mán. 30.9.2013
Mér hlýnaði sannarlega um hjartarætur að sjá þetta
Það er óhætt að segja að mér hafi hlýnað um hjartarætur að sjá þetta myndband með gömlu snillingunum úr hljómsveitinni Tívolí, þeim Sigurði Kristmanni Sigurðssyni, söngvara og Ólafi Helgasyni trommara, ásamt félögum sem tekið var upp nú nýlega.
Hljómsveitin Tívolí spilar stóra rullu hjá okkur gömlu Gildrufélögunum en þeir félagar leifðu okkur að hita upp fyrir sig á veitingastaðnum Ártúni sem var rekinn um nokkurra ára skeið.
Þetta var um það leiti sem við vorum að stíga okkar fyrstu skref í tónlistinni og ómetanlegt tækifæri fyrir okkur að fá að troða upp með svo vinsælli og þekktri hljómsveit á þeim tíma eins og Tívolí sannarlega var. Hverjir muna ekki eftir lögum eins og Fallinn með 4,9 og Danserína svo eitthvað sé nefnt.
Þetta var árið 1979 og þá kölluðum við okkur Cosinus. Mér er minnisstætt hversu mikið, Hjörtur Howsver, hljómborðsleikari Tívolí og allir þeir félagar dáðust af hljómborðssamstæðu Hjalta Úrsus, menn höfðu ekki séð annað eins hjá byrjendahljómsveit eins og okkur þá.
Hjalti er eins og allir vita engin meðal maður í því sem hann tekur sér fyrir hendur, það er allt gert með stæl og Hammond orgel hans, syntarnir og tvöfalda lesley samstæðan jafnaðist á við það sem John Lord í Deep purple var með.
Þetta er svona eitt af því sem aldrei gleymist og maður er endalaust þakklátur þessum mönnum að hafa gefið okkur þetta tækifæri á sínum tíma.
Tívolí strákarnir voru allir frábærir og með okkur mynduðust tengsl sem hafa varað síðan.
Það eru t.d. ekkert mörg ár síðan ég og Þórhallur tókum Stayrvay too heaven með Sigga söngvara á bar í Reykjavík.´
Siggi kjötsúpa, eins og hann hefur oft verið kallaður, eftir magnaða frammistöðu sína á plötunni Íslensk kjötsúpa, er hreint magnaður söngvari og í raun hafði hann allt til að bera sem heimsklassa rokksöngvarar státa af, virðist engu hafa gleymt og Óli taktur, trommari, eins og hann er oftast kallaður, hefur óborganlegan stíl og úr honum skín ánægja og einbeiting í hverju slagi.
Þetta eru sannir vinir til áratuga og unun að sjá þá alltaf rokka saman eins og engin væri morgundagurinn, bara gleði og gaman.
http://www.youtube.com/watch?v=Wgs61FNRJFc
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 29.9.2013
Dieter Roth
Þegar ég var nemi í bókbandi, fyrir brátt 30 árum síðan skall á verkfall bókagerðamanna og öll vinna lagðist þá að sjálfsögðu niður hjá bókagerðarmönnum. Um þetta leiti var nýkomið í hús til okkar á bókbandsvinnustofunni Arnarfelli spennandi verkefni fyrir listamanninn Dieter Roth. Til stóð að binda inn fyrir hann bók sem gefa átti út í aðeins nokkurhundruð eintökum og Dieter var mikið í mun að fá á tilsettum tíma m.a. vegna væntanlegrar sýningar á Íslandi á verkum hans.
Nú voru góð ráð dýr, öll starfsemi lagðist niður vegna verkfallsins og allt stefndi í að bók Dieters gæti ekki komið út, honum til mikila vonbryggða. Einn möguleiki var þó í stöðunni og það var að láta nemann í bókbandinu taka að sér verkið. Þannig var það nefnilega að nemar máttu lögum samkvæmt vinna í verkfallinu. Þetta var mikil áskorun fyrir mig og ég man alltaf og mun aldrei gleyma þegar ég vann þetta verkefni fyrir Dieter.
Hann var með mér öllum stundum á bókbandsverkstæðinu og fylgdist vel með mér á meðan ég vann þetta fyrir hann.
Dieter var sérlega skemmtilegur, góður en óvenjulegur maður í minningunni, hann gerði þetta allt eins auðvelt fyrir mig og hugsast gat.
Dieter færði mér að gjöf sérstaklega áritað eintak af þessari mögnuðu bók sem ég held mikið uppá.
Titill
Bókverkið í listsköpun Dieters Roth. Þrjár sneiðmyndir: konkret-verkin, Mundunculum og A Diary (of the year 1982)
Í þessari ritgerð er bókverkið skoðað sem miðill í listsköpun Dieters Roth (1930-1957) en hann var fjölhæfur og afkastamikill listamaður, með annan fótinn á Íslandi í um 40 ár.
Dieter vann með flesta þá listmiðla sem þekkjast. Hann lagði meðal annars mikla rækt við bókverkagerð og útgáfu þeirra en á ferli sínum gaf hann út rúmlega 300 bókverk. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað almennt um bókverk sem listmiðil, íslensk bókverk og bókverkaeign Nýlistasafnsins, sem varðveitir stærsta safn íslenskra bókverka. Að því búnu er fjallað um valin bókverk Dieters en þau þykja marka tímamót á ferli hans.
Það eru fyrstu bókverkin sem hann gerir og vann í anda svissnesku konkret-listarinnar, bókin Mundunculum þar sem Dieter býr til nýtt táknkerfi og að lokum sýningarskráin, A Diary (of the year 1982), þar sem hann tekur upp nýjar vinnuaðferðir við framleiðslu bókverka og sýningarskráa. Útlitsleg einkenni verkanna eru dregin fram, ásamt þeim hugmyndum sem liggja þeim að baki og forsaga þeirra skoðuð.
Bókverk Dieters bera vott um listamann sem var tilbúinn að feta ótroðnar slóðir. Ákveðin tilraunastarfssemi er undirliggjandi í bókverkum hans, eins og sjá má af þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar. Með konkret-bókverkunum vann Dieter til að mynda með hnífa til að gera valin verk nákvæmari, jafnvel stærðfræðilegri, og í Mundunculum reyndi hann að búa til nýtt tjáningarkerfi. Þegar hann vann svo sýningarskránna A Diary (of the year 1982) fer hann að vinna í anda svokallaðra afrituðu bóka. Með þeim gerði hann tilraunir með annars óhefðbundna prentmiðla þegar hann vann að útgáfu efnis í hans nafni. Framlag Dieters til bókagerðarlistar virðist því hafa verið verulegt og má segja að hann hafi lífgað upp á miðilinn með þrotlausum tilraunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 28.9.2013
Spilagleði, þá er gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 28.9.2013
Gervi veröld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 24.9.2013
Heildarsnilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 23.9.2013
Það fer mismikið fyrir snillingum
Fyrir nokkuð mörgum árum síðan skoraði góð frænka mín á mig að eignast hljómplötu með Bandarísku söngkonunni Phoebe Snow.
Ég gerði nokkrar tilraunir til þess hér heima án þess að það bæri árangur. Á endanum eignaðist ég tvær hljómplötur með þessari stórkostlegu söngkonu á ferð erlendis.
Síðan hafa þessir tveir diskar alltaf hljómað reglulega á heimilinu og á húsmóðirin ekki síst þátt í því. Það er ómetanlegt að eiga betri helming sem hefur mikinn og breiðan áhuga á tónlist, það hefur sannarlega átt sinn þátt í því að víkka minn tónlistaráhuga og smekk á tónlist í gegnum öll árin.
Það fer mismikið fyrir snillingum, sumir þeirra ná lítilli eða aldrei athygli og vil ég meina að Phoebe Snow sé einn þeirra. Stórkostleg söngkona, laga- og textahöfundur.
http://www.youtube.com/watch?v=TYbHEHAPhA4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 16.9.2013
Þetta er fallegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 14.9.2013
Opin æfing
Við félagarnir í nýju hljómsveitinni minni ákváðum að halda opna hljómsveitaræfingu föstudaginn 13. september og bjóða góðum vinum að hlusta sem veittu okkur ómælda gleði með frábærum viðtökum.
Það eru forréttindi að spila með svo miklum snillingum, kostulegum og skemmtilegum karakterum.
Þetta var sérstaklega skemmtileg kvöldstund og ég held að við eigum örugglega eftir að endurtaka þetta.
Hér að neðan koma nokkrar myndir frá kvöldinu góða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 13.9.2013
Ég elska, elska, elska þessa mynd
Ég held að hvorki fyrr né síðar hafi bærst í mér eins sterkar tilfinningar og þegar ég horfði á þátt Ómars Ragnarssonar, Stiklur, um Gísla á Uppsölum. Ég varð gersamlega heillaður af þessum manni.
Ég las allt um hann sem ég komst yfir og sagði börnum mínum frá honum.
Nú um síðustu jól kom út metsölubók um hann sem Birna mín gaf mér í jólagjöf og við lásum hana saman.
Við töluðum oft um að heimsækja Gísla á Uppsölum og það var endanlega ákveðið eftir lestur bókarinnar. Birna var full eftirvæntingar að sjá heimahagi hans eins og við öll.
Heimahaga manns sem var, eins og Ómar Ragnarsson sagði, svo réttilega í þætti sínum, sennilega mesti hippi Íslandssögunnar.
Þegar við ókum af stað yfir alla þessa fjallvegi var endalaus þoka og súld og vart sáum við nema nokkra metra útundan okkur. Öll fjalladýrðin og sjórinn fyrir neðan okkur var á kafi í þoku, við sáum ekkert.
Vonbryggði mín voru endalaus þrátt fyrir að ég hafi reynt að láta á engu bera. Ég hugsaði með mér, erum við virkilega komin alla þessa leið og sjáum ekkert.
Til að gera langa sögu stutta, þegar við vorum komin í Selárdal og gengum upp að húsi Gísla á Uppsölum opnuðust allar himnagáttir. Við gengum um túnin og virtum fyrir okkur heimahagi einsetumannsins í þvílíkri kyrrð og fegurð.
Myndin hér að neðan er tekin við Uppsali af Birnu og eins og sést eru undurfallegir sólstafir allt í kringum Birnu mína sem var uppnumin eins og við öll af fegurðinni og einhverju ólýsanlegu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 11.9.2013
Gamli Rogerinn í upptökum
Fyrir nokkru síðan skrifaði ég hér um forláta Rogers trommusettið mitt sem fagnar nú í ár hálfraraldar afmæli.
http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/?year=2013;month=5
Þessa dagana er hljóðfærið í láni hjá Mosfellsku rokkurunum bráðskemmtilegu í Kaleo en þeir félagar eru þessa dagana í hljóðveri að taka upp sína fyrstu plötu.
Sándið í þessum gamla forláta grip er hreint magnað og mikið hlakka ég til að heyra útkomuna hjá Kaleo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)