Lýðræðið leysti ekki vandann

Einn helsti talsmaður lýðræðis í Mosfellsbæ og leiðandi mannræktarfrömuður, Gunnlaugur B. Ólafsson, fer mikinn í nýlegri færslu á bloggi sínu. Gunnlaugur hefur um árabil dásamað Samfylkinguna og þá helst áhuga flokksins á inngöngu í ESB og einnig aðdáun flokksins á hinum pólitísku Varmársamtökum hans.

Há 2

Gunnlaugur B. við girðingarvinnu í Kvosinni.

Nú bregðast krosstré allsvakalega. Gunnlaugur, sem gall afhroð eftir lýðræðislega kosningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, rétt eins og fyrir flokkinn í prófkjöri sýnu fyrir síðastliðnar alþingiskosningar, er nú kominn í fýlu. Lengra náði lýðræðið ekki hjá honum blessuðum.

Niðurstaða prófkjörsins er honum greinilega ekki að skapi. Auðvitað er sárt að gefa kost á sér í fyrsta sæti og enda svo í því síðasta og fá ekki einu sinni sæti á listanum, það skil ég mæta vel.

Það sem ég fæ engan botn í, er hinsvegar þessi svakalegi viðsnúningur hjá þessum mikla talsmanni lýðræðis. 

Há 1

Niðurstaða prófkjörs ljós og greinilega sumum erfið eins og gengur.

 

Hann gagnrýnir í færslu sinni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, af öllum mönnum í Mosfelsbæ, enn dásamar nú orðið Framsóknarflokkinn fyrir öfluga stjórnarandstöðu. Vissulega dansaði bæjarfulltrúi Framsóknar, Marteinn með Gunnlaugi og samtökunum um tíma enn í þann dans er komin þreyta og það veit Gunnlaugur. Því virðist sem sérframboð sé jafnvel orðin besti kosturinn eins og fram kemur í færslu hans.

Há 13

Eiga Marteinn og Gunnlaugur eftir að stíga ljúfann dans saman að nýju að loknum kosningum Emm og Bé? Á Marteinn jafnvel von á Gunnlaugi í hringinn? Jónas og Valdi tókust pínulítið á eins og öllum er kunnugt.

Nú er spurningin sú hvort Béið eða Emmið verði fyrir valinu hjá honum, ef Emmið verður fyrir valinu verður væntanlega stóra spurningin sú hvort það verði lýðræðislegt prófkjör eða uppstilling.

Há 12

Gunnlaugur gælir ekki við Effið eins og Valdimar forðum, ekki enn að minsta kosti.

Auðvitað, eins og dæmin sanna er hægt að hafa prófkjör og að því loknu stilla svo bara upp listanum eins og helstu mönnum þóknast eftir það. Jafnvel í Fréttablaðinu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnlaugur geldur ekki fyrir málefnin heldur framkomu sína og persónuníð, sem virðist landlægt í þeirri Sturlungaöld, sem ríkir í Mosfellsbæ og þú virðist vera að ýta undir hér kæri vin.  Þetta sveitarfélag er nánast að verða aðhlátursefni um allt land fyrir vikið.

Nepotisminn og flokksgæðingagreiðasemin virðist liggja í fleiri flokum en Samfó þarna.  Það má raunar segja að réttlausir frekjudallar fái að stjórna ákvörðunum bæjarins af því að þeir eru í "réttum" flokki.

Félagsheimili VG þarna um miðjan Mosfellsdalinn þar sem menn klóra hver öðrum á bakvið eyrun í von um tuggu er verri skandall en nokkuð það sem ég hef séð í starfsemi annarra. Það verður ekki látið óátalið.´

Lýðræði er greinilega afstætt hugtak þarna uppfrá og menn mis jafnir eftir pólitísku litarhafti. 

Ég fer ekki í manngreinarálit, þegar ég verð vitni að slíku.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ágæti Jón Steinar.

Þessa dagana eru nokkur mál í Mosfellsdalnum til umræðu hjá bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Þegar afgreiðsla þeirra liggur fyrir sést svart á hvítu afstaða hvers flokks fyrir sig í þeim málefnum í fundargerðum.

Mér er ekki kunnugt um að nokkur flokkur í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eigi félagsheimili í Mosfellsdal. Hinsvegar er mér kunnugt um að nokkrum er í mun að ætla Vinstri grænum það þessa dagana.

Hvort það stafar af þeirri staðreynd að nú er aðeins korter í kosningar veit ég ekki.

Bestu kveðjur úr Mosó frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 3.3.2010 kl. 22:46

3 identicon

Framsókn er greinilega að fá nýjan liðsmann. Ætli viðkomandi hafi nú þegar skráð sig á reiðnámskeið ? Miklar prófkjörsraunir stöðva greinilega ekki þennan mikla mannræktarfrömuð.

Hver hlær annars svona mikið að mosfellingum Jón Steinar? og hvaða andskotans félagsheimili ert þú að tala um? Ég veit ekki betur en að Mosfellsdalurinn hafi um áratugaskeið verið höfuðvígi vinstri manna og  sósíalisminn blómstrað þar á hverjum bæ. Réttlausan frekjudall hef ég ekki ennþá hitt í Mosó og hef ég þó alið hér alla mína hunds og kattartíð.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kæri Kalli. Mér gæti ekki verið meira sama en um kosningar í Mosó.  Ef þú telur það innntakið í ádrepu minni, þá er það alger misskilningur. Ég er að segja að stjórnmálin hjá ykkkur ættu að snúast um málefni framfarir og réttlæti til handa íbúum í stað hyglinga eftir sannfæringum eða persónulegu skítkasti og undangreftri, ef menn eru ekki á sömu síðu og sá sem "ræður." Þið eruð þjónar, ekki kóngar.

Fyrst og fremst er ég þó að skamma þig fyrir Þórðargleðina hér. Þú hefur sjálfur legið undir ódrengilegum árásum og einelti til langs tíma og ættir að vita betur.  Þetta er ekki það sem aflar þér fylgis eða samúðar, þegar þú leynt og ljóst kallar þetta lið yfir þig með slíkum skrifum.   Slíkt kemur bara í bakið á þér.  

Þú hefur staðið þig vel í að fjalla um málefnin undanfarið og gert það á hlutlausan og skemmtilegan máta.  Ég er því aldeilis standandi hlessa að sjá þig í þessum gír hér.   Þú ert þó ekki orðinn háður þessum erjum, fyrst þú kallar á meira?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ágæti Jón Steinar.

Þessi skrif mín eru ekki komin til af engu. Ég er að hluta til hér að svara viðsnúningi manns og rangfærslum sem gaf kost á sér fyrir Samfylkinguna og hefur verið einn ötulasti talsmaður hennar enn hyggur nú á önnur mið að loknu lýðræðislegu prófkjöri þar.

Með öðrum orðum þá eru þessi skrif mín frekar svar heldur en upphaf einhvers. Menn verða að una því að ég svari fyrir mig stöku sinnum, ég er ekki feiminn við það.

Hvað varðar Mosfellsdalinn eins og þú kemur inná í skrifum þínum hér ofar. Þá ítreka ég að afstaða allra flokka til einstakra mála þar eins og annarsstaðar verður alltaf ljós á endanum.

Því eru allar fyrirfram ákveðnar og tilbúnar afstöður einhverra til handa einum flokki frekar en öðrum ósangjarnar og bera í raun með sér vondan pólitískan keim. 

Svo það sé á hreinu, þá veit ég að það er ekki frá þér komið, þú mátt ekki taka því þannig. Ég vil einungis benda á þetta í ljósi þeirrar umræðu sem nú er á kreiki.

Auðvitað veit ég að þér er slétt sama um kosningar í Mosó og ert einungis að taka þátt í umræðu sem þú gerir oft og er það bara af hinu góða.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.    

Karl Tómasson, 4.3.2010 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband