Tónlistarveisla

Nýlega skrifaði ég um væntanlega sólóplötu vinar míns og félaga, Birgis Haraldssonar. http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/895718

Nú styttist í útkomu plötunnar þar sem framleiðslu á henni er nú lokið. Plötualbúmið er vandað og fallegt. Það eins og annað á plötunni er unnið af nánustu ættingjum og vinum, alla texta plötunnar er þar að finna ásamt fallegum ljósmyndum.

Biggi Sjáumst á ný

Frábærum afmælistónleikum Eiríks Haukssonar er nú lokið. Kappinn fór hreint á kostum ásamt félögum sínum, á tveggja klukkustunda tónleikunum. Biggi söng með Eika eitt hans þekktasta lag, Sekur, og gerði það með miklum glæsibrag. Að loknum tónleikunum bauð Eiki vinum og félögum í skemmtilega afmælisveislu.

Ken Hensley

Eiríkur hefur undanfarin ár verið að leika á tónleikum með Ken Hensley, sem þekktastur er fyrir lög sín og hljómborðsleik með bresku rokkhljómsveitinni Uriah Heep. Það var gaman að hitta kappann, (gamla átrúnaðargoðið), að loknum tónleikunum.

Hensley var í dúndurstuði og sýndi alla sína gömlu góðu takta.

Myndin er tekin að loknum tónleikunum og eins og sjá má er Eiki vel sveittur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Ég bíð spenntur eftir að platan komi í plötubúð.

steinimagg, 17.7.2009 kl. 22:13

2 identicon

Elsku Biggi minn!  Til hamingju með hljómplötuna þína.

Ég hef hlustað mikið á hana undanfarnar vikur og finnst hún einlæg og góð, betri með hverri hlustun en það er einmitt það sem einkennir góða plötu.

Þú ert alltaf sami söngsnillingurinn og einstakur lagahöfundur. Það að hafa þekkt þig í öll þessi ár er mannbætandi, svo elskulegur og hjartnæmur sem þú ert.

Sigurgeir kemur einnig svo sannarlega við mann með sínum frábæra gítarleik og sérstaklega fallegu lagi. Síðast en ekki síst skal nefna frábæran textahöfund, Þóri Kristinsson, sem er ákaflega næmur og tilfinningaríkur í textum sínum, fær mann til að hugsa og hefjast á flug.

Afmælistónleikar Eiríks Haukssonar voru æðislegir. Fimmtugur maðurinn er í betra formi en margur unglingurinn. Alltaf jafn kraftmikill og söngröddin óaðfinnanleg.

Það var gaman að fara á tónleikana með elsku Kalla mínum, Bigga og Hrefnu hans.

Takk fyrir skemmtunina. Kær sumarhitakveðja frá Línu.

Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

albúmið er einlægt, hlakka til að heyra hana

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.7.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband