sun. 14.3.2010
Nikkan er engu lík
Jón Steinar Ragnarsson bloggvinur minn skrifaði nýlega skemmtilega grein um nikkuna á blogginu sínu og lét fylgja með skemmtilegt myndband af sönnum meistara á hljóðfærið.
Ég má einnig til með að skella hér inn hjá mér myndbandi af einum mögnuðum spilara leika listir sínar á þetta skemmtilega hljóðfæri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 11.3.2010
Forseti vor, Ólafur Ragnar.
Mér datt í hug að setja hér á bloggið mitt skoðannakönnun og endilega taktu þátt.
Könnunin er hér efst upp í hægra horninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 7.3.2010
Katrín Jakobsdóttir í Mosó.
Þriðjudaginn 9. mars kl. 20:00 verður haldin almennur félagsfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ.
Sérstakur gestur fundarins verður, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Fundurinn verður haldin í Hlégarði á annarri hæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fim. 4.3.2010
Ne, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei,
Einar sögulegustu kosningar lýðveldisins fara fram nú á laugardag. Ekkert á að fá því breytt. Þjóðin hefur verið arðrænd af fáeinum, siðblindum fjárglæframönnum sem stóðu í brúnni þegar hið íslenska "efnahagsundur" stóð sem hæst.
Þjóðinni blæðir nú hægt og sígandi út og fyrsta skref til að koma í veg fyrir þá blæðingu er að segja nei á laugardaginn.
Upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
mið. 3.3.2010
Lýðræðið leysti ekki vandann
Einn helsti talsmaður lýðræðis í Mosfellsbæ og leiðandi mannræktarfrömuður, Gunnlaugur B. Ólafsson, fer mikinn í nýlegri færslu á bloggi sínu. Gunnlaugur hefur um árabil dásamað Samfylkinguna og þá helst áhuga flokksins á inngöngu í ESB og einnig aðdáun flokksins á hinum pólitísku Varmársamtökum hans.
Gunnlaugur B. við girðingarvinnu í Kvosinni.
Nú bregðast krosstré allsvakalega. Gunnlaugur, sem gall afhroð eftir lýðræðislega kosningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, rétt eins og fyrir flokkinn í prófkjöri sýnu fyrir síðastliðnar alþingiskosningar, er nú kominn í fýlu. Lengra náði lýðræðið ekki hjá honum blessuðum.
Niðurstaða prófkjörsins er honum greinilega ekki að skapi. Auðvitað er sárt að gefa kost á sér í fyrsta sæti og enda svo í því síðasta og fá ekki einu sinni sæti á listanum, það skil ég mæta vel.
Það sem ég fæ engan botn í, er hinsvegar þessi svakalegi viðsnúningur hjá þessum mikla talsmanni lýðræðis.
Niðurstaða prófkjörs ljós og greinilega sumum erfið eins og gengur.
Hann gagnrýnir í færslu sinni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, af öllum mönnum í Mosfelsbæ, enn dásamar nú orðið Framsóknarflokkinn fyrir öfluga stjórnarandstöðu. Vissulega dansaði bæjarfulltrúi Framsóknar, Marteinn með Gunnlaugi og samtökunum um tíma enn í þann dans er komin þreyta og það veit Gunnlaugur. Því virðist sem sérframboð sé jafnvel orðin besti kosturinn eins og fram kemur í færslu hans.
Eiga Marteinn og Gunnlaugur eftir að stíga ljúfann dans saman að nýju að loknum kosningum Emm og Bé? Á Marteinn jafnvel von á Gunnlaugi í hringinn? Jónas og Valdi tókust pínulítið á eins og öllum er kunnugt.
Nú er spurningin sú hvort Béið eða Emmið verði fyrir valinu hjá honum, ef Emmið verður fyrir valinu verður væntanlega stóra spurningin sú hvort það verði lýðræðislegt prófkjör eða uppstilling.
Gunnlaugur gælir ekki við Effið eins og Valdimar forðum, ekki enn að minsta kosti.
Auðvitað, eins og dæmin sanna er hægt að hafa prófkjör og að því loknu stilla svo bara upp listanum eins og helstu mönnum þóknast eftir það. Jafnvel í Fréttablaðinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 3.3.2010
Heilsuklasi í Mosfellsbæ
Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ er að hagsmunaaðilar í Mosfellsbæ ásamt tengdum aðilum, taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar.
Kynningarfundur um stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudaginn 4. mars í Listasal Mosfellsbæjar kl. 20. Vinsamlegast skráið þátttöku í Þjónustuveri Mosfellsbæjar í s. 525 6700 eða með tölvupósti.
Sjá nánar á mos.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 3.3.2010
Strákar! Muna að tékka á pungsanum reglulega
Nýjasta átak krabbameinsfélagsins að fá góða velunnara þess og félaga til að safna yfirvaraskeggi til að vekja athygli á krabbameinum sem helst herja á karlmenn hefur greinilega náð í gegn, enda sniðug hugmynd.
Eins og fram kemur hér í fréttinni er krabbamein oft lengra gengið hjá körlum en konum því þeir hafa ekki sömu árvekni og konur að fylgjast með einkennum.
Fyrir 7 árum fór ég að finna slæma verki í eista og eftir rannsókn nokkru síðar, greindist ég með illkynja krabbamein í því.
Eftir skoðun hjá sérfræðingi kom í ljós greinilegur hnúður á eistanu sem hann benti mér á en ég hafði aldrei fundið fyrir.
Fyrir tæpum tveimur árum var ég útskrifaður af mínum krabbameinslækni laus við mitt mein. Ég get ekki lýst þeim tilfinningum sem um mig fóru þegar hann tilkynnti mér það.
Ég slapp vel, væntanlega vegna þess að meinið greindist snemma. Ég þurfti ekki að ganga í gegnum erfiðar meðferðir, einungis uppskurð, reglulegar rannsóknir og skoðanir. Nú fer ég aðeins í skoðun og rannsóknir einu sinni til tvisvar á ári.
Með öðrum orðum strákar!!! Munið að tékka reglulega og vandlega og ófeimnir að fara tll læknis ef eitthvað bjátar á.
![]() |
Mottumönnum fjölgar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)