Bömmerinn hans Bubba

Eins og ég fíla kallinn hann Bubba, afhverju eyðilagði hann þátt sinn svo yfirlýsingaglaður í síðasta þætti? Hann kunngerði úrslitin þá. 

Hvernig dettur Birni Jörundi, þeim bráðvelgefna og skemmtilega manni í hug að halda því fram að góður söngvari þurfi að geta spannað upp og niður tónskalann til að geta talist góður söngvari?

Það sem góður söngvari þarf til að bera er góð söngrödd, næmni fyrir tónlist og lagvissa. Hversu hátt eða lágt hann kemst er algert aukaatriði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. ég fíla Bubba ekkert sérstaklega vel núorðið með sitt uppblásna egó en það var ekki tímabært að koma með þessar hástemmdu yfirlýsingar eins og hann gerði.

Útkoman var því nokkuð ljós.

Kveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ég get tekið undir það Jenný, kallinn var eitthvað hálf tjúnnaður. Bannaði söngvaranum að fara í eurovision og að kaupa hlutabréf.

Já og skilaboð Bubba voru augljós þegar hann sagði í undanúrslita þættinum Eyþór mesta og besta efni sem hann hefði heyrt í. Að mínu mati var þetta mjög ósanngjarnt og alls ekki tímabært í þessum þætti.

Burt séð frá því, þá hef ég alltaf jafn gaman af að heyra efnilega söngvara spreyta sig. Málið er að í þáttum sem þessum hér heima á Íslandi eru þetta svo skelfilegir söngvarar, ef söngvara skal kalla nánast því allt fram í úrslita þátt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 19.4.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: HP Foss

Bubbi greyið gerði orð Eika Hauks að sínum í morgunþætti á Rás 2 í morgun. Gat ekki betur heyrt en svo væri. Frekar hallærislegt og frekar súrt að lesa í blöðunum í dag um samskipti hans við Óla Palla.

Kóngurinn horfir á tærnar.

HP Foss, 19.4.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekkert séð eða heyrt af þessari leit að nýjum Bubba.  Hafi Björn Jörundur sagt að góður söngvari þurfi að spanna breitt söngsvið þá er það kannski rétt upp að vissu marki.  Í rokkmúsík er það þó ekki málið.  Þar skiptir túlkun á viðfangsefninu meira máli. 

  Margir af flottustu söngvurum rokksins eru ekki merkilegir söngvarar út frá fagurfræði mælt.  Nick Cave er oft falskur.  Bob Dylan,  Tom Waits og Megas eru ekki "góðir" söngvarar þannig lagað.  Þeir hefðu aldrei komist í gegnum fyrsta þrep Idol.  En allir frábærir út af fyrir sig. 

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband