Ne, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei,

Einar sögulegustu kosningar lýðveldisins fara fram nú á laugardag. Ekkert á að fá því breytt. Þjóðin hefur verið arðrænd af fáeinum, siðblindum fjárglæframönnum sem stóðu í brúnni þegar hið íslenska "efnahagsundur" stóð sem hæst.

Þjóðinni blæðir nú hægt og sígandi út og fyrsta skref til að koma í veg fyrir þá blæðingu er að segja nei á laugardaginn.

Upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörstaður vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 6. mars 2010 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 6. mars 2010 verður á sama stað. Í yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar eiga sæti: Þorbjörn Inga Jónsdóttir formaður, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALveg hjartanlega sammála þér Kalli minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vel athugað hjá þér Kalli að vísa á kjörstað. Það hefur eitthvað verið rýr áhugi manna á að láta það upplýst. Engin slík samantekt á kosning.is né neinum opinberum stað, að ég fæ séð.

Ég ætla að búa mig upp og mæta fyrstur manna hér. Svo ætla ég að setjast inn á bakarí og fá mér kaffisopa og fagna þessari hátíðlegu og merku stund í lýðveldissögu okkar. Nei verður það heillin og það í öllum hugsanegum tóntegundum.  Þýðingin er jú margþætt og langt umfrm það að tjá sig um þetta skitna frumvarp.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2010 kl. 09:33

3 identicon

Nei og aftur NEI  Bretar og Hollendingar eru kúgarar sem eiga löngutöng skilið frá íslendingum. Jóhanna ætti að skammast sín.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:45

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kalli, við kjósum ekki um það hvort við borgum skuldir fjárglæframanna, því miður. Við kjósum bara um það hvort lögin sem Forsetinn neitaði að skrifa undir halda gildi eða ekki. Og eftir að við erum búin að segja nei þá halda viðræðurnar áfram. Og við munum halda áfram að blæða hægt og sígandi út í þessari óvissustöðu. Þannig er staðan og ég held að ég mun ekki nota kosningarréttin mín núna, sé ekki tilgang í þessu.

Úrsúla Jünemann, 5.3.2010 kl. 12:49

5 identicon

Í grein frá 18. janúar 2010 segir Sigurður Líndal Lagaprófessor emeritus; 

"Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana."

Nú er mér spurn, er það virkilega svo að Steingrímur hafi hugsað sér að gera nýja samninga, lítið breytta og keyra þá í gegn, án þjóðaratkvæðagreiðslu?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:21

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

  Þetta er hárrétt hjá Úrsúlu.  Þessi atkvæðagreiðsla  er  rugl. Það sem verra er að hún hefur ekki neinn tilgang og skemmir kannski frekar fyrir okkur ,ef eitthvað er, því  ef nei-in verða mörg, eins og  viðbúið er, þá  mun umheimurinn túlka það þannig að við ætlum ekki að standa við orð okkar og skuldbindingar.

Argasta bullið,sem ég hef  lengi heyrt  er að það stöðvi einhverja blæðingu að   fara á  kjörstað á morgun og  segja  nei.  Hvernig í ósköpunum rökstyður maðurinn það? Þetta er ópsköp einfaldlega ekki hægt að  rökstyðja frekar en annað bull.  Það hvarflar ekki að mér að  fara  á kjörstað á morgun.

Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2010 kl. 14:22

7 identicon

hmm,

Eiður, hvaða "skuldbindingar" ert þú að tala um?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:41

8 identicon

Menn mega ekki láta yfirgangsmenn hræða sig, þjóðin stendur saman. Hvað þurfa menn fleira?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:44

9 Smámynd: Karl Tómasson

Sælir ágætu bloggvinir og takk fyrir komuna.

Ágæta Úrsúla. Það má ljóst vera að hingað eru ekki komnir á fimmta tug erlendra frétta-og blaðamanna, m.a. frá Kína og Japan til að flytja fréttir af einhverju sem engu máli skiptir.

Heimsbyggðin býður niðurstöðu kosninganna og þær geta átt eftir að hrinda af stað ferli sem á eftir að skipta sköpum fyrir m.a. smáþjóðir eins og okkur. Við megum heldur ekki gleyma að lögin um ríkisábyrgð eru enn í gildi.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 5.3.2010 kl. 16:06

10 identicon

Það er ekki boðlegt hvernig æðstumenn ríkistjórnar tala um lýðræðislegann rétt okkar til að sýna alvöru völd.........talsmáti þeirra gegn lýðræði er til háborinnar skammar.......fyrir hvern eru þeir að vinna svona í alvöru......Breta, Hollendinga, AGS, er ESB að þrýsta á Jóhönnu um að koma í veg fyrir að gefa "Lýðnum" rödd í þessu embættismanna apparati sem ESB er..........ótrúlegt að fólk sjái ekki í gegnum þessa hegðun. gæti verið að bankaelítan í Evrópusambandinu nagi á sér neglurnar þegar þeir sjá að litla Íslands segir bara NEI........við ætlum ekki að láta þessa apaketti arðræna okkur. það væri nefninlega frekar slæmt ef að þjóðir ESB myndu fara að heimta aukið lýðræði.......

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:23

11 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

    Gunnar, - ég á við skuldbindingar  þeirrar ríkisstjórnar, sem var við  völd, þegar allt  hrundi yfir okkur. Skuldbindingar Árna Mathiesen, Geirs H Haarde  og sjálfsagt líka Ingibjargar Sólrúnar. Þú átt ekki að þurfa að spyrja svona. Þetta vita allir sem á annað borð hafa fylgst með umræðunni um þetta sannkallaða vandræðamál.

Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2010 kl. 16:39

12 identicon

Vælukjóar Samfylkingar eru enn einu sinni að undirstrika hversu armir og vesælir þeir eru. Rökleysan er algjör. Tilgangsleysi, skrípaleikur,skemmdarverk eru orð sem grenjuskjóðurnar nota um æðsta rétt lýðræðisins kosningaréttinn. Stjórnmálamenn sem þora ekki og vilja ekki leggja verk sín í dóm þjóðarinnar eru andlýðræðislegar rolur. Jóhanna Sigurðardóttir er dæmi um slíkan stjórnmálamann, ég hef hinsvegar þá trú að Steingrímur J. hysji upp um sig buxurnar og mæti til að kjósa með samþykkt þeirra laga sem hann hefur harðast barist fyrir. Það þarf kjark til að viðurkenna sín eigin mistök og þann kjark hefur ríkisstjórnin ekki haft. Þess í stað hafa þau lamið hausnum við stein og barið lóminn. Ég fullyrði að þau hafa skaðað málstað íslands með þjónkun sinni og linkind við breta og hollendinga sem í krafti stærðar sinnar hafa gert atlögu að sjálfstæði landsins með því að reyna að kúga okkur íslenska skattborgara til að greiða fyrir græðgi hollenskra og breskra fjármagnseigenda sem létu glepjast af ofurvöxtum sem EINKABANKI bauð vexti sem ALDREI var hægt að rísa undir. Bretar og hollendingar hafa verið ófáanlegir til að fá alþjóðadómstól til að fjalla um deiluna af mjög augljósum orsökum því eins og fjöldi virtra lögspekinga í alþjóðarétti hefur réttilega bent á að rétturinn er algjörlega með íslendingum. Það er klárt samkv. alþjóðalögum að ekki er unnt að innheimta skul sem einkaaðili hefur stofnað til hjá þriðja aðila sem hvergi hefur skrifað undir ábyrgð. Engin slík ríkisábyrgð var fyrir hendi AÐEINS RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS lét undan þrýstingi hollendinga og breta og veitti slíka ríkisábyrgð EFTIR Á með þeim lögum sem núna fara í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun laugardag. Fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu lýðveldisins sem snýst um að samþykkja(JÁ) eða hafna(NEI) þeirri ríkisábyrgð sem núverandi ríkisstjórn gaf og að mínu mati með afar gungulegum og óíslenskum hætti.  Allt tal um markleysi og tilgangsleysi atkvæðagreiðslunnar er því hjóm eitt og ber vott um kjarkleysi og ræfildóm sem hver stoltur íslendingur ber ekki í sínu brjósti enda hefur þjóðin margsýnt það kjarkur hugrekki og þor er aðalsmerki hennar. Slíkt hugrekki sýndi Forseti vor herra Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann synjaði lögunum undirskriftar þvert gegn vilja fyrrum samherja sinna og vísaði lögunum til þjóðar sinnar. Ég segi verum stolt og látum ekki bretana og hollendingana hræða okkur af því að þeir eru svo stórir og sterkir. Margur er knár þótt hann sé smár. fjölmennum á kjörstað og kjósum. ÉG SEGI NEI og sendi kúgurunum löngutöng.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:06

13 Smámynd: steinimagg

Auðvitað kjósa allir, eða hvað ?

steinimagg, 5.3.2010 kl. 18:12

14 identicon

Eiður,

Þú átt við samkomulag sem undirritað var af ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins og framkvæmdastjóra innistæðutryggingasjóðsins Íslenska.

Það plagg hefur ekkert vægi enda þarf þingmeirihluta fyrir því að veitt sé ríkisábyrgð. Eins var þar á ferðinni "samkomulag" opinberra stofnanna um framhald viðræðnna en ekki "samningur" eins og menn hafa oft viljað meina.

Þá eru símtöl milli Árna og Darling ekki heldur eitthvað sem hefur neitt vægi í svona máli, einungis harðir samningar teljast skuldbindingar.

Sem betur fer.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 01:51

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það seg ömurlegt að sjá fólk eins og hana Úrsúlu, sjá ekki lengra nefi sér með þessar kosningar. Fyrir það fyrsta er þetta endanleg viðurkenning á þessu forsetavaldi og stjórnarskrárrétti þjóðarinnar, ef hún vill festa það í sessi að geta gripið í neyðarbremsuna þegar fullir órangútar etjast við stýrið á þjóðarskútunni, þá ætti hún að mæta.

 Í öðru lagi, þá eru þessi lög í gildi og hafa ekki verið dregin til baka. Ef hún í ljósi reynslunnar vill taka orð Jóhönnu og Steingríms á face value um að betri "samningur" liggi fyrir,  þá hún um það.  Það er hreinlega uppspuni eins og allir vita, sem fylgst hafa með.

Aðalráðgjafi okkar í þessum samningum telur það afar mikilvægt að atkvæðagreiðslan fari fram. Hann er sennilega bara asni eða hvað?

Hvað gera menn þegar þjónar þeirra taka völd og byrja að haga hlutum eftir eigin höfði í blóra við vilja allra? Það gleymist að ríkistjórnin er okkar þjónn og er kjörin á forsendum loforða sinna, sem ekki hafa verið efnd í einu eða neinu.  Eigum við að gera okkur sátt við slíkt?

Eiður opinberar hér hve hyldýpi heimskunnar getur orðið botlaust. Honum er í mun að pólitískir andstæðingar hans fá sem þyngsa sök og að afleiðingarnar verði sem verstar fyrir þjóðina svo hann fái tryggt fylgi sinna trúarbragða.  Væri hann ekki í blindri afneitun, þá vissi hann að sá tími er liðinn og hans tími er fyrir löngu liðinn. 

Hann heldur lausnina felast í því að benda á sökudólginn í stað þess að taka á vandanum. Hann afsakar aðgerðarleysi ríkistjórnarinnar með þessu máli, þótt það snerti það ekki neitt, eins og stendur. 

Hefðum við fengið Árnasafn aftur ef við hefðum getað bent á hver olli brunanum?  Er það lógíkin?  Telur hann að Bretar og Hollendingar hafi tekið þá ákvörðun að greiða út innistæður af því að Árni Matt sagði í óformlegu símtali að hann vildi standa við óljósar og ótíundaðar skuldbindingar? Er framtíð landa virkilega svo brothætt að hún velti á slíku?

Það er einu sinni svo að ef glæpamennirnir sjálfir fá að ráða málsmeðferð í glæpum sínum og yfirsjónum, þá kjósa þeir að sjálfsögðu fyrst að hafna því að fara fyrir rétt. Það er akkúrat það sem hér er á seyði.  Þeir sem hafa fylgst með túlkunum erlendra blaðamanna á málinu þurfa svo ekki að velkjast í vafa um að þessi kosning hefur miklu dýpri lýðræðislega merkingu og skilaboð.  Nei við kúgun og yfirgangi. Nei við endurreisn fjármálakerfis án breytinga, sem er ekkert annað en tikkandi vítisvél, sem miðar að því að færa auðlindir heimsins á færri og færri hendur og hygla þeim sem mest hafa.  Matadorspil, þar sem fjámagnseigendurnir og banksterarnir sjálfir hafa hannað reglurnar við að 99.9% jarðarbúa forspurðum.

Ef menn sjá ekki stærra samhengi í þessari aðgerð en vitnast um hjá þessu fólki hér að ofan, þá get ég ekki annað en aumkast yfir takmarkað gáfnafar þess og sauðshátt.

Þess kröftugri sem skilabo'in verða þess betra. Ekki síst sem hrópandi vantraust á ríkistjórn Íslands, en það er jú einmitt það sem valdníðingarnir óttast mest. Þeir vita að það verður sagt nei. Það sem vakir fyrir þeim með þessum úrtölum og lygaþvælu er að reyna að lágmarka slagkraft þeirra skilaboða. Úrsúla gengur jarmandi beint í skotklefann. Sorglegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2010 kl. 07:56

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem er sínu alvarlegast í þessum aðdraganda er að sjálfir leiðtogar þjóðarinnar gefi hreinar og klárar yfirlýsingar um að þeir ætli ekki að taka mark á vilja þjóððarinnar og í aðra röndina gefa þau skilaboð útávið að við séum bara samansafn illa upplýstra hálfvita. Þjóð sem hefur hvað hæsta menntunarstig á allri fjandans jarðkúlunni.

Ef þessir aðilar, sem nenna ekki að standa með mannréttindum sínum vilja á hinn bóginn að við náum betri "samningum" eins og þeir orða það, þá er kannski vert af þeim að mæta og sýna að þjóðin er einhuga  í málinu og að það verði ekki gefið eftir.  Þau skilaboð að andstaðan sé sterk hér styrkir þá einvörðungu stöðu okkar í slíkum samningum.  Ef menn drullast þó ekki til að mæta, þá eru þeir að gefa þau skilaboð að þeim sé sama um hvernig þetta fer og í raun að bjóða kúgurum okkar sættir með þessar skelfilegu málalyktir sem troðið var með ofbeldi, brögðum og lygum gegnum þingið.  Að við séum barasta sátt við að borga þetta án dómsúrkurðar, sem þó eru grundvallarmannréttindi hér í heimi.

Þetta á ég við með hyldýpi heimskunnar. Það kemur þó væntanlega klárlega í ljós í kvöld að slíkur greindarskortur er blessunarlega fágætur hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2010 kl. 09:07

17 identicon

Þetta er svo ömurlegt ástand í íslensku samfélagi að maður á ekki orð. 
Davíð Oddson, Jón Baldvin og Halldór Ásgrímsson vörðuðu leiðina með lögunum um kvóta, heimild til veðsetningar á honum og með því að leggja niður Þjóðhagsstofnun og rýmka umgjörð regluverks fjármálageirans.
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún leiddu þjóðina inn í sólarlagið svipað og leiðtogar í  sértrúarsöfnuði og allt í einu var þjóðin kominn í hnappheldu skuldsetningar. Með aðgerðarleysi komu þau þjóðinni í snöru fátæktar og misréttis.
Þegar búsáhaldabyltingin leiddi af sér Vinstri stjórn félagshyggjumanna vaknaði von um að nú myndi verða leiðrétting í samfélgaginu á misskiptingu auðlinda hennar. Þess í stað stöndum við nú frammi fyrir því að afskrifaðir hafa verið hundruð milljarða til auðmanna og fjármagnseigenda að því er virðist á kostnað þjóðarinnar og auðlindir okkar eru í hættu. 
Að mínu áliti er sök núverandi stjórnvalda hvað varðar spillingu sé engu minni en þeirra sem ríktu 16 árin á undan.
Núverandi stjórnvöld hafa eins og fyrrverandi stjórnvöld sýnt hagsmunum þjóðarinnar tómlæti og með því að taka fyrir blinda augað leyft spillingaröflunum bankakerfisins að klára sín mál í kyrrþei. Þetta fólk hefur unnið samfélaginu ómælt tjón og á að hljóta refsingu fyrir.
Við fáum kinnhesta dag eftir dag þegar okkur eru birtar fréttir af spillingu, afskriftum og því að verið sé að færa fyrirtæki og auðlindir aftur til þeirra sem voru ábyrgir fyrir hruninu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lýsa yfir furðu sinni en gera ekki neitt. Fréttir berast af vafasömum viðskiptum alþingismanna sem humma þetta fram af sér með þótta þeirra sem valdið hafa.  
Lög um  um lengingu fyrirningarfrestar hafa ekki verið samþykkt og tíminn er að renna út. Hinn almenni Íslendingur veltir fyrir sér skýringunni og margir komast að þeirri niðurstöðu að spillingin sé þverpólitísk og það muni taka nokkrar kosningar að hreinsa hana út úr þinghúsinu.
Nú fyrir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í "lýðveldi" Íslands leyfa forsvarsmenn stjórnarflokkanna að gefa þjóðinni langt nef og gera lítið úr kosningunni. Þjóð sem sem býr við stjórnkerfi sem  hefur fært henni 50 % lífskjaraskerðingu undanfarna 17 mánuði. Með þessu móti hefur ríkisstjórnin að mínu mati að gjaldfellt sig gagnvart þjóðinni um leið og hún hefur tapað tiltrú stjórnmálamanna erlendis sem hafa með Icesave og önnur samningamál að gera.

Óskiljanleg hegðun Jóhönnu og Steingríms hefur aðeins eina skýringu. Það er eitthvað sem við vitum ekki og eigum ekki að fá að vita. Það er með ólíkindum hvernig þau hafa í raun hrint kjósendum sýnum frá sér líkt og þau séu búin að gefast upp. 

Það er ljóst að Sjálfstæðismenn eiga mikið undir því að komast í ríkisstjórn áður en skýrslan fræga birtist. Það er engu líkara en að parið sé að hleypa þeim að stýrinu. Með þeim hætti verður endanlega tryggt að þjóðin fær ekki upplýsingar um hvað í raun hefur verið að gerast og allt verður gott aftur.  

Það hryggir mig að félagi minn Karl skuli tilheyra þessari hreyfingu sem kallar sig Vinstri Græna og hefur gefið sig út fyrir að vera flokkur félagshyggjuaflanna í samfélaginu. Flokkur sem hefur gefið síg út fyrir að vera vörður þeirra sem minna mega sín. Ég veit að hann hefur á engan hátt notið fríðinda né fengið sérmeðferð í perónulegum málum og það hlýtur að hryggja hann að horfa á flokkinn gæla við auðkýfingana meðan að alþýðunni blæðir út.


Það verður allavega erfitt að tala um jafnrétti og bræðralag í næstu kosningum og synja njallann.

Sigurgeir

Sigurgeir Sigmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:13

18 identicon

Jæja þjóðin hafnaði steingrími ( skrifa nafn hans með litlum staf, þar sem hann á ekki skilið að fá að skrifað nafn sitt með strórum staf.) og hans svikasamningi sem hann lét Svavar kokka saman. hvað nú ??? Ætlar engin að taka ábyrgð og segja af sér ?????? Þjóðin hefur talað.

Baldvin Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:38

19 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir takk fyrir komuna til mín öll saman.

Þjóðin hefur talað og rödd hennar mun nú heyrast sem aldrei fyrr um allan heim, þökk sé forseta vorum.

Sérstaklega langar mig hér að leiðrétta vin minn og samstarfsfélaga í brátt tvo áratugi, gítarsnillinginn, Sigurgeir Sigmundsson.

Hann lætur í veðri vaka að ég hafi talað máli félaga minn í VG og hljóti því að vera sorgmæddur. Minn kæri vinur Sigurgeir, þarna ferð þú villu vegar.

Ég hef aldrei farið leynt með mína skoðun í þessu máli og það getur þú séð með því að fletta hér langt aftur í tímann á mínu bloggi. Ég er sannarlega Vinstri grænn enn þó aldrei feiminn við að víkja af spori, hvorki á þeim vettvangi né öðrum ef mér sýnist svo, það veist þú manna best.

Annars að lokum Geiri minn. Takk fyrir frábær skrif hér hjá mér sem ég er svo innilega sammála að mestu leiti.

Ágæti Baldvin. Nafnið Steingrím Joð mun ég alltaf skrifa með stóru essi. Við Íslendingar höfum aldrei átt duglegri ráðherra og fyrir það eitt og að taka við þeim skítahaug, sem hann því miður lét hafa sig út í mun ég alltaf taka ofan fyrir honum. Hann hefur sannarlega gert sitt besta.

Bestu kveðjur kæru vinir frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 7.3.2010 kl. 00:59

20 identicon

Sæll Kalli minn
Það var ekki meining mín að draga þig niður á það plan sem að flokkurinn þinn er á. Mér finnst þú of góður fyrir hann og hefði átt að orða það skýrar í skrifum mínum. Bið þig hér með afsöknunar á því. 
Hins vegar hef ég glatað trúnni á að fólkið í brúnni sé að vinna fyrir þjóðina þó svo að aðkoman hafi verið dapurleg eftir Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Framsókn.
Ég sé ekki hvalskurðarmanninn fyrrverandi með sverðið á lofti að verja alþýðu  landsins. Hins vegar sé ég embættismanninn sem með penna að vopni, þögn og aðgerðarleysi leyfir bankamönnum að afskrifa daglega skuldir örfárra einstaklinga sem hefði komið þúsundum heimila í landinu að gagni í þeim þrengingum sem þau eru í. Sumir þessarra manna sem afskrifað hefur verið hjá eiga eignir í  félögum og á öðrum kennitölum og hafa jafnvel réttarstöðu grunaðra í því fjárhagshruni sem orðið hefur.
Af hverju að flýta sér að afskrifa skuldir þeirra meðan að þúsundir heimila eru á leiðinni í gjaldþrot ?  Hver er tilgangurinn með þessari snöggu fyrirgreiðslu fyrir svo fáa ? Hefði ekki verið nær að halda lífi í skuldunum og bíða eftir því að illa fengið fé þessarra manna dúkkaði upp annarsstaðar í samfélaginu eða klára rannsókn á þeim málum sem sumir þessara manna eiga hlut að ? 
Það þarf engann snilling til þess að spyrja þessarra spurninga en það er samt fátt um svör hjá flokknum. Ég veit hug þinn og að hann stefnir ekki í þessa dapurlegu átt.

Það er fátt sem bendir til þess að Steingrímur sé að að vinna í þessum málum af heilum hug. Hann þegir þunnu hljóði og beitir ekki því valdi sem hann hefur sem fjármálaráðherra til þess að stöðva spillinguna. Það er varla að hann og samráðherrar hans lýsi yfir vanþóknun sinni á því sem er að gerast. Þar er Spaugstofan sannarlega með puttann á púlsinum og hefur með réttu reist spillingarmúr í gegnum miðja borgina. Þessa ósýnilegu spillingarmúra hefur núverandi ríkisstjórn með aðgerðarleysi hjálpað til með að byggja. Þetta hlýtur að vera sár upplifun fyrir hinn almenna flokksmann sem ekki skilur upp né niður í hvert forystan stefnir og fyrir hvern hún er að vinna.

Hver heldur þú að trúi og treysti á Steingrím í stjórnarandstöðu þegar hann hefur afhent Sjálfstæðismönnum aftur keflið á silfurfati eftir að hafa að því er virðist sem ríkisstjórnin hafi framið pólitískt sjálfsmorð í aðdraganda þjóðaratkvæðargreiðslunnar um Icesave. 

Bestu kveðjur

Sigurgeir

Sigurgeir Sigmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 01:35

21 identicon

Eitt er víst að ekki verður anað áfram í þessum Icesave samningaviðræðum á mánudag eins og Steingrímur virðist ganga út frá. Nú verða þessi mál rædd út frá nýjum forsendum í þinginu strax eftir helgi.

Steingrímur og Jóhanna hafa að undaförnu unnið beinlínis gegn yfirlýstri áherslu Íslensku samninganefndarinnar með Lee Bucheit í fararbroddi, með massífum áróðri gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þetta háttalag þarfnast nú skýringa, einnig furðuleg fundarhöld á vegum Steingríms án vitundar Ísl. Samninganefndarinnar fyrir helgi.

Þetta eru mál sem eru svo alvarleg að ekki verður horft framhjá. Þetta eru heldur ekki hlutir sem erlenda pressan horfir framhjá sem stödd hefur verið hér á landi á undanförnum dögum.

Ég ætla að fá lánuð í annað sinn orð Ómars nokkurs Geirssonar hér á moggablogginu;

"Þetta aumkunarverða fólk veit ekki að margur blaðamaðurinn er eldri en tvívetra og þeir voru viðstaddir þegar kúgaður almenningur Austur Evrópu reis upp gegn úrsérgengnu og siðspilltu kerfi Sovét kommúnismans.  Þá sáu þeir og hlustuðu á aumkunarverða forystumenn, trausti rúna, tala um lýðræði sem skrípaleik.

Þetta er tungutak hræddra harðstjóra um allan heim.  

Alþjóðapressan þekkir þetta tungutak.

Og hún skilur ekki að þjóð, sem á hefur verið ráðist með kúgun og ofbeldi, svo ég vitni í Financial Times, skuli hafa forystufólk sem mælir tungutak fallinna harðstjóra."

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:06

22 identicon

Heyr Heyr Gunnar Waage. Ómar geirsson er klárlega einn af mínum uppáhalds pennum. Hnitmiðaður og beittur

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband