Gullmoli

John F 1

Fyrir margar sakir getur það reynst dýrkeypt að skella sér á tónleika og sjá einn af sínum uppáhalds tónlistarmönnum. Ég þekki báðar hliðarnar á því. Það er að segja að verða fyrir hræðilegum vonbrigðum sem búa svo innra með manni lengi vel og svo hitt að upplifa töfra sem standast allar væntingar og jafnvel rúmlega það.

Það skal ég fúslega viðurkenna að ég óttaðist það mikið að gamli, hálf sjötugi, rokkarinn John Fogerty kæmi hingað á skerið, tættur, þreyttur og illa upplagður þar sem hann er nú á löngu tónleikaferðalagi. Sá ótti var algerlega ástæðulaus og snillingurinn sýndi og sannaði fyrir öllum sem lögðu leið sína í Höllina í gær fyrir hvað hann stendur og hefur staðið í áratugi.

John Fogerty fór á kostum og gaf allt í tónleika sína í Höllinni, söng öll sín lög óaðfinnanlega og gaf sig meira að áhorfendum en gengur og gerist hjá oft minni spámönnum. Hljómsveitin stóð sig einnig með prýði og trommuleikarinn var frábær, ekki sá hinn sami og eyðilagði að mínu mati síðustu live plötu meistarans með sannslausum ótímabærum barningi. Ég hafði einstaklega gaman að því hvað Fogerty hrósaði trommuleikara sínum sérstaklega á tónleikunum í gær.

Mér eru mjög minnisstæðir tónleikar sem ég fór á með Paul Mc Cartney og orð sem félagar hans í hljómsveitinni sögðu um miðbik þeirrar tónleikaferðar. Allt saman tónlistamenn sem hafa spilað með mörgum frægum stjörnum. Þeir sögðu allir einstakt að fá tækifæri til að spila með tónlistarmanni sem gæti haldið út heila tónleika og nánast hvert einasta lag sem flutt væri þekktu allir í salnum.

Þannig var það í Höllinni í gær.

Ég vona að tónleikar og heimsókn John Fogerty til Íslands fái heilsíðu, eða hreinlega opnu umfjöllun í Morgunblaðinu á næstu dögum, það eru mörg dæmi um það hjá sumum "snillingum" sem lítið hefur gert annað en að rigna upp í nefið á og hafa hvorki sést fyrr né síðar eftir það. Hvað þá að skilja eftir sig nokkuð í líkingu við það sem tónlistarmaðurinn sem stóð á sviðinu í Laugardalshöll í gær hefur gert.

Það er ekki öllum gefið að galdra fram veisluréttina hvern að öðrum með einfaldleikann einn að vopni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Æ, mér hefur aldrei fundist hann mikill söngvari, finnst persónulega Biggi Haralds mikið betri.

En hann samdi ágætis lög . Biggi gerði það nú svo sem líka.

HP Foss, 23.5.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dauðsé eftir því að hafa ekki farið. Þú ert ekki einn um að dásama þennan konsert Kalli. Ég taldi mig þó vita fyrirfram að hann gerði þetta alveg eins vel og hans hæfileikar bjóða upp á - 100%.

Á vefsíðunni hans (www.johnfogerty.com) kemur fram hvernig set listarnir eru þannig að það er nokkuð ljóst að hverju þú gengur ef þú mætir á konsert hjá honum.  Hann verður að vera í góðu formi því hann er að fara í stífa hljómleikaferð skv. Tour hluta síðunnar hans.

Haukur Nikulásson, 23.5.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta voru frábærir tónleikar og langt fram úr væntingum sem voru þó nokkrar. Hljómsveitin var prýðileg og sérstök upplifun að horfa á fimm gítarleikara saman á sviði! Lagavalið var flott enda nóg úr að velja og innilega gaman að sjá og heyra hvað kallinn er í góðu formi andlega og líkamlega. Hann þakkaði konu sinni fyrir það og mér sýninst hann vera á góðum stað í lífinu. Orðinn sáttari við fortíðina og horfir bjart framávið.

Gaman að sjá þig þarna í gær og það voru mörg kunnuleg andlit á svæðinu og allir sem ég hef talað við eru himinlifandi. Það er eins og þú segjir ekki á hverjum degi sem við sjáum lifandi goðsagnir og nú fáum við tvo á tæpri viku!

Kristján Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru félagar.

Helgi minn, Biggi og Fogerty eru í mínum huga eitt. Þeir eiga svo margt sameiginlegt, það sá ég í gær. Það var séstaklega notaleg tilfinning og ég hugsaði mikið til Bigga þar sem ég vissi af honum í stúkunni.

Haukur, já þú hefðir örugglega haft gaman að því að koma í Höllina í gær. þar blómstraði allt.

Kæri Kristján. Mikið var gaman að hitta þig og spjalla við rétt fyrir tónleikana og eins og þú segir þar voru mörg kunnuleg andlit sem ljómuðu bókstaflega af þeim loknum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 23.5.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, maður á eftir að naga sig í handarkrikana næstu ár yfir að hafa ekki farið. Menn eru almennt sammála um að þetta hafi verið ákaflega skemmtilegt ball.

Ég var samt mjög löglega afsakaður, meira um það seinna.

Ingvar Valgeirsson, 23.5.2008 kl. 10:20

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Ingvar og takk fyrir síðast. Það var gaman að hitta þig óvænt í Mosó og spjalla við þig. Þú hefur nú örugglega tækifæri til að sjá kallinn seinna þó það verði ekki hér á klakanum.

Ég er sammála því Hjördís að það orkar alltaf tvímælis þegar gagnrýnendur hvorki þekkja né hafa nokkurn áhuga á því sem þeir fá sig samt útí að leggja dóm á. Mér heyrist nú Páll Baldvin vera einn um þessa skoðun sína á tónleikunum.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 23.5.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er bókstaflega orðlaus.

Það er orðið nokkuð sama hvað ég skrifa orðið um á síðu minni, alltaf sjá einhverjir ástæðu til að koma inn í umræðuna með eitthvað sem tengist henni ekki á nokkurn hátt og reyna að eyðileggja hana fyrir mér með leyðinda athugasemdum. Samanber þessa færslu mína hér að ofan um John Fogerty. 

Nú gerðist það reyndar að ég sá hvaðan nafnlausa athugasemd kom þar sem eitthvað virðist hafa brugðist hjá viðkomandi í nafnleyndinni og viti menn hún kom frá stjórnarmanni Varmársamtakanna.

Ég mun ekki erfa þessi mistök en bið stjórnarmann Varmársamtakanna að halda sig á sínum heimaslóðum. Þið haldið jú úti heimasíðu þrátt fyrir að þið virðist beina skrifum ykkar eitthvert annað í tíma og ótíma undir hinum ýmsu nöfnum. 

Beinið kröftum ykkar í málefnalega og lýðræðislega umræðu sem snýr að ykkar aðal hugðarefnum í stað þess að eyða þeim í færslur mínar um allt og ekkert og í þessu tilfelli t.d. um bandaríska rokksöngvarann John Fogerty.  

Karl Tómasson, 24.5.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Sigga Hjólína

Heyrðu þetta frá skósveininum sem stundum er í Hvarfi... er ekki bara málið að deleta / eyða svona vitleysu eins og sum samtök gera?

Þessi athugasemd er svoleiðis út úr kú að ma' barra skilurrekkisona....

Ha, sagði einhver Vogur? 

Sigga Hjólína, 24.5.2008 kl. 22:48

9 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er hjartanlega sammála þér Sigga Hjólína og mun taka þig á orðinu og eyða þessu öllu út. Slíkt hef ég reyndar aldrei gert áður en sé ég mig nú knúinn til þess.

Þetta er orðið grátbroslegt.

Karl Tómasson, 24.5.2008 kl. 23:13

10 Smámynd: steinimagg

HEILRÆÐI DAGSINS

Það sem tekur þig mörg ár að byggja upp, gæti einhver eyðilagt á einum degi:

~ Byggðu upp, þrátt fyrir það. 

 Móðir Teresa 

steinimagg, 24.5.2008 kl. 23:35

11 identicon

Ólafur í Hvarfi þann 20. maí 2008 8.52

Ég fékk nokkuð skemmtilega hugmynd sem byggist á ástriðu okkar íslendinga að keppa í öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Hvernig væri að stofna til samkeppni um titilinn “Spilltasta Bæjarstjórn Íslands” ?

Það var svo ósköp leiðinlegt fyrir okkur Mosfellinga að tapa í spurningakeppni bæjarfélaganna í sjónvarpinu. Það yrði eflaust öflug samkeppni en ef við Mosfellingar leggjumst á eitt og skoðum ýmis athyglisverð mál í okkar bæjarfélagi gæti útkoman orðið athyglisverð.

Hér eru spennandi flokkar að skoða:

1. Fjárframlög til golfíþróttarinnar.
2. Lóðaúthlutanir og lóðabrask.
3. Verkefnaúthlutanir án útboðs.
4. Vinavæðing í listageiranum.
5. Pólitísk afskipti af lýðræði.
6. Sérhagsmunagæsla hjá kjörnum fulltrúum.

Hér er aðeins stiklað á stóru og ég lýsi eftir hugmyndum í keppnina þar sem töluverð samkeppni er milli sveitafélaga.

Frá Óla í Hvarfi

Óli (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 00:23

12 identicon

Hvað gengur þessum Varmársamtökum til? Ég er búin að fá nóg af ofsóknum þeirra í garð heiðvirðs fólks og þess hvernig þau hakka í sig fólk og búa svo bara til það sem upp á vantar sbr. það að halda því statt og stöðugt fram að ég og fleiri séum ekki til. Ég ákvað að draga mig í hlé, fékk nóg af bullinu í þeim en ég hef fengið nóg.

Hvað gengur þessum Varmársamtökum til?

Linda Björk Ólafsdóttir, Kjalarnesi (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 00:40

13 identicon

Gott og blessað kvöldið  Karl trommuleikari

Ég skil ekki seinni hluta umræðanna sérlega vel að öðru leiti en því að ef ég man rétt þá brunnu þessi Varmársamtök inni með umræðuna sína voru ekki einhver ægileg læti og svo bara var allt búið? Hélt að það væri búið að leisa þau upp en það er greinlega til enn samkvæmt þessu öllu.

Annars var það nú Fogerty tónleikarnir sem ég vildi sagt hafa eitthvað um. Tek undir að þeir voru einstaklega vel heppnaður og einstakt að sjá kauða loksins. Gaman líka að því að búið var að stækka sviðið fram í salinn og svo þegar þeir komu allir saman með gítarinn. Ógleymanlegt. Auðvitað saknaði maður laga en það er ekki hægt að heimta allt. Ég held að það sem að Gildrumezz gerði með plötunni sinni og túrnum um landið hafi átt heilmikið í því hvað mættu margir í höllinni og hvað hann virðist vinsæll hér.

Kveðja Gunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 01:08

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hann er góður...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband