Um sannleiksást og þráhyggju

Undanfarna daga og vikur, hefur Gunnlaugur B. Ólafsson, bloggari farið mikinn í skrifum sínum á síðu sinni og annarra. Skrif hans hafa einkennst af harðri gagnrýni á störf Vinstri grænna. Að þessu sinni ekki einungis í Mosfellsbæ, heldur á landsvísu. 

 

Á sama tíma hefur hann reynt að réttlæta öll útspil Samfylkingarinnar í landspólitíkinni vegna ástandsins. Ekki það, að mér detti í hug að álasa Samfylkingunni einni saman um það ástand sem í þjóðfélaginu ríkir nú um mundir. Öðru nær, það er öllu flóknara en það.

 

Svo virðist sem Gunnlaugi sé ekki svefnsamt vegna fylgisaukningar Vinstri grænna þessa dagana og vikurnar.

 

Gunnlaugur B. Ólafsson er einn stofnenda Varmársamtakanna og hefur verið þeirra aðal talsmaður ásamt Sigrúnu Pálsdóttur. Hann var formaður nú síðastliðna fimm mánuði en er nú varamaður í stjórn. Það vakti fljótlega athygli mína sú gengdarlausa þráhyggja Gunnlaugs og einstaka stjórnarfólks samtakanna, þar á meðal Sigrúnar Pálsdóttur að benda aðeins á okkur Vinstri græn í Mosfellsbæ í þessum margumtöluðu vegaframkvæmdum inn í Helgafellshverfi. Leynt og ljóst virtist sem það væri aðal markmið samtakanna að ná höggi á Vinstri græn í Mosfellsbæ og mig persónulega. Vakti sú harða aðför fljótlega athygli mína. Það sem verra er að ekkert lát virðist á henni.

 

Nýlega skrifaði Sigrún Pálsdóttir gein sem hún kallaði: Um sannleiksást Karls Tómassonar.

 

Í grein sinni segir Sigrún m.a.

"Margir hafa undrast það langlundargeð sem umhverfisverndarsinnar í Vinstri grænum hafa sýnt Karli".

"Sú spurning gerist sífellt áleitnari hversu langt Karl Tómasson fær að ganga áður en þolinmæði flokksfélaganna þrýtur endanlega"?

"Landslag á bökkum Varmár hefur verið sundurtætt af skurðgröfum í valdatíð Karls Tómassonar. Hann ber ásamt fleirum ábyrgð á því".

"Í viðtalinu gerir Karl sjálfan sig að píslarvotti og segist persónulega hafa verið tekinn fyrir. Ljóst er Karl gerir hér engan greinarmun á starfi sínu sem stjórnmálamaður og persónulegum málum".

Ég tel það löngu orðið tímabært að Gunnlaugur B. ,Sigrún, og þeirra fólk fari nú að átta sig á því, að  baki slíkra ákvarðana eins og veglagninga í bæjarfélaginu koma fleiri að en ein manneskja.

Ég tel skrif Gunnlaugs B. undanfarið og Sigrúnar, sem bæði eru flokksbundin í Samfylkingunni, styðja þá ályktun mína allt frá upphafi, að þau hafi farið algerlega framúr sér í flokkspólitíkinni í störfum sínum fyrir samtökin. 

 

Eins og frægt er orðið fór þessi umræða um veglagninguna inn í Helgafellshverfi, starf mitt og persónu að mestu fram á síðu nafnlaus bloggdólgs sem lengi vel var kenndur við Varmársamtökin. Dæmi voru um stjórnarfólk samtakanna sem tók þar virkan þátt í mjög svo niðrandi skrifum og persónuárásum. Lítið sem ekkert virtist hinsvegar gerast á síðu samtakanna sjálfra, hvorki þá né gerir nú og umræða þar og athugasemdir í lágmarki. 

 

Eins og heyra má í viðtalinu sem ég set hér slóð á, taldi ég daga þessa bloggdólgs lokið, enda var þessari síðu lokað mjög snögglega og það án nokkurrar viðvörunnar. Það ætti að segja meira en mörg orð um það sem þar fór fram.

 

Þarna hafði ég ekki á réttu að standa. Frá því að viðtalið var tekið við mig hefur önnur síða verið opnuð sem var einnig lokað mjög snarlega og nú er sú þriðja nýlega farin í gang. 

 

 

 

Ég set þetta viðtal hér inn með þessari færslu. Með því að fara 20 mínútur aftur í viðtalið má heyra þau orð mín þar sem ég tel daga bloggdólgsins lokið.

 

 

Mikið vona ég að þetta fólk sem að slíkum síðum stendur öðlist hugarró svona rétt fyrir jólin með fjölskyldum sínum, í eitt skipti fyrir öll.

 

Þetta er vægast sagt óhugguleg þráhyggja og heift.

 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Það er nú einu sinni þannig, Kalli minn, að margur maðurinn nærist ekki á öðru betur en að níða og naga í bakið á náunganum.  Það finnst urmull af slíku gengi í mínum flokki sem kenndur er við sameinaða fylkingu lýðræðissinna og sannleiksþyrstra.  Þessi tegund fólks finnst um allt.

Þess vegna orti Davíð Stefánsson kvæðið sitt góða, "Rottur".

Dunni, 4.12.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: steinimagg

Hvernig er það eiginlega með þennan bloggvinalista hjá þér, maður er búinn að reina og reina að troða sér á hann og ekkert gerist, hum ha, það er grenilega ekki sama Jón og séra Jón!!!! Þarf maður að vera með einhvern sérstakan standard til að komast á hann, ha og hvaða þá, er maður ekki nógu stórbrotinn persónuleiki eða hvað, hér mun ég aldrei koma aftur fyrr en þetta verður lagað og hana nú!!!!!

steinimagg, 4.12.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Dunni minn og takk fyrir komuna og ræktunarsemina í bloggvináttunni. Ég stend mig því miður ekki nægilega vel í henni.

Ég er nú svolítið sammála bloggvinum mínum, þeim Sigurði Hreiðari og Helga Páls að það getur orkað tvímælis að eiga marga bloggvini og sinna þeim ekkert. Maður fær samviskubit yfir því.

Hallsteinn minn. Til þess að fá að gerast bloggvinur minn þarft þú að senda mér bréfleiðis nokkrar upplýsingar. Með því að fara inn á dolsegardos. zetor. ganglion .com þá getur þú nálgast stöðluð umsóknareyðublöð.

Að öðru. Það er mér mikið í mun að það fari ekki á milli mála í grein minni hér að ofan að það hvarflar ekki að mér að Sigrún Pálsdóttir hafi tekið þátt í bloggdólgsumræðunni. Ég vil ekki trúa því.

Hitt er annað að Sigrún heldur sínu striki í að mér finnst full flokkspólitískri baráttu fyrir samtökin. Það hefur vakið furðu mína allt frá upphafi, að hún nafngreinir í öllum sínum greinum og skrifum alltaf aðeins eina manneskju? Í því fari er hún enn, vitandi það að ákvörðun eins og veglagning eða uppbygging á nýju hverfi hlýtur að vera eitthvað meira og stærra en ákvörðun eins manns. Það var það sem ég var að reyna að segja.

Hitt er annað að aðrir stjórnarmenn samtakanna hafa tekið þátt í bloggdólgsumræðunni og eru enn að. Eins og ég skrifa um hér í færslunni að ofan hafa nú opnað sína þriðju síðu mér til handa. Það er hin eiginlega geggjun og þráhyggja sem fáir fá botn í. Sigrún ætti t.d. að geta haft áhrif á það.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 4.12.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: steinimagg

það var mikið.

steinimagg, 4.12.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Karl Tómasson

Dettur nokkrum manni í hug að það sé tilviljun að á síðu fyrrverandi formannsins blómstri nú mikið spjall á meðal hans og gjaldksmjerjans hjá samtökunum?

Þeir þráhyggjufélagarnir eru eitthvað órólegir núna. Hvað veldur???

Með kærleiksflæði, endalausri visku, skoðun og lausnum á öllum sköpuðum hlutum, án þess að gefa kost á sér til að fylgja þeim eftir, t.d. í lýðræðislegri kosningu.

Öllum gefst kostur á því sem treysta sér til, ekki rétt?.

Með bestu kveðju frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 4.12.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað sem allir lúðulakar segja þá eru VG í góðum málum vegna málefnanna. 

Sumum finnst berin einfaldlega súr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kalli minn, hvað get ég sagt, þetta er einhvernveginn alveg ótrúlegt að þessu haldi áfram, og áfram, og áfram.

þú verður svo andlega sterkur á þessu að þú getur tekið hverju sem er í framtíðinni.

knús minn kæri

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 15:44

8 identicon

Hef verið að drepast úr löngun að tjá mig um þetta mál.  En eftir að hafa kynnt mér það ákvað ég að það væri óhultast að sleppa því bara.  En vona bara að það skaði ekki ímynd bæjarins út á við.  Viljum það ekki.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:24

9 identicon

Takk Hjördís.  Jæja, þú náðir að "kveikja" aðeins í mér. Ég var "að heiman" (bjó úti á landi) á meðan að þessu ósköp dundu yfir og geri mér ekki grein.  Leiðinlegt að heyra að bærinn okkar sé umtalaður um þetta mál.  Ég er ekki alinn upp í bænum á engin bernskutengsl við kvosina.  Mér fannst kvosin falleg áður en vegurinn var lagður.  Mér finnst hún það ennþá.  Hreinlega átta mig ekki á "skemmdarverkunum".  A.m.k. snerta mig ekki.  Kannski er ég svona einfaldur og "naive".  Ég er búinn að keyra þennan nýja veg.  Ég upplifði ofsalega flott útsýni yfir bæinn minn.  Er þorandi að nefna þetta:  Þökk sé veginum.  Bara mín skoðun sem "leikmanns" og almenns bæjarbúa.  Væri fróðlegt hvað aðrir "leikmenn" hefðu um þetta að segja.  Og lýkur þá minni þátttöku um þetta mál sem ég vildi óska að menn gætu notað aðventuna til að slíðra sverðin. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband