Gryfjurnar gróa

Ryk 10

Í hressilegum göngutúr upp í Mosfellsdal sá ég hvernig gryfjurnar fyrir neðan Ásana fyllast nú óðum. Þessar gryfjur hafa verið sérlega hvimleiðar og ljótar og oft blásið hressilega upp úr þeim. Efnið sem notað hefur verið til að fylla gryfjurnar er fengið úr landi Helgafells þar sem þar rís nú brátt byggð. Að lokinni uppfyllingu verður svo sáð og gróðursett og því ekki langt að bíða eftir fallegu og grónu landsvæði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kominn tími til.. þetta sár hefur verið opið áratugum saman.

Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: steinimagg

Ég átta mig nú ekki alvega á þessari mynd, get nú ekki séð betur en að það sé verið að spæna þarna út um allt á mótorhjólum eða er þetta kannski afmörkuð braut sem hjólin eru á.

Lettu kveðja HM 

steinimagg, 19.4.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hjólamenn hafa notfært sér þessar gryfjur um árabil...

Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: HP Foss

Uss, ég gerði mér ferð í Mosó í dag og gat ekki séð betur en þetta svæði sé að fjúka burt í heild sinni.  Varla betra við það að gera en leyfa mótorhjólamönnum spóla soldið í þessum fjanda, enda einu alvöru útivistarmennirnir í raun. Þeir klæðast ekki sokkabuxum!

Merkilegt að nokkur maður vilji búa þarna!

HP Foss, 19.4.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Það var kominn tími til að sáð væri í þessar grifjur alltaf þótt þær leiðinlegar ,sérstaklega þegar ég átti heima á MIðfelli .kveðja að norðan og þakka góðar kveðjur skila hinum til pabba og mömmu

Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:59

6 identicon

Þetta er grænna en fyrir hálfri öld. Er allt að verða vinstrigrænt þarna? Þú sjálfur hjá mér kl 21 í kvöld!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Karl Tómasson

Sælir ágætu bloggvinir.

Það er rétt að taka það fram að þessa mynd fékk ég að láni til að hafa með færslunni. Mér þótti hún tilvalin því oft hafa gryfjur verið aðdráttarafl fyrir mótorhjólamenn eins og Óskar bendir réttilega á. Þann vanda höfum við nú vonandi leyst í Mosfellsbæ með nýlegum samningi við Moto Mos um sérstaka aðstöðu til handa þeim.

Helgi minn, er ekki ómögulegt að vera í sokkabuxum á krossara, þú þekkir þetta allt eins og fingur þína.

Já, Anna það var súrt tapið í Útsvarinu á föstudagskvöldið.

Gísli. nú grænkar óðum í Mosfellsbænum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 20.4.2008 kl. 21:34

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Vænn og grænn  líst vel á það

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband