Færsluflokkur: Bloggar

Gary Thain

 

Gary

http://youtu.be/hkZZGHeUaDc


Aftureldingarlagið

75_umfa

Hér má heyra nýja útgáfu af baráttulagi Aftureldingar sem við Gildrufélagar sömdum upphaflega fyrir félagið árið 1994 en vorum nú að setja í nýjan búning í maí síðastliðinn.

Lagið færðum við félaginu formlega að gjöf nú á dögunum.

http://youtu.be/dnqfSL-cAY4


Sá hraðasti af öllum fyrr og síðar

http://youtu.be/0ifZglGgKGI

Snerillinn minn

1298568589_CAISSE_CLAIRE_STEVE_GADD_MSD14ASG

Ég er sannarlega ánægður með hann. Hringirnir eru úr harðvið sem gefur hljóðfærinu bæði einstakt sánd og mikinn glæsileika.

Hér er stutt myndbrot með trymblinum sem hann er kenndur við og átti þátt í hönnun hans.

 http://youtu.be/v5mDDD2_I94


Líf í hverjum drætti

Rem

Er þetta ekki óþarfi?

UmbúðirVið keyptum í dag fjölskyldan grísakótilettur, sem er ekki í frásögur færandi, nema af því að dóttir mín 11 ára gömul vakti athygli okkar á umbúðunum.

Fyrr má nú vera umbúðirnar pabbi sagði dóttirin.

Já!!!!!!!! talandi um umhverfismál.

Fyrr má nú rota en dauðrota í umbúðaruglinu hjá okkur.


Stefán Jónsson

Málverk af fjöllum - Herðubreið
- Stefán Jónsson frá Möðrudal (1908-1994)


Stefán Jónsson frá Möðrudal, "Stórval" eins og hann nefndi sig málaði ótal margar myndir af Herðubreið. Þessi mynd er máluð árið 1989.

Stefán Stórval og Herðubreið

Í stórum dráttum má skipta sjálflærðum myndlistarmönnum eða svokölluðum einförum í myndlist í tvo hópa. Annars vegar eru sagnaþulir af báðum kynjum sem í ellinni gera sér til dundurs að rifja upp í myndum það sem á daga þeirra hefur drifið, þeir minnast æskuslóðanna og þjóðsagna og ævintýra sem þeim tengjast. Hins vegar eru sérlunda eða beinlínis sálsjúkir listamenn sem frá unga aldri fá útrás í myndum fyrir margs konar meinlokur og öfgafullar kenndir sem þeir annars væru tilneyddir að byrgja inni.

Segja má að þessir tveir myndheimar mætist í verkum Stefáns Jónssonar, uppflosnaðs bónda frá Möðrudal. Öðrum þræði einkennast myndir Stefáns - að ógleymdu fasi hans - klárlega af ýkjum og öfgum sem kunnugir hafa rakið til þess tíma er hann, ungur maður, rataði í miklar andlegar og líkamlegar raunir á heiðum úti um hávetur. Um þessa vöntun á andlegu jafnvægi vitnar ýmislegt misræmi í myndum Stefáns, síbreytileg hlutföll hlutanna og verkan litanna, en kannski fyrst og fremst þráhyggja málarans þegar kemur að efnisvali. Sem í leiðslu stóð landslagsmálarinn Stórval og málaði sama mótífið klukkustundum saman á allt sem fyrir var, án þess að hnika ýkja miklu til frá mynd til myndar. Það var engu líkara en framkvæmdin, sjálf framköllun mótífsins, væri honum öllu mikilvægari en útkoman. ,,Það verður að róta landskapinu á léreftið, annað er ekki almennileg list," sagði hann eitt sinn við Pjetur Hafstein Lárusson, rithöfund.


Hér er annað verk eftir "Stórval".

Um leið er það einmitt í sérvöldu "landskapinu" sem birtast tengsl Stefáns við þá bernsku sagnaþuli sem nefndir eru í upphafi. Alla ævi sína er hann nefnilega að mála sig heim til æskustöðvanna, til Möðrudals, þar sem ríkir sannkölluð drottning íslenskra fjalla, Herðubreið.

Það er nánast sama hvað gerist í landslagsmyndum Stefáns, og yfirleitt er atburðarrásin í þeim ekki flókin; alls staðar blasir Herðubreið við, drungaleg í skammdeginu eða sólbjört að sumarlagi. Eða öfugt. Því ekki er alltaf samræmi milli útlitsins á Herðubreið og veðurfarsins annars staðar í sömu mynd. Sem stafar sennilega af því að tilfinningalegt gildi fjallsins var málaranum mikilvægari en öll staðfræði og viðtekin listræna. Í kvikmynd sem tekin var af Stefáni þegar hann heimsótti æskuslóðir sínar í fyrsta sinn í fjörtíu ár, málar hann hverja myndina á fætur annarri af Herðubreið og snýr þá bakinu í fjallið. Það er fyrir löngu runnið honum í merg og bein.

Líkast til var Herðubreið Stefáni ómeðvitað tákn fyrir líðan hans hverju sinni, uppruna hans og liðna æsku, þegar náttúran var mikilfenglegri, sauðir vænni og hestar betri en nokkurn tímann fyrr eða síðar í Íslandssögunni.


Meistaraverk

Blindgatan

http://youtu.be/bsEG1qvKYvU


Engum líkur

sdavis

http://youtu.be/CgnAIsPY8hA


Þetta var glæsileg hreinsun

http://youtu.be/bhWRVYcnQLg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband