Vikurnar líða sem aldrei fyrr

Það hlýtur í senn bæði að vera ánægjulegt að tíminn líði hratt, því þá er örugglega gaman að vera til en einnig áhyggjuefni, því það er óneitanlega glöggt merki um að aldurinn færist hratt yfir. Síðastliðin vika er gott dæmi um viku sem leið vægast sagt hratt.

Við æskuvinirnir og bekkjarfélagarnir úr Varmárskóla héldum ásamt spúsum okkar villibráðarkvöld á heimili okkar Línu á Álafossvegi sem var hreint stórkostlega vel heppnað. Allir komu með eitthvað og úr varð hrein snilldar veisla og bráðskemmtilegur dagur, kvöldstund og nótt. Þvílík stemning í öllum og meistararéttir snæddir fram eftir nóttu ásamt því að spjalla, hlusta á tónlist og syngja eins og gengur. Það er ómetanlegt að hitta gamla æskuvini reglulega og rifja upp gamla tíma og nýja og ég er endalaust þakklátur fyrir það.

Villi 1

Matur undirbúinn

 

Villi 2

Yfirkokkurinn Óskar, ásamt aðstoðarmönnum sínum, Stínu, Pétri og Kalla

Villi 4

Stoltur yfirkokkurinn við aðeins brot af veitingunum

Villi 6

Pétur og Gunna og aðstoðarkokkurinn greinilega alsæll

 

Villi 8

Þóra og Kiddi

Villi 9

Gunna og Lína

Villi 5

Trommuleikari Cosinus, Karl Tómasson og bassaleikari Lost, Hannes Hilmarsson, leiða saman hesta sína í fyrsta skipti á tónlistarferlinum en hljómsveitirnar báðar nutu mikilla vinsælda í Mosó á árum áður

 

Villi 3

 Trausti Gylfason, kom m.a. með desertinn og það með stóru Déi

Villi 7 

 Þóra og Nonni

 

 

Lína og Birna fengust við það að setja saman jólapakka í vikunni sem kallast jól í skókassa sem er sending til munaðarlausra barna í Úkraínu. Þær mæðgur prjónuðu m.a. fallega vettlinga sem að fóru með í pakkana.

Skókassi

Jólapakkarnir fallegu tilbúinir, vonandi á innihaldið eftir að gleðja lítil börn 

Skókassi 1

Birna afhendir pakkana

Okkur gamla settinu var boðið í hlustunarpartý hjá Kaleo þar sem nýja platan þeirra var spiluð og nýtt myndband frumsýnt. Það var frábær skemmtum og mikið er gaman að upplifa svo sterkt hvað strákarnir eru algerlega að slá í gegn.

Hlustun

 Óli með mömmu og pabba

Hlustun 1

Jökull og Aldís

Hlustun 7

Við skemmtum okkur vel

Hlustun 4

Kalli Tomm, Svenni Matt, rótari okkar Bigga og alltmúligt mann í 66, frábær félagi og vinur. Aldís, Jökull og Kalli nafni sem m.a. rak Skálafell í Mosó og var fastagestur hjá mér á Knattborðsstofunni Kjuðanum.

Hlustun 3

KáTomm og sjóðheitur Jökull

Hlustun 5

Þetta er sérkennilegt augnablik á myndatöku. Gummi, gítarleikari, ég og Dabbi, trommari Kaleo og bræðurnir, Halldór og Gunnar allir í fíling, samt misgóðum

Bústaðurinn beið okkar svo í allri sinni dýrð og allt hans umhverfi sem nú er óðum að komast í vetrarbúning. Mikið er alltaf notalegt að fara í litla húsið okkar í Kjósinni og við hreinlega elskum það.

Hosiló

Þetta verður ekki toppað. Búið að kveikja upp í kamínunni og öll kerti loga, góður diskur á fóninum, hundarnir pollrólegir, konan og dóttirin að elda gúrme steik, væsari á kantinum og Skari í Garði á línunni 

Við vorum ekki fyrr komin heim en að Helgi Páls vinur okkar kom færandi hendi með kofareykt hangilæri frá Fossi á Síðu og heilann skrokk. Kvöldið fór í að úrbeina hann og koma öllu gúrmeinu beina leið í frystinn.

Skrokkur

Skrokkurinn kominn á borðið

Skrokkur 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Held að enginn skeri kjöt með grænum gleraugu milli eyrnanna, nema óskurðarkjötmeistarar. Var þetta ekki afhent með flugeldapökkum, hér um árið?

Efast ekki hænufet um að steikin var brilliant og allir skemmtu sér vel, en í Guðs bænum fáðu þér önnur gleraugu næst!

Þetta verður jú að líta "professional" út.;-)

Kveðja að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.11.2013 kl. 02:40

2 Smámynd: Karl Tómasson

Það er rétt Halldór, þessi gleraugu fékk ég með flugeldunum. Ég þorði ekki annað en að hafa þau vegna ótta um að í mig gætu skotist kjötfliggsur og beinflísar.

Nei Halldór minn, það er greinilegt að þú ert algerlega að missa af nýjustu tískustraumum þarna fyrir sunnan, þetta eru heitustu gleraugun hér í menningunni.

Hver veit nema að þú fáir smá kjötbita næst þegar þú kíkir í heimsókn.

Bestu kveðjur og hafðu það alltaf sem best.

Kær kveðja frá KáTomm.

Karl Tómasson, 15.11.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband