Færsluflokkur: Bloggar
sun. 11.8.2013
Jón Gnarr er snillingur og mannvinur
Velgengni og athygli virðist því miður alltaf þurfa að fylgja öfund, afbríðisemi og jafnvel heift í garð þeirra sem hennar njóta.
Ég verð að segja eins og er að ég á ekki orð yfir þeim skrifum og athugasemdum sem um borgarstjórann okkar Jón Gnarr eru oft á tíðum látin falla, ef ég skrifaði slík ummæli um einhverja manneskju hér á bloggið mitt myndi marga reka í rogastans en allt virðist vera heimilt á feisinu og í kommentakerfinu víða.
Þetta eru oft á tíðum glórulaus skrif sem ganga svo langt yfir allt velsæmi og virðast látin óáreytt, í það minnsta eru þau ekki fjarlægð.
Jón Gnarr er snillingur á fleiri sviðum en einu, tveim eða þrem, hann er náttúrusnillingur en fyrst og fremst mikil manneskja.
Nú er réttindabarátta samkynhneigðra að ná hæstu hæðum og loks farin að fá þá athygli sem eðlilegt er og hefur Jón Gnarr borgarstjóri ekki legið á sínu liði í þeirri baráttu.
Fjöldi fólks rís nú upp á afturlappirnar kolvitlaust með athugasemdir vegna þeirrar athygli sem sú réttindabarátta nú nýtur og oft með hræðilega niðrandi skrifum sem eru náttúrulega fyrst og síðast og þegar öllu er á botninn hvolft þeim hinum sömu til mikillar smæðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 9.8.2013
Costa del Kjós
Við gömlu skólafélagarnir úr árgangi 1964, Varmárskóla í Mosfellsbæ, höfum undan farin ár tekið upp þann sið að hittast reglulega fyrsta föstudag í mánuði og borða saman.
Það er virkilega gaman þegar áratuga kynni eru rifjuð upp og allar sögurnar sem við eigum sameiginlegar gömlu bekkjarbræðurnir og vinirnir.
Nú nýlega var spúsum okkar boðið með og var ákveðið að farið væri í reiðtúr og grillað saman að því loknu hjá okkur Línu í bústaðnum okkar við Meðalfellsvatn.
Kjósin varð sem sagt fyrir valinu að þessu sinni og riðið um hana þvera og endilanga.
Hér koma nokkrar myndir af einstaklega vel heppnuðum degi þar sem Kjósin skartaði sínu fegursta.
Að venju læt ég myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 8.8.2013
Laxá í Aðaldal er svakaleg
Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að fara að veiða í Laxá í Aðaldal nú á dögunum, seint hefði ég trúað því að eiga það eftir. Þessi á og umhverfi hennar hefur heillað mig algerlega uppúr skónum allt frá því að ég sá hana fyrst.
Sem barn og unglingur var ég um árabil í sveit í Baldursheimi í Mývatnssveit. Það var á þeim tíma sem ég barði Laxá í Aðaldal reglulega augum og féll í stafi yfir fegurð hennar og umhverfinu öllu.
Þarna fór ég með Trausta frænda og Svavari veiðifélögum mínum og áttum við saman þrjá frábæra daga. Það var mjög kalt þegar við mættum fyrsta daginn á árbakkann, fjórar til fimm gráður en veðrið fór fljótt hlýnandi og má með sanni segja að það hafi verið eins og best verður á kosið síðasta daginn okkar.
Nú læt ég myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 1.8.2013
Aðeins meira af snillingum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 27.7.2013
Tveir heildar snillingar samankomnir
Þegar ég sá þetta og heyrði var gæsahúðin alger frá upphafi til enda.
http://www.youtube.com/watch?v=28DfvvfZLi0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 22.7.2013
Mikið er ég stoltur af brósa mínum
Í dag var frétt um hann bróðir minn, Björgvin Tómasson, orgelsmið og pípuorgelið sem hann ásamt sínum frábæru smiðum er að reisa nú þessa dagana í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Ég var svo heppinn að fá að kynnast orgelsmíðinni eilítið þegar ég vann hjá honum þegar hann var með orgelverkstæði sitt og smiðju í gamla fjósinu á Blikastöðum í Mosfellsbæ. Í næsta rými við hliðina var hljómsveit mín Gildran einnig með aðstöðu um árabil.
Það er fróðlegt að sjá heilt risastórt pípuorgel fæðast, sjá fyrst allar þessar óhemju flóknu teikningar af útliti þess, svo ekki sé talað um innviðum þess sem eru algjör heildarfrumskógur fyrir viðvaning.
Það er erfitt að lýsa því mikla nostri sem á sér stað við smíði svo stórra hljóðfæra sem pípuorgel eru. Hvert og eitt smáatriði skiptir öllu máli svo allt virki þetta nú saman sem ein heild á endanum.
Svo má ekki gleyma að allt er þetta smíðað úr eðal efnum, sama hvort um járn tré eða hvað sem í smíðina er notað enda þurfa slík hljóðfæri að duga í hundrað ár eða jafnvel meira.
Það er liðið um það bil ár síðan ég rölti hérna um kirkjuna með organista og formanni sóknarnefndar til að sjá hvernig við vildum hafa þetta, segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sem nú er að setja upp nýjustu afurð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Slíkt verk er ekki hrist fram úr erminni en því fylgja 1.200 pípur og eru sumar þeirra í um sjö metra hæð. Þegar þær eru komnar á sinn stað á svo eftir að stilla og inntóna orgelið, sem er tímafrekt, svo það verður ekki fyrr en í október sem hljóðfærið verður komið í gagnið.
Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan, segir Björgvin.
Það er reyndar ekki um marga innlenda að ræða því hann er eini orgelsmiðurinn á landinu og því segir hann í gríni að það ríki alltaf mikil sátt þegar stéttarfélagið kemur saman.
Hann er engin nýgræðingur í greininni en aldarfjórðungur er liðinn frá því hann hannaði sitt fyrsta orgel. Já, það var Björgvin Tómasson opus 1 en þessi hérna er Björgvin Tómasson opus 34.
Honum þykir það þó óneitanlega undarleg tilhugsun að verið sé að leika á Björgvin víða um land. Hann segist þó ekki gera upp á milli þessara nafna sinna. Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna, segir hann.
Hins vegar er það alveg sársaukalaust að segja frá því hvar þeir hljóma best en eins og við vitum getur hljómburður verið æði misjafn í kirkjum landsins. Ég er til dæmis sérstaklega ánægður með hvernig hann hljómar í Laugarneskirkju, þar er reyndar stærsta orgelið sem ég hef smíðað. Hann segist einnig ánægður með hvernig Björgvinarnir hljóma í Hjallakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi.
Þótt Björgvin sé einn í stéttarfélagi orgelsmiða á Íslandi er hann ekki einn að verki. Ég er svo heppinn að hafa starfað með Jóhanni Halli Jónssyni smiði í ein tuttugu ár og svo Guðmundi Gesti Þórissyni um alllangt skeið. Svo hefur sonur minn verið mér mikil hjálparhella. Þó held ég að það sé borin von að hann vilji halda taka við kyndlinum og halda þessari listiðju í fjölskyldunni.
Hér að neðan er myndband af brósa þegar hann var að smíða orgelið hennar Bjarkar Guðmunds ásamt aðstoðarmönnum.
http://www.youtube.com/watch?v=J0uXL1E5qn8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 21.7.2013
Gildran úr gulli
Nú um síðastliðna helgi færði frændi minn og vinur, Hallsteinn Magnússon, bókbansmeistari mér tvo gamla aðgöngumiða sem hann átti í fórum sínum og Gildran notaði á tvennum útgáfutónleikum í tilefni af útkomu geisladisksins, Gildran í 10 ár. Þessa tvo miða hafði Hallsteinn geymt í 15 ár.
Ég hafði mjög gaman af þessari gjöf og rifjaðist strax upp fyrir mér þegar við frændur útbjuggum þessa aðgöngumiða úr sérstöku bindaefni, hvern og einn handunnin og gylltan með ekta fólíugulli og letrið sett upp á gamla mátann.
Þetta dunduðum við frændur okkur við á bókbandsverkstæðinu sem við lærðum báðir hjá, Arnarfelli í Kópavogi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 20.7.2013
Er Lúpínan hræðileg???
Ég heyrði stórmerkilegan þátt á rás 1 fyrir skömmu um Lúpínuna og hversu umdeild þessi planta er.
Það kom mér virkilega á óvart hversu mikill hiti stafar á milli manna og sérfræðinga um þessa plöntu.
Mér hefur alla tíð þótt hún undur fögur og einnig vera sumarboði.
Ég get ekki sannara sagt, á tilurð hennar í íslenskri náttúru eða hvort hún hefur góð eða slæm áhrif hef ég hvorki skoðun á, né vit til að dæma um en mikið ósköp er Lúpínan samt falleg jurt.
Hér á myndinni fyrir neðan er Birna mín í Lúpínubreiðu við bústaðinn okkar í Kjósinni nú nýlega.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 19.7.2013
Bókband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 17.7.2013
Stórkostlegur flutningur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)