mið. 21.8.2013
Svakalega sé ég eftir þessum bíl
Um dagana hef ég átt ótal bíla, enda forfallinn bíladellukall. Marga þeirra sé ég oft eftir að hafa látið frá mér fara, þó engum meir en þeim sem sést hér á myndbandinu.
Þetta var fagurblár Saab Sonnet árgerð 1973 sem var eins og nýr að innan sem utan. Ég eignaðist hann árið 1988. Aðeins fáir bílar voru framleiddir af þessari tegund frá Saab og ég held að þetta hafi verið sá eini sem var til á Íslandi.
Ég vann á þessum árum sem bílasali og ég gleymi aldrei þegar eldri maður kom til mín á bílasöluna, þá þekktur bílamaður og spurði mig hver ætti þennan bíl. Ég sagði honum að ég ætti hann og hann spurði mig hvort hann væri til sölu. Ég sagði svo ekki vera. Þegar hann kvaddi mig sagði hann, láttu þennan bíl aldrei frá þér fara.
Viti menn, hvað gerði ég???? Ég fór ekki að ráðum þess gamla.
Nokkrum árum síðar seldi ég hann og kaupandinn seldi hann skömmu síðar eitthvert erlendis. Ég var ungur þá og vantaði aura enda að kaupa íbúð, ekki það að ég hafi fengið fyrir hann eitthvað að ráði, samt eitthvað sem munaði um.
http://www.youtube.com/watch?v=9v_Aa2Nyz-U
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þri. 20.8.2013
Allt í einu er hann að verða svo gamall
Hundar hafa alla tíð verið mér hugleiknar skepnur, reyndar eins og allar aðrar. Ég furða mig oft á því að þeir hafi ekki notið meiri hlýju og ástúðar frá mannfólkinu.
Því miður er sennilegasta ástæða þess að misvitrar mannskepnur hafa tekið þá að sér og misnotað hæfileika þeirra.
Engin skeppna á jarðríki hefur aðlaðast mannfólki eins vel og hundurinn og engin skeppna hefur nokkru sinni komið mannskeppnunni eins oft til bjargar.
Ég hef allt frá því að ég var barn alist upp við að hafa hund á heimili mínu og hef sjálfur eftir að ég varð fjölskyldumaður einnig alltaf átt hund.
Ég er svo fullkomlega viss um hversu góð áhrif það hefur haft á börnin mín að alast upp með hund á sínu heimili.
Bítillinn Paul MCartney sagði eitt sinn að eini fjölskyldumeðlimurinn sem tæki alltaf á móti sér eins og hann væri einn af Bítlunum væri hundurinn hans.
Rússlandskeisari sagði forðum og frægt varð. Þeim mun meira sem ég kynnist manninum þykir mér vænna um hundinn minn.
Nú er Tryggur okkar að eldast og við erum nánast farin að finna daga mun á honum. Þvílíkur karakter sem hann er og það sem hann hefur gefið okkur.
Hér koma nokkrar myndir af Tryggi, bæði nýjar og gamlar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 18.8.2013
Snillingurinn Bjartmar Guðlaugsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 14.8.2013
Þetta verður spennandi og er að bresta á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 13.8.2013
Aldrei nóg af Buddy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 11.8.2013
Jón Gnarr er snillingur og mannvinur
Velgengni og athygli virðist því miður alltaf þurfa að fylgja öfund, afbríðisemi og jafnvel heift í garð þeirra sem hennar njóta.
Ég verð að segja eins og er að ég á ekki orð yfir þeim skrifum og athugasemdum sem um borgarstjórann okkar Jón Gnarr eru oft á tíðum látin falla, ef ég skrifaði slík ummæli um einhverja manneskju hér á bloggið mitt myndi marga reka í rogastans en allt virðist vera heimilt á feisinu og í kommentakerfinu víða.
Þetta eru oft á tíðum glórulaus skrif sem ganga svo langt yfir allt velsæmi og virðast látin óáreytt, í það minnsta eru þau ekki fjarlægð.
Jón Gnarr er snillingur á fleiri sviðum en einu, tveim eða þrem, hann er náttúrusnillingur en fyrst og fremst mikil manneskja.
Nú er réttindabarátta samkynhneigðra að ná hæstu hæðum og loks farin að fá þá athygli sem eðlilegt er og hefur Jón Gnarr borgarstjóri ekki legið á sínu liði í þeirri baráttu.
Fjöldi fólks rís nú upp á afturlappirnar kolvitlaust með athugasemdir vegna þeirrar athygli sem sú réttindabarátta nú nýtur og oft með hræðilega niðrandi skrifum sem eru náttúrulega fyrst og síðast og þegar öllu er á botninn hvolft þeim hinum sömu til mikillar smæðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 9.8.2013
Costa del Kjós
Við gömlu skólafélagarnir úr árgangi 1964, Varmárskóla í Mosfellsbæ, höfum undan farin ár tekið upp þann sið að hittast reglulega fyrsta föstudag í mánuði og borða saman.
Það er virkilega gaman þegar áratuga kynni eru rifjuð upp og allar sögurnar sem við eigum sameiginlegar gömlu bekkjarbræðurnir og vinirnir.
Nú nýlega var spúsum okkar boðið með og var ákveðið að farið væri í reiðtúr og grillað saman að því loknu hjá okkur Línu í bústaðnum okkar við Meðalfellsvatn.
Kjósin varð sem sagt fyrir valinu að þessu sinni og riðið um hana þvera og endilanga.
Hér koma nokkrar myndir af einstaklega vel heppnuðum degi þar sem Kjósin skartaði sínu fegursta.
Að venju læt ég myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 8.8.2013
Laxá í Aðaldal er svakaleg
Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að fara að veiða í Laxá í Aðaldal nú á dögunum, seint hefði ég trúað því að eiga það eftir. Þessi á og umhverfi hennar hefur heillað mig algerlega uppúr skónum allt frá því að ég sá hana fyrst.
Sem barn og unglingur var ég um árabil í sveit í Baldursheimi í Mývatnssveit. Það var á þeim tíma sem ég barði Laxá í Aðaldal reglulega augum og féll í stafi yfir fegurð hennar og umhverfinu öllu.
Þarna fór ég með Trausta frænda og Svavari veiðifélögum mínum og áttum við saman þrjá frábæra daga. Það var mjög kalt þegar við mættum fyrsta daginn á árbakkann, fjórar til fimm gráður en veðrið fór fljótt hlýnandi og má með sanni segja að það hafi verið eins og best verður á kosið síðasta daginn okkar.
Nú læt ég myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)