Hversu háar eru launagreiðslur Rúv???

Ég skrifaði um það hér í gær að ég væri mikill aðdáandi Rúv og mikilvægi þeirrar stofnunnar.

Ég er reyndar þungt hugsi yfir því hversu mikið ríkisfjölmiðillinn greiðir í laun til þáttagerðarmanna.

Eins og ég nefndi í færslu minni í gær, fær einn af frábærum fjölmiðlamönnum stofnunarinnar KK væntanlega greitt fyrir sjö klst á dag ef marka má sjónvarpsauglýsinguna sem keyrð var um nokkurt skeið í sjónvarpinu nú ekki alls fyrir löngu.

Ég hlusta nánast eingöngu á Rúv og marga þá frábæru þætti sem þar eru reglulega, ég velti því hinsvegar fyrir mér eftir hlustun á alla þá þætti hvað hver og einn þáttargerðarmaður fær marga tíma í vinnubók sína ef Rúv auglýsir að það taki sjö klst að vinna einnar klst þátt þar sem spiluð eru 14 - 18 lög og er í loftinu í c.a 50 mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Launin hjá RUV eru mjög góð og oft vel hærri en hjá Stöð2

einsog sést í tekjublaði Frjálsrar verslunar

Grímur (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband