4.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband