lau. 27.7.2013
Tveir heildar snillingar samankomnir
Þegar ég sá þetta og heyrði var gæsahúðin alger frá upphafi til enda.
http://www.youtube.com/watch?v=28DfvvfZLi0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 22.7.2013
Mikið er ég stoltur af brósa mínum
Í dag var frétt um hann bróðir minn, Björgvin Tómasson, orgelsmið og pípuorgelið sem hann ásamt sínum frábæru smiðum er að reisa nú þessa dagana í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Ég var svo heppinn að fá að kynnast orgelsmíðinni eilítið þegar ég vann hjá honum þegar hann var með orgelverkstæði sitt og smiðju í gamla fjósinu á Blikastöðum í Mosfellsbæ. Í næsta rými við hliðina var hljómsveit mín Gildran einnig með aðstöðu um árabil.
Það er fróðlegt að sjá heilt risastórt pípuorgel fæðast, sjá fyrst allar þessar óhemju flóknu teikningar af útliti þess, svo ekki sé talað um innviðum þess sem eru algjör heildarfrumskógur fyrir viðvaning.
Það er erfitt að lýsa því mikla nostri sem á sér stað við smíði svo stórra hljóðfæra sem pípuorgel eru. Hvert og eitt smáatriði skiptir öllu máli svo allt virki þetta nú saman sem ein heild á endanum.
Svo má ekki gleyma að allt er þetta smíðað úr eðal efnum, sama hvort um járn tré eða hvað sem í smíðina er notað enda þurfa slík hljóðfæri að duga í hundrað ár eða jafnvel meira.
Það er liðið um það bil ár síðan ég rölti hérna um kirkjuna með organista og formanni sóknarnefndar til að sjá hvernig við vildum hafa þetta, segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sem nú er að setja upp nýjustu afurð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Slíkt verk er ekki hrist fram úr erminni en því fylgja 1.200 pípur og eru sumar þeirra í um sjö metra hæð. Þegar þær eru komnar á sinn stað á svo eftir að stilla og inntóna orgelið, sem er tímafrekt, svo það verður ekki fyrr en í október sem hljóðfærið verður komið í gagnið.
Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan, segir Björgvin.
Það er reyndar ekki um marga innlenda að ræða því hann er eini orgelsmiðurinn á landinu og því segir hann í gríni að það ríki alltaf mikil sátt þegar stéttarfélagið kemur saman.
Hann er engin nýgræðingur í greininni en aldarfjórðungur er liðinn frá því hann hannaði sitt fyrsta orgel. Já, það var Björgvin Tómasson opus 1 en þessi hérna er Björgvin Tómasson opus 34.
Honum þykir það þó óneitanlega undarleg tilhugsun að verið sé að leika á Björgvin víða um land. Hann segist þó ekki gera upp á milli þessara nafna sinna. Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna, segir hann.
Hins vegar er það alveg sársaukalaust að segja frá því hvar þeir hljóma best en eins og við vitum getur hljómburður verið æði misjafn í kirkjum landsins. Ég er til dæmis sérstaklega ánægður með hvernig hann hljómar í Laugarneskirkju, þar er reyndar stærsta orgelið sem ég hef smíðað. Hann segist einnig ánægður með hvernig Björgvinarnir hljóma í Hjallakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi.
Þótt Björgvin sé einn í stéttarfélagi orgelsmiða á Íslandi er hann ekki einn að verki. Ég er svo heppinn að hafa starfað með Jóhanni Halli Jónssyni smiði í ein tuttugu ár og svo Guðmundi Gesti Þórissyni um alllangt skeið. Svo hefur sonur minn verið mér mikil hjálparhella. Þó held ég að það sé borin von að hann vilji halda taka við kyndlinum og halda þessari listiðju í fjölskyldunni.
Hér að neðan er myndband af brósa þegar hann var að smíða orgelið hennar Bjarkar Guðmunds ásamt aðstoðarmönnum.
http://www.youtube.com/watch?v=J0uXL1E5qn8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 21.7.2013
Gildran úr gulli
Nú um síðastliðna helgi færði frændi minn og vinur, Hallsteinn Magnússon, bókbansmeistari mér tvo gamla aðgöngumiða sem hann átti í fórum sínum og Gildran notaði á tvennum útgáfutónleikum í tilefni af útkomu geisladisksins, Gildran í 10 ár. Þessa tvo miða hafði Hallsteinn geymt í 15 ár.
Ég hafði mjög gaman af þessari gjöf og rifjaðist strax upp fyrir mér þegar við frændur útbjuggum þessa aðgöngumiða úr sérstöku bindaefni, hvern og einn handunnin og gylltan með ekta fólíugulli og letrið sett upp á gamla mátann.
Þetta dunduðum við frændur okkur við á bókbandsverkstæðinu sem við lærðum báðir hjá, Arnarfelli í Kópavogi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 20.7.2013
Er Lúpínan hræðileg???
Ég heyrði stórmerkilegan þátt á rás 1 fyrir skömmu um Lúpínuna og hversu umdeild þessi planta er.
Það kom mér virkilega á óvart hversu mikill hiti stafar á milli manna og sérfræðinga um þessa plöntu.
Mér hefur alla tíð þótt hún undur fögur og einnig vera sumarboði.
Ég get ekki sannara sagt, á tilurð hennar í íslenskri náttúru eða hvort hún hefur góð eða slæm áhrif hef ég hvorki skoðun á, né vit til að dæma um en mikið ósköp er Lúpínan samt falleg jurt.
Hér á myndinni fyrir neðan er Birna mín í Lúpínubreiðu við bústaðinn okkar í Kjósinni nú nýlega.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 19.7.2013
Bókband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 17.7.2013
Stórkostlegur flutningur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 17.7.2013
Fjarlægðin gerir fjöllin blá
Já svo sannarlega gerir fjarlægðin oft fjöllin blá en þetta máltæki á ekki einungis við einhverjar drauma eða draumsýnir, þannig er það bara.
Hér að neðan set ég inn tvö mynbönd af tveimur frábærum trommuleikurum og sannarlega tekst þeim eldri að gera fjöllin blá og gefa manni skilning á orðatiltækinu og hafa fullkomna trú á því.
Endalaus tónlist, tónlist, tónlist og engin sándfeik, allt eins og það kom af kúnni hjá þeim gamla.
http://www.youtube.com/watch?v=XrsBT_C0bG8
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 14.7.2013
Fullkomið frelsi
Það er stórkostlega gaman að tromma jazz, í því er eitthvert frelsi en um leið einhver óendanleg binding og samband sem þarf að eiga sér stað á milli hljóðfæraleikaranna svo að allt smelli saman.
Margir af bestu trommuleikurum heims koma úr jassinum og hafa mótað og haft mikil áhrif, langt út fyrir sinn ramma.
Góður jasstrommuleikari þarf fyrst og síðast að hafa í sér mikla tónlist og ef grant er skoðað, þá sést það á öllum þeim bestu að þeir bókstaflega iða af tónlist í æðum sínum. Trommusettið er notað á alla kanta og úr því kemur, hvort sem lamið er með höndum, kjuðum eða burstum, endalaus tónlist.
Hér kemur myndbrot af einum slíkum og miklum frumkvöðli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 11.7.2013
Kostuleg stílabók
Mér áskotnaðist á dögunum kostuleg stílabók sem ég hafði notað í Gagnfræðaskólanum í Mosó árið 1977, eða fyrir 36 árum, bæði fyrir dönsku og ensku.
Mamma hafði án minnar vitundar haldið uppá hana og notað til að skrifa í uppskriftir af öllu tagi. Fyrir tilviljun sá ég stílabókina hjá mömmu nú fyrir skömmu og vakti hún athygli mína og ekki síður kátínu þegar ég sá það sem í henni stóð þegar ég opnaði hana.
Þarna má, eins og sést á myndunum, sjá stórum stöfum ritað með miklum stæl VENUS og þar fyrir neðan nöfnin: Haffi orgel - Þórhallur gítar - Elli bassa - Kalli trommur.
Þarna er um að ræða fyrstu hljómsveitina sem við félagar úr Gildrunni, ég og Þórhallur stofnuðum með góðum skólafélögum, þeim Hafþóri Hafsteinssyni, sem nú er látinn og Erlendi Erni Fjeldsted Mosfellingi og eiginmanni Herdísar Sigurjónsdóttur bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ til margra ára.
Venus tróð eftirminnilega upp á skólaballi í Gaggó og sérlegur aðstoðamaður okkar var þáverandi íþróttakennari skólans, Ísólfur Gylfi Pálmason sem nú er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
Þetta var fyrsta og eina giggið sem Þórhallur spilaði á gítar og er minnisstætt að Ísólfur Gylfi stilti gítarinn fyrir Þórhall þannig að þvergrip með einum fingri dugðu til að spila lögin sem við spiluðum.
Lögin voru tvo. Út og suður þrumustuð og Kærastan kemur til mín með Lónlí blúbojs.
Það þarf ekki að spyrja að því að þarna slógum við algerlega í gegn og hljómurinn hafði verið gefinn fyrir það sem koma skyldi.
Á myndinni má sjá að greinilega höfðu verið uppi hugmyndir um önnur nöfn hjá okkur strákunum eins og Magnarar, Brúsar, Fígúrur og Cosinus.
Þegar þessu samstarfi okkar gömlu skólabræðrana lauk, stofnuðum við Þórhallur hljómsveitina Cosinus sem lék þó nokkuð mikið á dansleikjum m.a. í gamla Klúbbnum í Borgartúni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 10.7.2013
Fyrsti trommutíminn í 30 ár
Ég skrifaði um það nýlega á blogginu mínu að ég væri búinn að fá gamlan draum til að rætast, að tromma í jasshljómsveit og ég er svo heppinn að fá að njóta þess á mínum fyrstu metrum með frábærum spilurum og ekki síður góðum félögum.
Þá var ekki um annað að ræða hjá mér en að fá leiðsögn í jasstrommuleik þar sem ég hef aldrei fengist við slíkt og eftir því sóttist ég að sjálfsögðu hjá einum magnaðasta jasstrommuleikara Íslands fyrr og síðar, Matthíasi Hemstock.
Hann tók erindi mínu vel og ég fór í minn fyrsta tíma til hans í dag og það var bókstaflega magnað og ótrúlega skemmtilegt.
Matti stóðst allar mínar væntingar, það var gaman að uppifa alla hans kunnáttu í jasstrommuleik, innsýn og þekkingu í mínum fyrsta tíma.
Ég er bókstaflega heillaður, það er eins og þetta hafi allt átt að gerast. Það er sérkennilegt að upplifa.
Kæru vinir!!! Bíðið bara róleg, innan skamms verður gamli rokktrymbillinn kominn með jassinn algerlega á hreint.
Með góðri kveðju frá KáTomm.
Myndin hér að neðan er af Matta, kennara mínum, í góðum fíling. Hann er magnaður og stíllinn ótrúlega flottur. Hann spilar með öllum skrokknum og sándið á kappanum er eftir því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)