Færsluflokkur: Bloggar
mán. 13.12.2010
Huldumenn á fljúgandi ferð
Það er gaman fyrir okkur Gildrufélaga að lag okkar, Huldumenn, er hástökkvari vikunnar á vinsældarlista Rásar 2. Hver veit nema að hinn þjóðlegi taktur í laginu og baráttuandi í texta þess hafi góð áhrif á hlustendur.
Við höfum greinilega fundið fyrir því á tónleikum okkar undanfarið að lagið virkar vel.
Okkur íslendingum veitir ekkert af baráttuanda nú um mundir.
Nú er bara að koma því alla leið og kjósa á Rás 2.
Hér er skemmtileg síða þar sem hægt er að sjá nokkrar upptökur af okkur félögunum. http://www.formula1movies.net/gildran/
Það var einnig gaman að sjá að fyrsta hljómplata okkar sem ber einmitt nafnið Huldumenn og er löngu ófáanleg er nú til sölu á Ebay.
![]() | | |
|
GILDRAN-HULDUMENN LP RARE ICELAND ROCK SIGNED BY ALL !!
Bloggar | Breytt 15.12.2010 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 11.12.2010
Við hlökkum svo til
Að komast í litla húsið okkar um jólin.
Bestu kveðjur úr Kvosinni.
Birna ballerína er nú á 6 ári í ballettskóla Eddu Scheving og var að sýna í dag í Tjarnarbíói ásamt öllum hinum ballerínunum. Það er stórkostlegt starf sem Brynja Scheving og kennarar hennar vinna og alltaf jafn gaman að sjá þessar fallegu sýningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 10.12.2010
Mosfellsdalur
Mosfellsdalur
Dýrðlegt er í Dalnum,
umvöfnum fjallasalnum,
Þar eru: Rósabændur og söngfuglar,
grautvíxlaðir graðfolar,
yxna kýr og ofvitar,
nóbelsskáld og gullmolar,
frekjusvín og drykkjusvolar,
ljóðskáld og þurfalingar,
hestamenn og monthanar,
þingmenn og snillingar,
listamenn og letingjar,
klerkur, kirkja,
ég er hættur að yrkja.
Óskar Þ.G. Eiríksson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 30.11.2010
Gildran - Huldumenn
Það er óneitanlega gaman að upplifa það að titillag á fyrstu hljómplötu okkar Gildrufélaga, Huldumenn, sé nú bókstaflega farið að skríða upp á vinsældarlista á útvarpsstöðvum tæpum 24 árum eftir að það var gefið út.
Lagið er vissulega magnað og það hef ég svosem alltaf vitað enn þetta er samt svolítið skrítið allt saman.
Þegar að við félagarnir ákváðum að halda tónleikana í Mosó og hljóðrita, þá byrjuðum við á því að æfa 33 lög. Auðvitað vissum við alltaf að við þyrftum að skera niður þann lagafjölda fyrir tónleikana og væntanlega hljómplötu og enduðum við á því að velja 20 lög.
Valið á þessum lögum reyndist okkur auðvelt og erum við allir full sáttir við það í dag.
Val á fyrsta lagi tónleikanna og um leið þá á plötunni var pínu hausverkur, því verður ekki neitað, en eins og fyrri daginn komumst við allir að samkomulagi. Lagið skal verða Huldumenn.
Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart á tónleikum okkar nú undanfarið, er að þetta gamla lag okkar er algerlega að slá í gegn. Það virðist sem hinn þjóðlegi taktur lagsins og texti hafi góð áhrif á tónleikagesti okkar og landa, það er ákveðinn baráttu andi í því sem okkur veitir ekkert af nú um mundir sem m.a nær sennilega í gegn.
Við erum allir fullir þakklætis fyrir frábærar viðtökur um land allt og eigum eins og ég hef áður skrifað eftir að fara víða á nýju ári og hlökkum mikið til.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 29.11.2010
Takk fyrir okkur
Takk fyrir frábærar móttökur á nýju plötunni okkar og tónleikum undanfarið.
Við erum allir, gömlu rokkararnir, bókstaflega í skýjunum.
Við ætlum að fara um allt land á nýju ári og spila fyrir landa okkar.
Sjáumst eldhress.
Gildran.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 11.11.2010
Rvk - Vestmannaeyjar 12. og 13. nóv 2010
Sjáumst vonandi sem flest!!!
Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.
Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.
Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.
Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra Blátt blátt sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 28.10.2010
GILDRAN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í AUSTURBÆ
Sjáumst vonandi sem flest!!!
Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.
Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.
Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.
Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra Blátt blátt sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 6.10.2010
Frábært lag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 3.10.2010
Þessi söngur og þessi aría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 2.10.2010
Frábært lag Bjartmars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)