Þorramatur

Ég sá þessa mögnuðu myndaseríu á youtube af hvíta hákarlinum. Auðvitað var það Davíð gamli og hans menn sem tóku þetta og sýndu í þætti sínum.

Hver man ekki eftir mögnuðum dýralífsmyndum og þáttum David Attenboro sem sýndir voru um árabil í sjónvarpinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hann er núna í útrýmingarhættu blessaður og herjar svo á sæljónin ásamt háhyrningum að sæljónin berjast fyrir tilverurétti sínum. sérstaklega ´við strendur Kaliforníu eru þeir í útrýmingarhættu.

þetta er keðjuverkur.

þetta er alveg magnað myndband, en ég loka alltaf augunum þegar ég svona þætti þegar ég veit að eitthvað er að gerast hehehe

knús til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra bloggvinkona. Það er sorglegt að þessi magnaða og fallega skepna sé í útrýmingarhættu. Þessi dýrategund er ein af mínum uppáhals. Þessi vinur minn á örugglega einnig stærstan þátt í því að ég sækist ekkert eftir að synda í sjónum. Ekki einu sinni í Kollafirði þótt síður sé von á honum þar.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 6.10.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: steinimagg

Það er til hellingur af efni um hákarla hér á netinu, hér eru tvær síður.

http://www.sharkattacks.com/

http://www.sharkattackphotos.com/

steinimagg, 6.10.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er búinn að vera með dúndrandi móral. Ég var að fatta það, að það er auðveldlega hægt að misskilja þorramats pælinguna mína.

Ég elska hvítháfinn og hann var ekki þorramaturinn, heldur var hugsun mín sú að hann væri að fá sér þorramat, sjálfur hákarlinn.

Ég elska líka sæljón og seli enn svona er þetta bara.

Sennilega var þetta full langsótt fyrirsögn á færslu minni.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.10.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég sá nú bara ekki fyrirsögnina, enda hvarf hún mér fyrir öðru sem var mikilvægara, flott myndband.ég hef það alveg eins með að synda í sjónum, fer ladrei lengra en ég geti séð tærnar á mér og stundum er það ansi fyndið þegar við erum að synda í sjónum og ég byrja allt í einu að vera hrædd við hákarla, þó svo engin ástæða sé til þess. í gamla daga gat ég líka allt í einu farið í panik í SUNDLAUG, skynsemin var þarna, en tilfinningin var sterkari. er nú á því að þetta sé eitthvað sem ég hef frá undirmeðvitundinni sem ég hef upplifað fyrir lífum síðan og kemur upp svona allt í einu.kannski höfum við verið étið saman einhvertímann... og hræðslan kemur púfff...

kærleikur til þín kæri vinur minn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 06:25

6 Smámynd: Karl Tómasson

Ég var ekki eins hugrakkur og þú Steina mín að tala um sundlaugina.

Ég hef einnig upplifað svona panikk í sundlaug eins og þú talar um.

Er þetta í lagi hjá okkur?

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 7.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband