Það ríkir mikil ánægja

Svo virðist sem það ríki almennt mjög mikil ánægja með það að fyrsti framhaldsskóli Mosfellinga hefji göngu sína í gamla Brúarlandshúsinu.

Ég skrifaði um þetta ekki alls fyrir löngu hér á blogginu mínu og ætla nú í tilefni dagsins að birta part af því aftur.

Rétt er að benda á að bæjarblaðið Mosfelling er hægt að sjá hér til vinstri á síðu minni en þaðan er fréttin fengin hjá mbl.

Það er sérlega gaman til þess að vita að fyrsta skóla- og menningarhús okkar Mosfellinga gegni því hlutverki til að byrja með að verða aftur, nú nokkrum áratugum síðar að nýju skólahús. Brúarland er eitt fallegasta hús Mosfellsbæjar, teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Nú verður þetta gamla fallega hús tekið í gegn að innan sem utan.

  

Brúarland

Brúarland 1

Þessar tvær myndir hér fyrir ofan eru teknar af fræðsluskilti við Brúarlandshúsið. Textann samdi Bjarki Bjarnason gamall nemandi í Brúarlandi.

 

 

Brúarland kennarar

Gamlir kennarar í Brúarlands- og Varmárskóla. Efst til vinstri: séra Bjarni Sigurðsson, Lárus Halldórsson, Sigvaldi Sturlaugsson og Birgir D. Sveinsson. Neðri röð frá vinstri: Tómas Sturlaugsson, Klara Klængsdóttir og Eyjólfur Magnússon. Þessar skemmtilegu tvær myndir hér fyrir ofan fékk ég sendar frá Birgi D. Sveinssyni á dögunum og þakka ég fyrir þessa skemmtilegu sendingu en Birgir á stórt og mikið safn ljósmynda frá gamalli tíð og nýrri úr Mosfellssveit og bæ.

 

undirskrift

Þessi mynd er tekin þegar skrifað var undir samning við Menntamálaráðuneytið um að stofnsettur yrði framhaldsskóli í Mosfellsbæ.

Brúarlan nýtt


mbl.is Framhaldsskóli í Brúarlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott framtak Karl.  Tók eftir þessari frétt í dag bloggaði hana.  Mér finnst flott að þetta virðulega hús fái nýtt hlutverk, sem því hefur kannski vantað lengi.  Hefði svo sem þegið að skólinn væri kominn í gagnið núna í vetur.  Erum með einn gaur í 10. bekk sem er búinn með samræmdu í stærðfræði og ensku.  Þarf með tilheyrandi fyrirhöfn og ferðalögum að sækja þessa áfanga í Borarholtsskóla í dag. Ásamt því að vera í 10. bekk. Til hamingju Mosfellingar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband