Gildran og samstarf okkar félaga frá árinu 1979

Allt frá upphafi samstarfs okkar félaganna í Gildrunni, eða frá árinu 1979, hef ég safnað saman allflestu sem um okkur hefur verið skrifað og hundruðum ljósmynda. 
Þetta safn mitt fyllir fjölda albúma sem ég varðveiti vel og þykir ósköp vænt um að eiga.
Hér að neðan má lesa ýmislegt um samstarfið okkar og tónlistarstússið sem ég skrifaði á bloggið mitt eða allt þar til að Gildran opnaði sína eigin facebook síðu.
Nú á þessum tímamótum, þegar ljóst er að Gildran er hætt, hef ég gaman af því að setja hér smá sýnishorn af ferlinum í einn pakka.
Tekið skal fram að þetta er ekkert endilega í réttri tímaröð.
Kær kveðja Kalli Tomm.
Úrklyppur gamlar
Dæmi um nokkrar úrklyppur
Nýtt myndband með Gildrunni
Við félagarnir í Gildrunni vorum að fá sent myndband sem tekið var upp á tónleikum sem við gleymum seint, tónleikum sem við héldum í tilefni af 30 ára samstarfi okkar og haldnir voru í Mosfellsbæ í maí 2010.
http://youtu.be/OKfSxYuMS8Q

 
Eftir 1. maí tónleika
Eftir ógleymanlega 1. maí tónleika í Hlégarði
lau. 8.10.2011
Steel guitar
Sigurgeir félagi minn og vinur í Gildrunni hefur undanfarin fimm ár lagt á sig mikla vinnu að læra á steel guitar og náð, eins og hans er von og vísa, undraverðum árangri á hljóðfærið.
Steel guitar er hljóðfæri sem tekur nokkurn tíma að meðtaka og ná sáttum við en þegar það gerist er ekki aftur snúið. Þannig var það a.m.k. hjá mér.
Geiri hefur notað þetta hljóðfæri nokkuð mikið hjá okkur Gildrufélögum undanfarið og hefur með því sett mjög skemmtilegan svip á okkar tónleika og uppákomur.
Hér að neðan kemur myndband með einum fremsta steel guitar leikara heims sem er jafnframt í miklu uppáhaldi hjá Sigurgeiri.

 
mið. 20.7.2011
Fiðringur
Sjáumst eldhress á Spot í Kópavogi.
http://youtu.be/FrgSm_h24sE

 
Biggi og Þórhallur
Biggi og Þórhallur í þætti hjá Hemma Gunn 1992.

mán. 18.7.2011
Gildran á Spot í Kópavogi
http://www.facebook.com/#!/pages/Gildran/117874914893638

Fiðringurinn mun hljóma á SPOT næstu helgi. Þetta er upptaka frá tónleikunum Gildrunnar í Hlégarði í maí á síðasta ári og sú fyrsta sem er birt á DVD frá tónleikunum.

 
Eins og Júmbóþota á uppleið
Í viðtali við DV 1992
Auglýsing frá Spot
Þá er LOKSINS komið að því....

GILDRAN á SPOT laugardagskvöldið 23. Júlí.

Það þarf ekki að fjölyrða um að Gildran er eitt stærsta nafn íslenskrar rokksögu, skipuð einum fremstu tónlistarmönnum landsins og hafa fyrir löngu skipað sér á stall með bestu rokksveitum Íslandssögunnar.

Síðast þegar Gildrumenn spiluðu á höfuðborgarsvæðinu var rúmlega húsfyllir og þurftu margir frá að hverfa.

Við hvetjum alla unnendur íslenskrar rokktónlistar til að láta þetta EKKI framhjá sér fara og endilega segðu vinum þínum frá ;-)

 
Popppunktur
Í Popppunkti hjá Doktor Gunna og Felix Bergs árið 2010.
Huldumenn LP 10
Huldumenn var okkar fyrsta hljómplata. Albúmið hannaði Jón Guðmundur Jónsson og ljósmyndir tók Hallsteinn Magnússon. Þeir unnu báðir mikið með okkur í gegnum árin. Á Huldumönnum varð Mærin það lag sem mesta athygli vakti og var m.a. í 11 vikur á vinsældarlista Rásar 2. Huldumenn er algerlega ófáanleg hljómplata í dag og var á dögunum til sölu á Eabay sem fyrsta boð á krónur 25.000.
mið. 15.6.2011
Aftureldingarlagið
Hér má heyra nýja útgáfu af baráttulagi Aftureldingar sem við Gildrufélagar sömdum upphaflega fyrir félagið árið 1994 en vorum nú að setja í nýjan búning í maí síðastliðinn.
Lagið færðum við félaginu formlega að gjöf nú á dögunum.
http://youtu.be/dnqfSL-cAY4

mán. 25.4.2011
Flottir feðgar
Geiri
Sigurgeir og Golíat
Það er magnað þegar genin skila sér alla leið til afkomendanna.
Slíkt má sannarlega segja um þá feðga, Sigurgeir, félaga minn úr Gildrunni og Davíð son hans sem stefnir jafnvel í að verða betri en pabbinn á gítarinn og þá er nú mikið sagt.
Það er einnig kostulegt að þeir eru bókstaflega eins á sviði með hljóðfærið í hönd
david_petrucci
Davíð Sigurgeirsson

 
Gildran Út 10
Út kom út árið 1992, á plötunni náðu tvö lög toppsæti á vinsældarlista Rásar 2 
fös. 8.4.2011
Nútímakona
Allar tilraunir okkar Gildrufélaga til að reyna vera fyndnir í textum hafa mislukkast. Sennilega er það vegna þess að við höfum verið svo heppnir að starfa með frábærum textahöfundum sem hafa samið fyrir okkur svo innihaldsríka og góða texta.

 Því virðist sem gagnrýnendur hafi ekki gefið okkur félögunum tækifæriá að gantast öðru hverju, heldur tekið bullinu í okkur alvarlega þegar við höfum sjálfir reynt að hnoða einhverju saman.
Þetta lag og texti er eitt dæmi um það. Þarna ætluðum við að vera svakalega sniðugir og koma með rosalegan karlrembutexta, það fór ekki vel. Við vorum gersamlega teknir í bakaríið fyrir þetta þegar dómar um plötuna komu.
http://www.youtube.com/embed/XJl4A2p76LI
helgi_vinur
Helgi rótari.

 
mið. 26.1.2011
Þessi er flott
Gildran myndin
Ég fékk senda mynd nú á dögunum einu sinni sem oftar og þakka ég innilega fyrir þær sendingar. Ég hef alltaf jafn gaman af þeim.
Höfundur myndarinnar (sem ég veit því miður ekki hver er) hér að neðan tekur um þessar mundir þátt í ljósmyndasamkeppni með þessa mynd sem hann kallar Gildran. 
Hún er flott þessi.

 
mið. 15.12.2010
Gamlar upptökur með Gildrunni

Gildran Blátt blátt
Hér erum við að vinna við Blátt blátt í Protime stúdíói Nikka Róberts
Á þessari skemmtilegu síðu má sjá og heyra nokkrar gamlar upptökur af okkur félögunum Gildrunni.
Þeirra á meðal er nýjasta hljóðverslag okkar Blátt blátt og einnig af nýju plötunni okkar Vorkvöld, ásamt ýmsu öðru.
http://www.formula1movies.net/gildran/  
Gildran í Austurbæ
mán. 13.12.201
Gildran dansleikur í Túninu heima
Huldumenn á fljúgandi ferð
Það er gaman fyrir okkur Gildrufélaga að lag okkar, Huldumenn, er hástökkvari vikunnar á vinsældarlista Rásar 2. Hver veit nema að hinn þjóðlegi taktur í laginu og baráttuandi í texta þess hafi góð áhrif á hlustendur.
Við höfum greinilega fundið fyrir því á tónleikum okkar undanfarið að lagið virkar vel.
Okkur íslendingum veitir ekkert af baráttuanda nú um mundir.
Nú er bara að koma því alla leið og kjósa á Rás 2.
Hér er skemmtileg síða þar sem hægt er að sjá nokkrar upptökur af okkur félögunum. http://www.formula1movies.net/gildran/
Það var einnig gaman að sjá að fyrsta hljómplata okkar sem ber einmitt nafnið Huldumenn og er löngu ófáanleg er nú til sölu á Ebay.
þri. 30.11.2010
 
1. maí BH
Eftir 1. maí tónleikana ógleymanlegu í Hlégarði
Gildran - Huldumenn
Það er óneitanlega gaman að upplifa það að titillag á fyrstu hljómplötu okkar Gildrufélaga, Huldumenn, sé nú bókstaflega farið að skríða upp á vinsældarlista á útvarpsstöðvum tæpum 24 árum eftir að það var gefið út.
Lagið er vissulega magnað og það hef ég svosem alltaf vitað enn þetta er samt svolítið skrítið allt saman.

 
1. maí KT
Þegar að við félagarnir ákváðum að halda tónleikana í Mosó og hljóðrita, þá byrjuðum við á því að æfa 33 lög.
Auðvitað vissum við alltaf að við þyrftum að skera niður þann lagafjölda fyrir tónleikana og væntanlega hljómplötu og enduðum við á því að velja 20 lög.

 
1. maí SS
Valið á þessum lögum reyndist okkur auðvelt og erum við allir full sáttir við það í dag.
Val á fyrsta lagi tónleikanna og um leið þá á plötunni var pínu hausverkur, því verður ekki neitað, en eins og fyrri daginn komumst við allir að samkomulagi. Lagið skal verða Huldumenn.

 
1. maí ÞÁ
Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart á tónleikum okkar nú undanfarið, er að þetta gamla lag okkar er algerlega að slá í gegn. Það virðist sem hinn þjóðlegi taktur lagsins og texti hafi góð áhrif á tónleikagesti okkar og landa, það er ákveðinn baráttu andi í því sem okkur veitir ekkert af nú um mundir sem m.a nær sennilega í gegn.
Við erum allir fullir þakklætis fyrir frábærar viðtökur um land allt og eigum eins og ég hef áður skrifað eftir að fara víða á nýju ári og hlökkum mikið til.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

 
mán. 29.11.2010
Takk fyrir okkur
Takk fyrir frábærar móttökur á nýju plötunni okkar og tónleikum undanfarið.
Við erum allir, gömlu rokkararnir, bókstaflega í skýjunum.
Við ætlum að fara um allt land á nýju ári og spila fyrir landa okkar.
Sjáumst eldhress.
Gildran.

KTomm hjá Hemma Gunn 92
KTomm í sófanum hjá Hemma Gunn 1992
Gildran í 10 ár
Hér er safnplatan okkar Gildran í 10 ár. Á henni voru einnig nokkur ný lög.
Albúmið hannaði Nikki Róberts. Þessi diskur er ófáanlegur í dag.
fim. 11.11.2010
Rvk - Vestmannaeyjar 12. og 13. nóv 2010


Gildran nýja plakkatið
Kæru vinir og félagar.
Platan okkar verður komin í allar helstu plötubúðir landsins mánudaginn 8. nóvember.
Við ætlum að halda glæsilega útgáfutónleika í Austurbæ föstudaginn 12. nóvemer.
Við verðum í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. nóvember.
Hins vegar tökum við generalprufuna okkar í Logalandi laugardaginn 6. nóvember.
Kæru vinir og félagar nú er bara að fjölmenna í Austurbæ og víðar og sjá gömlu refina fagna útkomu sinnar nýjustu plötu og það live.
Sjáumst vonandi sem flest!!!

Á Gauknum
Gildran ásamt mökum og aðstoðarmönnum á Gauki á stöng eftir frábæra tónleika. Þennan dag fór Chicas á toppinn á Rás 2.
Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.
Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.
Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.

 

 

Samúel Gildrurúta

Gamla Gildrurútan var engu lík. Loftur Ásgeirsson bílstjóri Gildrunnar lét innrétta hana fyrir okkur með stæl. Það væsti ekki um okkur félagana í Gildrurútunni.

 

Út kom út árið 1992


Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra „Blátt blátt“ sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.

Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.
fim. 28.10.2010
GILDRAN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í AUSTURBÆ
 

Gildran og Pelican
Með Pelican í æfingahúsnæðinu okkar frábæra á Blikastöðum
Kæru vinir og félagar.
Platan okkar verður komin í allar helstu plötubúðir landsins mánudaginn 8. nóvember.
Við ætlum að halda glæsilega útgáfutónleika í Austurbæ föstudaginn 12. nóvemer.
Við verðum í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. nóvember.
Hins vegar tökum við generalprufuna okkar í Logalandi laugardaginn 6. nóvember.
Kæru vinir og félagar nú er bara að fjölmenna í Austurbæ og víðar og sjá gömlu refina fagna útkomu sinnar nýjustu plötu og það live.
Sjáumst vonandi sem flest!!!

KÁTomm
Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.
Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.
Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.

Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997).
Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra „Blátt blátt“ sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.

Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.


Gildran í Rokklandi
þri. 21.9.2010
Gildran í Rokklandi
 
Við félagarnir vorum í skemmtilegum Rokklandsþætti hjá Óla Palla á sunnudaginn var. Þar flutti hann alla plötuna okkar sem við hljóðrituðum í Mosó í vor og spjallaði við okkur á milli laga.
Þátturinn verður endurfluttur í kvöld, þriðjudag 21. sept kl: 22:00 á Rás 2.
Hér að neðan er slóðin á þáttinn.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4558231
/2010/09/19/

Óskar ÞG Eiríksson
Óskar ÞG Eiríksson ljóðskáld
mán. 6.9.2010
Dýrðlegt er í Dalnum
Dalurinn hefur alla tíð verið mér hugleikinn og ekki síst það góða fólk og vinir mínir sem þar búa.
Þegar ég kynntist Línu minni fyrir margt löngu síðan, bráðum 30 árum, sagði hún mér margar sögur frá afa bústað í Mosfellsdalnum. Þaðan átti hún margar ógleymanlegar stundir. Afabústaður, svokallaður, og landið í kringum hann, var innarlega í Dalnum, mótsvið núverandi Skógræktarstöðina Grásteina. Þar ræktuðu afi og amma Línu upp stóra jörð sem glöggt má sjá í dag. 
Það eru ekki nema 20 ár síðan Lína fór með mér á þessar gömlu slóðir og sýndi mér bústað afa síns og ömmu og Bolla móðurbróður hennar sem stendur þar enn. Það var ógleymanleg heimsókn. Þar sáum við þrátt fyrir mörg ár í eyði, ótal margar gamlar menjar sem þau höfðu skilið eftir sig.
Eitt frægasta ljóð Óskars Þ. G. Eiríkssonar er án vafa, Dýrðlegt er í Dalnum. Óskar Þ. G. dvaldi löngum stundum Mosfellsdalnum og samdi þar sín frægustu ljóð.
Sjáumst næst í okkar óborganlega Dal á styrktartónleikum fyrir skjólstæðinga Reykjadals.

 
Hér kemur ljóðið hans Óskars.
Mosfellsdalur
Dýrðlegt er í Dalnum,
umvöfnum fjallasalnum,
Þar eru: Rósabændur og söngfuglar,
grautvíxlaðir graðfolar,
yxna kýr og ofvitar,
nóbelsskáld og gullmolar,
frekjusvín og drykkjusvolar,
ljóðskáld og þurfalingar,
hestamenn og monthanar,
þingmenn og snillingar,
listamenn og letingjar,
klerkur, kirkja,
ég er hættur að yrkja. 
Óskar Þ.G. Eiríksson

 
Hugarfóstur LP 10
Hugarfóstur kom út árið 1988 og fékk mjög flotta dóma. Plötuumslagið hannaði Ragnar Lár myndlistarmaður móðurbróðir minn og ég hannaði textamöppuna.
fim. 2.9.2010
Sjáumst í Dalnum og stöndum um leið vörð um einstakt velferðarstarf
Fimmtudagskvöldið 9 september nk. verða haldnir útitónleikar í Reykjadal í Mosfellsdal.
Þetta eru styrktartónleikar.
Allir listamennirnir og allir sem að þessu koma gefa vinnu sína.
Tónleikarni hefjast kl 20.00.
Takið kvöldið frá og eigið notalega kvöldstund með frábærum listamönnum.
Um leið styrkið þið gott málefni.

 
fim. 19.8.2010
Sjáumst í Túninu heima
Við félagar komum næst saman á bæjarhátíðinni Í Túninu Heima í Mosó þann 28.ágúst. Við spilum á stórdansleik í íþróttahúsinu að Varmá.
Sjáumst hress!!!


'
Jehtro Tull
Með Jehtro Tull fyrir tónleika í Höllinni á Skaganum
fim. 1.7.2010
Meyjan hrein
 
Gildran Hér er lifandi útgáfa af "Mærinni" sem er á tónleikaplötunni okkar "Vorkvöld" sem kemur út í ágúst. Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst...
http://www.youtube.com/watch?v=LzMd48pSyEQ


Gildran og Start
Með Störturum
Lagið Blátt, blátt er í 14.sæti Vinsældarlista Rásar 2.
Ef þið viljið hjálpa því áfram, gefið því þá endilega atkvæði ykkar: http://www.ru...v.is/topp30/
Bestu kveðjur, Gildran.
Sjá meira

Gömul úr Hlégarði
Í Hlégarði fyrir margt löngu
Gildran - Mærin live
www.youtube.com
Lagið Mærin af fyrstu plötu gildrunnar í live útgáfu 1. Maí 2010 Birgir Haraldsson Söngur, Gítar, Þórhallur Árnason Bassi, Karl Tómasson Trommur Sigurgeir Sigmundsson Gítar


Spænska lagið úrklyppa
sun. 27.6.2010
Á fljúgandi uppleið
Við gömlu mennirnir í Gildrunni erum nú á fljúgandi uppleið á vinsædarlista Rásar tvö með nýja lagið okkar Blátt blátt.
Við fórum upp um tíu sæti í gær og eigum nú 14. vinsælasta lagið. Nú er bara að koma gömlu rokkurunum á topp tíu og kjósa á Rás tvö.
Það eru 18 ár síðan við áttum tvö topplög það væri gaman að endurtaka leikin svona löngu síðar.
Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið. Blátt blátt er fallegt lag sem vinnur hægt og sígandi á eins og mörg góð lög. Textinn er eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfund og sá fyrsti sem hún semur við dægurlag.
 http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DomX0mMlsd9w&h=78343HiM_-FHi4qMzhkEu_33TYg

Gildran - Blátt Blátt
www.youtube.com
Nýtt lag


Með Ásgeiri, Helga og Lofti
Ásgeir Jónsson hljóðmaður, Helgi Pálsson rótari, Billi Start allt múligt og neðst til hægri Loftur Ásgeirsson bílstjóri.
Saumaðaalbúmið og Pétur
Með Pétri heitnum Kristjáns. Gamli saumaði aumingjaleikurinn var honum alltaf hugleikinn.
mán. 24.5.2010
Viðtal við Gildruna
http://dagskra.ruv.is/ras2/4521967/2010/04/28/

sun. 16.5.2010
Gildran live í Mosó
 
Dagskrárgerðarmaðurinn góðkunni, Ólafur Páll Gunnarsson, (Óli Palli) frumflutti í dag í þætti sínum Rokklandi á Rás 2 þrjú lög af tónleikum Gildrunnar Í Hlégarði.

Hér fyrir neðan er slóðin á þáttinn. Lög okkar Gildrufélaga flutti hann að lokinni kynningu á Stranglers svona um það bil um miðbik þáttarins.
Semsagt hér kemur splúnkunýtt efni frá tónleikunum í Mosó.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4519255/2010/05/16/


Sundlaugin
Sundlaugarmyndin gamla og góða
sun. 2.5.2010
Tónleikar sem við gleymum aldrei
Tónleikar okkar félaganna í Gildrunni í gær munu aldrei nokkru sinni renna okkur úr minni. Andrúmsloftið og stemningin í Hlégarði var hreint stórkostleg. Við félagarnir erum innilega þakklátir og bókstaflega hrærðir.
Hljómsveitarmeðlimir heimsóttu okkur Línu í dag ásamt eiginkonum og að sjálfsögðu var gærdagurinn og tónleikarnir okkur efst í huga.
Við getum seint þakkað öllum okkar góðu vinum sem hafa staðið svo þétt við bak okkar um áratuga skeið. Við þökkum einnig öllu því góða fólki sem troðfyllti Hlégarð með einstaka strauma í okkar garð.
Takk fyrir okkur.
Hér koma nokkrar myndir af síðustu æfingunni fyrir tónleika.
 
 
3. maí 2010
Hér koma myndir af tónleikunum.
Alsælir í pásu í góðum félagsskap.
Eftir tónleikana

Gildran Ljósvakaleysingjar LP 10
Hér er Ljósvakaleysingja albúmið sem ég hannaði og var af MBL kosið eitt af þeim þremur bestu það árið, ég var alltaf svakalega montinn með það. 
lau. 1.5.2010
Kærar þakkir
Nú styttist í tónleika okkar Gildrufélaga og hefur allt gengið eins og í sögu hjá okkur fram að þessu. Æfingarnar hafa verið sérlega skemmtilegar og erum við allir klárir í slaginn.
Við erum mjög þakklátir fyrir þá stemningu og þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir úr öllum áttum undanfarna daga.
Lagið okkar nýja, Blátt blátt, hefur fallið í góðan jarðveg og heyrum við ekki betur á gömlum Gildrurboltum en að gamla Gildrusándið leyni sér ekki í því.
Kærar þakkir fyrir góðan stuðning og sjáumst eldhress í löngu troðfullum Hlégarði á morgun.
Hér fyrir neðan getið þið heyrt nýja lagið okkar og séð slóðina á facebook síðu Gildrunnar.


Pelican æfa
Pelican á æfingu á Blikastöðum
mið. 14.4.2010
Nýtt lag með Gildrunni
Nú höfum við félagarnir í Gildrunni lagt lokahönd á upptökur af nýju lagi. Þetta er okkar fyrsta hljóðritun í langan tíma. Lagið er eftir, Birgi Haraldsson, söngvara og textinn eftir, Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund. Þetta lag hljóðrituðum við í tilefni 30 ára samstarfsafmælis okkar.
Einnig munum við, eins og ég hef áður skrifað um,  halda tónleika í Mosfellsbæ (í Hlégarði) þann 1. maí.
Vonandi fellur ykkur við okkar nýjasta lag.
Einnig bendi ég hér á slóðina á Facebook síðu Gildrunnar:
http://www.facebook.com/pages/Gildran/117874914893638?v=wall&ref=ts


Gildran saumaða LP
Hér er hið margfræga saumaða albúm Gildrunnar sem ég fékk vini mína á vinnustofunni Ási til að sauma. Þremur áratugum síðar hefur saumað albúm Mugison vakið mikla athygli eins og frægt er.
lau. 10.4.2010
Forsala aðgöngumiða

mán. 29.3.2010
Gömlu meistaraverkin
Eins og ég hef skrifaði um áður hér hjá mér, þá hef ég ætlað mér að koma með fréttir af gangi mála hjá okkur gömlu Gildrumönnum við undirbúning tónleika okkar í Mosó þann 1. maí í tilefni af 30 ára samstarfsafmæli.
Það er skemmst frá því að segja að allt gengur eins og best verður á kosið. Fyrst og síðast er óskaplega gaman hjá okkur eins og við vara að búast eftir langt hlé. Margar gamlar sögur rifjaðar upp og mikið hlegið á milli laga og í pásum á æfingum.

 
Hynsta sýn
Árið 1988 var tekið upp myndband af laginu Hinsta sýn eftir Þórhall, hér er kappinn með bandalausa bassann sinn.
Gömlu meistaraverkin, eins og Pétur Kristjánsson, okkar kæri, eftirmynnilegi og góði vinur kallaði alltaf lögin af fyrstu plötum okkar og við höfum að sjálfsögðu leyft okkur að gera síðan, hljóma svakalega. Það skyldi þó ekki vera að þeim eigi eftir að fjölga eftir tónleikana sem fella sig við og fatta gömlu meistaraverkin okkar.
Meistaraverkið sem hér kemur, Villtur, var á okkar fyrstu hljómplötu, Huldumönnum, sem kom út árið 1987. Síðar settum við það í nýjan búning og gáfum út á Gildran í 10 ár.
Upptakan er úr gömlum þætti hjá Hemma Gunn á tali.

lau. 27.3.2010
Það er búið að vera svooooo gaman hjá okkur
Við gömlu félagarnir í Gildrunni undirbúum nú af krafti tónleika okkar sem haldnir verða í Hlégarði þann 1. maí.Eins og ég hef skrifað um hér áður eru þeir haldnir í tilefni af 30 ára samstarfsafmæli okkar.
Æfingar ganga vel og er óhætt að segja að góð og einstök stemning sé í okkur gömlu rokkurunum. Mikið óskaplega er gaman að hitta gömlu félagana og vinina og rifja upp gamla tíma og æfa öll gömlu lögin sem eiga svo stórt pláss í lífi manns.
Það verður gaman að sjá ykkur í Hlégarði 1. maí.
Hér læt ég eitt gamalt og gott fylgja með þessari færslu minni.



sun. 21.2.2010
Vorkvöld í Reykjavík
Undanfarna daga hef ég sett hér inn á bloggið mitt nokkur lög með Gildrunni. Ástæða þess, er vegna fyrirhugaðra tónleika okkar félaga þann 1. maí í Mosfellsbæ til að fagna 30 ára samstarfsafmæli okkar.
Eitt af okkar vinsælustu lögum er tvímælalaust útgáfa okkar á hinu sígilda og fallega lagi Vorkvöld í Reykjavík.
Lagið hljóðrituðum við árið 1990 og það kom út á hljómplötu okkar Ljósvakaleysingjar og hér kemur það.

fös. 19.2.2010
Fiðringur
Fiðringur var eitt af þeim lögum sem við sömdum og kom út sem bónuslag á safnplötu okkar Gildran í 10 ár.
Fiðringur er eitt af mínum uppáhaldslögum með Gildrunni, lagið er eftir Bigga og texti K. Tomm.
Það er  í senn einföld en mögnuð mellódía eins og Bigga er lagið.
Sigurgeir fer á kostum á gítarnum að vanda og bassaleikur Þórhalls er lævís og skuggalega magnaður.
Sjáumst 1. maí á Gildrutónleikum í Mosó.

fös. 19.2.2010
Ég er að koma
Ég er að koma, var eitt af nýju lögunum sem fylgdi með á tvöfalda safndiski okkar, Gildran í 10 ár. Lagið sömdum við félagarnir saman og textinn er eftir mig og Þórhall. Þetta er sannkallaður karlrembuóður eins og þeir gerast bestir.
Þetta tvöfalda albúm hljómsveitarinnar seldist fljótt upp og er ófáanlegt í dag.


Álafoss föt bezt
Álafoss föt bezt voru upphafið að CCR ævintýrinu okkar
þri. 16.2.2010
Værð
Lagið Værð á sinn stað hjá okkur félögum, einlægt og fallegt. Lagið kom út á okkar annarri hljómplötu, Hugarfóstri.
Værð, var eitt af fyrstu lögunum sem Biggi samdi og við hljóðrituðum það nokkrum árum síðar.
Ógleymanlegt er þegar Þórir kom með sinn fallega texta við lagið til okkar í Rjóður, þar sem við æfðum öllum stundum. Texti Þóris féll svo vel að laginu á allan hátt, að aldrei var spurning um annað en að gefa lagið út og hafa það á Hugarfóstrinu.
Lagið höfum við m.a. spilað margsinnis, bæði við brúðkaup og jarðafarir.

 
Værð
Þú komst með vorið
um vetrarnótt
og vaktir huga minn
í húminu værðist vindurinn
hann himneskan
heyrði sönginn þinn
Um ástir og eilífan dans
Þú söngst í Rjóðri
um sólarlag
og fluttir sálminn þinn
í kyrrðinni
kvaddi helkuldinn
hann heilagan
kveikti neistann minn
Um ástir og eilífan dans
Þú varst með völdin
um vetrarnótt
og sýndir styrkinn þinn
á heiðinni
heyrðist hljómurinn
hann háfleygan
hreyfði drauminn minn
Um ástir og eilífan dans.

sun. 14.2.2010
Meyjan hrein
 
 
Gildran og Jethro tull eftir frábæra tónleika í höllinni á Akranesi.
Nú stendur yfir sem hæst undirbúningur okkar Gildrufélaga, vegna fyrirhugaðra tónleika í tilefni af 30 ára samstarfi okkar sem haldnir verða í Mosfellsbæ þann 1. maí.
Eins og ég skrifaði um hér á síðu minni fyrir skömmu síðan, munum við taka öll okkar gömlu lög. Eitt þeirra verður vissulega það lag sem kom okkur á kortið eins og sagt er. það er lagið Mærin.
Mærin kom út á okkar fyrstu hljómplötu, (Huldumenn) Lagið sló í gegn og hefur verið eitt af okkar vörumerkjum alla tíð síðan. Á bakvið lagið er skemmtileg saga.
Þannig er, að þegar við vorum í Stúdíó Stemmu með Didda fiðlu og Gunnari Smára, upptökumönnum okkar, kíkti Pétur, vinur okkar Kristjáns í stúdíóið til að hlýða á plötuna. Pétur heitinn, var þekktur fyrir næmni sína á það, hvaða lög næðu í gegn hjá landanum og væru líkleg til vinsælda, enda stofnaði hann vart hljómsveit öðruvísi en að hún slægi í gegn á landsvísu.
Við félagarnir vorum búnir að raða plötunni upp og öll lög búinn að fá sinn stað á vínylnum þegar Pétur mætti í stúdíóið. Eftir að hann var búinn að hlusta á plötuna sagði hann við okkur " Strákar mínir" þið veðjið á kolrangt lag sem upphafslag plötunnar. Þið eigið að láta Mærina vera lag númer eitt. Það er Mærin sem á eftir að slá í gegn og vekja á ykkur athygli.
Viti menn. Eins og venjulega, hafði hann rétt fyrir sér. Lagið okkar gamla góða, Mærin hefur alltaf virkað og það sem meira er, elst vel.
Oftar en ekki þegar við vorum beðnir um að spila Mærina var alltaf sagt við okkur, spilið meyjan hrein en á þeim orðum hefst textinn í laginu.
Sú hreina mey sem við fjöllum um í laginu virðist af mörgum hafa verið misskilin hjá okkur.
Það var ekki sú sama og Madonna söng um á sínum tíma.

þri. 9.2.2010
Gildran 1. maí 2010 í Mosó
Nú er ljóst hvenær við gömlu félagarnir í Gildrunni ætlum að koma saman að nýju og fagna 30 ára samstarfsafmæli.
Laugardagurinn 1. maí 2010 í Hlégarði er málið.
Við hófum okkar samstarf árið 1979 og okkar fyrsta æfingapláss var gamli skúrinn við Hlégarð, þar sem mörg félagasamtök áttu m.a. sitt afdrep. Eins og margir vita, þá stóð það til hjá okkur að gera þetta á nýliðnu ári, enda þá með réttu 30 ár liðin frá okkar upphafi en nokkur óvænt atvik komu í veg fyrir það.
Nú eru allir klárir í bátana og við lofum ykkur öllum, þeim mögnuðustu rokktónleikum sem völ er á.
Sjáumst hress í gamla Hlégarðinum okkar 1. maí 2010.
Ég læt hér fylgja með lag og texta af okkar fyrstu hljómplötu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum öllum, Vorbrag.
Textinn er eftir Þóri Kristinsson.

Vorbragur
Vaknar allt á vorin
Vermir sólin landið
Grænu laufin borin
Brotið verður bandið
Blíður syngur blærinn
Brosir gulli sólin
Vaknar aftur bærinn
Börnin vantar í bólin
Opin Laugarvegur
Iðar Austurstræti
Digur andann dregur
Dúfa í heiðursæti
Fuglum iðar tjörnin
Fegra loftið sönginn
Brauði kasta börnin
Dapur er nú enginn
Situr bakvið sundin
Esjan undur fríða
Léttist aftur lundin
Dýrðar dagar líða.


mið. 20.1.2010
Rokk og ról í Mosó
Það ríkir mikil stemning í Mosó þessa dagana. Allt stefnir í metaðsókn á þorrblótið og Gildrutónleikarnir verða svakalegir.
Hvort komandi bæjar- og sveitastjórnakosningar eigi þátt í þessum þorrablóts og rokkanda sem nú ríkir í bæjarfélaginu skal ósagt látið.
Við þekkjum það samt flest, að frambjóðendur láta jafnan sjá sig á slíkum mannamótum, rétt eins og öðrum, á fjögurra ára fresti.
Undirbúningur fyrir endurkomu Gildrunnar og tónleikana í Hlégarði stendur nú sem hæst og allt gengur eins og í sögu. Ljóst er að öllu verður til tjaldað og tækjabúnaðurinn og stælarnir verða slíkir að annað eins hefur ekki sést í Hlégarði, hvorki fyrr né síðar.
Sjáumst hress á blótinu

mið. 13.1.2010
Gítarveisla Bjössa Thor
 
Gítarleikararnir sem fram komu á tónleikunum.
Í lok síðasta árs, stóð gítarleikarinn góðkunni og magnaði, Björn Thoroddsen, í fjórða skipti á jafn mörgum árum fyrir tónleikum þar sem allir fremstu gítarleikarar landsins koma fram. Um þetta fjallaði ég hér á síðu minni á dögunum og birti viðtal, Bjössa Thor, við Sigurgeir Sigmunds, Gildrugítarleikara af þessu tilefni.
 
Sigurgeir í góðri sveiflu með Gildrunni í afmæli mínu. Hjalti Úrsus vel með á nótunum.
Í gær, kíkti ég í kaffi til Sigurgeirs á skrifstofu Fíh og ræddum við aðallega fyrirhugaða tónleika Gildrunnar í Mosó. Í samtali okkar, stakk ég því reyndar að Geira, hvað mér hafi fundist gaman af viðtali Bjössa Thor við hann á dögunum. Eins og fyrri daginn, ef ég nefni einhvern á nafn, þá er sá hinn sami mættur á svæðið skömmu síðar eins og ég hef skrifað um hér áður. Á því varð engin undantekning í gær, því skömmu eftir að ég nefndi Bjössa á nafn var kappinn mættur, þar sem við Geiri sátum tveir í mestu makindum að spjalla yfir góðum kaffibolla.
Þarna var hann mættur með glóðvolgan diskinn sem hljóðritaður var á gítartónleikunum góðu í Salnum í lok árs, eins og áður sagði og færði okkur Geira sitthvort eintakið. Það er óhætt að mæla með þessum grip, þar sem margir fremstu gítarleikarar landsins fara hreint á kostum.
 
Diskurinn nýútkomni
Meðal þeirra sem fram koma ásamt Bjössa og Geira eru: Tryggvi Hubner, Þórður Árna, Jón Páll, Gunnar Ringsted, Ólafur Gaukur, Þorsteinn Magnússon, Vilhjálmur Guðjónsson, Hjörtur Steinarsson, Eðvarð Lárusson, Sævar Árnason og Halldór Bragason.
Björn Thoroddsen spilaði margoft á Álafoss föt bezt á sínum tíma og mætti alltaf með einvala lið tónlistarmanna með sér. Þeir voru margir ógleymanlegir og magnaði tónleikarnir sem hann hélt þar.
 
Til hamingju með diskinn Bjössi og takk fyrir mig.

lau. 2.1.2010
Robin Nolan heimsóknin var einstök og ógleymanleg
Ég var að hlusta á þáttinn, Blár nótur í bland, á rás 1, í umsjá, Ólafs Þórðarsonar, (Í Ríó Tríó) Hann spilaði eitt sinn á sérlega skemmtilegum tónleikum á Álafoss föt bezt ásamt Bjössa Thor og félögum.
Óli, sér um skemmtilegan þátt á áður nefndri útvarpsstöð og að venju fer hann um víðan völl í umfjöllun sinni í þáttum sínum.
Í þessum þætti sem hér um ræðir, talaði hann m.a um gítarleikarann, Robin Nolan.
Robin Nolan, er í dag heimsþekktur gítarleikari og þykir af mörgum vera snillingur. Tengsl hans við Ísland eru svolítið skemmtileg og sérstök saga.
Þannig var að, Þórður Pálmason, sem rak um árabil veitingastaðinn Fógetann í Reykjavík, sá, Robin Nolan og félaga í Amsterdam, en þar voru, Robin og félagar götuspilarar um árabil.
Þórður heillaðist af hljóðfæraleik þeirra félaga og bauð þeim að koma til Íslands og spila, sem þeir
 og þáðu.

 
Í pásu
Í pásu á 1. maí tónleikunum í Hlégarði, með okkur er söngkonan frábæra, Jóhanna Guðrún
Um þetta leiti var veitingastaðurinn okkar, Álafoss föt bezt, í blóma í Kvosinni og þar var reglulega boðið upp á vandaða tónlist.
Við félagarnir í Gildrunni vorum að spila hjá Þórði á Fógetanum eitt kvöldið þegar styttist í komu Robin Nolan og félaga til Íslands og Þórður spurði mig, hvort mér litist ekki vel á að fá hann til að halda tónleika á Álafoss föt bezt, sem varð svo úr.
Þetta voru án vafa einir flottustu tónleikar sem þar voru haldnir.
Í dag er Robin Nolan ekki götuspilari, heldur orðinn virtur gítarleikari sem er þétt bókaður langt fram í tímann.
Þórður Pálma á vafalítinn þátt í því og Íslandsáhugi gítarleikarans er greinilegur eins og heyra má á myndbandinu sem ég læt hér fylgja með.

mið. 30.12.2009
Gildran kemur saman á ný
Nú höfum við félagarnir í Gildrunni ákveðið að koma saman á ný og að sjálfsögðu verða tónleikarnir í okkar heimabyggð. Tilefnið er 30 ára samstarf okkar félaga.
Tónleikarnir okkar verða í mars og haldnir í Hlégarði og þar munum við fara yfir allan okkar tónlistarferil.
Árið 1979 hófst samstarf okkar félaganna og var ætlunin sú hjá okkur að fagna þessum 30 árum á þessu ári. Það fórst fyrir vegna óviðráðanlegra orsaka og því verður slagurinn tekinn á nýju ári.
Um þetta mun ég fjalla nánar hér á síðunni minni þegar nær dregur.
 
Hér fyrir neðan má heyra eitt gamalt og gott með Gildrunni.

mán. 21.12.2009
Raunarsaga 7:15
Árið 1991 gerði Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur, sem Mummi í Mótorsmiðjunni kvikmyndina Raunarsaga 7:15, með Rósu Ingólfs, í aðalhlutverki.
Mummi kom á fund okkar félaganna í Gildrunni og bað okkur um að útsetja og flytja titillag myndarinnar, hið gamalkunna og fallega lag, Vorkvöld í Reykjavík. Það gerðum við og höfðum gaman af, bæði að fást við lagið, leika í myndinni og vinna með Mumma, sem er gamall Mosfellingur. Lagið naut mikilla vinsælda hjá okkur og hefur í raun alla tíð síðan, verið eitt af okkar vörumerkjum. Vorkvöldið, var lag sem við vorum beðnir um að spila margsinnis í hvert einasta skipti sem við komum fram.
Það er gaman að segja frá því, að á þessum tíma var þáttur á Rás 2, sem hét, Þjóðarsálin, þar sem fólki gafst kostur á að hringja inn og ræða um lífið og tilveruna. Það var nánast undantekningalaust hringt inn í þáttinn á hverjum degi til að kvarta yfir afbökun hljómsveitarinnar á laginu um leið og það kom út á sínum tíma og fór að heyrast í útvarpi.

Karl Tómasson


mán. 21.12.2009
Á tali fyrir tuttugu og einu ári síðan
Það var var gaman að koma í þáttinn hans Hemma Gunn á sínum tíma. Annan eins viðbúnað og tilstand vegna eins sjónvarpsþáttar var fróðlegt að sjá. Hemmi Gunn, alltaf jafn þægilegur og skemmtilegur, allra manna hugljúfi.
http://www.youtube.com/watch?v=v4moQiBZDvY
Karl Tómasson


þri. 15.12.2009
Gítarsnillingar spjalla
Hér fyrir neðan má sjá nýlegt og fróðlegt viðtal sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, tók við Sigurgeir, Sigmundsson, gítarleikara.
Viðtalið er í fjórum köflum og ég set hér inn þann fyrsta. Eftir áhorf á hann koma svo kaflarnir einn af öðrum.
Það hafa verið mikil forréttindi, að fá tækifæri til að spila um árabil með jafn mögnuðum gítarleikara og Sigurgeiri en hann gekk til liðs við Gildruna árið 1989. Sigurgeir er ekki einungis sérstaklega melódískur gítarleikari, heldur einnig tæknilega magnaður.
Í viðtalinu er gamli Fender stratinn hans mikið til umræðu. Ég birti fyrir nokkru síðan hér á síðunni minni gamla upptöku með Gildrunni og þar má einmitt sjá kappann nota umrætt hljóðfæri.
Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta. Viðtalið segir allt sem segja þarf.
Jú!!! Eitt enn, hlustið endilega á Fiðring, gamalt og gott lag með Gildrunni sem er í spilaranum mínum hér á síðunni. Þar fer Geiri oft sem áður á kostum í lagi sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
http://www.youtube.com/watch?v=RHDFcrOzTnI
Karl Tómasson

mið. 25.11.2009
Síðan eru liðin 21 ár
Karl Tómasson


Sjáumst á ný
Sólóplata Bigga, Sjáumst á ný
mán. 26.10.2009
Birgir og félagar í Lágafellskirkju
Fyrir nokkru síðan, skrifaði ég hér um fallega og einlæga sólóplötu vinar míns og félaga, Birgis Haraldssonar, söngvara Gildrunnar, sem nýlega kom út og ber nafnið, Sjáumst á ný.
Á sunnudaginn kemur, 1. nóvember, mun Biggi ásamt nokkrum félögum sínum flytja lög af plötunni í Lágafellskirkju.
Texta plötunnar á Þórir Kristinsson, gamli textahöfundur okkar Gildrufélaga en hann vann þessa plötu náið með Bigga undanfarin þrjú ár. 


lau. 19.9.2009
Sjáumst á ný
Eins og ég hef skrifað um hér áður lauk vinur minn og félagi, Birgir Haraldsson, nýlega við gerð sinnar fyrstu sóló plötu, sem ber heitið, Sjáumst á ný.
Þessi fallega og persónulega plata Bigga, vinnur sannarlega á með hverri hlustun.
Á þessari plötu sóttist Biggi eftir starfskröftum sinna bestu vina og kunningja. Nú hefur Biggi smalað öllum hópnum saman og stefnir að því að halda nokkra tónleika til að kynna plötuna.
Hugmynd hans er að flytja efni af plötunni nýju, ásamt gömlum lögum sem hann hefur samið í gegnum tíðina á nokkrum tónleikum í lok þessa árs.
Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í því verkefni og mun örugglega verða duglegur að láta ykkur vita kæru bloggvinir og aðrir gestir hér á síðunni minni, hvenær og hvar við spilum.


fös. 17.7.2009
Tónlistarveisla
Nýlega skrifaði ég um væntanlega sólóplötu vinar míns og félaga, Birgis Haraldssonar. http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/895718
Nú styttist í útkomu plötunnar þar sem framleiðslu á henni er nú lokið. Plötualbúmið er vandað og fallegt. Það eins og annað á plötunni er unnið af nánustu ættingjum og vinum, alla texta plötunnar er þar að finna ásamt fallegum ljósmyndum.
 
Eiki á Álafoss föt bezt
Eiki Hauks með Gildrunni á frábærum tónleikum á Álafoss föt bezt
Frábærum afmælistónleikum Eiríks Haukssonar er nú lokið.
Kappinn fór hreint á kostum ásamt félögum sínum, á tveggja klukkustunda tónleikunum. Biggi söng með Eika eitt hans þekktasta lag, Sekur, og gerði það með miklum glæsibrag. Að loknum tónleikunum bauð Eiki vinum og félögum í skemmtilega afmælisveislu.
Eiríkur hefur undanfarin ár verið að leika á tónleikum með Ken Hensley, sem þekktastur er fyrir lög sín og hljómborðsleik með bresku rokkhljómsveitinni Uriah Heep. Það var gaman að hitta kappann, (gamla átrúnaðargoðið), að loknum tónleikunum.
Hensley var í dúndurstuði og sýndi alla sína gömlu góðu takta.
Myndin er tekin að loknum tónleikunum og eins og sjá má er Eiki vel sveittur.


Með Eika og Ken Hensley
Með Ken Hensley og Eika Hauks
fös. 3.7.2009
Mikill meistari heimsækir okkur um helgina
Ken Hensley, hljómborðsleikari Uriah Heep og lagahöfundur margra þekktust laga þeirrar mögnuðu hljómsveitar er væntanlegur til landsins á morgun. Til landsins kemur hann til að fagna 50 ára afmæli vinar síns og félaga, Eiríks Haukssonar.
Eiríkur hefur undanfarin misseri ferðast með Ken Hensley og hljómsveit til fjölda landa og eins og Eiríkur hefur sagt, hefur það verið honum ómetanleg reynsla og mikil ánægja að fá að taka þátt í því að vera með þessum gamla meistara og flytja með honum öll hans þekktu og góðu lög.
Við félagarnir í Gildrunni vorum svo heppnir að fá að hita upp fyrir Uriah Heep þegar hljómsveitin heimsótti Ísland árið 1988. Það er og verðu alltaf ógleymanleg stund.

fös. 12.6.2009
Sjáumst á ný
Birgir, vinur minn, Haraldsson, var rétt í þessu að færa mér sjóðheita sína fyrstu sólóplötu beint úr masteringu. Hljómplötu sem hann og Þórir Kristinsson, textahöfundur Gildrunnar, hafa verið að vinna að undanfarin þrjú ár.
Hljómplatan, sem ber heitið, Sjáumst á ný er sérlega falleg og hugljúf. Hún snertir í manni alla strengi, bæði lög og textar.
Þessi fyrsta sólóplata Bigga er einstaklega persónuleg og einlæg. Biggi hefur óspart leitað til vina og kunningja við gerð hennar og má þar nefna, Sigurdór, bróðir hans sem leikur á bassa, Mána, gítarleikara og Frikka bassaleikara úr 66 ásamt fleiri skildmennum og vinum sem koma að verkefninu.

 
Biggi og Kalli
Ég hef  einnig verið svo heppinn að fá að taka þátt í þessari plötu þeirra félaga, Bigga og Þóris allt frá byrjun og því fylgst með hugarfóstrinu verða að fullmótuðu verki.
Mikið getið þið kæru vinir, Biggi og Þórir, verið stoltir af þessari plötu.
Einnig hefur vinur okkar og samstarfsfélagi úr Gildrunni, Sigurgeir Sigmundsson, sannarlega lagt sitt af mörkum við gerð plötunnar. Hann á undurfallegt lag á henni ásamt því að leika á gítara og fleiri hljóðfæri.
Þórir minn. Takk fyrir að koma því á framfæri hér í athugasemd þinni við þessa færslu mína að gleyma ekki Jóa Ásmunds. Hér með er það gert. 
Jói hefur sannarlega lagt sitt af mörkum, það er nú annaðhvort.
Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að starfa svo náið og lengi með jafn stórkostlegum hljóðfæraleikara og tónlistarmanni eins og honum.
Elsku Biggi minn og Þórir. Innilegar hamingjuóskir.

 
sun. 7.6.2009
Eiríkur Hauksson 50 ára 4. júlí
Nú er ljóst að söngvarinn góðkunni, Eiríkur Hauksson mun halda upp á 50 ára afmæli sitt með stórtónleikum á Íslandi þann 4. júlí.
Eins og flestum er kunnugt, hefur hann um árabil búið í Noregi og getið sér þar góðs orðs, rétt eins og á Íslandi.
Eiríkur er frábær söngvari það vitum við öll. Upp úr stendur þó, sá einstaki ljúflingur og góða manneskja sem hann er.
Leiðir okkar lágu saman þegar hann, ásamt Pétri heitnum Kristjánssyni, voru í hljómsveitinni Start árið 1981. Þá tókum við okkur saman, hljómsveitirnar Start og Pass úr Mosfellsbæ eins og við kölluðum okkur þá og spiluðum um verslunarmannahelgina í Félagsgarði Kjós. 
 
 
Gildran og Start á góðri stundu
Kapparnir úr Start, sem naut mikilla vinsælda um þær mundir, tóku okkur sveitamönnunum úr Mosó opnum örmum. Sú vinátta hefur varað alla tíð síðan, einlæg og góð. 
Seinna gekk Sigurgeir, gítarleikari Start, til liðs við Gildruna eftir að Startararnir lögðu upp laupana.
Mikið verður gaman að fagna með Eika og öllum vinum hans á flottum tónleikum í Austurbæ þann 4. júlí og að þeim loknum í skemmtilegri veislu.
 
Eiki Hauks, Kalli Tomm og Pétur Kristjáns. Þarna heldur Pétur á uppáhalds plötualbúmi sínu, saumaða albúmi Gildrunnar.
 
Gildrumezz ásamt Eika. Myndin er tekin fyrir tónleika á Akureyri.
 
Billi Start og Kalli Tomm á Álafoss föt bezt í Mosó. Billi var um árabil helsti aðstoðarmaður og vinur félaganna í Start og seinna okkar félaganna í Gildrunni.

Hamingjuóskir með frábæra plötu, sem er ykkur sannarlega til sóma.

Tók sjensinn á sprellanum

Allflestir tónlistarmenn hafa frá skemmtilegum sögum að segja.

Ferðalög um landið okkar þvert og endilangt, allan ársins hring, á öllum tímum sólarhringsins og tónleikahald á ólíklegustu stöðum hafa oft orðið að ævintýrum og uppákomum sem seint gleymast.

Ég hef allnokkru sinnum verið beðinn um að segja frá þeim ævintýrum sem við Gildrufélagar lentum í á löngum ferli okkar og skorast ég ekki undan því, svona öðru hvoru að minnsta kosti.

Eflaust kann einhverjum að þykja sögurnar ekki sæmandi en það verður þá bara að hafa það. Ég ætla nú samt að fara varlega í sakirnar. 

Nú koma tvær.

Einu sinni vorum við félagarnir að spila á hörku balli um verslunarmannahelgi og eins og gengur og gerist vill oft teygjast úr slíkum böllum.

ÞÁ Mærin

Þórhallur að taka sitt óborganlega stef í upphafi Mærinnar

 

Að  balli loknu fórum við félagarnir upp á herbergi og fengum okkur smá hressingu fyrir svefninn. Við vorum á hótelherbergi sem var ekki með sturtu heldur var hún í hinum enda gangsins. Það var töluverður spölur út ganginn til að komast í þá aðstöðu.

Einn okkar sagðist endilega vilja komast í sturtu fyrir svefninn og við sögðum honum endilega að gera það, enda sveittur og ómögulegur að loknu góðu balli. Hann sagðist ekki vera með handklæði og bað okkur um að lána sér eitt slíkt þar sem hann stóð orðið hálfnakinn fyrir framan okkur á hótelherberginu. Við sögðum við félagann að fara bara úr hverri spjör og spretta bara úr spori út ganginn, það væri allt seif á þessum tíma sólarhrings.

Hann lét til leiðast og spretti úr spori með sprellann dinglandi í allar áttir. Þegar vinurinn var kominn rúmlega hálfa leið kom miðaldra kona úr einu herbergjanna og stóðu þau saman frosin í dágóða stund. Viti menn haldið þið ekki að frúin hafi tekið upp á því að öskra á ganginum eins og ljón. Í kjölfarið opnuðust einar og einar dyr með reglulegu millibili á meðan okkar maður kom sér til baka.

Hann sleppti sturtunni þennan morguninn og lét lítið fyrir sér fara morguninn eftir.

Hin sagan gerðist fyrir vestan.

Okkur félögunum var boðið að fara í skoðunarferð að gömlum skreiðarhjalli undir leiðsögn heimamanns og mikils sérfræðings í harðfisksverkun. Þegar við renndum í hlað og stóðum fyrir utan hjallinn kom rúta full af bandarískum ofurkurteisum túristum. Sennilega eldri borgarar.

Við félagarnir ákváðum að gera smá tilraun með það hvort okkur tækist að láta hvern einasta túrista þurrka af skónum áður en hann færi í skreiðarhjallinn sem að sjálfsögðu var bara með malargólfi.

Það varð úr að hljóðmaðurinn fékk það verkefni að fara fyrstur í röðina og hann átti að ofurþurrka þannig af skónum að það færi ekki fram hjá nokkrum manni. Hann klikkaði ekki á því og gerði það þannig að mikill sómi var af. Þarna átti enginn að fara inn á skítugum skónum. 

Það var eins og við manninn mælt, hver einasti túristi stóð á mölinni fyrir framan hjallinn og þurrkaði nánast sólann undan skónum.

Aumingja leiðsögumaðurinn reyndi ítrekað að fá fólkið til að átta sig á því að þess væri ekki þörf án nokkurs árangurs.

Nóg að sinni.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

 

þri. 31.3.2009
Hér heyrið þið frumflutning á nýju lagi sannkallaðra meistara
Ég fékk sérlega skemmtilegt og frumlegt símtal í dag, þar sem þess var farið á leit við mig hvort ég væri tilbúinn til þess að frumflytja nýtt lag á bloggsíðu minni.

 

 

CCReykjavík
Það er mér sannarlega ánægja og heyður að fá tækifæri til þess og hér getið þið kæru bloggvinir og aðrir gestir heyrt í gömlu félögum mínum og vinum úr tónlistinni til margra ára.
Kæru vinir, Biggi, Sigurgeir, jói og Ingó. Gangi ykkur allt í haginn og mikið vona ég að ævintýrið sem við áttum saman fyrir tíu árum við fluttning þessara meistaraverka CCR um land allt eigi eftir að endurtaka sig hjá ykkur.
Þetta er frábærlega vel gert hjá ykkur eins og við var að búast.
Kalli Tomm.
Eftirfarandi texti fylgdi sendingunni frá köppunum.
CCREYKJAVÍK eru:
Birgir Haraldsson: Söngur
Ingólfur Sigurðsson: Trommur,  slagverk og milliraddir
Jóhann Ásmundsson: Bassi, hljómborð og forritun
Sigurgeir Sigmundsson: Kassa-, raf-, kjöltu- og pedal stál gítar
Aðrir hljóðfæraleikarar
Þórir Úlfarsson: píanó í “Rockn all over the world”  og orgel í “I put a spell on you”
Eiríkur Hauksson söngur í “It came out from the sky” og “Rockin all over the world”
Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH, gítarvinnustofunni í Löngubrekku, hljóðveri Jóhanns Ásmundssonar í Laugarnesi og í Furunni hljóðveri Þóris Úlfarssonar á tímabilinu maí 2008 til mars 2009.
Upptökum stjórnaði Jóhann Ásmundsson
Aðstoðarmaður í hljóðveri:  Ásmundur Jóhannsson
Útsetningar samvinnuverkefni  CCREYKJVÍK
Hljóðblöndun gerði Jóhann Ásmundsson í hljóðveri sínu í Laugarnesi
Hönnun: Nikulás Róbersson
Prentun: Ljósrit og prent
Framleiðsla:  Ljósrit og Prent.
Ljósmynd á framlið og bakhlið tók Ríkarður Bergstað Jónasson 1967
Ljósmynd af CCREYKJVÍK: Finnbogi Marinósson
1967
 
Það var í september 1999 að þeir félagarnir Birgir Haraldsson og Karl Tómasson sem höfðu unnið saman um árabil í hljómsveitinni ”Gildran” og ”66” fengu þá hugmynd að flytja tónlist John Fogerty og Creedence Clearwater Revival.  Bjuggust menn við því að aðeins yrði um eitt kvöld að ræða,  en þær væntingar brugðust algerlega.
Sér til liðs fengu þeir gamlan félaga úr ”Gildrunni” gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson og fljótlega bættist Jóhann Ásmundsson bassaleikari úr Mezzoforte í hópinn og til varð hljómsveitin  Gildrumezz. Fljótt varð mikil eftirspurn eftir hljómsveitinni sem minnkaði ekki þegar að platan “Rockn´n roll” kom út árið 2000 sem innihélt eingöngu lög eftir John Fogerty.
Heimastöð  ”Gildrumezz”  var veitingastaðurinn “Álafoss föt bezt” í Mosfellsbæ sem Karl Tómasson trymbill   átti og rak. Lék hljómsveitin þar samfellt fyrir fullu húsi á veitngastaðnum um 80 kvöld á ári 1999-2002 auk þess að fylla flesta veitingastaði landsins og það eingöngu með lögum frá John Fogerty og CCR.  Þegar að trommarinn og driffjöðurinn Karl Tómasson hóf þátttöku  í bæjarmálapólitík í Mosfellsbæ lagði hljómsveitin upp laupana eftir annars farsælan feril og ca 300 uppákomur.
Nú 10 árum seinna hafa Birgir, Jóhann og Sigurgeir komið á ný saman með  ”Greifanum” Ingólfi Sigurðssyni við trommurnar og mynda hljómsveitina “CCREYKJAVÍK” sem eingöngu leikur lög eftir John  Fogerty og lög sem hann gerði gert vinsæl með félögum sínum í CCR.  Ingólfur kom í stað Karls Tómassonar sem nú hefur yfirgefið trommusettið til þess að stýra bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Diskurinn ”1967” ber nafn eftir stofnári  hljómsveitarinnar ”Creedence Clearwater Reviwal” sem var stofnuð formlega árið 1967 eftir nokkrar fæðingarhríðir og nafnabreytingar.
Það eru forréttindi að mega spila, útsetja og taka upp lög snillinga eins og John  Fogerty. Því líkur efniviður !!!  Það er ekki ætlun okkar að lögin hljómi eins og hjá meistaranum og vonum að það sem við höfum sett í lögin að þessu sinni geri þau ekki verri. 

Rauði þráðurinn í gegnum þessa plötu sem þú hefur nú undir höndum er að leyfa spilagleðinni að njóta sín. Við vonum að hún hafi skilað sér á plast.  Þá hefur ætlunarverkið tekist.
Reykjavík apríl 2009
CCREYKJAVÍK. Biggi, Sigurgeir, Jói og Ingó.
   XX xx x


lau. 21.3.2009
Samstarf í 30 ár
 
Á þessu ári, eru liðin 30 ár frá því að við Biggi og Þórhallur hófum samstarf. Fyrsta hljómsveitin okkar hét, Sextett Bigga Haralds og þá kom Pass og þar á eftir Gildran. Síðar stofnuðum við Biggi Dúett, sem við kölluðum, Sextíuogsex.
Í vikunni sem nú er að líða var ég ásamt Bigga og Þóri Kristinssyni, textahöfundi Gildrunnar til margra ára, að leggja lokahönd á fyrstu sólóplötu Bigga. Sólóplötu sem hann og Þórir hafa nú á annað ár verið að vinna að. Platan er einstaklega hlý og falleg.
 
Gildran. Biggi, Þórhallur, Kalli og Sigurgeir.
 
 
Draumur okkar Gildrufélaga er að koma saman í tilefni af 30 ára afmælinu og jafnvel endurútgefa okkar fyrstu tvær plötur saman á tvöfaldan cd. Fyrsta plata okkar, Huldumenn, var einungis gefin út á vínil. Hugarfóstur var einnig gefin út á cd. Plöturnar eru báðar ófáanlegar.
Árið 2009, verður Bigga og Gildrunnar.
Birgir Haraldsson er einn magnaðasti rokksöngvari okkar Íslendinga fyrr og síðar, hann er einnig, einn mesti ljúflingur sem ég hef nokkru sinni kynnst.
Karl Tómasson

fös. 27.2.2009
Í kvöld
Ég var beðinn um að koma þessu á framfæri hér á síðunni minni og geri ég það með glöðu geði.
Mosfellingur og Áslákur efna til styrktarkvölds föstudaginn 27. febrúar þegar nýr og breyttu Áslákur verður opnaður. Safnað er fyrir Rebekku Allwood sem var í viðtali í Mosfellingi fyrir nokkru. Hún lenti í hræðilegu slysi á Vesturlandsvegi fyrir sex árum. Rebekka er í dag fjölfötluð með ósjálfráðar hreyfingar og verður það líklega ævistarf hennar að vinna úr afleiðingum þessa slyss. Safnað er fyrir æfingahjóli, sem kostar um 800.000 kr., fyrir áframhaldandi endurhæfingu Rebekku.

 
66 í sveitinni
66 í sveitinni, þessa óborganlegu ljósmynd tók áður nefndur Hallsteinn Magnússon af mér og Bigga við sumarbústað í Mosfellsdaldnum
Allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína og söfnunarbaukar verða á staðnum. Allur ágóði af veitingum á bar fer í styrktarsjóðinn auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum.
Frábær tónlistardagskrá sem hefst kl. 20 og stendur fram á nótt. Kynnir er Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.
Meðal flytjenda eru: Karlakór Kjalnesinga, Diddú, Jónas Þórir, Dúettinn Hljómur, Reynir Sig, Hreindís Ylva o.fl.
Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar verður á staðnum og ýmsir kunnulegir Mosfellingar afgreiða á barnum.
Karl Tómasson

fös. 6.2.2009
Svo furðulegt sem það kann að vera
Þrátt fyrir að Gildran og Mezzoforte eigi fátt sameiginlegt, þá hafa, einhverahluta vegna, leiðir hljómsveitanna oft leigið saman. Ég og Gulli Briem, sóttum báðir á sama tíma einkatíma í slagverksleik hjá Reyni Sigurðssyni. Ég sótti í framhaldi af því einkatíma hjá Gulla Briem til að læra á trommusett.

 
Gildran og Mezzo
Kalli og Jói Ásmunds
Jóhann Ásmundsson hljóðritaði eina af vinsælustu hljómplötum Gildrunnar sem kom út fyrir 17 árum, hún bar einfaldlega nafnið Út. Á þeirri hljómplötu komu allir meðlimir Mezzoforte við sögu.
Síðar stofnsettum við félagarnir í Gildrunni ásamt Jóa Ásmunds hljómsveit sem við kölluðum Gildrumezz. Hún naut mikilla vinsælda.
Nú í vikunni höfum við félagar enn ruglað saman reytum okkar og sett saman skemmtilegt prógram sem við ætlum að flytja á 10 ára afmælishátíð Vinstri grænna nú um helgina.
Mikið óskaplega er alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst
 
Gulli Briem og Sigurgeir á æfingunni í dag.
 
Jói Ásmunds.
 
Kalli Tomm og Jói Ásmunds.
 
Biggi Haralds.
 
Gömlu félagarnir, Kalli Tomm og Gulli Briem.
 
Á æfingunni í dag.

sun. 26.10.2008
Sættir
Fyrir nákvæmlega 20 árum, samdi einn minn besti vinur og samstarfsfélagi í 30 ár, Birgir Haraldsson, undur fagurt lag sem kom út á Hugarfóstri Gildrunnar. Þetta var okkar fyrsta lag sem við hljóðrituðum án söngs.
Á lagið þurfti auðvitað að finna nafn og ég heyrði í því svo mikla sátt við allt og alla. Ég kom með þá hugmynd að lagið ætti að heita Sættir, félagar mínir voru sáttir við það.
Ég var að smella laginu okkar í spilarann minn, endilega hlustið og vonandi verðið þið sátt.
Það er einstaklega góð tilfinning að geta verið sáttur. Sáttur við sjálfan sig, umhverfi sitt, sem og þá sem maður umgengst.
Í þeirri tilfinningu að upplifa mann vera hvorki, meiri né minni, betri eða verri en samferðafólk sitt felst mikill friður, ótrúlegur friður.  
Virðing, umburðarlyndi og samhyggð er gott leiðarljós í lífinu, við menn og málleysingja.
Með góðri kveðju úr Tungunni.


lau. 4.10.2008
Lítil saga um Gildruna og Sigstein gamla á Blikastöðum
Árið 1991 hringdi ég í Sigstein Pálsson bónda á Blikastöðum og óskaði eftir fundi með honum. Hann spurði mig hvert erindið væri, ég sagði honum að það væri áhugi minn og félaga minna í hljómsveitinni Gildrunni, að fá hjá honum leigða aðstöðu fyrir hljómsveitina í gamla fjósinu.
Sigsteinn tók erindi mínu vel og bað mig að hitta sig á heimili sínu. Þangað fór ég nokkrum dögum síðar og voru allar móttökur einhvernvegin svo virðulegar og vinalegar. Helga Magnúsdóttir eiginkona Sigsteins var búin að leggja bakkelsi á borð og nú var ekkert að vanbúnaði að fundurinn hæfist.

 
66 í sveitinni bak
Helga heitin og pabbi minn störfuðu heilmikið saman í bæjarmálum Mosfellssveitar á sínum tíma og man ég oft eftir því sem barn og unglingur að hafa heyrt pabba tala um þeirra góða samstarf. Þarna hitti ég þessa konu og Sigstein í fyrsta skipti sem fullorðin maður og þarna var tekið á móti mér sem fullorðnum manni.
Eftir að hafa gætt mér á dýrindis bakkelsi sagði ég Sigsteini að við félagar í Gildrunni hefðum haft augastað á húsnæði í gamla fjósinu á Blikastöðum. Sigsteinn tók vel í erindið en sagði mér að koma síðar í vikunni og skoða aðstæður betur. Ég gerði það og leyst vel á, reyndar var frekar kalt inni í húsnæðinu en ég hugsaði með mér að það væri auðvelt að bjarga því með rafmagnsofni.
 
Sigsteinn þegar hann fagnaði aldarafmæli sínu í Hlégarði árið 2005 ásamt fjölda góðra gesta.
Að lokinni þessari skoðunarferð spurði Sigsteinn mig hvort ég væri ákveðinn að taka þetta pláss og ég svaraði rakleiðis að það væri engin spurning. Hann spurði mig þá hvort við réðum við húsaleiguna sem hann setti upp og ég sagði að það væri lítið mál, enda var hún sanngjörn í meiralagi.
Sigsteinn sagðist tilbúinn að leigja okkur plássið og sagðist myndu hringja í mig þegar hann gæti afhent það. Rúmlega mánuði síðar hringdi Sigsteinn í mig og bað mig um að koma á Blikastaði, nú væri hann tilbúinn að afhenda okkur húsnæðið til leigu. Ég fór með gamla manninum til að skoða plássið sem ég hafði gert mánuði áður og verið alsæll með þá.
Ég gersamlega missti andlitið á þessum tímapunkti. Hann var búinn að láta leggja og steypa nýtt gólf, leggja nýtt rafmagn og hita og skipta um gler og glugga og útihurð. Að þessari skoðunarferð lokinni rétti hann mér lykilinn af þessu 360 fermetra húsnæði og óskaði eftir að greiðslan fyrir leiguna yrði lögð inn á reikning hans mánaðarlega og með þeim orðum kvaddi hann mig.
Ég hringdi í strákana og sagði þeim að koma að skoða nýja æfingarhúsnæði okkar, þeir komu um hæl og misstu eins og allir aðrir sem síðar áttu eftir að sjá aðstöðu okkar málið um stund. Þetta var flottasta og stærsta æfingahúsnæði sem nokkur hljómsveit gat hugsað sér. Það var ekki óalgengt að hljómsveitir bæðu okkur um að fá að æfa hjá okkur ef eitthvað sérstakt stóð til og oftast reyndum við að verða við þeirri bón.
 
Gömlu félagarnir úr Pelican á æfingu á Blikastöðum. Frá vinstri: Björgvin Gíslason, Pétur Kristjánsson, Jón Ólafsson, Sigurður Reynisson og Sigurgeir Sigmundsson.
 
Hljómsveitirnar saman komnar á Blikastöðum.
Á Blikastöðum átti Gildran fjögur góð ár og samdi þar m.a. sína vinsælustu plötu. Seinna fékk bróðir minn Björgvin húsnæði við hlið okkur fyrir orgelverkstæði sitt og tók svo við okkar húsnæði einnig fyrir starfsemi sína þegar við fórum þaðan.
Í minningu minni eru Blikastaðir mér einstakur staður, þar eignaðist ég einn af mínum bestu vinum, Helga Pálsson, þegar við unnum saman við að byggja sumarbústaði, þar átti Gildran góð ár og þar vann ég um tíma við orgelsmíði hjá Bögga bróðir.
Á dögunum var haldið jafnréttisþing í Mosfellsbæ sem ég skrifaði um á bloggsíðu minni nýlega. Þingið var haldið á afmælisdegi Helgu Magnúsdóttur frá Blikastöðum og verður nú um ókomna framtíð gert á þeim degi. Helga lést árið 1999.
Sigsteinn Pálsson býr nú í hárri elli á dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ. Sigsteinn er elsti núlifandi karlmaður á Íslandi fæddur 16. febrúar 1905 og er því 103 ára.


sun. 21.9.2008
Alltaf skemmtilegur og mikill ljúflingur
Dabbi Karls og Eiki Hauks
Eiki Hauks og Dabbi Karls trommari Start í góðum gír
Talandi um góða söngvara eins og ég gerði í færslunni hér fyrir neðan.
Það var gaman að horfa á viðtal sjónvarpsmannsins vinsæla, Jóns Ársæls, við Eirík Hauksson söngvara.
Leiðir okkar Gildrufélaga og Eika lágu saman árið 1980, þá var hann í Start og við félagarnir í hljómsveit sem við kölluðum á þeim tíma Pass. Skömmu síðar breyttum við nafninu í Gildran. Hljómsveitirnar tóku sig saman og auglýstu stórdansleik um verslunarmannahelgina í Félagsgarði í Kjós.

Til að gera langa sögu stutta, þá mislukkaðist þetta ævintýri okkar algerlega. Það komu bókstaflega engir til að hlýða á okkur og varð stórtap á þessu ævintýri okkar. Vissulega vorum við allir miður okkar en þetta gerði það að verkum að við félagarnir áttum saman næturlangt spjall. Við spjölluðum um lífið og tilveruna. Þetta var góð og ógleymanleg stund og tengdumst við þá böndum og vináttu, sem allt frá þeirri helgi hefur verið órjúfanleg.
Síðan þá höfum við allir félagarnir í Gildrunni og Start margsinnis ruglað okkar reitum saman og spilað saman við hin ýmsu tækifæri, stór og smá. Dabbi Karls trommari, Sigurgeir Sigmunds gítarleikari, Jonni Ólafs bassaleikari, Nikki Róberts hljómborðsleikari, Eiki Hauks söngvari og Pétur Kristjánsson söngvari, skipuðu hljómsveitina Start á þessum tíma.
 
Start og Gildran.
Efri röð frá vinstri: Sigurgeir Sigmunds, Kristján Edelstein, Pétur Kristjáns,  Nikki Róberts,  Dabbi Karls og Eiki Hauks. Neðri röð frá vinstri: Billi Start, Frikki Hall, Kalli Tomm, Biggi Haralds og Jonni Ólafs.
Sigurgeir gekk síðar til liðs við Gildruna og Jonni Ólafs bassaleikari spilaði með okkur Bigga í tæp tvö ár í 66 og inn á eina plötu. Billi Start varð einn af okkur Gildrumönnum og þvældist með okkur um land allt í áraraðir. Pétur, heitinn, Kristjáns og Eiríkur tróðu upp með okkur Gildrufélögum í hálft ár á Hótel Íslandi á mörgum frábærum tónleikum og Eiríkur Spilaði og söng með okkur félögunum í Gildrunni og Gildrumezz nokkra ógleymanlega tónleika. Meðal annars á fjölmennasta dansleik sem haldin hefur verið í Mosfellsbæ. Þá var reyst við Álafoss föt bezt risatjald og haldnir tónleikar og dansleikur sem eru mörgum enn í góðu minni.
Eiríkur, eins og allir vita sem þekkja hann, er mikill öðlings drengur, hann hefur náð hæstu hæðum hérlendis og í Noregi og sá frami stafar ekki einungis af frábærri söngrödd hans heldur örugglega ekki síður af þeirri manneskju sem hann hefur að geima.
Eiríkur gantaðist með það í þættinum hjá Jóni Ársæls að hann syngi í mónó í dag eftir erfiða sjúkdómsbaráttu sína. Ég hafði sérstaklega gaman að því að heyra hann segja þetta því við göntuðumst oft með það ég og Eiki þegar við spiluðum og sungum saman að við værum í stereó þegar við værum saman komnir tveir. Báðir vinirnir búnir að ganga í gegnum sömu baráttu.
 
Myndin er tekin rétt áður en við fórum á svið til að spila á stórkostlegum og yfirpökkuðum tónleikum á Akureyri. Gildran ásamt Eiríki Haukssyni.


fös. 5.9.2008
Takið'i meyjan hrein
Á fyrstu hljómplötu Gildrunnar var lag sem af mörgum er talið eitt af okkar bestu lögum. Lag sem við komumst aldrei upp með að spila ekki þegar við komum fram.
Mærin er eitt af þessum lögum sem hafa fylgt okkur alla tíð. Textann við lagið samdi hirðskáld okkar á þeim tíma, Þórir Kristinsson og er þessi texti klárlega eitt af hans meistaraverkum. 
Flestir stóðu í þeirri meiningu að við værum að syngja um hreinar meyjar þar sem textinn hefst á orðunum meyjan hrein en við vorum vissulega að syngja og flytja lag um mærina einu og sönnu.
Oft munum við félagarnir eftir því á tónleikum að hafa heyrt öskrað utan úr sal: "Takið'i meyjan hrein".
Lagið hef ég nú sett í spilarann hjá mér og njótið vel.    


Mærin 
Meyjan hrein
Sér þú til mín
Alltaf ein
Bænin ein
Ber mig til þín
Meyjan hrein
Faðir vor
Sér þú til mín
Engin orð
Himna storð
Tak mig til þín
Faðir vor
Bregður birtu
Mærin sofnar
Dofnar dagur burtu
Daufri varpar glóð
Kristur kær
Kom þú til mín
Himni nær
Hatri fjær
Tak mig til þín
Kristur kær.



lau. 30.8.2008
MKMedia strákarnir engum líkir
Mikið hafði ég gaman af heimsókn þeirra félaga í sumar og gleymi aldrei. Þá komu þeir á heimili mitt og spurðu mig spjörunum úr. Bókstaflega um allt á milli himins og jarðar.
Endilega kíkið á síðu þeirra félaga þar sem þeir taka mörg sérlega skemmtileg viðtöl.
Með bestu kveðju frá K. Tomm úr Mosó.


mið. 20.8.2008
Ævintýrið sem kom okkur hvað mest á óvart
 
Gildran hafði í raun aldrei verið hljómsveit sem fékkst við að spila annað en að mestu sín eigin lög. Vissulega tókum við gamla slagara inn á milli á tónleikum okkar og uppákomum og höfðum gaman af því og þá voru það auðvitað lög frá helstu áhrifamönnum okkar og átrúnaðargoðum.
Nokkru síðar, eftir að við vorum ákveðnir í að taka frí, fluttum við dagskrá sem sló gersamlega í gegn og kom öllum á óvart og sennilega þegar upp er staðið mest okkur sjálfum.
Sagan var þannig að eftir eina tónleika á Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ, ræddum við það félagarnir að gaman væri að halda eina tónleika í Mosó og að sjálfsögðu á Álafoss föt bezt og spila eingöngu lög Creedence Clearwater Revival.

Við höfðum í gegnum árin flutt mörg lög þeirrar frábæru hljómsveitar sem var einnig í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum. Þessi hugmynd hefði vafalaust aldrei komið upp nema vegna þess að við kunnum að spila flest lög þeirra og vissum að söngvari okkar, hann Biggi, var engum líkur þegar kom að þessum lögum.
Ákveðið var að auglýsa CCR helgi á Álafoss föt bezt og viti menn, þetta varð eitt af okkar stóru ævintýrum.
Þessa dagskrá fluttum við 60 sinnum í Mosfellsbæ á Álafoss föt bezt, í hálft ár á Hótel Íslandi og í hálft ár á Kaffi Reykjavík. Einnig ferðuðumst við um land allt með þessa dagskrá. Í rúm tvö ár gerðum við ekkert annað. Það sem þetta virkaði og oftast komust færri að en vildu á þeim stöðum sem við spiluðum.
Þetta ævintýri kom okkur félögunum gersamlega á óvart og var einstaklega skemmtilegt.

 
Gildrumezz 10
Gildrumezz varð að miklu ævintýri. Við spiluðum ótal sinnum útum allt land og fengum oftast mjög góða aðsókn.
Gildrumezz með Eiríki Haukssyni sem tróð upp með okkur á ógleymanlegum tónleikum í Mosfellsbæ í risatjaldi við Álafoss föt bezt og á Akureyri.

Síðar hljóðrituðum við Gildrumezz, eins og við kölluðum okkur þá, hljómplötu með öllum þessum lögum snillinganna í CCR. Gítarleikari var Sigurgeir Sigmundsson, söngvari Birgir Haraldsson, trommari Karl Tómasson og bassaleikari var Jóhann Ásmundsson.
Þessi hljómplata er enn sem komið er sú síðasta sem við höfum hljóðritað saman.
Þar með er þessari yfirferð minni um samstarf okkar og hljómplötuútgáfu lokið í bili.
Ég vona að þið hafið haft gaman af.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
 
Félagarnir og vinirnir í 50 ára afmæli höfðingjans og stórsöngvarans
Bigga Haralds nú á dögunum.

sun. 17.8.2008
Sextíuogsex
Árið 1993 fór Gildran í frí og upp úr því stofnuðum við Biggi dúettinn Sextíuogsex. Dúett sem varð fljótlega tríó með Frikka Hall, þeim ótrúlega náttúru tónlistarmanni, sem hefur komið mörgum á óvart með tónlistarhæfileikum sínum. Einnig starfaði með okkur í Sextíuogsex Jonni Ólafs Pelicani. Mikill húmoristi og snillingur, fullur af grallaraskap og endalausri reynslu sem var ómetanleg fyrir okkur.

66 front
Það sem meira var að upp úr þessu ævintýri okkar komu tveir hljómdiskar sem við hljóðrituðum á ógleymanlegum tíma með Óla í Hvarfi. Sextíuogsex var nefnilega svolítið skemmtileg hljómsveit.
Við spiluðum um land allt og það var bókstaflega brjálað að gera hjá okkur. Oftar en ekki fyrir troðfullum litlum krám. Krám sem höfðu öllu jafna ekki átt að venjast mikilli aðsókn. Það kom fyrir að auglýst væri að Gildran væri með tónleika. Það var stundum svolítið erfitt hjá okkur Bigga í upphafi slíkra tónleika að réttlæta þann gjörning en oftast tókst það.

66 bak
Eitt sumarið fórum við með Bylgjunni og öllu hennar starfsfólki hringinn í kringum Ísland. Það var einstaklega skemmtileg ferð. Þá tróðum við upp við öll tækifæri í útvarpsþáttum þeirra fyrri part dags um land allt og síðar um kvöldið með dansleik.
Þetta 66 ævintýri var sannarlega skemmtilegur tími.
Karl Tómasson

sun. 17.8.2008
Birgir Haraldsson 50 ára
Vinur minn og samstarfsfélagi í 30 ár Birgir Haraldsson fagnaði í gær fimmtugs afmæli sínu með glæsibrag. Samstarf okkar hófst árið 1979 og höfum við frá þeim tíma m.a. hljóðritað saman 8 hljómplötur og farið saman hundrað hringi í kringum Ísland.
Birgir er ekki einungis stórkostlegur söngvari og engum líkur sem slíkur. Heldur er hann einnig, ein besta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst. Skemmtilegur, heiðarlegur og laus við alla tilgerð.
Til hamingju með áfangann elsku vinur.
Auðvitað var mikið sungið og spilað í veislunni og m.a. tókum við félagarnir í Gildrunni tvö lög. Andvökunætur og Mærina og mikið höfðum við gaman að því.

Myndin var tekin af okkur eftir uppákomuna í gær.
 
Sigurgeir, Jói Ásmunds, Biggi Haralds og Kalli Tomm.


fös. 15.8.2008
Ógleymanlegur tími og lærdómur
Ég hef nú að undanförnu skrifað um samstarf okkar félaganna í Gildrunni og þær hljómplötur sem við gáfum út á þeim tíma sem við störfuðum saman að fullum krafti.
Gildran var í raun alla tíð svolítil Hulduhljómsveit eins og nafn okkar fyrstu hljómplötu gaf til kynna en aldrei fundum við fyrir öðru en virðingu og hlýju hvert sem við komum.
Hér koma myndir af plötunum okkar sem ég hef fjallað um.
Karl Tómasson


mið. 13.8.2008
Síðasta plata Gildrunnar
Að þessu sinni leið lengri tími hjá okkur félögunum á milli platna en nokkru sinni. Fyrstu fimm komu með nánast árs millibili en það liðu fjögur ár á milli Út og Gildran í tíu ár.
Gildran í 10 ár innihélt safn laga okkar allt frá upphafi ásamt sex nýjum lögum og þar af einu tökulagi, House of the rising sun. Það er svolítið athyglisvert hversu margir töldu og hafa talið Gildruna hljómsveit sem að mestu hljóðritaði tökulög en það er af og frá. Hljómsveitin hljóðritaði aðeins tvö slík á sex hljómplötum. Eflaust hafa miklar vinsældir á útgáfu okkar á Vorkvöldi í Reykjavík ruglað marga í ríminu og eins útgáfa okkar, þó nokkuð seinna, á lögum Creedence Clearwater Revival átt þátt í þeim misskilningi. Nánar um þá hljómplötu síðar.
 
Gildran í tíu ár var tvöfaldur diskur og eins og áður segir innihélt hann bæði ný lög og eldri. Diskurinn seldist eins og heitar lummur og bókstaflega hvarf á einu augabragði. Vissulega var upplagið ekkert stórt en samt 4- 5000 eintök. Ég held bókstaflega að það mætti koma með annan eins pakka af honum aftur til landsins.
Í plötudómi á tonlist.is segir m.a. um diskinn:
Þó svo Gildran hafi ekki komið fram með nýtt efni síðastliðin mörg ár eru þeir til sem neyta að trúa því að dagar hennar séu taldir og segja sveitina eitt fárra melódískra rokkbanda sem starfað hafi hér á landi, Söngvari sveitarinnar eigi sér enga jafningja hér þegar að rokksöng komi og þeir félagar Þórhallur og Karl séu réttu mennirnir með honum.
Sá stallur sem þeir standi á í íslenskri rokksögu ætti að vera svo mikið hærri en hann er. Sveitin hafi starfað í yfir áratug og það hafi þurft tvöfalda plötu til að skila bestu lögum sveitarinnar á safnplötu og hvíli þó lög hjá garði.
Útkoma alls þessa sé að rokksveitin Gildran eigi hásætið skilið í rokkflóru íslenskrar tónlistarsögu. Þegar farið er yfir efni sveitarinnar getur maður ekki annað en tekið undir þessar fullyrðingar og vonað með aðdáendunum að þeir komi saman á ný.

Bárður Örn Bárðarson
 
Ég vona innilega að við eigum einhvertímann eftir að telja í lag aftur og jafnvel skella nokkrum inn á plötu. Sá félagsskapur og sú vinátta allra sem að Gildrunni komu var heil og sönn og gleymist aldrei.
 
Á löngum ferli eru vissulega margir hápunktar en fyrir okkur félagana að fá tækifæri til að hita upp fyrir, Uriah Heep, Status Qvo, Nazareth og Jethro tull var auðvitað ógleymanleg lífsreynsla. Allt tónlistarmenn og hljómsveitir sem við bárum mikla virðingu fyrir og höfðum í gegnum tíðina hlustað mikið á.
Samt er það nú þannig eins og margir frægir tónlistarmenn hafa sagt, að tónleikar fyrir 50 - 100 manns geta oft gefið meira og slíka tónleika eigum við marga í minningunni.  
Karl Tómasson


lau. 9.8.2008
Út markaði ákveðin tímamót hjá okkur
Á árunum 1991 og 1992 hljóðrituðum við hljómplötu sem ber heitið Út. Hún var hljóðrituð í Grjótnámunni og um upptökur sá Jóhann Ásmundsson Mezzoforte bassaleikari. Tengsl okkar við Jóa áttu svo eftir að verða meiri þegar fram liðu stundir.
Þegar hér var komið við sögu var Gulli Falk gítarleikari hættur og við orðnir þrír. Á meðan á upptökum stóð gekk gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson til liðs við okkur og var það mikill hvalreki fyrir hljómsveitina.
 
Glæsilegir í karrýúlpunum við rútuna okkar. Eins og sjá má auglýstum við fyrir Samúel.
Á Út plötunni fengum við einnig til liðs við okkur fleiri aðstoðarmenn en vanalega. Allir Mezzoforte strákarnir: Friðrik Karls, Gulli Briem og Eyþór Gunnars koma við sögu á plötunni, það var sannarlega gaman að starfa með þeim. 
 
Hljómplatan markaði ákveðin tímamót hjá okkur félögunum, tvö lög af henni náðu toppsæti á vinsældarlista Rásar tvö og voru mörg lög af henni spiluð oft á útvarpsstöðvum. Í kjölfarið varð bókstaflega brjálað að gera hjá okkur við tónleikahald og spilamennsku um land allt. Við keyptum okkur stóra Benz rútu og merktum í bak og fyrir, réðum okkur bílstjóra, Loft Ásgeirsson, hljóðmann, Ásgeir Jónsson, söngvara úr Baraflokknum og rótara, Helga Pálsson, með í för var einnig oftar en ekki vinur okkar Billi Start. Þetta var sérlega skemmtilegur og samstilltur hópur.
 
Gamli góði hópurinn. Efst til vinstri: Ásgeir, Helgi, Billi og Sigurgeir. Neðri röð: Biggi, Kalli, Þórhallur og Loftur.
 
Gildran ásamt mökum og aðstoðarmönnum að fagna toppsætinu á Rás Tvö. Myndin er tekin fyrir tónleika á Gauki á Stöng.
Karl Tómasson


mán. 4.8.2008
Þá var komið að Ljósvakaleysingjum
Plötuna hljóðrituðum við árið 1990 og eins og hinar þrjár fyrri í Stúdíó Stemmu hjá Didda fiðlu. Við félagarnir fengum til aðstoðar við upptöku hljómplötunnar gítarleikarann og rokkarann mikla, Guðlaug Falk. Hann gekk að upptökum loknum til liðs við Gildruna og starfaði með, í rúm tvö ár. Guðlaugur er frábær rokkgítarleikari og góður drengur sem hefur aldrei vikið frá uppruna sínum í rokkinu og gefið út nokkrar sólóplötur.
Þessi hljómplata markaði að vissu leyti tímamót hjá Gildrunni. Hún var gefin út bæði á vínil og cd og seldist geisladiskurinn upp á augabragði og er ófáanlegur í dag. Eftirspurn eftir hljómsveitinni varð einnig meiri en við höfðum átt að venjast.
Eins tókum við á þessari hljómplötu í fyrsta skipti upp á því að útsetja og flytja lag sem var ekki eftir okkur sjálfa. Lag sem átti eftir að reynast óhemju vinsælt og verða að ákveðnu leyti vörumerki hljómsveitarinnar.
Aðdragandi þess var sá, að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, var að vinna að gerð stuttmyndar með Rósu Ingólfs í aðalhlutverki og fór þess á leit við okkur að flytja titillag myndarinnar, Vorkvöld í Reykjavík og setja það í okkar búning. Gamla útgáfa Ragga Bjarna var flutt í upphafi myndarinnar og okkar útgáfa á laginu í lok myndarinnar. Þetta var skemmtilegt ævintýri. Annað lag á plötunni eftir Bigga, Andvökunætur, gerði það einnig gott og naut alltaf vinsælda á tónleikum okkar.
Platan eins og þær fyrri fékk mjög góða dóma og mér til mikillar ánægju kaus Morgunblaðið þetta eitt af flottustu plötualbúmum þess árs. Hugmynd mín á bakvið það, var að búa til einskonar línurit t.d. um vinsældir útvarpsstöðva eins og nafn plötunnar vitnar m.a. til. Úr línuritinu útbjó ég ýkta prófíl mynd af okkur félögunum þrem.

Hér kemur plötudómur Mbl (Andrésar Magnússonar)
Fimmtudaginn 10. janúar, 1991 - Tónlist
 
Ljósvakagildran
Hljómplötur Andrés Magnússon

Ljósvakagildran Hljómplötur Andrés Magnússon Gagnrýnandi hefur aldrei skilið hvers vegna Gildran hefur ekki "meikað það" á öldum ljósvakans. Og reyndar botna hljómsveitarmeðlimir hennar ekki í því sjálfir. Þaðan er nafn nýjustu plötu Gildrunnar, Ljósvakaleysingjarnir, fengið.
Gildran á sér tryggan aðdáenda hóp og miðað við aðsókn að tónleikum þeirra þarf hljómsveitin ekki að kvarta. Gildran hefur ekki hikað við að leika hressilegt rokk og ról fram að þessu, og bregst ekki nú frekar en endranær. Samt sem áður hefur melódían alltaf ráðið ferðinni og er í heiðurssæti hér.
Það er beinlínis þakkarvert hvað Gildran hefur þraukað þrátt fyrir afskiptaleysi ýmissa útvarpsstöðva. Hljómsveitin lætur dægurflugna höfðingja ekki stjórna sér og fyrir vikið er meiri breidd í íslensku poppi en ella. Án slíkra hljómsveita kæmi ekkert út þessi jól nema Rokklingarnir og Sléttuvarúlfarnir.
Gildran er skipuð þeim Birgi Haraldssyni, söngvara og gítarleikara, Karli Tómassyni, trumbuleikara, og Þórhalli Árnasyni, bassaleikara. Sér til fulltingis hafa þeir gítarleikarann Guðlaug Falk.
Birgir hefur gríðarlega kraftmikla og sérstæða rödd, sem hann beitir óspart. Mér finnst Karl reyndar ekki njóta sín jafnvel á plötunni og gerist á tónleikum, hann virðist halda aftur af sér og lætur nægja að vera á þungum skriði.
Þórhallur er sérkapítuli, en að mínu viti er hann einn smekklegasti bassaleikari landsins. Hann sýnir margvísleg tilþrif á bassann, en fellir þau svo að lögunum að engin misfella verður á. Það getur hver sem er þjösnast á bassanum og leikið hraðar runur, en þetta er vandi.
Guðlaugur Falk er Gildrunni góð ur liðsauki. Hann er mjög lunkinn gítarleikari og gefur hljómsveitinni mjög góða fyllingu, sem hana hefur stundum skort. Flestir taka vafa laust eftir gítarsólóum hans, sem vissulega eru meiriháttar (taka mið af ekki minni foringjum en Eddie Van Halen og Stevie Vai), en mér finnst undirleikurinn jafnvel enn meiri snilld. Í lagi eins og Stundum gæðir hann það nýju lífi með "undir spils-riffi".
Ljósvakasnúðar hafa enga afsökun fyrir því að leika þessa plötu Gildrunnar ekki. Á henni er sandur af góðum lögum, sem vel falla að útvarpi. Sem dæmi má nefna Mín eina von, Stundum, Andvökunætur og blúsinn Játning. Vilji menn frekar hugljúfar ballöður eru þarna lög eins og Það sem var og Tregi, sem er alveg stórfallegt.
Satt best að segja er hið eina sem finna má að Ljósvakaleysingjunum að þar er ekki að finna yfirburða lagsmíð á borð við Mærina, sem kom út á Hugarfóstri. Þó má segja að Tregi sé af svipuðu kalíberi. Á þessari plötu er það hins vegar hressilegt rokk, sem er í aðalhlut verki, svo um það er ekki að fást. Þá ber að geta sérlega vel hannaðs umslags, sem er með því betra um þessi jól. Þessi plata fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Karl Tómasson


sun. 3.8.2008
Svo kom saumaða albúmið
Eftir útgáfu okkar á Huldumönnum og Hugarfóstri gáfum við út plötu árið 1989 sem við kölluðum einfaldlega Gildran. Oftast gekk hún undir nafninu saumaða albúmið eða bróderaða eins og vinur okkar og félagi, Pétur heitinn Kristjánsson kaus að kalla hana. Hún var hljóðrituð eins og hinar fyrri tvær í Stúdíó Stemmu.
Þetta var hljómplata sem innihélt safn laga allt frá upphafi samstarfs okkar árið 1979. Hún kom eingöngu út á vínil og var gefin út í 1500 eintökum. Hún er með öllu ófáanleg í dag og má því í raun segja safngripur eins og Huldumenn og Hugarfóstur.
Þegar hér var komið við sögu fengum við nokkra gesti til að leika með okkur inn á plötuna, meðal þeirra var gítarleikarinn frábæri, Sigurgeir Sigmundsson. Tæpum þremur árum síðar gekk hann til liðs við okkur og var hans fyrsta verkefni að leika inn á hljómplötuna Út sem var hljóðrituð árið 1992. Með Sigurgeiri kom einnig Billi Start sem hefur einnig frá þeirri tíð verið náinn samstarfsmaður okkar og vinur.
Pétri Kristjáns var ávallt hugleikin sú hugmynd hljómsveitarinnar að láta sauma albúmið og aldrei hittumst við öðru vísi en hann þyrfti að gera grín af þessu "hörmungar" albúmi að hans sögn. Ég held nú, að samt hafi honum innst inni þótt gaman að uppátækinu. Það gat oft reynst lagermönnum Skífunnar, sem var deyfingaraðili plötunnar, þrautin þyngri að kippa nokkrum plötum upp úr kössunum því spottarnir áttu það til að flækjast hver í öðrum.
Á neðri myndinni má sjá mig og Pétur með bróderaða albúmið góða og í bakgrunni Eirík Hauksson á góðri stund.   
Karl Tómasson


sun. 13.7.2008
Síðan eru liðin 20 ár
Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að við félagarnir og vinirnir í Gildrunni gáfum út okkar fyrstu plötur. Systurplöturnar tvær, Huldumenn og Hugarfóstur. Þær eru báðar ófáanlegar í dag. Huldumenn kom einungis út á vínil en Hugarfóstur einnig á CD.
Mikið voru þetta skemmtilegir tímar og góður félagsskapur. Vinátta sem risti djúpt og aldrei gleymist á meðal okkar allra sem að Gildrunni komu.
Vinkona mín Hjördís Kvaran skrifaði ritgerð í HÍ um texta Gildrunnar (Þóris Kristinssonar) og tek ég mér það bersaleifi að birta brot úr henni hér. Textar við lög hljómsveitarinnar vöktu mikla athygli og var talsvert um þá skrifað í fjölmiðlum.
Rjóður og heiðin
Haft eftir Þóri í ritgerð Hjördísar. “Báðar þessar plötur voru algjörlega unnar í Rjóðri og allnokkrir textar Þóris eru samdir um heiðina þeirra og Rjóður. Rjóður var sumarbústaður sem var æfingahúsnæði Gildrunnar á Kjalarnesi uppvið Mosfellsrætur. Þangað var iðulega lagt í miklar svaðilfarir, nánast upp á líf og dauða á hálfaflóga Benz-kálfi sem þeir áttu:
„Þetta var heiði sem við þurftum að fara yfir og þetta var æði skuggalegt að fara á veturna í miklum snjó, kolniðamyrkri og Vimmi1 og Benzinn að þræða veginn eftir minni þegar hafði snjóað. Fyrst þegar menn komu inn í Rjóður þá var svo kalt að við þurftum að kveikja á svona 200 kertum inni til þess að fá hita í kroppinn. Þessi staður er alveg óskaplega fallegur. Þarna vorum við, komnir út úr öllu og ekkert heyrðist og nóttin er svo stjörnubjört og það var svo fallegt þarna. Ég var undir miklum áhrifum frá þessum stað í textagerðinni“(Þórir Kristinsson 2007).
Myndin framan á Huldumönnum, ramminn utan um myndina af Gildrunni, er af hjólförunum á veginum upp eftir og er því bein tilvísun í Rjóður. Þegar í Rjóður var komið tóku við stífar æfingar en stundum var slegið á léttari strengi og fengið sér í glas og haft gaman af lífinu:

 
Ajax
Fyrsta trommusettið mitt var Ajax og ég fékk það í fermingargjöf frá mömmu og pabba
„Talandi um góðan anda í Rjóðri. Þegar við komum þarna og vorum að fóðra hagamýsnar á Pripps og sykurmolum, þetta voru drykkfelldustu mýs Íslandssögunnar og þær voru ekki fáar, það var stundum mjög ört á bænum, en það var bara allt í lagi“.(Þórir Kristinsson 2007)
Þarna uppfrá urðu mörg ljóðanna til og fjalla flest um Rjóðrið eða það ævintýri sem það var að komast þarna upp eftir. Villtur og Förumaður af Huldumönnum og Heiðin og að ekki sé talað um Værð af Hugarfóstri eru öll ljóð sem eru samin um þennan stað. Villtur er lýsandi fyrir það sem áður var nefnt, tilfinningin um heiðina á leiðinni upp í Rjóður í alls konar veðri og einstaklega miklum snjó.
Heiðin er um það sama – að vera einn og villtur á heiðinni. Það er öllu léttari tónn í ljóðunum Förumaður og Værð. Förumaður er enn og aftur um einhvern á leiðinni yfir heiðina en að þessu sinni er sumar og bjart yfir öllu, lóan er komin.
Sú túlkun sem fólk hefur lagt í lagið Værð, sem er eitt þekktasta lagið af þessum plötum, einkennist af einskonar bricolage, fólk hefur hent það á lofti og gert að sínu enda er það sívinsælt jafnt í brúðkaupum sem jarðarförum. Í textanum segir: Þú söngst í Rjóðri við sólarlag en fólk hefur oftar en ekki álitið stóra r-ið vera prentvillu í textanum. Almennt er álitið að ljóðið sé ástarljóð af klassísku gerðinni en textinn er enn ein persónuleg tilvísun Þóris. Ljóðið er alls ekki klassískt ástarljóð heldur er það samið til Birgis söngvara hljómsveitarinnar og Rjóðurs. Lagið við Værð er eitt elsta lagið sem
1. Vimmi er Vígmundur Pálmarsson rótari og bílstjóri Gildrunnar á þessum árum.
Birgir hefur samið og hann hafði samið við það texta þar sem hin fallega lína: um ástir og eilífan dans kemur fyrir. Þórir hélt þessari línu inni þegar hann samdi nýjan texta og úr varð þessi fallega ballaða. Í ljóðinu er annað persónulegt djók Þóris þar sem kemur hendingin í húminu // værðist vindurinn og margir hafa álitið vera prentvillu í textabókinni en er það ekki, þetta á að vera svona og Birgir syngur alltaf værðist.
Lokaorð
Þegar litið er til baka yfir farinn veg er augljóst að lögin á Huldumönnum og Hugarfóstri hafa elst mjög vel. Þegar platan Huldumenn kemur út er hún á skjön við vel flest það sem var að gerast, og það er kannski þess vegna sem að hún lifir svona góðu lífi í dag, hún var eitthvað nýtt, ósvikið. Enn í dag er hún sívinsæl og hefur ekki misst þann ósvikna tón sem hún vakti svo mikla athygli fyrir í upphafi.
Það vita allir hver Gildran er þó ekki hafi farið mikið fyrir henni í gegnum tíðina á vinsældarlistum. Í dag er hljómsveitin orðin hálfgert költ og nýtur t.d. mikillar virðingar hjá ungum bílskúrsböndum sem eru að reyna fyrir sér í dag. Hún er virt sem einn af hornsteinum íslenskrar alþýðumenningar og -tónlistar. Gildran þykir töff hljómsveit í dag.
Huldumenn var mikil tímamótaplata og henni var vel fylgt eftir af Hugarfóstri. Plöturnar eru systur þar sem þær eru unnar mjög náið og á mjög skömmum tíma. Saman mynda þær því sterka heild.
Mærin
Meyjan hrein
Sér þú til mín
Alltaf ein
Bænin ein
Ber mig til þín
Meyjan hrein
Faðir vor
Sér þú til mín
Engin orð
Himna storð
Tak mig til þín
Faðir vor
Bregður birtu
Mærin sofnar
Dofnar dagur burtu
Daufri varpar glóð
Kristur kær
Kom þú til mín
Himni nær
Hatri fjær
Tak mig til þín
Kristur kær.
Vorbragur
Vaknar allt á vorin
Vermir sólin landið
Grænu laufin borin
Brotið verður bandið
Blíður syngur blærinn
Brosir gulli sólin
Vaknar aftur bærinn
Börnin vantar í bólin
Opin Laugarvegur
Iðar Austurstræti
Digur andann dregur
Dúfa í heiðursæti
Fuglum iðar tjörnin
Fegra loftið sönginn
Brauði kasta börnin
Dapur er nú enginn
Situr bakvið sundin
Esjan undur fríða
Léttist aftur lundin
Dýrðar dagar líða.
Værð
Þú komst með vorið
um vetrarnótt
og vaktir huga minn
í húminu
værðist vindurinn
hann himneskan
heyrði sönginn þinn
Um ástir og eilífan dans
Þú söngst í Rjóðri
um sólarlag
og fluttir sálminn þinn
í kyrrðinni
kvaddi helkuldinn
hann heilagan
kveikti neistann minn
Um ástir og eilífan dans
Þú varst með völdin
um vetrarnótt
og sýndir styrkinn þinn
á heiðinni
heyrðist hljómurinn
hann háfleygan
hreyfði drauminn minn
Um ástir og eilífan dans.
Svarta blómið
Þekkirðu myrkrið þunga
Þagnarinnar sjávarnið
Næturskugga dauðans drunga
Drottins djúpu harmamið
Sorgin ein
Ég sit og bíð
Komir þú
Og gef mér frið
Vonin ein
Gefur grið
Sárt það er að syrgja
Þá sálin vætist blóði
Sorgina inni að byrgja
Brotna tára flóði
Hugann fyllir haustið
Horfin út í tómið
Birtan bak við brjóstið
Blómstrar svarta blómið.
Karl Tómasson


lau. 5.4.2008
Það fara fáir í skóna hans Bigga
Það var gaman að heyra unga manninn í þættinum, Bandið hans Bubba, spreyta sig á útgáfu Gildrunnar á Vorkvöldi í Reykjavík. Drengurinn lagði sig greinilega allan fram eins og fram kom hjá dómurunum og leysti það ágætlega en samt vantaði talsvert uppá. Það fór ekki fram hjá þeim, frekar en væntanlega mörgum áhorfendum.
Það var fyndið að heyra Bubba segja að þetta hafi verið flutningur eins og hjá múmíu á sterum og ef eitthvað væri þá myndi Ragga Bjarna frekar takast að vekja hana frá dauðum en Gildrunni. Það var einnig fyndið að heyra Björn Jörund segja að Gildran hafi eyðilagt lagið.
Ég er á þeirri skoðun og í raun veit, að Gildran gaf laginu heljarinnar púst með útgáfu sinni og vakti á því landsathygli hjá annars fólki sem seint eða aldrei hefði áttað sig á þessu stórkostlega lagi. Vinsældirnar hljóta að segja meira en mörg orð um það.
Í svona þáttum átta áhorfendur sig oft á því hver munurinn er á reyndum og frammúrskarandi flytjendum og hinum sem eru að stíga sín fyrstu skref, sem þó hafa hljómað ágætlega á ættarmótum, skólaböllum eða sveitaböllum. Þar skilur hins vegar himinn og haf að.
Ég var ánægður með drenginn unga, mér fannst hann viðkunnanlegur og áræðinn að ráðast í þetta lag í okkar útsetningu. Það er á fárra færi að klára það með stæl. Ég er einnig ánægður með drengina tvo sem eftir eru. Þeir eru báðir flottir söngvarar og Eyþór, sá ljóshærði, ótrúlegur söngvari og performer aðeins 18 ára gamall.
Það eru sannarlega orð að sönnu hjá Bubba að bandið í þættinum er súpergrúppa, valinn maður í hverju rúmi. Undiröldunni í Vorkvöldinu náðu þeir hins vegar engan veginn. Ég veit að ég er hundleiðinlegur og eflaust hrokafullur að segja þetta og skrifa en ég hlýt að mega það. 
Súpergrúppur hafa verið stofnaðar marg oft og flutt lög annarra flytjenda en Þar vantar oft mikið upp á til að ná neistanum eins og flestir vita og það gerðist hjá köppunum í þetta skiptið.
Birgi, vini mínum Haraldssyni, söngvara Gildrunnar kynntist ég fyrir 30 árum og höfum við átt frábært samstarf alla tíð. Birgir er stórkostlegur rokksöngvari sem á sér fáa líka þótt víða væri leitað. Það vita allir sem hafa hlustað á Gildruna og séð og heyrt Bigga syngja.
Fyrst og fremst er hann samt yndisleg manneskja, laus við alla tilgerð og leikaraskap. Það er svo aftur hlutur sem virðist oft nauðsynlegt að hafa í poppbransanum sem og í lífinu sjálfu.
Þannig er það nú bara.
Karl Tómasson


fös. 21.3.2008
Viti menn, hann er að koma.
John Fogerty
Fyrir nú um tíu árum síðan vorum við félagarnir í Gildrunni að spila á Álafoss föt bezt. Í pásunni ræddum við um það hvað það væri gaman að láta á það reyna að halda eina CCR helgi á Álafoss föt bezt. Þar sem við kunnum mörg lög með snillingunum og höfðum spilað þau í áraraðir þurftum við ekki að bæta svo miklu við til að geta haldið úti heila tónleika eingöngu með CCR lögum.  Á staðnum varð þetta ákveðið og skömmu síðar hófust æfingar.
Það var mikill spenningur í okkur fyrir fyrsta kvöldið og viti menn þegar við mættum á svæðið um kl 22 var húsið orðið troðfullt og röð fyrir utan. Það var ákveðið að halda auka tónleika skömmu síðar.
Til að gera langa sögu örstutta þá spiluðum við fyrir fullu húsi á  Álafoss Föt Bezt 60 sinnum og oftar en ekki komust færri að en vildu. Við spiluðum prógrammið okkar á Hótel Íslandi í fjóra mánuði ásamt öðrum Gildrulögum, þá voru einnig sérstakir gestir okkar Pétur Kristjánsson og Eiríkur Hauksson. Við spiluðum í hálft ár á Kaffi Reykjavík og við fórum þrjá hringi í kringum Ísland með CCR lögin einungis í farteskinu. Þetta var sannkallað ævintýri.
Við kölluðum okkur Gildrumezz á meðan við vorum með þessa dagskrá, því á meðal okkar Gildrumanna var einnig Mezzoforte bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson. Við gáfum út eina plötu með okkar útsetningum á lögunum sem gekk einnig vel og varð vinsæl.
Á þessum tíma töluðum við um hvað það væri nú gaman að fá John Fogerty til Íslands þar sem hann væri nú en að. Nú er sá draumur að verða að veruleika og mikið verður gaman að sjá þann snilling.
Hér er ein gömul mynd af Gildrumezz ásamt Eika Hauks á blómatímabilinu og þar fyrir neðan lagahöfundurinn og forsprakki Creedence Clearwater Revival, John Fogerty með eitt af meistaraverkunum.


lau. 9.2.2008
Það eru tuttugu ár frá því ég fékk hringingu og ég hélt mig væri að dreyma

 


Með Uriah Heep

Gildran og Uriah Heep. Þetta var algerlega óborganleg stund með gömlu átrúnaðargoðunum
Rrrrrrrrrrriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnngggggggggggggggg.
Ég svaraði í símann, Halló! Á línunni var maður sem sagði kurteislega á ensku "hi my name is Tony, and i am calling from Britain are you the drummer in Gildran"? Já sagði ég með semingi, eitthvað fannst mér þetta dularfullt. Þá sagði maðurinn á línunni "Have you heard about the band called Uriah Heep" Já svaraði ég og varð enn skeftískari. Þá sagði maðurinn "They are coming to Iceland in april, i was thinking if your band Gildran would like to warm up for them"
Þegar þarna var komið við sögu var ég farinn að trúa því að þarna væri verið að gera laglegt at í mér, samt heyrði ég að þetta var útlendur maður og símtalið frá útlöndum, það gerði það að verkum að ég kláraði samtalið án athugasemda. Í stuttu máli þá sagði ég já og trúði ekki að samtalinu loknu að þetta væri að gerast. Að samtalinu loknu hringdi ég um hæl í Þórhall bassaleikara og sagði honum tíðindin og ég gleymi aldrei þegar Þórhallur sagði við mig að þarna hafi nú greinilega einhver verið að gera at í mér enda var honum fullkunnugt um aðdáun mína á Uriah Heep.
Annað kom á daginn, Uriah Heep komu til Íslands og við hituðum upp fyrir þá á stórkostlegum og ógleymanlegum tónleikum. Það sem gerði þetta allt svo óraunverulegt og ótrúlegt fyrir mig var að Uriah Heep voru algjör átrúnaðargoð hjá mér og búnir að vera svo árum skipti þegar þetta allt saman gerðist. Herbergi mitt var betrekkað myndum að köppunum, ég átti allar plöturnar þeirra og á mínu fyrsta trommusetti var í mörg ár mynd af Lee Kerslake trommara Uriah Heep.
Eftir þetta ævintýri áttum við félagarnir í Gildrunni eftir að hita upp fyrir Status Qvo, Nasareth og Jetrhro Tull en engir af þeim köppum sem skipuðu þær hljómsveitir voru eins aðlaðandi og skemmtilegir og kapparnir í Uriah Heep. Síðan eru liðin tuttugu ár.
Á myndinni erum við Gildrufélagar ásamt Uriah Heep og lagið sem ég læt fylgja með er eitt af meistaraverkum kappanna. Mikið svakalega var David Byron stórkostlegur söngvari.
Karl Tómasson

mán. 3.12.2007
Billi Start og Gildran


Kalli og Billi

Vinirnir, Billi Start og Ká Tomm á Álafoss föt bezt að fá sér einn kaldann
Vinur minn Brynjar Klemensson, betur þekktur sem (Billi Start) fagnar um næstu helgi fimmtugs afmæli sínu. Leiðir okkar Billa lágu saman fyrir rúmum tuttugu árum og höfum við brallað ýmislegt saman síðan. Billi er mikill tónlistaráhugamaður og var hann um árabil samferðamaður hljómsveitarinnar Start og þaðan er að sjálfsögu viðurnefni hans fengið. Hann er liðtækur með gítarinn og treður upp við ýmis tækifæri.
  
Árið 1981 fengum við félagarnir í Gildrunni sem þá hét Pass að hita upp fyrir Start í Félagsgarði í Kjós. Það var mikil upplifun fyrir okkur ungu mennina úr Mosfellsbæ að fá að spila með þessum frábæru tónlistarmönnum og góðu drengjum sem að við áttum svo eftir að kynnast miklu betur síðar. Alla tíð síðan hefur verið mikill samgangur og vinátta á meðal okkar félaganna og höfum við marg oft troðið upp saman eftir það við ýmis tækifæri. Eftir að Start lagði upp laupana gekk Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari Start til liðs við Gildruna.
 
Á efstu myndinni erum við félagarnir allir saman í efri röð: Sigurgeir, Krtistján, Pétur, Nikulás, Davíð og Eiríkur í neðri röð: Billi, Friðrik, Kalli, Biggi og Jón. Á þeirri næstu ég og Billi á Álafoss föt bezt og á þeirri neðstu ég og Pétur heitinn Kristjánsson, Pétur heldur á bróderaða albúmi Gildrunnar sem hann gerði á sinn einstaka hátt alltaf jafn mikið grín af og er vitnað í þá sögu í bókinni um Pétur.
Karl Tómasson

lau. 25.8.2007
Gildran í Hlégarði
Árlegur stórdansleikur foreldrafélagsins Þruma og eldinga verður í Hlégarði í kvöld.
Tilefnið er auðvitað vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að koma í Hlégarð í kvöld. Þetta er stóra ballið í Mosó.
Myndin er tekin af okkur félögum fyrir bókstaflega 11 árum síðan í stúdíóinu, Stöðinni. Þá vorum við í upptökum á geisladisk okkar Gildran í 10 ár.
 
Diskurinn er ófánlegur í dag en í spilaranum mínum er lag sem heitir Fiðringur, lagið er eftir Bigga og textinn K. Tomm.
Sjáumst í Hlégarði í kvöld. Hinn vinsæli dúett Hljómur hitar upp eins og endranær. 
Karl Tómasson


fös. 4.5.2007
Átta dagar í kosningar. Valið er einfalt Vinstri græn og Eiki Hauks
Í dag var ágætis útvarpsfundur hjá efstu frambjóðendum í suðvestur kjördæmi. Fundinum var útvarpað beint úr Mosfellsbænum frá veitingastaðnum Ásláki. Nokkrir gestir mættu á Láka til að hlýða á frambjóðendurna sem stóðu sig ágætlega.
Eins og við var að búast var fulltrúi okkar Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, beittur, skemmtilegur og málefnanlegur. Kobbi Frímans mætti í 30 grílna frakka og engu líkara en þar færi frambjóðandi með lágmark 70% fylgi, slíkur var slátturinn á kappanum þegar hann mætti á svæðið. Jakob er skemmtilegur, við verðum að viðurkenna það. Siv Friðleifs fékk slæm tíðindi um leið og hún gekk inn, því eina ferðina enn mælist hún utan þings í skoðanakönnun. Siv er nú líka svolítið töff eins og Kobbi. Sömu sögu er að segja af Kolbrúnu hjá Frjálslindum, þar vantar enn talsvert upp á að hún komist á þing. Frambjóðendur Sammaranna og Sjallanna stóðu sig bærilega, viðfeldnir strákar.
Aðeins vantar herslumun upp á samkvæmt þessari könnun að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sé örugg inni fyrir okkur Vinstri græn. Það væri mikil lukka fyrir okkur að fá slíka afburða manneskju á alþingi. Í einu orði sagt frábær kona.
Svo vantar aðeins upp á varaþingmanninn hjá mér en til þess verðum við að tryggja öðlingnum honum Gesti Svavarssyni sem situr í þriðja sæti hjá VG öruggt þingsæti. Á þetta getum við öll haft áhrif 12. maí.
Hvað gengi Eiríks Hauks varðar sama dag í Helsinki getum við Íslendingar reyndar haft lítil áhrif annað en að senda honum góða strauma. Eika hef ég þekkt í 27 ár og hafa leiðir okkar í gegnum tónlistina oft legið saman. Þar ber hæst samkrull og vinátta okkar Gildrumanna og Startara með Pétur heitinn Kristjáns í fararbroddi. Eins eru ógleymanlegir margir frábærir tónleikar sem Gildran hélt með Eika sem sérstakan gest hér í Mósó, á Akureyri og í Reykjavík.
Bestu kveðjur til ykkar allra sem eruð í baráttunni 12. maí þó að sjálfsögðu helst til Ögmundar, Guðfríðar Lilju og Eika.
Á myndunum má sjá Eika bíta eyrað af Davíð Karlssyni trommara í Start og Hljóminn vinsæla úr Mosó skemmta fyrir Vinstri græn í Mosó.
Kær kveðja úr Mosó frá Kalla Tomm.

sun. 1.4.2007
 
Uriah Heep
Nú eru gömlu átrúnaðargoðin mín í Uriah Heep væntanleg til landsins öðru sinni. Fyrir 19 árum síðan, í apríl 1988, komu þessir höfðingjar til landsins og héldu tvenna tónleika. Þá urðum við, félagarnir í Gildrunni, þess heiðurs aðnjótandi að fá að hita upp fyrir þá.
Ég gleymi því aldrei þegar umboðsmaður hljómsveitarinnar hringdi heim til mín, en þá bjó ég í foreldrahúsum og fór þess á leit við mig að við Gildrufélagar myndum hita upp. Í fyrstu taldi ég að um símaat væri að ræða en trúði manninum í lokin enda talaði hann klárlega ensku að hætti innfæddra. Félagar mínir hlógu dátt þegar ég hringdi í þá og tjáði þeim tíðindin. Þeir sögðu: "Kalli, nú ert þú að láta hafa þig að fífli!!!". Annað kom sem betur fer á daginn og þetta varð staðreynd. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur sveitarmennina úr Mosfellsbæ og við stóðum okkur bara mjög vel í upphituninni.
Seinna urðum við svo þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Status Quo, Nasareth og Jethro tull. Engin íslensk hljómsveit hefur hitað upp fyrir eins margar hljómsveitir sem hafa heimsótt landið. Já, við vorum flottir á sínum tíma gömlu Gildrukarlarnir. Ég hef að þessu tilefni bætt við nokkrum lögum eftir gömlu snillingana í Uriah Heep hér í lagalistann til vinstri. Í myndasafninu má sjá mynd af okkur Gildrufélögum og Uriah Heep.
Gildran á Gærunni
Gildran á skemmtilegum tónleikum á Gærunni Sauðárkróki.
Í Túninu tónleikar
Einir af okkar síðustu tónleikum voru fyrir framan þúsundir manna á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis færsla hjá þér Karl og það á Moggabloggi.
Ég er nú búin að minnka verulega bloggskrifin mín, en gaman væri samt að heyra meira frá þér. Er enn með sama síma og er að sjálfsögðu á Facebook :)

Anna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband