Sjáumst á ný

Biggi 1010Birgir, vinur minn, Haraldsson, var rétt í þessu að færa mér sjóðheita sína fyrstu sólóplötu beint úr masteringu. Hljómplötu sem hann og Þórir Kristinsson, textahöfundur Gildrunnar, hafa verið að vinna að undanfarin þrjú ár.

Hljómplatan, sem ber heitið, Sjáumst á ný er sérlega falleg og hugljúf. Hún snertir í manni alla strengi, bæði lög og textar.

Þessi fyrsta sólóplata Bigga er einstaklega persónuleg og einlæg. Biggi hefur óspart leitað til vina og kunningja við gerð hennar og má þar nefna, Sigurdór, bróðir hans sem leikur á bassa, Mána, gítarleikara og Frikka bassaleikara úr 66 ásamt fleiri skildmennum og vinum sem koma að verkefninu. 

Ég hef  einnig verið svo heppinn að fá að taka þátt í þessari plötu þeirra félaga, Bigga og Þóris allt frá byrjun og því fylgst með hugarfóstrinu verða að fullmótuðu verki.

Mikið getið þið kæru vinir, Biggi og Þórir, verið stoltir af þessari plötu. 

Einnig hefur vinur okkar og samstarfsfélagi úr Gildrunni, Sigurgeir Sigmundsson, sannarlega lagt sitt af mörkum við gerð plötunnar. Hann á undurfallegt lag á henni ásamt því að leika á gítara og fleiri hljóðfæri.

Þórir minn. Takk fyrir að koma því á framfæri hér í athugasemd þinni við þessa færslu mína að gleyma ekki Jóa Ásmunds. Hér með er það gert.  

Jói hefur sannarlega lagt sitt af mörkum, það er nú annaðhvort.

Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að starfa svo náið og lengi með jafn stórkostlegum hljóðfæraleikara og tónlistarmanni eins og honum.

Elsku Biggi minn og Þórir. Innilegar hamingjuóskir með frábæra plötu, sem er ykkur sannarlega til sóma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammi!!!

Til hamingju með þessa plötu Biggi minn! Og Þórir og allir hinir sem að henni koma! Það sem ég hef heyrt af henni hefur mér þótt virkilega gott ;o) Þetta er spennandi verkefni sem gaman hefur verið að fylgjast með.

Eins og ég hef löngum sagt, þegar þessi hópur kemur saman gerist galdur. Það er eitthvert svona kemistrý í gangi sem einhvernveginn gengur alveg 100% upp sama hvað hópurinn er að fást við. Það er gaman að sjá að þróun og gróska er í gangi og eitthvað nýtt að verða til. Ég veit að þessi plata er þyngdar sinnar virði í gulli ;o)

Vá, hvað ég hlakka til að heyra hana fullunna - hvenær kemur hún í búðir?

Kv.

Hjödda

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:37

2 identicon

Til hamingju með þetta Kalli minn, ég vona að ég heyri þetta eitthvað og þarf að pumpa Mána með það. Flottur mannskapur og hlakka til að heyra trommurnar hjá þér.

bkv

g

sandkassi (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:14

3 identicon

Það má alls ekki gleyma framlagi Jóhanns Ásmundssonar sem er stórkostlegt enda þar á ferðinni fagmaður fram í fingurgóma bæði sem einstakur tónlistarmaður og tæknimaður með tóneyra af næmustu og fullkomnustu gerð.

Hjördís mín! útgáfudagur verður hefur enn ekki verið ákveðinn enda á eftir að setja diskinn í framleiðslu og semja um dreifingu ofl.

Fyrir mig er það einstök upplifun að fá að taka þátt í þessu með Bigga og öllum þeim frábæru listamönnum sem komið hafa að þessu verkefni.

takk fyrir allar góðar kveðjur í minn garð og Guð blessi ykkur kæru vinir.

Kv. Þórir

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna til mín kæru vinir.

Hjördís mín, plötuna mun ég færa þér í sérstökum gjafaumbúðum. Ég efast ekki um að þú eigir eftir að njóta.

Þú þekkir Bigga og Þóri vel og allflesta sem að þessari plötu koma, það hefur verið okkur öllum Gildrumönnum mikil hvatning sá trausti og góði vinahópur sem við bakið á okkur hafa staðið í gegnum árin. Þú ert sannarlega ein af þeim Hjördís mín.

Ágæti Gunnar. Það er alltaf gaman að heyra frá gömlum félögum úr tónlistinni. Ég efast ekki um að þú verðir ánægður með gripinn.

Þórir minn. Takk fyrir að koma því á framfæri hér að gleyma ekki Jóa Ásmunds. Hann hefur sannarlega lagt sitt af mörkum, það er nú annaðhvort.

Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að starfa svo náið og lengi með jafn stórkostlegum hljóðfæraleikara og tónlistarmanni eins og honum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.  

Karl Tómasson, 13.6.2009 kl. 19:13

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

frábært, hlakka til að heyra hana

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hjartanlega til hamingju allir sem einn !!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.6.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband