Færsluflokkur: Bloggar

Þetta verður ógleymanlegur tími

karltryggur[1]

Þakklæti er mér efst í huga

Í bæjarblaðinu Mosfellingi birtist í gær skoðanakönnun gerð af Capacent Gallup um fylgi flokka í Mosfellsbæ. Könnunin var stór, gerð dagana 5. - 27. nóvember.

Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Vinstri grænna í Mosfellsbæ 18,3% sem er eins og best gerist hjá flokknum á landsvísu. Vinstri græn er sá flokkur sem eykur fylgi sitt mest allra flokka og bætir við sig manni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Íbúahreyfingin hrynur í fylgi og missir sinn mann, Framsókn einnig og Samfylkingin fer niður í 10,9% en heldur einum manni. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt um 3% og bætir við manni.

Samkvæmt þessu nýtur meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar nú 71% fylgi. Mér er til efs að viðlíkt fylgi sé algengt á meðal meirihluta á landsvísu og það eftir átta ára stjórnarsetu.

Ég held að þetta hljóti að teljast ótvíræð skilaboð um það að við meirihlutinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar séum á leið sem þorri íbúa Mosfellsbæjar kann að meta.

Mér er nú efst í huga mikið þakklæti fyrir það traust sem þessi niðurstaða sínir.

Ég er afar stoltur maður í dag og held að þessi skoðannakönnun síni það nú endanlega að það er fólkið sem skiptir máli, ekki flokkskírteynið. Það eru gamaldags viðhorf og á undanhaldi sem betur fer.

Ég kveð pólitíkina mjög sáttur og sæll.    

 

Mosf. fors

 

 

 

   


Birna ballerína

Hún Birna okkar er nú á níunda ári í ballettnámi í Ballettskóla Eddu Scheving. Það er gaman að hafa fylgst með því stórkostlega starfi sem þar fer fram. Skólinn á sér langa sögu og fagnaði 50 ára afmæli fyrir tveimur árum.

Birna hefur verið alsæl öll þessi ár og fer áhugi hennar vaxandi, þökk sé frábærum kennurum hennar í gegnum árin, Brynju Scheving og Tinnu Ágústsdóttur.

Það leikur engin vafi á því að nám sem þetta, sem er svo margþætt, dansinn, æfingarnar, aginn og tónlistin, markar hvern einstakling ævilangt.

Hér má sjá myndir sem við tókum af Birnu okkar og fleiri ballerínum á jólasýningu í Tjarnarbíói í gær.

 

 

Birna 10

   

Birna 11

 

Birna 12 p

Trabbinn frábæri

Trabant_601_Mulhouse_FRA_001

 

Minn annar bíll og sá fyrsti nýi, var Trabant station. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur eftir bílakaup eins og þegar ég fékk Trabbann minn. Þetta var árið 1984 og bílinn fékk ég að sjálfsögðu hjá umboðinu sem þá bar nafn stofnandans, Ingvari Helgasyni. Þegar ég náði í Trabbann stóð hann glansandi og glæsilegur og beið eftir mér. Það var búið að líma miða í afturgluggann sem á stóð Klúbburinn skynsemin ræður en það var félag sem starfrækt var af Tabant eigendum. Ég var leystur út með gjöfum og fékk meðal annars þennan fína álf sem ég er búinn að setja á myndasíðuna. Álfurinn hefur alla tíð síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim á nýja Trabbanum var að taka öll hurðarspjöld úr honum og troða steinull allstaðar sem mögulegt var að koma henni fyrir. Ég fékk ekta Álafoss ullarteppi hjá Óskari heitnum á Álafossi og sneið það vandlega á gólfið. Þá voru Jensen græjurnar settar í og þá voru allir vegir mér færir.

Trabbinn minn sló ekki feilpúst þau rúmu tvö ár sem ég átti hann. Það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa á hann ný þurrkublöð.

 

Það sem meira er að þegar ég seldi hann fékk ég staðfest að merkingin í afturglugganum, skynsemin ræður, voru orð að sönnu. Ég keypti nefnilega bílinn á 86.000.- og seldi hann eins og áður sagði rúmum tveimur árum síðar á kr. 75.000.- á borðið. Afföllin voru semsagt kr. 11.000.-

Heitir þetta ekki að láta skynsemina ráða?

Síðar eignaðist ég annan Trabba sem ég keypti á 8.000.- krónur og átti hann í ár og sló hann heldur aldrei feilpúst. Þetta eru alvöru vagnar, það vita allir sem hafa átt Trabba. Bílar langt á undan sinni samtíð smíðaðir úr plasti. 

Með kveðju Kalli Tomm.


Fyrsti bíllinn

Í gegnum árin hef ég átt ótal bíla, enda þjáðst af svakalegri bíladellu alla tíð. Af bestu samvisku hef ég nú reynt að safna saman öllum þeim bílum og tegundum og langar nú að skrifa um þá nokkra.

Sá fyrsti sem ég eignaðist eftir að ég fékk bílprófið árið 1981 var Austin Mini árgerð 1977. Bílinn var þá lítið ekinn, mjög góður, fallegur og vel með farinn frúarbíll. Hann var mosagrænn og undur fagur.

Míníinn reyndist mér vel, fór alltaf í gang og var nokkuð traustur. Allt þar til ég og Þórhallur félagi minn, bassaleikari Gildrunnar lentum í árekstri á honum árið 1983 í Ártúnsbrekkunni.

Það var malbikunarvél af öllum tækjum sem við keyrðum aftan á og beið Míníinn þess aldrei bætur.

Sem betur fer sluppu allir við meiðsl, reyndar var stjórnandi malbikunarvélarinnar ekki árekstursins var en gamla Austin Mini þurfti að draga af vettvangi þó nokkuð laskaðan.

Austin Mini


Fyrir Ragnar

Radiohead

http://www.youtube.com/watch?v=u5CVsCnxyXg


Minning

RÓ stærriÍ dag 26.nóvember hefði bróðir minn, Ragnar Ólafsson, orðið 50 ára en hann lést í hörmulegu bílslysi 1.mars 2009.

Það er mikil eftirsjá af elsku Ragnari en hann var afar ljúf og góð manneskja. Sérstaklega var hann yndislegur við börnin mín. Samband hans við þau var mjög kært á báða bóga. Hann var natinn við að uppfræða þau sem og gleðja.

Ragnar var ekki einungis einasta systkini mitt heldur besti félagi og gátum við oft gantast og hlegið innilega saman. Ófáar voru bíóferðirnar sem við fórum en hann hafði einmitt yndi af kvikmyndum sem og tónlist og lestri bóka. Hann var víðlesinn og góðum gáfum gæddur.

Ég minnist Ragnars bróður míns á þessum afmælisdegi hans og geymi allar góðu minningarnar sem ég á um hann. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa átt hann að í öll þessi ár.

 

 

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer

en ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftur til þín.  

Úr kvæðinu "Tvær stjörnur" eftir Megas.

Guð geymi sál þína elsku bróðir. Þín systir Lína.


Að veðja á réttan hest

Þar sem ég er nú einn af stofnefndum hestamannafélagsins Hófs, þess merka félagsskapar, er það mér mikils virði að veðja á réttan hest og hesta. Ekki vill maður veðja á grautvíxlaða og slóttuga klára í hestamennskunni, frekar en nokkru öðru sem maður fæst við og sem engin leið er að reiða sig á.

Kaleo mynd

 

Undanfarið hef ég skrifað talsvert og fjallað um Mosfellsku hljómsveitina Kaleo og líst yfir mikilli aðdáun minni á henni og þeim félögum. Ég var aldrei í vafa um að þar væri að koma fram á sjónarsviðið, með sinni fyrstu breiðskífu, frábær hljómsveit með einstaklega góða og velheppnaða frumraun.

Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að sjá hljómsveitina þróast og hlusta á þeirra lög áður en þau voru gefin út og ég efaðist ekki í eitt augnablik um það sem þeir voru að gera og hvatti þá til dáða. Sjálfur var ég í þeirra sporum fyrir brátt 27 árum þegar við Gildrufélagar gáfum út okkar fyrstu hljómplötu, Huldumenn.

Gildran vakti strax mikla athygli með þeirri frumraun sinni og naut mikilla vinsælda og ekki síður virðingar. Gildran komst samt sem áður ekki með tærnar þar sem Kaleo hafa hælana með sinni frumraun. Af þeirra fyrstu hljómplötu hafa nú þegar þrjú lög komist á vinsældarlista og þar af eitt náð toppsæti.

Hinnsvegar þurfa Kaleo strákarnir enn að gera betur ef þeir ætla að toppa okkur gömlu refina í Gildrunni því við gáfum út sjö breiðskífur og komum nokkrum lögum á vinsældarlista á sínum tíma og tveim lögum á toppinn. Ekki má gleyma, að við hituðum upp fyrir fjórar heimsþekktar hljómsveitir sem heimsóttu Ísland. Það voru: Uriah Heep, Nazareth, Status Qou og Jehttro Tull, það var, er og verður alltaf algerlega ógleymanlegur tími fyrir okkur félagana.  

Nú má engin halda að ég áætli að það sé einhver mælikvarði á gæði hljómsveita eða tónlistar að ná lögum á vinsældarlista, öðru nær, það er svo ótal margt annað sem vegur þyngra hjá þenkjandi tónlistarmönnum. 

Ungu rokkararnir í Kaleo hafa nógan tíma til að slá okkur Gildrufélögum við án þess að það sé nokkuð markmið hjá þeim og það veit ég vel. Þessi samanburður er meira í gamni gerður, smá Mosó fílingur og frekar til hvattningar fyrir þá að halda áfram á sömu braut. Vera samkvæmir sjálfum sér og hugsa um það eitt að semja góða tónlist og gefa út góðar hljómplötur.

Í dag fæst annar hver tónlistarmaður við það að spila tribjút þetta og tribjút hitt. Hörðustu rokkarar fara í Bee Gees gallan á föstudegi í Hörpu og eru komnir í Metalika gallan á laugardegi á Spot. Svona alvöru hljómsveitarfílingur er því miður á undanhaldi, það eru allir í öllu allstaðar.

Góðir hlutir gerast hægt. Gildran er ágætt dæmi um það. Hún ávann sér virðingar á löngum ferli, stóð og féll með sínu og var í raun að ná hæstu hæðum þegar Biggi og Sigurgeir hættu. Ný hljómplata var í burðarliðnum og Hjalti Úrsus, okkar góði vinur var búinn að vinna að heimildarmynd um hljómsveitina.

Tískustraumar líðandi stundar slógu hana aldrei út af laginu og það er aðal ástæða þess að lög hennar og ekki síður textar lifa enn í dag og standast tímans tönn þrátt fyrir að vera sumhver búin að ná fullorðinsaldri fyrir margt löngu.

Ef vinir mínir í Kaleo halda sínu striki, verða áfram alvöru hljómsveit og hugsa um það eitt, láta ekki ofurmarkaðshyggjumenn stjórna sér eiga þeir eftir að ná langt og ég segi lengra en flestar Íslenskar hljómsveitir. One night stand með gömlum eurovision stjörnum að syngja gamla rokkslagara er og verður aldrei neitt. 

Í gegnum árin skrifaði ég mikið um Gildruna hér á bloggið mitt og það sem félagar mínir í henni voru að fást við þess á milli sem hún var í sínum verkefnum. Ég samgladdist þeim innilega í öllu því sem þeir voru að fást við.

Hér að neðan má sjá nokkur skrif mín um það.

Fyrir mér var Gildran alltaf af þeirri stærðargráðu að á meðan hún var að vinna að sínum verkefnum þyrfti hún völlinn allan og fókusinn einnig. Ekkert annað átti að komast að þá stundina fyrir mína parta.

 http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/1301408/ 

 

Ég læt hér að lokum fylgja með link á eitt af sex lögum sem hljómsveitin var langt komin með þegar hún lagði upp laupana. Vonandi á heimildarmyndin sem Hjalti Úrsus var búinn að vinna að um hljómsveitina einhverntíman eftir að koma út.

Þar kennir ýmissa grasa.

http://www.youtube.com/watch?v=ILx6NUJTkmk 

 


Vikurnar líða sem aldrei fyrr

Það hlýtur í senn bæði að vera ánægjulegt að tíminn líði hratt, því þá er örugglega gaman að vera til en einnig áhyggjuefni, því það er óneitanlega glöggt merki um að aldurinn færist hratt yfir. Síðastliðin vika er gott dæmi um viku sem leið vægast sagt hratt.

Við æskuvinirnir og bekkjarfélagarnir úr Varmárskóla héldum ásamt spúsum okkar villibráðarkvöld á heimili okkar Línu á Álafossvegi sem var hreint stórkostlega vel heppnað. Allir komu með eitthvað og úr varð hrein snilldar veisla og bráðskemmtilegur dagur, kvöldstund og nótt. Þvílík stemning í öllum og meistararéttir snæddir fram eftir nóttu ásamt því að spjalla, hlusta á tónlist og syngja eins og gengur. Það er ómetanlegt að hitta gamla æskuvini reglulega og rifja upp gamla tíma og nýja og ég er endalaust þakklátur fyrir það.

Villi 1

Matur undirbúinn

 

Villi 2

Yfirkokkurinn Óskar, ásamt aðstoðarmönnum sínum, Stínu, Pétri og Kalla

Villi 4

Stoltur yfirkokkurinn við aðeins brot af veitingunum

Villi 6

Pétur og Gunna og aðstoðarkokkurinn greinilega alsæll

 

Villi 8

Þóra og Kiddi

Villi 9

Gunna og Lína

Villi 5

Trommuleikari Cosinus, Karl Tómasson og bassaleikari Lost, Hannes Hilmarsson, leiða saman hesta sína í fyrsta skipti á tónlistarferlinum en hljómsveitirnar báðar nutu mikilla vinsælda í Mosó á árum áður

 

Villi 3

 Trausti Gylfason, kom m.a. með desertinn og það með stóru Déi

Villi 7 

 Þóra og Nonni

 

 

Lína og Birna fengust við það að setja saman jólapakka í vikunni sem kallast jól í skókassa sem er sending til munaðarlausra barna í Úkraínu. Þær mæðgur prjónuðu m.a. fallega vettlinga sem að fóru með í pakkana.

Skókassi

Jólapakkarnir fallegu tilbúinir, vonandi á innihaldið eftir að gleðja lítil börn 

Skókassi 1

Birna afhendir pakkana

Okkur gamla settinu var boðið í hlustunarpartý hjá Kaleo þar sem nýja platan þeirra var spiluð og nýtt myndband frumsýnt. Það var frábær skemmtum og mikið er gaman að upplifa svo sterkt hvað strákarnir eru algerlega að slá í gegn.

Hlustun

 Óli með mömmu og pabba

Hlustun 1

Jökull og Aldís

Hlustun 7

Við skemmtum okkur vel

Hlustun 4

Kalli Tomm, Svenni Matt, rótari okkar Bigga og alltmúligt mann í 66, frábær félagi og vinur. Aldís, Jökull og Kalli nafni sem m.a. rak Skálafell í Mosó og var fastagestur hjá mér á Knattborðsstofunni Kjuðanum.

Hlustun 3

KáTomm og sjóðheitur Jökull

Hlustun 5

Þetta er sérkennilegt augnablik á myndatöku. Gummi, gítarleikari, ég og Dabbi, trommari Kaleo og bræðurnir, Halldór og Gunnar allir í fíling, samt misgóðum

Bústaðurinn beið okkar svo í allri sinni dýrð og allt hans umhverfi sem nú er óðum að komast í vetrarbúning. Mikið er alltaf notalegt að fara í litla húsið okkar í Kjósinni og við hreinlega elskum það.

Hosiló

Þetta verður ekki toppað. Búið að kveikja upp í kamínunni og öll kerti loga, góður diskur á fóninum, hundarnir pollrólegir, konan og dóttirin að elda gúrme steik, væsari á kantinum og Skari í Garði á línunni 

Við vorum ekki fyrr komin heim en að Helgi Páls vinur okkar kom færandi hendi með kofareykt hangilæri frá Fossi á Síðu og heilann skrokk. Kvöldið fór í að úrbeina hann og koma öllu gúrmeinu beina leið í frystinn.

Skrokkur

Skrokkurinn kominn á borðið

Skrokkur 1


Skemmtilegar og fræðandi heimsóknir

Bæjarráð Mosfellsbæjar fór í sina árlegu vísitasíu um stofnanir bæjarins í vikunni og að vanda var það fræðandi og gaman.

Við heimsóttum grunnskólana, leikskólana, áhaldahúsið, íþróttamiðstöðina að Lágafelli og að Varmá, félagsmiðstöðina Bólið, Listaskólann, Lúðrasveitina, Hlaðhamra og nýja hjúkrunarheimilið Hamra.

Það er ómetanlegt fyrir okkur bæjarfulltrúa að kynnast því starfi sem fram fer á þessum glæsilegu stofnunum, svo ekki sé nú talað um fólkinu sem þar starfar.

Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur.

 

Hamrar 10

Hamrar, hið nýja og glæsilega hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband