Færsluflokkur: Bloggar
þri. 3.1.2012
Mosfellsbær kemur vel út í árlegri könnun Capacent
Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn.
Í Mosfellsbæ eru 93% íbúa ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Þetta kemur fram í árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær einkunina 4,4 af 5 mögulegum og er með þriðju hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Í Mosfellsbæ var úrtakið 452 manns og var svarhlutfall um 60%.
Mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Samkvæmt könnuninni eru um 90% bæjarbúa ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar er Mosfellsbær þar í fjórða sæti meðal sveitarfélaga. Þegar kemur að skipulagsmálunum er Mosfellsbær í öðru sæti meðal sveitarfélaga en þar eru hlutföllin töluvert lægri, 63% bæjarbúa eru ánægðir með þau mál hér og 12,4% óánægðir.
Almenn ánægja með skólana.
Um 80% íbúa eru ánægðir með leik- og grunnskóla bæjarins og erum við þar í 5. sæti meðal sveitarfélaga.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist mjög ánægður með útkomu Mosfellsbæjar í könnuninni. Það er ánægjulegt hvað bærinn kemur alltaf vel út úr þessu mati. Hér finnst fólki greinilega gott að búa og er það einmitt markmiðið. Hinsvegar verðum við líka að horfa á það sem við getum bætt okkur í, við dölum t.d. aðeins í einkunn hvað varðar þjónustu við barnafjölskyldur sem er örugglega afleiðing að þeim ráðstöfunum sem grípa hefur þurft til í kjölfar hrunsins og við þurfum að huga að þessu. Við hækkum hinsvegar töluvert í einkunn varðandi þjónustu við eldri borgara og greinilegt er að það sem verið er að gera í þeim málaflokki, bygging hjúkrunarheimilis og þjónustumiðstöðvar á Hlaðhömrum, mælist vel fyrir, segir Haraldur bæjarstjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 30.12.2011
Skemmtilegt ár
Árið 2011 var skemmtilegt en það sem stendur upp úr hjá mér var m.a.
Frábærir tónleikar með GRM ( Gylfa Ægis, Megasi og Rúnari Þór ) á Kaffihúsinu Álafossi þar sem ég lék á trommur með þeim félögum öll þeirra ógleymanlegu lög. Kostulegir karakterar allir sem einn, sem hafa frá ýmsu að segja.
Veiðidellan kviknaði sem aldrei fyrr, þökk sé Trausta frænda mínum sem fékk mig með sér í nokkra ógleymanlega veiðitúra í sumar. Í einum þeirra veiddi ég minn fyrsta lax og þeir áttu eftir að verða nokkrir áður en yfir lauk eftir sumarið. Einnig tókst mér að fá með mér nokkra góða og persónulega vini mína í nokkra veiðitúra sem fengu fyrir vikið einnig veiðidelluna. Þessar veiðiferðir verða allar endurteknar á komandi sumri. Næsta mál er fluguhnýtinga- og kast námskeið með Trausta í byrjun árs til að vera klár í slaginn næsta sumar.
Ég fór í mjög ýtarlegt helgarviðtal til Guðna Más Henningssonar, þeim skemmtilega og viðkunnalega útvarpsmanni. Þáttur hans er alltaf á sunnudögum og hefst að loknum hádegisfréttum.
Hér set ég inn viðtalið sem hefst þegar þátturinn er u.þ.b hálfnaður.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4558202/2011/03/20/
Frábær dvöl í sumarbústaðnum í Kjósinni allt sumarið og heimsóknir og næturgistingar ótal margra vina og ættingja, undantekningalaust í frábæru veðri. Þrátt fyrir að allt sé þar á kafi í gróðri höfum við Lína plantað þar rósum, trjám og runnum sem dafna vel. Kartöfluuppskeran var einnig góð og stefnum við að því að bæta hana ásamt því að fjölga tegundum í matjurtagarðinum.
Við Gildrufélagar spiluðum nokkrum sinnum á árinu og fengum alltaf frábæra mætingu, nú síðast komu rúmlega 600 gestir á veitingastaðinn Spot í Kópavogi. Upp úr stendur þó í spilamennskunni einstaklega skemmtilegt og velheppnað landsmót bifhjólamanna í Húnaveri í Júlí. Sérlega skemmtilegur og þakklátur hópur fólks að spila fyrir. Við vorum að spila til að ganga fimm að morgni en hefðum hæglega getað verið nokkrum klukkustundum lengur ef út í það er farið. Aldrei slíku vant voru allar eiginkonur okkar Gildrufélaga með í för og skemmtu sér sannarlega vel saman.
Fjölskyldan eignaðist forláta bát sem hefur slegið rækilega í gegn og verið óspart notaður á Meðalfellsvatni, bæði til skemmtunar og veiða. Næst stendur til að fá sér á hann utanborðsmótor svo hægt sé að komast hraðar yfir á vatninu.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að spila nokkrum sinnum með vini mínum Palla Helga á árinu og var það einstaklega gaman. Fáir menn hafa lagt eins mikið til markanna í tónlistarlífinu í Mosfellsbæ og hann. Tónlistin bókstaflega streymir um hann allan.
Nú nýlega fórum við í fyrsta skipti til Ameríku, ferðinni var haldið til Boston með æskuvini okkar Línu, Þórhalli Árnasyni, bassaleikara í Gildrunni og konu hans, Michelle, Birna var einnig með í för. Þetta var hreint út sagt frábær ferð þar sem sjö dagar liðu sem tveir. Skoðuðum, skoðuðum, borðuðum, borðuðum, drukkum, drukkum og versluðum og versluðum.
Hjalti vinur minn, bróðir Þórhalls Gildrubassa, hefur undanfarnar vikur tekið mig rækilega í gegn í líkamsræktinni og hefur hann hreinlega púrrað mig upp í stórátakinu á sinn einstaka hátt. Ég treysti mér nú til að hlaupa upp á Esjuna á fáeinum mínútum.
Nú er bara að vona að næsta ár verði jafn skemmtilegt hjá mér og mínum og það brátt liðna og óska ég þess ykkur öllum kæru vinir og ættingjar nær og fjær.
Kalli Tomm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 15.12.2011
Bassaleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 2.12.2011
Ómetanlegt starf
Hrefna Haraldsdóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóoðs barna.
Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna.
Samtals veitti Velferðarsjóður barna styrki að upphæð sex milljónir króna í ár. Á þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann úthlutað um 600 milljónum króna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 31.10.2011
Nýtt myndband með Gildrunni
Við félagarnir í Gildrunni vorum að fá sent myndband sem tekið var upp á tónleikum sem við gleymum seint, tónleikum sem við héldum í tilefni af 30 ára samstarfi okkar og haldnir voru í Mosfellsbæ í maí 2010.
Hér kemur fréttatilkynning frá Spot í Kópavogi en við verðum þar og á Selfossi um helgina.
Fréttatilkynning:
Hljómsveitin Gildran hefur á löngum ferli skipað sér á stall með bestu íslensku rokksveitum samtímans.
Hljómsveitin er nú sem endranær skipuð þeim: Birgi Haraldssyni söngvara, Þórhalli Árnasyni bassaleikara, Karli Tómassyni trommuleikara og Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara.
Þeim til halds og trausts er hljómborðsleikarinn Vignir Þór Stefánsson.
Gildran hefur gefið út alls 7 breiðskífur auk þess að eiga lög á fjölda safnplatna og mörg laga Gildrunnar eru fyrir margt löngu orðin tímalaus klassík í íslenskri tónlist.
Hljómsveitin spilar á 800 Bar á Selfossi föstudagskvöldið 4. nóvember og svo á risadansleik á veitingahúsinu SPOT í Kópavogi
laugardagskvöldið 5. nóvember og má með sanni segja að rokkelimentin verði þanin til hins ítrasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 28.10.2011
Sveiflan er svakaleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 16.10.2011
Stórkostlegir hæfileikar, eyrnakonfekt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 8.10.2011
Steel guitar
Sigurgeir félagi minn og vinur í Gildrunni hefur undanfarin fimm ár lagt á sig mikla vinnu að læra á steel guitar og náð, eins og hans er von og vísa, undraverðum árangri á hljóðfærið.
Steel guitar er hljóðfæri sem tekur nokkurn tíma að meðtaka og ná sáttum við en þegar það gerist er ekki aftur snúið. Þannig var það a.m.k. hjá mér.
Geiri hefur notað þetta hljóðfæri nokkuð mikið hjá okkur Gildrufélögum undanfarið og hefur með því sett mjög skemmtilegan svip á okkar tónleika og uppákomur.
Hér að neðan kemur myndband með einum fremsta steel guitar leikara heims sem er jafnframt í miklu uppáhaldi hjá Sigurgeiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 1.10.2011
Maríulaxinn
Ég á mjög létt með að fá dellur af öllu tagi en sem betur fer, þá hef ég vit á því að reyna ekki allt til að forðast slíkt.
Í sumar vaknaði upp af áratuga löngum blundi ein della í mér sem nú verður ekki aftur snúið með, veiðidella. Þökk sé Trausta, mínum yndislega frænda. Trausti kom í heimsókn til okkar Línu í sumar í Kjósina og fékk mig með sér í veiði í Meðalfellsvatn, sá veiðitúr bar ekki nokkurn árangur en annað átti eftir að koma á daginn áður en sumar leið.
Skömmu síðar bauð hann mér í Sogið í Laxveiði og þar vorum við í holli með Eggerti Skúlasyni fréttamanni og veiðimanni, það var í fyrsta skipti sem ég fór í laxveiðiá. Eggert og hans félagi sögðu okkur þegar við hittum þá á bakkanum að það væri fiskur spriklandi um allt en hann tæki ekki. Viti menn í fjórða kasti hjá mér beit stórlax á og Trausti tók á videó í 15 mínútna viðureign mína við hann sem endaði með því að laxinn sleit allt draslið mitt til fjandans. Ég get ekki lýst með orðum hversu svekktur ég var og það var Trausti frændi reyndar líka. Þetta hefði verið svooooo flott að ná að landa þessum laxi, ég með gersamlega glataðar græjur og múnderingin á mér eftir því í samanburði við veiðifélagana. Eftir þetta urðum við ekkert varir í Soginu.
Þá var komið að Hólsá og þá kom Maríulaxinn minn á land, við veiddum 7 væna laxa í frábærri veiðiferð, Trausti 3 og ég 4. Hálfum mánuði síðar fór ég með vinum mínum, Halla Sverris, syni hans og Bigga Haralds í sömu á og þar veiddi Sverrir sinn Maríulax á nákvæmlega sama stað og ég. Eftir daginn höfðum við landað 6 löxum og einum urriða. Biggi missti einn mjög stórann efir langa viðureign og hann var bókstaflega kominn upp á land þegar hann slapp. Við fylgdumst allir spenntir með þeirri viðureign.
Í nýliðnum mánuði fór ég svo aftur með Trausta og vinnufélaga hans, Svavari, í Hólsá en við komum heim með öngulinn í rassinum. Það var engu að síður sérlega skemmtileg veiðiferð með frábærum strákum. Mikið hlegið.
Næstu helgi er ferðinni haldið í Affallið og aftur með Trausta, Svavari og tveimur öðrum veiðimönnum og ég get vart beðið.
Hér koma nokkrar myndir og videó af Maríulaxinum mínu.
Sogið
Sogið
Glímt við Maríulaxinn í Hólsá
Hólsá að loknum góðum degi með Trausta
Bloggar | Breytt 2.10.2011 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 30.9.2011
Páll og Káll
Þann 20. júní 2009 skrifaði ég eftir farandi færslu á bloggið mitt:
Það er með sanni hægt að segja að Páll Helgason tónlistarmaður og kórstjórnandi í Mosfellsbæ hafi unnið einstakt starf í þágu tónlistarinnar í Mosfellsbæ.
Páll hefur um árabil stjórnað fjórum kórum í bæjarfélaginu. Álafosskórnum, Vorboðum, kór eldriborgara, Mosfellskórnum og Karlakór Kjalnesinga.
Í kringum Palla Helga og allt hans starf ríkir alltaf einstaklega góður andi.
Góðir gestir hér kemur Karlakór Kjalnesinga með lag af nýútkomnum geisladiski sem ég skora á alla að eignast.
Undanfarið hef ég verið svo heppin að fá tækifæri til að spila og syngja með Palla Helga og er óhætt að segja að við skemmtum okkur konunglega saman.
Báðir höfum við lifað og hrærst í tónlistinni um árabil en róið á frekar ólíkum miðum en það eru engin landamæri í tónlistinni, við upplifum það í hverju lagi.
Við erum í góðum fíling gömlu Mosarnir.
Sjáumst á Veitinga- og kaffihúsinu á Álafossi, við verðum þar á næstu dögum.
Nánari upplýsingar á staðnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)