Æsileg barátta

Hún heppnaðist sannarlega vel veiðiferð okkar félaganna í Hrútafjarðará á dögunum, sjö vænir laxar, ein bleikja og einn urriði voru dregin að landi.

Hæst bar þó ein sú ótrúlegasta viðureign sem ég hef séð og raunar við allir félagarnir, sem flestir eru þó öllu reynslumeiri en ég í laxveiðum, þegar við sáum Trausta frænda heyja baráttu við stórlax sem hann setti í á 40 ára afmælisdegi sínum þann 5. júlí.

Þannig var að ég og Trausti frændi vorum saman í holli, við vorum staddir við Hólmahil og ég var að kasta og Trausti að fylgjast með mér. Hann stóð á hinum bakka árinnar og segir "Kalli, hér er einn risi beint fyrir framan nefið á mér". Ég reyndi að kasta í áttina að laxinum en gekk illa þar sem ég var með vindinn beint í fangið.

Trausti kastaði því út línunni sinni þaðan sem hann stóð og viti menn, laxinn beit strax á agnið og rauk niður ánna með miklum látum. Trausta tókst að hemja laxinn en þurfti að fara mjög varlega þar sem hann var með silungastöngina sína og aðeins 12 punda línu. 

Þegar þetta gerðist var klukkan 11:30 og svo ótrúlegt sem það nú er átti viðureignin eftir að standa til kl: 14:45, eða í þrjár klukkustundir og fimmtán mínútur áður en yfir lauk.

Hér að neðan set ég inn nokkrar myndir af viðureigninni.

Stór 1

Þarna er viðureign Trausta að hefjast.

Stór 2

Hið ómögulega gerðist og allir viðstaddir héldu að baráttan væri töpuð hjá Trausta. Hjólið gaf sig og allt flæktist. Með góðri aðstoð Bögga og Njalla tókst að laga hjólið og koma því aftur á stöngina. Eins og sjá má á þessari mynd heldur Trausti í við laxinn eingöngu með stönginni og með því að ríghalda í girnið.

Stór 3

Engin smá átök þarna og stöngin þanin til hins ýtrasta eins og sjá má.

Stór 4

Þarna er Trausti fyrir framan með stöngina þanda og Böggi með háfinn að vaða yfir ánna og ég í humátt á eftir með vídeóupptökugræjuna. Við óðum upp að öxlum og stóð ekki á sama um dýptina sem við vorum komnir í, enda straumurinn talsverður þarna.

Stór 5 

Þarna er Trausti kominn með spikfeitann 18 punda hænginn í fangið. Hann var 90 cm á lengd og 46cm ummál.

Stór 6

Trausti þakkar höfðingjanum fyrir viðureignina og óskar honum góðs gengis rétt áður en hann svamlaði aftur út í á dauðþreyttur rétt eins og veiðimaðurinn. Þetta var hjartnæm stund hjá okkur öllum sem vorum þarna með Trausta.

Stór 7

Laxinn farinn sína leið og við veiðifélagarnir kampakátir yfir afreki Trausta á fertugsafmælisdegi hans. Þetta var mögnuð stund og við allir gjörsamlega uppgefnir.

Elsku Trausti frændi! Bestu þakkir fyrir að láta stóra frænda fá veiðidelluna. Það er búið að vera frábært að vera með þér í öllum okkar veiðiferðum undanfarin ár og með svo góðum og skemmtilegum veiðifélögum.

Innilegar afmæliskveðjur til þín frá Kalla og Línu.

 


Ég spyr........

Verður þetta einhverntímann toppað??????

http://www.youtube.com/watch?v=DOuT6BmVy1s

Pavarotti 1314


Byrjaður að jazza

Undanfarnar vikur hef ég verið svo lánsamur að fá gamlan draum til að rætast, tromma í jasshljómsveit.
Það hef ég gert undanfarið með miklum snillingum á því sviði, þeim Ásgrími Angantýssyni, hljómborðsleikara og Þórði Högnasyni, kontrabassaleikara. Við höfum allir náð vel saman og haft mjög gaman af, bæði jamminu og félagsskapnum.
Við höfum tekið marga þekkta jassslagara og einnig lagt nokkra áherslu á að taka gömul þekkt dægurlög og setja í jassbúning og hafa Bítlarnir verið ofarlega á þeim lista hjá okkur, enda allir miklir aðdáendur þeirra miklu snillinga.
Á döfinni er svo að fá með okkur við og við góða gesti, bæði hljóðfæraleikara og söngvara.
Það eru mikil forréttindi að hefja ferilinn í jasstrommuleik með slíkum reynsluboltum og öðlings mönnum.
Ég á það Línu minni alfarið að þakka að opna augu mín fyrir jazzinum en hún hefur allt frá því ég kynntist henni sett góðar jazzplötur á fóninn við góð tækifæri.
Smátt og smátt hefur áhugi minn aukist á tónlistinni og er nú að ná hæstu hæðum um þessar mundir og þá er ekki aftur snúið, ég er nokkuð viss um það.
Myndin hér að neðan er tekin þegar Ási og Þórður komu í óvænta heimsókn til okkar Línu og Birnu í Kjósina í dag.
Góð heimsókn 12

Lax lax lax veiði

Þá er komið að fyrsta laxveiðitúrnum á þessu ári og mikið hlakka ég til.

Það er ekki eitt, heldur allt frábært við það að fara í veiði með góðum vinum og félögum. Gista saman í veiðihúsi, grilla góðann mat, drekka góðar veigar, spjalla og hlæja.

Nú er ferðinni heitið öðru sinni í Hrútafjarðará og þaðan á ég góðar og skemmtilegar minningar frá því í fyrrasumar. Þar veiddi ég í fyrsta sinn lax á flugustöng og það var mögnuð tilfinning að upplifa.

Baráttan stóð yfir í 15 mínútur og með góðri leiðsögn veiðifélaga minna tókst mér að landa fallegum laxi, það var annar laxinn sem veiddist í Hrútu það ár og einn af fáum þar sem veiðin var í sögulegu lágmarki þar eins og annarsstaðar í fyrrasumar.

Nú er öldin önnur, áin er full af vatni og iðandi af lífí að sögn þeirra sem hafa verið á bökkum árinnar nú undanfarið.

Neðst er myndband sem tekið var þegar ég landaði mínum fyrsta laxi, það var í Hólsá og hann tók á spún. Því er ekki saman að líkja að veiða á spún eða flugu.

Hrútó á 

Takan

Hrútó komin í hávinn

Kominn í háfinn

Hrútó fagnað

Fagnað

http://www.youtube.com/watch?v=qaLje5vY5bo


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband