Með allt niðrum sig í umhverfismálum og hernaður gegn landinu!!!

Mikið eru þetta kunnugleg orð í mínum eyrum. Með allt niðrum sig í umhverfismálum.

þetta virtist um tíma, hreinlega vera slagorð Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ og um land allt gegn Vinstri grænum vegna þá fyrirhugaðrar veglagningar í Mosfellsbæ fyrir ofan Álafosskvos. Eftir síðastliðnar sveitastjórnarkosningar og fyrir alþingiskosningar bættust Þingmenn, ráðherrar, fyrrverandi og núverandi og sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar um land allt í hópinn og tóku þátt í fjörinu og notuðu hvert tækifæri til að koma þeim skilaboðum í alla fjölmiðla að þessi vegaframkvæmd í Mosfellsbæ væri gott dæmi um óáræðanleika Vinstri grænna í umhverfismálum þegar flokkurinn kæmist loks til valda.

Mikill var gauragangurinn, fjölmiðlafárið og leyfi ég mér að segja sýndarmennskan.  Allt vegna löngu ákveðinna vegaframkvæmda í Mosfellsbæ. Svo virðist sem veiðileyfið sem gefið var út í nafni umhverfissamtaka á einstaka manneskjur og málefni hafi höfðað sérstaklega til Samfylkingarinnar, ekki einungis í Mosfellsbæ, heldur um land allt. Oft hefur verið langt seilst í þeim efnum.

Veglagninguna frægu í Mosfellsbæ og framkvæmdir henni tengdri átti ekki einungis að nota til að koma höggi á Vinstri græn í Mosfellsbæ, heldur umhverfisstefnu heils flokks á landsvísu sem hefur skýrast og sterkast allra flokka haft hana að leiðarljósi allt frá stofnun.

Hernað gegn landinu kaus Össur Skarphéðinsson að kalla þessar vegaframkvæmdir hjá okkur Mosfellingum á bloggi sínu. Ég skrifaði um þessi skrif Össurar á bloggi mínu í maí s.l. og sagði m.a. eftirfarandi:

"Ég vona satt að segja að 500 metra vegakaflinn í Mosfellsbæ verði viðmið Össurar og Samfylkingarinnar í umhverfismálum næstu fjögur árin". 

En hvað er nú að koma á daginn? Ef hægt er að kalla vegaframkvæmir í Mosfellsbæ hernað gegn landinu, hvað er þá hægt að kalla nýjasta útspil Samfylkingarinnar í virkjunarframkvæmdum? Eins og fram hefur komið, gengur þessi veruleiki þvert á yfirlýsta stefnu Samfylkingarinnar gagnvart stóriðjuverkefnum. 

Hvar er stóriðjustoppið mikla? Hvar eru hinir iðjagrænu fingur Samfylkingarinnar sem henni hefur verið svo mikið í mun að reyna að ná af Vinstri grænum? Hvað varð um hin raunverulegu og sönnu umhverfismál sem einhverju skipta, fyrir land og þjóð þegar Samfylkingin fékk loks tækifæri til að láta að sér kveða í þeim efnum?

Í Mosfellsbæ myndum við Vinstri græn öflugan meirihluta með Sjálfstæðismönnum og hefur samstarfið bæði verið gott og skemmtilegt. Aðkoma okkar Vinstri grænna að því ætti ekki að hafa farið framhjá neinum.

Flokkarnir hafa veri mjög samstíga allt frá upphafi og náð bróðurlegu samkomulagi um öll sín helstu áhersluatriði, áreynslulaust. Umhverfismál skipa þar að sjálfsögðu veglegan sess. Fjölmörg spennandi verkefni eru framundan í þeim málaflokki ásamt nokkrum frágegnum og stórum áherslumálum okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Má þar m.a. nefna: ráðningu umhverfisstjóra og stórherta áherslu á Staðardagskrá 21.

Aukning til umhverfismála í Mosfellsbæ nema 160% á milli ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingarmenn hafa aldrei verið samkvæmir sjálfum sér. Það sést best i gefnum kosningaloforðum og efndum. Af hverju ætli Stöð 2 minni annars Ingibjörgu Sólrúnu á kosningaloforð sitt daglega? Annars koma svik hennar ekkert á óvart, hún gaf tóninn eftir kosningarnar í Reykjavík og missti þá allt álit. Annað gegndi með Össur sem nú virðist vera í læri hjá IS og notar sér nýju aðferðarfræði Samfylkingarinnar - að ráðast með persónulegu skítkasti að fólki sem er ekki sammála Samfylkingunni.

Eva María (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér finnst sorglegt hve kosningaloforðin þýða lítið fyrir þetta ágæta fólk.  Það er eins og þetta séu allt aðrar manneskjur fyrir eða eftir kosningar.  Ég hafði nefnilega væntingar til þeirra, þó ég kysi þau ekki.  En svona er þetta, alltaf eitthvað nýtt að læra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Bumba

NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA OG ALLT HENNAR PAKK!!!!!!!!!!!!!!!! Með beztu kveðju.

Bumba, 17.4.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggarar og vinir, takk fyrir komuna til mín.

Ég vil endilega biðja ykkur sem treystið ykkur ekki að skrifa undir fullu nafni að gæta kurteisi. Það er óttalega þreytandi og lágkúrulegt að lesa harðorðar yfirlýsingar fólks á blogginu. Þrátt fyrir að engin nöfn eða persónur séu dregin í umræðuna, heldur eins og í þessu tilfelli hér heill stjórnmálaflokkur. Mér fellur það ekki.

Ágæti Ægir. Með allt niðrum sig í umhverfismálum, hernaður gegn landinu og meira að segja smjörklípuumræðan fræga er öll frá flokksbundnu Samfylkingarfólki komin. Það er nú heila málið minn kæri.

Ég veit að þetta ástand er nú ríkir á landinu er sárt fyrir sanna umhverfisverndarsinna, ekki sýst hjá Samfylkingunni og ég þykist vita að þú ert einn af þeim fjölmörgu sem ert ekki sáttur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 17.4.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mikið rétt Kalli, það er ótrúlega margt spennandi framundan hjá okkur í umhverfismálunum. Ég verð klárlega með mun grænni fingur eftir námskeiðið hjá henni Jóhönnu okkar í dalnum .....

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband