Færsluflokkur: Bloggar
þri. 10.2.2009
Furðufuglar
Ég sat á fundi ekki alls fyrir löngu með manni sem er vinsæll fagmaður á sviði allrahanda ráðgjafar og stefnumótunarvinnu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og bæjarfélög.
Hann sagði í upphafi fundarins að hann hefði nýlega verið á fundi með áhugafólki um fuglaskoðun. Á þann fund var reiknað með 15-20 manns en hann sóttu vel á annað hundrað manns.
Þessi orð hans vöktu mikla athygli mína, ekki síst í ljósi þess að við Mosfellingar höfum nú komið okkur upp fyrsta flokks fuglaskoðunarhúsi í Leiruvoginum sem tekið verður í notkun nú á vormánuðum. Við hönnun þess, frágang og staðsetningu var haft samráð við fuglafræðinginn Jóhann Óla Hilmarsson.
Nýlega var heilmikil grein í Morgunblaðinu um stóraukinn áhuga um heim allan á fuglaskoðun. Þar kom m.a. fram að c.a. 1,5 milljón manna eru á ferðinni, allt árið um kring til að fylgjast með fuglum og rannsaka þá.
Í þessari sömu grein sagði Daníel Bergmann fuglaljósmyndari að byggja þyrfti betur upp innra skipulag til að nýta þau tækifæri sem fælust í fuglaskoðun. Hann nefndi einnig að alla aðstöðu hafi vantað fyrir fuglaskoðara og áhugamenn á landinu.
Aðeins væru nokkur bæjarfélög búin að koma upp fuglaskoðunarskýli. Daníel sagði til að mynda að ekkert slíkt væri að finna í Mývatnssveit, mekka fuglaáhugamanna.
Við Mosfellingar höfum eitt fyrst bæjarfélaga komið upp fuglaskoðunarskýli. Frábærri aðstöðu til fuglaskoðunar í Leiruvogi. Hann er án vafa einnig mekka fuglaáhugamanna. Í Leiruvoginum er rétt eins og í Mývatnssveit einstakt fuglalíf.
Þrálát greinaskrif Framsóknarmanna um þá ákvörðun bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar að koma upp slíkri aðstöðu í Leiruvoginum og kostnaðinum við það, hafa verið hjákátleg.
Væri ekki nær hjá Framsóknarmönnum að leggjast í lið með okkur að koma því á framfæri að Mosfellsbær, eitt fyrst bæjarfélaga hefði upp á slíka aðstöðu að bjóða og um leið, reyna að lokka til okkar þann óhemjufjölda fuglaáhugamanna til að koma og sjá okkar einstaka fuglalíf við fyrsta flokks aðstæður.
Allt er þetta spurning um að sjá tækifærin og skynja þau.
Bloggar | Breytt 11.2.2009 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 9.2.2009
Vinstri græn í Mosó
Ég vil endilega vekja athygli á heimasíðu okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ (vgmos.is)
Þar er hægt að lesa um fréttir úr bæjarlífinu og úr pólitíkinni.
Lífleg og skemmtileg síða sem stjórnað er af Högna Snæ Haukssyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 6.2.2009
Svo furðulegt sem það kann að vera
Þrátt fyrir að Gildran og Mezzoforte eigi fátt sameiginlegt, þá hafa, einhverahluta vegna, leiðir hljómsveitanna oft leigið saman. Ég og Gulli Briem, sóttum báðir á sama tíma einkatíma í slagverksleik hjá Reyni Sigurðssyni. Ég sótti í framhaldi af því einkatíma hjá Gulla Briem til að læra á trommusett.
Jóhann Ásmundsson hljóðritaði eina af vinsælustu hljómplötum Gildrunnar sem kom út fyrir 17 árum, hún bar einfaldlega nafnið Út. Á þeirri hljómplötu komu allir meðlimir Mezzoforte við sögu.
Síðar stofnsettum við félagarnir í Gildrunni ásamt Jóa Ásmunds hljómsveit sem við kölluðum Gildrumezz. Hún naut mikilla vinsælda.
Nú í vikunni höfum við félagar enn ruglað saman reytum okkar og sett saman skemmtilegt prógram sem við ætlum að flytja á 10 ára afmælishátíð Vinstri grænna nú um helgina.
Mikið óskaplega er alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst
Gulli Briem og Sigurgeir á æfingunni í dag.
Jói Ásmunds.
Kalli Tomm og Jói Ásmunds.
Biggi Haralds.
Gömlu félagarnir, Kalli Tomm og Gulli Briem.
Á æfingunni í dag.
Bloggar | Breytt 7.2.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
fös. 6.2.2009
Munnharpan, fallegt og skemmtilegt hljóðfæri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 4.2.2009
Menningarhús og kirkja í Mosfellsbæ
Ljóst er að kirkjurnar okkar tvær í Mosfellsbæ eru löngu hættar að anna sóknarbörnum sem hefur eins og gefur að skilja fjölgað mikið í bæjarfélaginu undanfarin ár. Nú stendur til að reyst verði ný og glæsileg kirkja ásamt menningarhúsi í miðbæ Mosfellsbæjar og er nú að hefjast samkeppni um hönnun mannvirkisins. Auglýsinguna má sjá á mos.is
Mosfellsbær og Lágafellssókn efna til samkeppni um hönnun á sameiginlegu menningarhúsi og kirkju í miðbæ Mosfellsbæjar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Markmið með hugmyndasamkeppninni er meðal annars að laða fram fjölbreyttar og metnaðarfullar hugmyndir að menningarhúsi og kirkju er myndi sterka starfræna og byggingarlistarlega heild. Um leið er stuðlað að samvinnu til eflingar kirkju- og menningarstarfsemi, er verði bæjarfélaginu til sóma og menningarlífi bæjarins til framdráttar.
Áhersluatriði dómnefndar við mat á lausnum eru m.a. að heildaryfirbragð byggingarinnar endurspegli framsækna byggingarlist, að byggingin falli vel að umhverfi sínu og
verði sveigjanleg í notkun. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði fjölbreytt starfsemi á vegum kirkju og menningarhúss, svo sem hefðbundið kirkjustarf, safnaðarsalur, bókasafn, lista- og tónlistarsalir og veitingarekstur.
Samkeppnin er almenn hugmyndasamkeppni og öllum opin. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 7.000.000.
Keppnislýsingu er að finna á vef Arkitektafélags Íslands, ai.is, og vef Mosfellsbæjar, mos.is. Önnur keppnisgögn verða afhent frá og með 4. febrúar gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, kl. 9:00 13:00 virka daga.
Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum fyrir föstudaginn 29. maí 2009.
Mosfellskirkja í Mosfellsdal á fögrum vetrardegi nú nýlega.
Lágafellskirkja, einnig á fögrum degi nú nýlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 4.2.2009
Lífshlaupið hefst í dag að Varmá í Mosfellsbæ
Opnunarhátíð Lífshlaupsins, landskeppni í hreyfingu fer fram í dag við Íþróttamannvirkin að Varmá. Fjöldi góðra gesta verður við opnunina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 4.2.2009
Einlægt og fallegt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 3.2.2009
Þetta er fullkomin útrás í kreppunni
Ég er ekki að tala um fyrir útrásarvíkinga, heldur okkur sjálf, sem höfum ekkert með þá merku starfsgrein að gera.
Fátt er notalegra en að berja á allrahanda trumbur og gleyma sér í taktinum, einn með sjálfum sér. Allt lífið snýst jú um, að ná taktinum og það, fyrst og síðast með sjálfum sér.
Ef það tekst, eru okkur allir vegir færir.
Það er notalegt að átta sig á, hversu endurnærður maður er eftir öflugan trumbuslátt.
Vart fer það framhjá ykkur hversu alsæll karlinn er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 1.2.2009
Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu
Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu, sagði kvenskörungurinn og dugnaðarforkurinn, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í dag. Ég trúi því og vona að svo verði. Nú fer ryksugan á fullan snúning og í framhaldi hefst uppbygging.
Tími nýfrjálshyggju og peningaþvættis er liðin.
Þinn tími kom Jóhanna og til hamingju með það. Gangi þér og þínu fólki vel.
Ryksugan á fullu
Ryksugan á fullu étur alla drullu,
lalalala, lalalala, lalalala.
Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Pússa burtu rykið með kúst á gömlu priki.
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Og pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, púla
lalalala, lalalala, lalalala.
Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
Og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Ólafur Haukur Símonarson.
Eniga meniga
Eniga - meniga
allir rövla um peninga
Súkkadí - púkkadí
kaupa meira fínerí
kaupæði - málæði
er þetta ekki brjálæði
Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka
Eniga - meniga
ég á enga peninga
súkkadí - púkkadí
en ég get sungið fyrir því
sönglandi raulandi
með garnirnar gaulandi
Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka
Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 1.2.2009
Birna hestastelpa
Birna var svo heppin í gær, að góð hestakona bauð henni að fara á hestbak og við tókum einn hring. Hesturinn sem við fengum að láni heitir Vinur, hann er 30 vetra gamall. Konan sem lánaði okkur Vin fékk hann í fermingargjöf.
Í dag var Birna einnig heppin, því við hittum Martein Magnússon og hann lánaði Birnu Stjörnu, gamla og fallega meri og við fórum einnig í reiðtúr á henni.
Þetta er búin að vera viðburðarík og skemmtileg helgi. Birna er búin að vera mjög upptekin af elskulegheitum konunnar sem lánaði okkur hestinn sinn í gær og reiðtúrnum á gamla fallega hestinum hennar og eins reiðtúrnum á Stjörnu Marteins í dag.
Birna fékk að fara á hestbak á þessum gamla 30 vetra hesti sem heitir Vinur í gær. Í dag fékk hún að fara á hestbak á Stjörnu gömlu en myndavélin var bókstaflega frosin og því tókst ekki að ná mynd í það skiptið.
Takk fyrir okkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)