fim. 5.9.2013
Meira af fuglum
Ég skrifaði hér nýlega um hann Póló sem heimsótti okkur í sumarbústaðinn okkar í Kjósinni.
Við fengum fleiri góða gesti, því Maríuerlupar kom sér einnig vel fyrir hjá okkur í blómapotti sem hangir utan á gestahúsinu.
Við vorum alltaf svolítið á nálum um það hvort hundarnir okkar eða næturgestir í gestahúsinu myndu styggja parið en svo fór sem beturfer ekki.
Allir lifðu í sátt og samlindi og áður en varði voru komnir nokkrir ungar sem allir komust á legg.
Það dafnar allt í Kjósinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.9.2013
Hnúðlaxar athyglisverð frétt
Myndin er af fallegri hrygnu sem veiddist í Hrútafjarðará.
Þegar frétt um hnúðlax úr Víðidalsá birtist um daginn barst ábending um annan hnúðlax sem hefði veiðst á svipuðum tíma í Selá í Steingrímsfirði. Hnúðlaxar eru regluleg sjón í íslenskum ám og það er ekki líklegt að þeir hafi áhrif á vistkerfi íslenskra áa. segir Sigurður Már Einarsson hjá Veiðimálastofnun
Sigurður sagði í samtali við veiðivefinn að hnúðlaxar hafi lengi veiðst í íslenskum ám. Þeir fóru fyrst að birtast í evrópskum ám í kringum 1960 en það var vegna tilrauna Sovétríkjanna með að mynda hnúðlaxastofna í rússneskum ám. Fóru þeir þá að flækjast í aðrar ár í Evrópu og þar á meðal til Íslands.
Aðspurður um hvort þessir fiskar séu allir flökkufiskar sagði Sigurður: Jú það er nánast öruggt. Það er ekki vitað til þess að hnúðlaxar hrygni í íslenskum ám og því ætti engin vísir að stofni hnúðlaxa að vera kominn upp í íslenskum ám.
Hvort fiskarnir geti blandast við stofn Norður-Atlantshafslaxins sagði Sigurður: Nei, þetta eru svo fjarskyldir fiskar. Hnúðlax er uppruninn úr Kyrrahafinu og er einn af mörgum tegundum laxa þaðan. Þetta eru tvær mismunandi ættkvíslir og því ætti ekki að vera mögulegt fyrir þessar tvær tegundir að blandast.
Fleiri flökkufiskar eru farnir að gera sig heimakomna í íslenskum ám, svo sem sæsteinssugan og flundran. Sigurður segir að allavega flundran sé nú búin að festa sig í sessi sem íslenskur fiskur en sæsteinssugan sem enn finnst aðeins við suðurströndina sé ekki búin að mynda hrygningastofn. Hlýnandi veðurfar og þar af leiðandi breytt skilyrði í sjónum umhverfis landið eru stórir áhrifaþættir í þessari þróun segir Sigurður og líklegt sé að Íslendingar muni sjá fleiri tegundir birtast í íslenskum ám á komandi árum og áratugum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.9.2013
Eru þetta ekki svakaleg ellimerki???
Eru það ekki svakaleg ellimerki þegar maður upplifir tímann orðið líða skuggalega hratt???
Jú, ég held það.
Það eru brátt sex ár síðan þetta viðtal var tekið við mig og mér finnst eins og það hafi gerst í gær.
Ég held að þetta sé eitt það skemmtilegasta viðtal sem ég hef farið í.
Mikið óskaplega var gaman að fá þessa höfðingja í heimsókn til mín.
http://www.youtube.com/watch?v=ynIHVpA46gg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)