Aðeins meira af bassanum

Carol KayeHér fyrir neðan skrifaði ég smá færslu um bassagítarinn og áhuga minn á honum. Ég þakka þeim sem tóku þátt í pælingunum kærlega fyrir.

Eins og ég kom að í athugasemd undir færslunni sá ég fyrir nokkru síðan þátt um bandaríska bassaleikarann Carole Kaye sem bæði hafði á mig mikil áhrif og ég hafði óskaplega gaman af.

Gamla kellan, sem er komin á áttræðisaldur, hefur verið að í c.a 60 ár og er enn að. Ekkert lát virðist á vinsældum hennar í stúdíóvinnu. Hún er magnaður bassaleikari og hefur samið margar afgerandi bassalínur sem þykja hrein meistaraverk. Ég hygg að margur verði hissa sem á eftir að komast að því hvað sú gamla hefur gert. Afgerandi stíll hennar hefur lyft mörgum góðum lögum í hæstu hæðir.

Eins og ég sagði í einni athugasemd minni hér að neðan þá sagði ég einu sinni við konuna mína að það væri með ólíkindum hvað konum gengi illa að ná tökum á bassa og trommum. Ég vissi ekki hvert konan mín ætlaði að fara, hún spurði mig hvort ég væri endanlega genginn af göflunum í karlrembunni. Viku síðar var sýndur þáttur á Rúv um Carole Kaye og ég þurfti að éta allt sem ég hafði sagt við konuna mína þveröfugt ofan í mig.

Þvílíkur bassasnillingur sem þessi kona er, stíllinn, bítið, sveiflan, allir frasarnir hennar, þetta var ótrúlegt.

Nú nýlega voru félagarnir í Uriah Heep ásamt Deep Purple með tónleika hér á landi. Ég og við félagarnir í Gildrunni vorum þess heiðurs aðnjótandi að fá að hita upp fyrir Uriah Heep þegar þeir komu til landsins árið 1988. Það var mögnuð lífsreynsla að hitta gömlu átrúnaðargoðin og fá að spila með þeim, nokkuð sem við eigum aldrei eftir að gleyma.

Einn af mínum uppáhalds bassaleikurum fyrr og síðar er Gary Thain bassaleikari Uriah Heep. Hann var ótrúlega litríkur og afgerandi bassaleikari. Hann litaði lög hljómsveitarinnar með snilli sinni og kunnáttu á hljóðfærið á afgerandi hátt. Mér er minnisstætt þegar félagi minn og vinur Jóhann Ásmundsson bassaleikari í Mezzoforte sagði eitt sinn við mig að Gary Thain hefði verið stórkostlegur bassaleikari og einn af hans uppáhalds rokkbassaleikurum. Þegar slíkir snillingar eru manni sammála er maður ekki lengur í vafa.

Gary Thain hefur sennilega á sínum stutta ferli haft mikil áhrif og jafnvel meiri en margan grunar. Hann dó langt fyrir aldur fram. Til að mynda er Trevor Bolder núverandi bassaleikari Uriah Heep og fyrrum bassaleikari hjá David Bowie greinilega undir áhrifum frá honum.

Einu sinni sagði við mig kona: Sjáðu hvað bassaleikarinn er sexý!“. „Hvað meinar þú?“ spurði ég. Sérðu ekki hvernig hann handleikur hljóðfærið? svaraði hún.

Ég fattaði nokkrum dögum seinna hvað hún átti við. Áreynslulaust og fumlaust handbragðið upp og niður á hálsi hljóðfærisins höfðaði til hennar. 

Já, það er gaman að spá í tónlist og góður bassaleikur er unaðslegur. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa með nokkrum slíkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Nokkrum dögum seinna??? Hvað var þá í gangi?

HP Foss, 3.6.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já Helgi minn alltaf sami húmoristinn.

Það er gott þegar að menn fá mann til að hlæja, þú átt það til minn kæri og bara nokkuð oft.

Það er greinilegt hvað vakti mesta áhuga þinn í greininni.

Hvað var í gangi? ha ha ha!!!

Karl Tómasson, 3.6.2007 kl. 22:07

3 identicon

"Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa með nokkrum slíkum."

 Ég þakka sömuleiðis Karl!

6666 (sagt með mikilli smámælsku!) var náttúrulega samansett af hreinum snillingum.

Sibbi (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Frá því ég hóf að hlusta á tónlist sem"neytandi" hefur bassinn ávallt skipað efsta sætið af öllum hljóðfærum, rafmögnuðum, jafnt sem kontra án "electró". Gott bassaspil er hrein unun á að hlusta. Bassaleikurinn er burðarás hvers lags og þegar kemur að því að nefna "mína bestu" finnst mér í einfaldleika mínum Roger Waters standa þar manna fremst. Má vel vera að það sé vegna þess að ég hafi tekið ákveðnu ástfóstri við Pink Floyd mjög snemma á lífsleiðinni, en vil halda í það að jafnframt því að dást að bassaleik Waters, hafi textarnir einnig gert gæfumuninn. Góður texti þarf góðan bassa, til að skila sér.  Ekkert je je je eða I love you and miss you og bla bla bla. Segja eitthvað og leggja áherslu á textann með góðum bassa. Á alveg eftir þessa Carole, en mun bæta snarlega úr því við fyrsta tækifæri. Takk fyrir "hintið"

Kveðja úr "Tanganum" 

Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 02:29

5 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Þetta eru skemmtilegar bassapælingar Karl, bendi fólki á að Carol Kaye spilar allan bassa á hinni ágætu plötu Frummanna "Tapað fundið" sem kom út á síðasta ári, eins og fram kemur á heimasíðu hennar www.carolkaye.com/ www/library/basshits.htm

"Frummenn - The Original Studmenn (VIP Iceland group)"

Bjarni Bragi Kjartansson, 4.6.2007 kl. 12:33

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Sibbi

Gaman að heyra frá þér. Já 6666 var flott á sínum tíma en lifði stutt eins og margar frábærar hljómsveitir.

Sæll Halldór Egill

Waters er flottur en ég fíla nú líka einn bassaleikara og hljóðfæraleikara sem hefur verið talsvert í:  je je je i love you and i miss you pakkanum svona á árum áður a.m.k.

Sæll Óli

Ég tek engann séns á að kommenta þetta hjá þér.

Sæll Bjarni Bragi.

Gaman að sjá þig, það er orðið nokkuð liðið síðan síðast.

Ég man eftir því að hafa lesið viðtal við Valgeir Guðjónsson þar sem hann talaði talsvert um þá gömlu.

Þeir fóru út félagarnir og sú gamla mætti í stúdíóið á gömlum Súbarú með dótið sitt aftur í. Varst þú með þeim?

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.6.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Jú blessaður, nei ekki var ég með þeim en hefði alveg borgað flug aðra leiðina amk. til að vera þarna.

Ég masteraði reyndar plötuna hérna heima sem er nú varla í frásögur færandi :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 5.6.2007 kl. 17:54

8 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Mikið finnst mér skemmtilegra að lesa um bassaleik en Varmársamtökin, haltu þessu áfram. Sögur af Gildrunni og svona, maður nennir að lesa það.

Rúnar Birgir Gíslason, 5.6.2007 kl. 21:21

9 Smámynd: HP Foss

Kalli. Hvernig var sagan af bensínstöðinni á Mývatni?

HP Foss, 5.6.2007 kl. 21:44

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tek undir orð Rúnars hér að ofan, bössun frekar en Varmársamtök. Enda eru bassaleikarar, sem og bassaleikur, miklu skemmtilegri en Varmársamtökin, ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 19:23

11 Smámynd: Matti sax

Sammála því Ingvar minn. Gamla skvísan er óóóótrúlega mögnuð

Matti sax, 6.6.2007 kl. 21:20

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hæ Tommi - C.K er kúl um það þarf ekki að ræða en þær eru fleiri - skoðaðu þennan bassaleikara www.gailanndorsey.com hún er í miklu uppáhaldi hjá mér, alger toppbassaleikari sem hefur komið víða við og er hirðbassaleikari D.Bowie. Svo má nefna Ashley Phillips  súperfönkdrottning sem t.d. hefur spilað með hans hátign Prince.  

Pálmi Gunnarsson, 10.6.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband