Heillandi og fallegt hljóðfæri

Þegar ég var að vinna hjá stóra brósa mínum, Björgvini, orgelsmið hér á árum áður, þá var eitt af mínum aðal verkefnum m.a. að gera upp gömul harmoníum.

Undir góðri leiðsögn hans náði ég ágætum tökum á verkefninu að skrúfa þetta gamla og merka hljóðfæri niður, stykki fyrir stykki og hreinsa það upp. Oftast var á endanum, aðal verkefnið að gera við belginn í hljóðfærinu. Þegar þeirri viðgerð var lokið, rétt eins og að bæta stígvél, eins og gert var í gamla daga virkaði allt fullkomlega.

Einfalt og flott og allir vegir færir.

Það var gaman að kynnast þessu fallega hljóðfæri svo náið.

 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband