Auglýsing

Ég verð nú að endurgjalda kollegum mínum í Samfylkingunni og Framsókn greiðann þ.e. auglýsa fyrir þau. Ég vil benda á að það er komið út nýtt blað frá Samfylkingunni í Mosfellsbæ. Það er fullt af fréttum um Vinstri græn í Mosó. Má þar nefna umræðu um það að Tunguvegur verður settur í umhverfismat. Leikskólamál, en Mosfellsbær var fyrsta stóra bæjarfélagið til að gera leikskólavist fyrir fimm ára börn gjaldfrjáls, tengibrautin í Álafosskvos fær líka sitt pláss og margt fleira. Öllum á óvart er einnig talað um að Samfylkingin sé eina mótstöðuaflið gegn Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningum. Einnig vekur athygli að formaður Samfylkingarinnar í Mosó vill að leitað sé ráða hjá fagfólki varðandi umhverfið og legu tengibrautanna. Hvernig má túlka slík ummæli? Eru allir fræðingarnir sem lagt hafa á sig óhemju vinnu og rannsóknir með öllu óhæfir? Aumingja Framsóknarflokkurinn fær ekkert pláss í blaðinu. Það er ekki minnst á flokkinn sem sá til þess að Samfylkingin í Mosó virðist en í sárum.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband