Uppþvottaburstinn

imgItemÞrátt fyrir að konan mín komi mér nú ekki stanslaus á óvart eftir 22 ára búskap þá tekst henni það svo sannarlega enn. Eitt af því sem hún gersamlega bakar mig í það er hvað hún er ofur minnug. Hún toppaði nú samt allt saman í gær. Við vorum að vaska upp og hún benti mér á að uppþvottaburstinn sem ég keypti nú á dögunum væri algerlega ómögulegur. Ég kváði við og vildi fá að vita hvað væri að honum. Þá sagði hún: Gamli uppþvottaburstinn sem ég var að henda var keyptur í október. Hjá mér kom löng þögn og ég sagði: "Lína mín. Að muna hvenær uppþvottabursti er keyptur veldur mér áhyggjum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Uppþvottavélar hafa yfirleitt enn betri endingartíma ... engar áhyggjur, þetta er eðlilegt fyrir okkur konurnar, að muna svona hluti!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.4.2007 kl. 06:56

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að muna hvenær uppþvottabursti var keyptur...?....ég myndi hafa miklar áhyggjur af því.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband