Færsluflokkur: Bloggar

Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Já svo sannarlega gerir fjarlægðin oft fjöllin blá en þetta máltæki á ekki einungis við einhverjar drauma eða draumsýnir, þannig er það bara.

Hér að neðan set ég inn tvö mynbönd af tveimur frábærum trommuleikurum og sannarlega tekst þeim eldri að gera fjöllin blá og gefa manni skilning á orðatiltækinu og hafa fullkomna trú á því.

Endalaus tónlist, tónlist, tónlist og engin sándfeik, allt eins og það kom af kúnni hjá þeim gamla.

http://www.youtube.com/watch?v=XrsBT_C0bG8

Lars_Ulrich_live_in_London_2008-09-15

 

http://www.youtube.com/watch?v=sWrxHP36N1Qhttp://www.youtube.com/watch?v=sWrxHP36N1Qhttp://www.youtube.com/watch?v=sWrxHP36N1Q

buddyrich-10b

Fullkomið frelsi

Paba

Það er stórkostlega gaman að tromma jazz, í því er eitthvert frelsi en um leið einhver óendanleg binding og samband sem þarf að eiga sér stað á milli hljóðfæraleikaranna svo að allt smelli saman.

Margir af bestu trommuleikurum heims koma úr jassinum og hafa mótað og haft mikil áhrif, langt út fyrir sinn ramma.

Góður jasstrommuleikari þarf fyrst og síðast að hafa í sér mikla tónlist og ef grant er skoðað, þá sést það á öllum þeim bestu að þeir bókstaflega iða af tónlist í æðum sínum. Trommusettið er notað á alla kanta og úr því kemur, hvort sem lamið er með höndum, kjuðum eða burstum, endalaus tónlist.

Hér kemur myndbrot af einum slíkum og miklum frumkvöðli.

http://www.youtube.com/watch?v=8ziQkWyIwo4http://www.youtube.com/watch?v=8ziQkWyIwo4http://www.youtube.com/watch?v=8ziQkWyIwo4

 

 


Kostuleg stílabók

Mér áskotnaðist á dögunum kostuleg stílabók sem ég hafði notað í Gagnfræðaskólanum í Mosó árið 1977, eða fyrir 36 árum, bæði fyrir dönsku og ensku.

Mamma hafði án minnar vitundar haldið uppá hana og notað til að skrifa í uppskriftir af öllu tagi. Fyrir tilviljun sá ég stílabókina hjá mömmu nú fyrir skömmu og vakti hún athygli mína og ekki síður kátínu þegar ég sá það sem í henni stóð þegar ég opnaði hana.

Þarna má, eins og sést á myndunum, sjá stórum stöfum ritað með miklum stæl VENUS og þar fyrir neðan nöfnin: Haffi orgel - Þórhallur gítar - Elli bassa - Kalli trommur.

Þarna er um að ræða fyrstu hljómsveitina sem við félagar úr Gildrunni, ég og Þórhallur stofnuðum með góðum skólafélögum, þeim Hafþóri Hafsteinssyni, sem nú er látinn og Erlendi Erni Fjeldsted Mosfellingi og eiginmanni Herdísar Sigurjónsdóttur bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ til margra ára.

Venus tróð eftirminnilega upp á skólaballi í Gaggó og sérlegur aðstoðamaður okkar var þáverandi íþróttakennari skólans, Ísólfur Gylfi Pálmason sem nú er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

Þetta var fyrsta og eina giggið sem Þórhallur spilaði á gítar og er minnisstætt að Ísólfur Gylfi stilti gítarinn fyrir Þórhall þannig að þvergrip með einum fingri dugðu til að spila lögin sem við spiluðum.

Lögin voru tvo. Út og suður þrumustuð og Kærastan kemur til mín með Lónlí blúbojs.

Það þarf ekki að spyrja að því að þarna slógum við algerlega í gegn og hljómurinn hafði verið gefinn fyrir það sem koma skyldi.

Á myndinni má sjá að greinilega höfðu verið uppi hugmyndir um önnur nöfn hjá okkur strákunum eins og Magnarar, Brúsar, Fígúrur og Cosinus.

Þegar þessu samstarfi okkar gömlu skólabræðrana lauk, stofnuðum við Þórhallur hljómsveitina Cosinus sem lék þó nokkuð mikið á dansleikjum m.a. í gamla Klúbbnum í Borgartúni.

Stílabók 11
Stílabók 12
Stílabók 13

 


Fyrsti trommutíminn í 30 ár

Ég skrifaði um það nýlega á blogginu mínu að ég væri búinn að fá gamlan draum til að rætast, að tromma í jasshljómsveit og ég er svo heppinn að fá að njóta þess á mínum fyrstu metrum með frábærum spilurum og ekki síður góðum félögum.

Þá var ekki um annað að ræða hjá mér en að fá leiðsögn í jasstrommuleik þar sem ég hef aldrei fengist við slíkt og eftir því sóttist ég að sjálfsögðu hjá einum magnaðasta jasstrommuleikara Íslands fyrr og síðar, Matthíasi Hemstock.

Hann tók erindi mínu vel og ég fór í minn fyrsta tíma til hans í dag og það var bókstaflega magnað og ótrúlega skemmtilegt.

Matti stóðst allar mínar væntingar, það var gaman að uppifa alla hans kunnáttu í jasstrommuleik, innsýn og þekkingu í mínum fyrsta tíma.

Ég er bókstaflega heillaður, það er eins og þetta hafi allt átt að gerast. Það er sérkennilegt að upplifa.

Kæru vinir!!! Bíðið bara róleg, innan skamms verður gamli rokktrymbillinn kominn með jassinn algerlega á hreint.

Með góðri kveðju frá KáTomm.

Myndin hér að neðan er af Matta, kennara mínum, í góðum fíling. Hann er magnaður og stíllinn ótrúlega flottur. Hann spilar með öllum skrokknum og sándið á kappanum er eftir því.

Matti Hem


Æsileg barátta

Hún heppnaðist sannarlega vel veiðiferð okkar félaganna í Hrútafjarðará á dögunum, sjö vænir laxar, ein bleikja og einn urriði voru dregin að landi.

Hæst bar þó ein sú ótrúlegasta viðureign sem ég hef séð og raunar við allir félagarnir, sem flestir eru þó öllu reynslumeiri en ég í laxveiðum, þegar við sáum Trausta frænda heyja baráttu við stórlax sem hann setti í á 40 ára afmælisdegi sínum þann 5. júlí.

Þannig var að ég og Trausti frændi vorum saman í holli, við vorum staddir við Hólmahil og ég var að kasta og Trausti að fylgjast með mér. Hann stóð á hinum bakka árinnar og segir "Kalli, hér er einn risi beint fyrir framan nefið á mér". Ég reyndi að kasta í áttina að laxinum en gekk illa þar sem ég var með vindinn beint í fangið.

Trausti kastaði því út línunni sinni þaðan sem hann stóð og viti menn, laxinn beit strax á agnið og rauk niður ánna með miklum látum. Trausta tókst að hemja laxinn en þurfti að fara mjög varlega þar sem hann var með silungastöngina sína og aðeins 12 punda línu. 

Þegar þetta gerðist var klukkan 11:30 og svo ótrúlegt sem það nú er átti viðureignin eftir að standa til kl: 14:45, eða í þrjár klukkustundir og fimmtán mínútur áður en yfir lauk.

Hér að neðan set ég inn nokkrar myndir af viðureigninni.

Stór 1

Þarna er viðureign Trausta að hefjast.

Stór 2

Hið ómögulega gerðist og allir viðstaddir héldu að baráttan væri töpuð hjá Trausta. Hjólið gaf sig og allt flæktist. Með góðri aðstoð Bögga og Njalla tókst að laga hjólið og koma því aftur á stöngina. Eins og sjá má á þessari mynd heldur Trausti í við laxinn eingöngu með stönginni og með því að ríghalda í girnið.

Stór 3

Engin smá átök þarna og stöngin þanin til hins ýtrasta eins og sjá má.

Stór 4

Þarna er Trausti fyrir framan með stöngina þanda og Böggi með háfinn að vaða yfir ánna og ég í humátt á eftir með vídeóupptökugræjuna. Við óðum upp að öxlum og stóð ekki á sama um dýptina sem við vorum komnir í, enda straumurinn talsverður þarna.

Stór 5 

Þarna er Trausti kominn með spikfeitann 18 punda hænginn í fangið. Hann var 90 cm á lengd og 46cm ummál.

Stór 6

Trausti þakkar höfðingjanum fyrir viðureignina og óskar honum góðs gengis rétt áður en hann svamlaði aftur út í á dauðþreyttur rétt eins og veiðimaðurinn. Þetta var hjartnæm stund hjá okkur öllum sem vorum þarna með Trausta.

Stór 7

Laxinn farinn sína leið og við veiðifélagarnir kampakátir yfir afreki Trausta á fertugsafmælisdegi hans. Þetta var mögnuð stund og við allir gjörsamlega uppgefnir.

Elsku Trausti frændi! Bestu þakkir fyrir að láta stóra frænda fá veiðidelluna. Það er búið að vera frábært að vera með þér í öllum okkar veiðiferðum undanfarin ár og með svo góðum og skemmtilegum veiðifélögum.

Innilegar afmæliskveðjur til þín frá Kalla og Línu.

 


Ég spyr........

Verður þetta einhverntímann toppað??????

http://www.youtube.com/watch?v=DOuT6BmVy1s

Pavarotti 1314


Byrjaður að jazza

Undanfarnar vikur hef ég verið svo lánsamur að fá gamlan draum til að rætast, tromma í jasshljómsveit.
Það hef ég gert undanfarið með miklum snillingum á því sviði, þeim Ásgrími Angantýssyni, hljómborðsleikara og Þórði Högnasyni, kontrabassaleikara. Við höfum allir náð vel saman og haft mjög gaman af, bæði jamminu og félagsskapnum.
Við höfum tekið marga þekkta jassslagara og einnig lagt nokkra áherslu á að taka gömul þekkt dægurlög og setja í jassbúning og hafa Bítlarnir verið ofarlega á þeim lista hjá okkur, enda allir miklir aðdáendur þeirra miklu snillinga.
Á döfinni er svo að fá með okkur við og við góða gesti, bæði hljóðfæraleikara og söngvara.
Það eru mikil forréttindi að hefja ferilinn í jasstrommuleik með slíkum reynsluboltum og öðlings mönnum.
Ég á það Línu minni alfarið að þakka að opna augu mín fyrir jazzinum en hún hefur allt frá því ég kynntist henni sett góðar jazzplötur á fóninn við góð tækifæri.
Smátt og smátt hefur áhugi minn aukist á tónlistinni og er nú að ná hæstu hæðum um þessar mundir og þá er ekki aftur snúið, ég er nokkuð viss um það.
Myndin hér að neðan er tekin þegar Ási og Þórður komu í óvænta heimsókn til okkar Línu og Birnu í Kjósina í dag.
Góð heimsókn 12

Lax lax lax veiði

Þá er komið að fyrsta laxveiðitúrnum á þessu ári og mikið hlakka ég til.

Það er ekki eitt, heldur allt frábært við það að fara í veiði með góðum vinum og félögum. Gista saman í veiðihúsi, grilla góðann mat, drekka góðar veigar, spjalla og hlæja.

Nú er ferðinni heitið öðru sinni í Hrútafjarðará og þaðan á ég góðar og skemmtilegar minningar frá því í fyrrasumar. Þar veiddi ég í fyrsta sinn lax á flugustöng og það var mögnuð tilfinning að upplifa.

Baráttan stóð yfir í 15 mínútur og með góðri leiðsögn veiðifélaga minna tókst mér að landa fallegum laxi, það var annar laxinn sem veiddist í Hrútu það ár og einn af fáum þar sem veiðin var í sögulegu lágmarki þar eins og annarsstaðar í fyrrasumar.

Nú er öldin önnur, áin er full af vatni og iðandi af lífí að sögn þeirra sem hafa verið á bökkum árinnar nú undanfarið.

Neðst er myndband sem tekið var þegar ég landaði mínum fyrsta laxi, það var í Hólsá og hann tók á spún. Því er ekki saman að líkja að veiða á spún eða flugu.

Hrútó á 

Takan

Hrútó komin í hávinn

Kominn í háfinn

Hrútó fagnað

Fagnað

http://www.youtube.com/watch?v=qaLje5vY5bo


Fallegt myndband við stórgóða útsetningu á sígildu lagi

Kaleo141414Ég skrifaði nú fyrir skömmu síðan hér á bloggið mitt um unga efnilega tónlistarmenn úr Mosfellsbæ og útsetningu þeirra á laginu fallega og góða Vor í Vaglaskógi.

Það er vandasamt verk að láta gömul meistaraverk ganga í endurnýjun lífdaga svo ekki sé nú talað um að fá athygli.  

Það hefur þeim félögum í Kaleo sannarlega tekist með glæsibrag, með stórgóðum flutningi og frábærum söngvara.

Til hamingju strákar.

http://www.mbl.is/monitor/frettir/2013/06/29/nytt_myndband_vid_vor_i_vaglaskogi/


Á Uppsölum

Birna hjá Gísla

Mörgum Íslendingum eru minnisstæðir þættir Ómars Ragnarssonar, Stiklur, sem voru sýndir í sjónvarpinu á árunum 1977 - 2005. Þessir þættir Ómars voru hreint stórkostlegir og þá bar vafalítið einna hæst heimsókn hans til Gísla á Uppsölum. Landsmenn sátu flestir agndofa yfir viðtali Ómars við einbúann og þeim lífsháttum sem hann bjó við.

Ég var einn af þeim sem sat agndofa og hafði þetta viðtal Ómars mikil áhrif á mig. Ég ákvað það þegar ég sá þetta viðtal að heimsækja Selárdal og sjá heimaslóðir Gísla við gott tækifæri.

Af því varð nú um síðastliðna helgi þegar við Lína og Birna heimsóttum Hallstein frænda og Siggu í sumarhús þeirra á Ísafirði.

Við fórum ógleymanlega dagsferð í Selárdal og sáum m.a. stórkostleg listaverk Samúels og að sjálfsögðu heimahaga Gísla á Uppsölum, kíktum inn í fjárhúsin hans og gamla húsið.

Myndin af Birnu er tekin fyrir utan hús Gísla á Uppsölum. 

Gísli 1010


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband