Tónlistarveisla

Nýlega skrifaði ég um væntanlega sólóplötu vinar míns og félaga, Birgis Haraldssonar. http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/895718

Nú styttist í útkomu plötunnar þar sem framleiðslu á henni er nú lokið. Plötualbúmið er vandað og fallegt. Það eins og annað á plötunni er unnið af nánustu ættingjum og vinum, alla texta plötunnar er þar að finna ásamt fallegum ljósmyndum.

Biggi Sjáumst á ný

Frábærum afmælistónleikum Eiríks Haukssonar er nú lokið. Kappinn fór hreint á kostum ásamt félögum sínum, á tveggja klukkustunda tónleikunum. Biggi söng með Eika eitt hans þekktasta lag, Sekur, og gerði það með miklum glæsibrag. Að loknum tónleikunum bauð Eiki vinum og félögum í skemmtilega afmælisveislu.

Ken Hensley

Eiríkur hefur undanfarin ár verið að leika á tónleikum með Ken Hensley, sem þekktastur er fyrir lög sín og hljómborðsleik með bresku rokkhljómsveitinni Uriah Heep. Það var gaman að hitta kappann, (gamla átrúnaðargoðið), að loknum tónleikunum.

Hensley var í dúndurstuði og sýndi alla sína gömlu góðu takta.

Myndin er tekin að loknum tónleikunum og eins og sjá má er Eiki vel sveittur.


Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband