Færsluflokkur: Bloggar
mið. 1.7.2009
Ég hef alltaf elskað þetta lag og þennan texta
Enda búið að vera í spilaranum mínum allt frá því að ég fór að blogga.
Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á,
sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Líf okkar allra og limi það ber
langt út á sjó hvert sem það fer.
Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á,
stormar og sjóir því grandað ekki fá.
Við allir þér unnum, þú ást okkar átt,
Ísland við nálgumst nú brátt.
Ísland, gamla Ísland, ástkær fóstur -jörð.
Við eflum þinn hag hvern einasta dag,
í stormi og hríð, hvert ár, alla tíð.
Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á,
sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá.
Íslandið stolt upp úr öldunum rís,
eyjan sem kennd er við ís.
Ísland, gamla Ísland, ástkær fóstur jörð.
Við eflum þinn hag hvern einasta dag,
í stormi og hríð, hvert ár, alla tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um fossa varpa ég nú fram þessari spurningu til gamans. Fjölskyldan stefnir á heildar ferðalag um landið, nú skal það skoðað.
Það væri gaman að heyra frá ykkur og fá hugmyndir um áhugaverða staði til að heimsækja.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
fös. 26.6.2009
Erum við mýs eða menn íslendingar?
Getur verið að loforð Samfylkingarinnar, þess eðlis að við Íslendingar eigum eftir að ganga um gullhúðaðar gangstéttar, sólbrúnir með Rolex-úr og aka um á Rolls-royce bifreiðum og snýta okkur á evrum eftir inngöngu í Evrópubandalagið eigi eftir fram að ganga?
Íslendingar sem þjóð er ekki lengur til ef heldur sem horfir. Tugmilljónaþjóðir eins og bretar og þjóðverjar hafa yfirtekið landið upp í ICE-SAVE skuldir. Íslendingar eru að mestu farnir til norðurlanda og margir líka til vesturheims.
Samfylkingunni virðist vera að takast markmið sitt að gera okkur að alheimsborgurum. Evrópusambandsflotinn er búinn að eyðileggja fiskimiðin. Virkjanir eru með 30m millibili og öll raforka er flutt til evrópu. Bretar og Frakkar geyma kjarnaorku-úrgang sem ekki er hægt að endurnýta í Egilshöllinni.
Alþingishúsið er sumarbústaður Gordons Browns og Alistair Darling er á sjóskíðum á þingvallavatni.
Þessi framtíðarsýn gæti orðið að raunveruleika ef alþingismenn gera þau afglöp að samþykkja ICE-SAVE nauðasamninginn. Þetta mál er stærra en svo að þarna ráði flokkapólitík ferðinni.
Afstýrum stórkostlegum mistökum. Látum ekki valta yfir okkur Íslendingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 22.6.2009
Sérstakir skúringadagar heyra sögunni til
Heimasætan á bænum, hún Birna Karls, kom í kvöld með góða hugmynd sem hún með leikrænum tilburðum kynnti fyrir foreldrum sínum.
Hér eftir eiga allir fjölskyldumeðlimir að nota moppur sem inniskó. Ballerínur eins og hún geta klæðst einni moppu, því þá þarf fólk að geta farið í fyrstu "porsesjón" Aðrir, t.d. stirðbusar eins og ég klæðast tveim eins og um hefðbundna inniskó sé að ræða.
Á þriggja daga fresti eru moppurnar settar í þvott og þá er gott að eiga tvo umganga af þeim. Einnig getur reynst vel, að eiga sérstakar gestamoppur.
Þessi er fyrir ballerínur sem geta farið í fyrstu porsesjón.
Þessar eru fyrir stirðbusa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er í eina skiptið sem Barack Obama hefur valdið mér vonbrigðum fram að þessu.
Hann hefði frekar átt að blása á litlu fluguna og leifa henni að flögra um, alsælli allt í kringum sig.
Hún var eflaust að fagna komu hans í embættið, loksins fékk hún tækifærið til þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 21.6.2009
Ógleymanleg markvarsla
Hann einn og sér gerði það að verkum að mann hlakkaði alltaf jafn mikið til að sjá liðið spila á þessu heimsmeistaramóti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)