Varmársamtökin og Vinstri græn

Gunnlaugur B. Ólafsson, varaformaður Varmársamtakanna og Samfylkingarmaður, hefur undanfarið, eins og nokkrir félagar hans í Varmársamtökunum, verið duglegur að blogga og er enn að. Gunnlaugur beinir reglulega til mín spurningum sem ég hef nú ekki alltaf séð ástæðu til að svara og ég vona að hann fyrirgefi mér það. Kannski er Gunnlaugur að gera þetta til að fá fjör í umræðuna svona rétt fyrir alþingiskosningarnar, ég veit það ekki.

Hingað til hef ég ekki blandað mér nema að sáralitlu leyti í alla þá umræðu sem sprottið hefur upp vegna hinnar marg umtöluðu tengibrautar og í raun var ég að vonast til að þeirri umræðu færi senn að ljúka. Gunnlaugur sagði reyndar sjálfur nú nýlega að umræðan væri búin að ná fullum þroska. Ég veit ekki hvað hann meinar með þroska, á köflum hefur þetta að mínu mati verið hálf þroskaheft umræða. Því skil ég ekki afhverju Gunnlaugur lætur ekki staðar numið.

Varmársamtökin brugðust algjörlega í umræðunni með því að tala máli tveggja flokka. Það var á þeim tímapunkti sem að ég, og ótal margir fleiri, áttaði mig á því að samtökin væru há pólitísk. Samtökin hafa róið öllum árum gegn sitjandi meirihluta Vinstri grænna og sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Nýlega benti Gunnlaugur mér á að nálgast kjósendur af virðingu. Ég vona að ég nálgist sem flesta af virðingu og það þurfi ekki kjósendur til. En talandi um virðingu:

Gunnlaugur endilega beindu Varmársamtökunum á rétta braut. Það gengur ekki upp að á sama tíma og þú ert að skrifa eða tala máli Varmársamtakanna þurfir þú ávallt að reyna að vera fyndinn á kostnað Vinstri grænna. Þetta er svo ótrúverðugt og hallærislegt.

Þegar þorrablótið í íþróttahúsinu að Varmá var haldið vorum við í sama liði, það er V og S listi. Þetta veist þú! Þú getur ekkert staðhæft um fylgi Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Þetta veist þú! Vinstri græn í Mosfellsbæ fengu ekki 9% í kosningunum. Þetta veist þú! Atkvæði greidd Vinstri grænum duttu ekki steindauð niður í Mosfellsbæ. Þetta veist þú! Vinstri græn í Mosfellsbæ komu ekki í veg fyrir myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ. Þetta veist þú!

Ykkar gengdarlausu árásir á Vinstri græn í Mosfellsbæ hafa gert það að verkum að þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknar opna vart munninn í fjölmiðlum án þess að tala um Vinstri græn í Mosó til að reyna að koma höggi á flokkinn á landsvísu nú rétt fyrir alþingiskosningarnar. Um leið gera þeir sig óttalega bjánalega vegna þekkingarleysis síns á málinu.

Hvernig ætlast samtökin til að þeirra málflutningur virki trúverðugur með þessu móti? Aðkoma Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í þessu máli hefur verið með ólíkindum. Báðir flokkarnir studdu þessa vegtengingu í Helgafellshverfið allt frá upphafi eins og allir vita. Nú síðustu vikur hafa forystumenn þessara flokka og þá aðallega Samfylkingarinnar, endalaust talað um að það væri rétt að skoða aðra kosti.

Hvaða kosti? Hafa flokkarnir nefnt það? Nei, það hafa þeir aldrei gert. Getur þú, Gunnlaugur varaformaður Varmársamtakanna, af því að ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, bent mér á annan betri kost til að tengja íbúðabyggðina í Helgafellshverfi við Mosfellsbæ?

Helgafellshverfið er staðreynd og varð fyrir ótal mörgum árum síðan og til þess að komast þangað þarf vegtengingu.

Með góðri kveðju, kæri vinur og ég vona að allir fari að átta sig á því að þetta var eina raunhæfa leiðin í hverfið. Ég sá það strax og varð að sætta mig við það. Bæjaryfirvöld hafa gert allt til að milda áhrif vegarins og það hefur tekist vel til að mínu mati. Þetta er allt annar vegur nú en hann var fyrir kosningar.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Góður pistill hjá þér Kalli. Ég hef reynt að ræða þetta mál einmitt út frá þessum staðreyndum en það virðist gæta ótrúlegs misskilnings í bænum varðandi tengibrautina og hvernig hún liggur. T.d. hef ég heyrt að verið sé að skemma Varmá með brú yfir hana, sem á að vera hluti af tengibrautinni. 

Sennilega hafa margir haldið á skrifum mínum og þá aðallega í rökræðum við Gunnlaug perluvin minn, að ég sé gallharður Vinstri grænn. En þó ég virði þig Kalli og lít á þig sem félaga að þá eru engar líkur á að ég eigi eftir að kjós þig og þinn flokk og veit ég að þú fyrirgefur mér það  Hinsvegar blöskraði mér þær persónulegu árásir sem haðar voru uppi gegn þér og urðu til þess að trúverðugleiki  Varmársamtakanna hlaut skipbrot.

Guðmundur H. Bragason, 9.4.2007 kl. 20:55

2 identicon

Heyr, heyr!!!

halldór (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:19

3 identicon

Og hananú...... Þroskaheft umræða um þennan blessaða veg þar er ég sammála þér Kalli.

Ég var nú svona að reyna mynda mér einhverja skoðun á þessum blessaða vegi og get ekki sagt að hann skaði kvosina á nokkurn hátt ......  Og sammála þér Gummi að trúverðuleika þessara Varmársamtaka er hent í sorpið.... og hananú þau getað breytt nafninu á þessum saumaklúbb í þoliekkikallatomm samtökin   enda erfitt að tengja málstaðinn við Varmá ef einhver málstaður er.

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:43

4 identicon

Sæll Karl, ekki ætla ég að svara fyrir Gunnlaug, enda er hann fullfær um það, en mér leiðist á sjá þessa tuggu um að Varmársamtökin séu einhver undirróðurssamtök á vegum Framsókar og Samfylkingar. Það sem gerir tugguna svona illmeltanlega er líka að það eru bara sjálfstæðismenn og VG sem jórtra á henni til skiptis og hún leiðir hina brýnu umræðu um umhverfismál ekki neitt. Varmársamtökin eiga sig sjálf og gagnrýni þeirra hefur beinst að málefnum sem eru hápólitísk, umhverfis- og skipulagsmálum. Þau eru hins vegar ekki flokkspólitísk heldur þverpólitísk.

Varmársamtökin eru ekki málpípa stjórnmálaflokka þó að margir í samtökunum séu flokksbundnir í ýmsum flokkum og sumir opinberlega. Þó að einstaklingar innan samtakanna tjái sig um pólitísk málefni hér og hvar er ekki þar með sagt að þeir séu að boða stefnu Varmársamtakanna. Í Varmársamtökunum er fólk úr öllum flokkum sem hefur einlægan áhuga á umhverfi sínu og vill hafa áhrif á þróun skipulagsmála og hefur orðið vel ágengt, myndi ég segja.  Tengibrautin er bara hluti af því vandamáli og helsta krafa samtakanna er að umhverfisstofnun skoði hvaða kostir eru í stöðunni og hvaða kostir og gallar fylgja hvaða leið. Það eru ekki stjórnmálamenn sem eiga að finna bestu leiðina heldur umhverfisstofnun og umhverfismat er þeirra aðferð. Síðan eru það náttúrulega alltaf pólitíkusar sem taka endanlega ákvörðun, því miður. Því miður segi ég af því að þeir virðast oft meta aðra hluti meira en fagleg vinnubrögð.

Hvaða gögn fékkst þú í hendur sem sannfærðu þig um að leiðin um Álafosskvos væri best?
Hvaða aðrar leiðir voru kynntar í þessum gögnum?
Hvaða þættir vógu þyngst við mat á gæðum kostanna, fjárhagslegir, félagslegir, menningarlegir eða umhverfislegir?
Fyrir kosningar gagnrýndir þú mjög hina gríðarlegu íbúafjölgun og tengibrautina sem fylgir Helgafellshverfinu. Hvaða rök fengu þig til að skipta um skoðun?
Ert þú ekki sammála Álfheiði Ingadóttur sem sagði hér á fundi að henni fyndist að framkvæmdir eins og tengibrautin ættu skilyrðislaust að fara í umhverfismat?

Ég er kjósandi í SV-kjördæmi þar sem þú ert á lista og það er mikilvægt að vita hvar frambjóðendur standa, gagnvart þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg, áður en maður tekur ákvörðun um hvernig maður ver sínu eina atkvæði.


Bestu kveðjur og velkomin í bloggheima.

Kristín I. Pálsdóttir óbreyttur félagi í Varmársamtökunum og óbundinn kjósandi, með áhuga á umhverfismálum, í SV-kjördæmi.

Kristín I. Pálsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Karl Tómasson

Heil og sæl Kristín.

Á meðan stjórnarfólk Varmársamtakanna talar opinberlega máli tveggja stjórnmálaflokka eru samtökin pólitísk.

Ég þurfti engin gögn til að sannfærast um það eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar á tengibrautinni hvað væri besti kosturinn.

Ég svara nú þessum þremur spurningum þínum öllum í einu.

Að beina umferinni í gegnum tvö íbúðahverfi þ.e. Teiga- og Krikahverfi og þaðan niður með Reykjarlundarskógi með brú yfir Varmá hefði verið slæmur kostur.

Að beina umferðinni í gegnum Ásland með tilheyrandi niðurrifum á heimilum fólks hefði líka verið slæmur kostur.

Að beina umferðinni upp á Þingvallaafleggjara hefði breytt öllum forsendum hverfissins og hönnun.

Hin hraða íbúafjölgun er staðreynd. Krikahverfið, Helgafellshverfið og Leirvogstunga. Rétt eins og hin margrædda tengibraut var það löngu ákveðið fyrir tíð okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ.

Því er það nú okkar verk að gera það besta úr öllu og standa vel að málum, ekki bara fyrir nýbúana heldur alla íbúa Mosfellsbæjar.

Tengibrautin eins og ég hef marg bent á er allt annað mannvirki í dag en fyrir kosningar.

Ég er hjartanlega sammála Álfheiði. Enda höfum við nú sett Tunguveginn í umhverfismat. Þú veist hver staðan er á tengibrautinni í Helgafellsland.

Kær kveðja. Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 10.4.2007 kl. 15:43

6 identicon

Sæll Karl og takk fyrir svarið.

Ég undra mig reyndar á því að ekki þurfi nein gögn að liggja fyrir þegar svo afdrifaríkar afleiðingar eru teknar eins og með að setja tengibrautina í gegnum Álafoss en það er gott að málið er nú komið í þann farveg að umhverfisskýrsla er væntanleg.

Varðandi það að færa umferðina í gegnum Krika- og Teigahverfi þá vil ég benda á að þar er samkvæmt aðalskipulagi stofnbraut (samskonar vegur og vesturlandsvegur 2 + 2) sem er meiriháttar umferðarmannvirki og kannski betra að beina umferðinni á hana meðfram verksmiðjuhverfi en meðfram Varmánni og Álafosskvos. Þar að auki er vegur úr Helgafellshverfinu yfir Varmá fyrir ofan Álafoss á deiliskipulaginu þannig áin verður lika þveruð fyrir ofan Álafoss.

Málið snýst að sjálfsögðu ekki bara um þennan 500 m vegbút, heldur um skipulag umferðarmála í Mosfellsbæ almennt t.d. framhald tengibrautarinnar í hringtorgið í kvosinni við skóla- og íþróttasvæðið. Hefur þú ekki áhyggjur af þeirri svifryksmengun sem sú ákvörðun að leiða umferðina þar niður hefur í för með sér?

Af hverju mega stjórnarmenn í Varmársamtökunum ekki tjá sig um stjórnmál eins og annað fólk? Ég sé engin rök fyrir því.  Þeir gera það í eigin nafni en ekki samtakanna. Hitt er það að liður í starfi íbúasamtaka er hafa áhrif á þá sem fara með valdið og í okkar tilfelli eru það Sjálfstæðismenn og VG sem sitja að valdinu.

Ég er búin að segja það oft og endurtek einu sinni enn að ég veit ekki til þess að Varmársamtökin hafi lýst því yfir að þau séu ópólitísk en þau eru svo sannarlega ekki flokkspólitísk heldur þverpólitísk. Umhverfis- og skipulagsmál eru hápólitísk og því væri fáránlegt að halda því fram að samtök sem eru stofnuð með þau mál sem aðalviðfangsefni, ásamt íbúalýðræði sem líka er pólitískt, séu ópólitísk. Markmið samtakanna er að hafa áhrif á þróun þessara mála í okkar bæ og það hefur skilað talsverðum árangri. Ég sé ekkert í stefnu og málefnum samtakanna sem stangast á við stefnu VG, þvert á móti. Ég vona að VG í Mosó hætti að líta á samtökin sem óvin sinn en nýti sér frekar þann kraft, áhuga og þekkingu sem samtökin búa yfir.

Þá ætla ég rétt að vona að Hjördís Kvaran sé ekki talsmaður stefnu VG hér í Mosó því þá eru VG hér t.d. ekki jafnréttisflokkur heldur sléggjudómaflokkur samanber komment hennar hér á síðunni "Feministar hafa t.d. aldrei haft húmor fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum!"

Bestu kveðjur með von um betri Mosfellsbæ.

Kristín I. Pálsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 17:23

7 identicon

Sæl öll.

Gaman að lesa þessa umræðu hérna og sjá hversu málefnaleg hún er.

Mig langar að spurja bloggarann, hvort hann geri sér grein fyrir þeirri staðreynd, að Helgafellsvegur verður tengdur við Mosfellsdal skv. skipulagi?

Hvort hann geri sér grein fyrir því að með umferðum úr nýjum hverfum, má ætla að umferð í og við Kjarnann geti aukist um 20.000 bíla á sólahring?

Hefur bloggarinn engar áhyggur af svikryksmengun sem af þessu hlýst? 

Hvort Alþingiskosningar í vor hafi eitthvað með þau skoðanaskipti hans að gera að setja Tunguveg í umhverfismat? Sérstaklega þegar litið er til þeirrar staðreyndar að hann felldi þá tillögu á síðasta ári?


Enfremur fýsir mig persónulega að vita, hversvegna öll 5 ára deildin var ekki gerð gjaldfrjáls og ekki var vilji fyrir því að setja langtímaáætlun um gjaldfrjálsan leikskóla inná 3ja ára áætlun bæjarins?

Svo til að benda á eitt, þegar lagt er til að aðrar leiðir verði skoðaðar, þá ættu pólitíkusar að vita að það sé ekki þeirra hlutverk að finna þær leiðir, heldur þartilbærra sérfræðinga á vegum bæjarins, eða utanaðkomandi. 

Baldur Ingi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Karl Tómasson

Heil og sæl Kristín

Að sjálfsögðu eru ótal gögn varðandi tengibrautina, það væri nú annaðhvort. Þú getur hæglega skoðað þau öll á bæjarskrifstofunum.

Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að stjórnarmenn og aðrir félagar í Varmársamtökunum hafi pólitískar skoðanir og séu sumir hverjir jafnvel flokksbundnir. Það er nú annað hvort.

Á meðan stjórnarmenn Varmársamtakanna tjá sig fyrir hönd þeirra á opinberum vettvangi og tala máli tveggja flokka, þá eru samtökin pólitísk.

Hvað varðar Hjördísi Kvaran þá er hún ekki talsmaður Vinstri grænna en er frjálst eins og öllum öðrum að tjá sig á þessari síðu.

Heill og sæll Baldur Ingi formaður ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarmaður.

Fyrir kosningar kallaðir þú mig Kalla og þér er sannarlega óhætt að gera það áfram.

Öll ný hverfi þarf að tengja með veglagningum og hvar sem vegirnir liggja hlýst af þeim svifryksmengun. Auðvitað er hún slæm.

Ég vona Baldur að þú sért ánægður með þá ákvörðun okkar að setja Tunguveg í umhverfismat. Betra er seint en aldrei ekki rétt?

Eitt stærsta kosningamál okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ var að gera leikskólavist gjalfrjálsa í áföngum. Mosfellsbær var fyrsta stóra bæjarfélagið til þess og auðvitað er öll 5 ára deildin gjaldfrjáls.

Það átt þú að vita.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 10.4.2007 kl. 20:21

9 identicon

Þetta nýyrði "Svifryk" er voða mikið í tísku núna. Baldur, hvað hefur þetta svifryk gert þér?
Ég veit ekki um nokkurn mann sem hefur orðið fyrir skaðsemi svifryks.
En gott og gillt að hafa það í huga en fyrr má nú rota en dauðrota.

Alltaf gaman að heyra frá svona "wannabe" stjórnmálamönnum sem svo gjarnan vildu vera við völd. Elta formann sinn á röndum og útrétta allt sem beðið er um af Fylkingunni. Það er svo auðvelt að vera á móti.

Halldór (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:35

10 identicon

Sæll Kalli.

Auðvitað get alveg haldið áfram að kalla þig Kalla.

Auðvitað er ég hæstánægður með að  Tunguvegur skuli settur í umhverfismat, en ég er samt svolítið hissa á tímasetningunni, því hún virtist ekki henta mjög vel þegar sú tillaga kom á miðju síðasta ári. Ég lærði það hinsvegar snemma að það er sama hvaðan gott kemur og fagna breytingum til batnaðar.

Ég veit að það eru einungis fyrstu 8 tímarnir gjaldfrjálsir í 5 ára deildinni, en ekki sá níundi.

Ég veit líka að það virðist ekki vera á áætlun meirihluta bæjarstjórnar að gera hinar gjaldfrjálsar.

Smá fróðleikur um svifrik:
"Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri."

Þetta kemur fram á vef Vísis, 13. mar. 2007 18:30.

Baldur Ingi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 22:42

11 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Baldur.

 Það er nú talsverður munur á orðalagi þínu núna en áður. Hér fyrr talar þú um að öll 5 ára deildin hafi ekki verið gerð gjaldfrjáls. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að einhverjar deildir eða innan einhvers leikskóla bæjarins væri ekki gjaldfrjáls 5 ára deild. Ég reikna nú með að þú sért sammála mér í því. Mig rekur minni til að þetta hafi þú gert áður. Ég fagna því hinsvegar að þú áttir við níunda tímann. Fyrir því eru góð rök sem við höfum reyndar svarað fyrir. Að mati fjölmargra sérfræðinga er ekki talið heppilegt að börn dvelji lengur en 8 klst á leikskóla. Að því vildum við ekki stuðla og höfðum því tímana átta með hag barnsins og foreldranna í huga.

 Þetta með að það sé ekki hugur meirihluta bæjarstjórnar að gera hinar gjalfrjásar eins og þú orðar það, eru upplýsingar sem ég veit ekki hvaðan þú hefur.

Ég þakka þér fróðleikinn um svifrykið en ég hef aldrei gert lítið úr skaðsemi þess.

það er án vafa jafn skaðlegt í Álafosskvos, Krikahverfi, Skólabraut eða hvar sem er.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 10.4.2007 kl. 23:40

12 identicon

Það er gaman að fólki sem berst eins og ljón fyrir umhverfisverndar- og femínistaflokk en er meinilla við umhverfisverndarsinna og femínista. Meira að segja sjálfur Ragnar Reykás gæti ekki slegið þetta út. Til hamingju Hjördís!

Anna St. Sig. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:52

13 identicon

Af gefnu tilefni þá er ég ekki viðriðin stjórnmálastarf í Mosfellsbæ né annarsstaðar.

Anna Steina

Anna St. Sig. (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:33

14 identicon

Nei, Anna, þú tjáir þig bara um menn og málefni svona meðfram, en fríar þig svo ábyrgð þegar á þig er gengið - einhvernveginn alveg í anda Varmársamtakanna. Annars er ekki skrýtið að þú tjáir þig ekki þar sem að þú ert ekki til, en skapari þinn tjáir sig alveg örugglega um stjórnmálastarf í bænum - hann þorir bara ekki að gera það undir nafni, raggeitin sú.

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:30

15 Smámynd: Karl Tómasson

Hafi einhverjir áhuga á að koma með frekari athugasemdir við þessa færslu þá vil ég biðja alla að gæta kurteisi og skrifa undir fullu nafni. Að öðrum kosti er færslum eytt.

Kær kveðja Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 11.4.2007 kl. 20:18

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Kalli

Hafði farið á mis við þann heiður sem þú sýnir mér og mínum skoðunum með því að tileinka þeim heilt blogg. Takk fyrir það. Finnst hinsvegar miður að þú efist um einlægni mína og heilindi í starfi fyrir Varmársamtökin. Finnst líka miður að þú takir undir þráhyggju Hjördísar Kvaran um að samtökin séu einhverjar búðir gerðar út af Samfylkingu og Framsóknarflokki. Í þessari færslu þinni ertu bæði að halla réttu máli og gera lítið úr lýðræðislegu og opnu félagsstarfi. Þú varst á stofnfundi samtakanna, þar sem voru um 70-80 manns. Þar gátu allir gefið kost á sér eða verið tilnefndir í stjórn. Fyrst gaf kost á sér Ásta Björg sem er í stjórn sjálfstæðisfélags Mosó. Næst stakk Ragnheiður Ríkharðsdóttir upp á mér í stjórn. Síðan voru kosnar í stjórn Sigrún og Berglind sem höfðu unnið að undirbúningi stofnunar samtakanna.

Nú í kvöld ert þú farin að minna fólk á kurteisi og að hugsanlega verði færslum eytt. Þú ert að verða komin í sömu stöðu og við með Hjördísi á síðu Varmársamtakanna. Þar sem hún var farin að falsa til undirskriftir og setja endurtekið inn sömu rulluna, aðdróttanir og dylgjur.  Við þurftum því að eyða út hluta af þessu. Þetta var orðin afskræming á lýðræðislegri umræðu. En hún og Gummi Braga bara tvíefldust í aðdróttunum og töluðu um "ritskoðað lýðræði Varmársamtakanna". Það má vel vera að þér hafi þótt þungt skotið að ég sagði að atkvæði greidd Vinstri Grænum hefðu fallið steindauð síðastliðið vor af því að þeim var ætlað að fella en ekki endurreisa fyrrverandi bæjarstjórn. Þessu hefðir þú getað svarað málefnalega og sagt frá öllum þeim séráherslum og stefnumálum sem þið hafið náð fram eða stefnið að með þátttöku ykkar í bæjarstjórn. 

Í næstu viku er ráðgert að kynna sáttatillögur Varmársamtakanna varðandi tengibrautir í nýju hverfin, undir kjörorðinu "Heildarsýn". Getur þú nálgast málið af opnum huga, líkt og haft var eftir Ólafi Gunnarssyni að "þetta væri allt til endurskoðunar". Getum við treyst því að forseti bæjarstjórnar sé til í að kynna sér sjónarmið sem að fengið hafa mikla yfirlegu og álitsgjöf sérfræðinga? Eigum við að innleiða auknar áherslur á íbúalýðræði og virðingu fyrir breytileika í skoðunum í okkar ágæta bæjarfélagi? Getum við e.t.v. kosið um álitlegustu útfærslur í þessu mesta hagsmunamáli bæjarbúa á síðustu árum? Þá er möguleiki að allir geti orðið sáttari og í sama liðinu, ef við gefum bæjarbúum kost á að tjá vilja sinn í þessu stóra máli. Allavega er það ekki skynsamlegt að stinga höfðinu í sandinn og "vonast til að þeirri umræðu færi senn að ljúka". Þú ert nýkominn inn í umræðuna og getur látið gott af þér leiða í málinu. Það ætti að vera ánægjulegt og spennandi verkefni fyrir fulltrúa í bæjarstjórn að vinna að hugmyndavinnu með fólki með áhuga á málefnum bæjarins, en vera ekki í stöðugri varðstöðu fyrir hagsmuni fjármagns og verktaka.

Hér eru umræðurnar á mínu bloggi sem að Kalli slítur nokkrum sinnum úr samhengi og rangtúlkar orð mín, en ég nenni ekki að leiðrétta.

                  http://www.gbo.blog.is/blog/gbo/entry/169115/#comments

                               Kærleikskveðjur

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2007 kl. 23:35

17 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Gunnlaugur.

Þrátt fyrir að þú sért Skaftfellingur eins og Helgi frændi þinn Pálsson þá er þessi bloggsíða mín nú ekki eingöngu ætluð þér.

Ég gæti nú trúað að nær væri að segja að bloggsíða Varmársamtakanna standi því nær að vera tileinkuð mér og Vinstri grænum í Mosfellsbæ undanfarnar vikur og mánuði.

Aldrei hef ég efast um heilindi þín Gunnlaugur og geri ekki. Ég er heldur ekki að taka undir neina þráhyggju með einum eða neinum. Það eru að verða liðnir tveir mánuðir síðan ég benti Varmársamtökunum góðfúslega á það í grein sem ég skrifaði í Mosfelling að það væri ekki gott og vænlegt hjá samtökunum að draga sig svo sterkt inn í flokkspólitík. Svo vikum og mánuðum skipti fyrir þau skrif lét ég ýmislegt sem frá Varmársamtökunum kom sem vind um eyru þjóta. Ýmislegt reyndi oft á þolrifin. Þessi varnaðar orð mín virðast hafa haft lítinn tilgang og ekki hafa fengið hljómgrunn hjá Varmársamtökunum sem hafa nú tvíelfst í flokkspólitíkinni. Sá þverpólitíski blær sem Varmársamtökin hafa reynt að halda í heiðri hefur algerlega misfarist.

Hvað varðar athugasemd mína um að ég færi fram á kurteysi, þá beindust þau orð mín hvorki að Guðmundi né Hjördísi Kvaran enda þekki ég þau bæði bara af góðu einu rétt eins og þig. Þau hafa sent inn sín skrif undir fullu nafni og með mynd.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 14:04

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Kalli

Þú snérir út úr fyrir mér varðandi ábendingu mína um að við þyrftum að fara að ræða um skipulagsmál og að umræða sem klifaði á einhverjum flokkspólitískum samsæriskenningum og aðför Varmársamtakanna að einhverjum persónum "hefði náð fullum þroska" og ekkert hefði upp á sig að halda áfram á þeim nótum.

Eftir stendur að þú, Bryndís og Jóhanna boðuð í greinum og viðtölum í Sveitunga-blaði VG að það yrði meiriháttar umhverfisslys ef tengibrautin yrði lögð um Álafosskvos. Varmársamtöki álitu því að VG væri þeirra helsti samstarfsaðili í baráttunni, fyrir kosningar. Nú, þú segist hafa verið snöggur að átta þig á því, eftir kosningar, að fyrirhuguð tengibraut væri besti kosturinn fyrir nýja hverfið í Helgafelli. Hefði ekki verið hægðarleikur fyrir ykkur hjá VG að óska eftir fundi með Varmársamtökunum til að fá þau inn á ykkar nýju línu og sýn í málinu? Þó ekki væri nema að fulltrúar ykkar í bæjarstjórn og nefndum hefðu komið á einhvern af þeim opnu og almennu fundum sem Varmársamtökin hafa boðað um þetta mál.

Vandinn að VG í Mosó virðist ekki vera samstíga megintóni í allri stefnumörkun VG á landsvísu. Það að samtökin krefjist þess að þið séuð menn orða ykkar og fylgið yfirlýstri stefnu flokksins verður að teljast eðlilegt. Þú verður að hafa nógu breytt bak í pólitík til að þola það og taka ekki persónulega.

Eftirfarandi er úr landsfundarplaggi VG Græn framtíð; "Efling umhverfisráðuneytisins og stofnana á þess vegum þarf að haldast í hendur við nýja og framsýna stefnumörkun og nauðsyn samvinnu við frjáls samtök almennings. Slíkt samstarf grundvallast á Árósarsamningnum sem tryggir almenningi aðgang að upplýsingum, þátttöku í ákvörðunum og réttláta málsmeðferð í öllu er lítur að umhverfismálum".

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ tapaði kosningunum fyrir rúmum áratug (var það ekki 1994?) af því að hann hafði tekið hagsmuni eins verktakafyrirtækis fram yfir allt annað í uppbyggingu bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði bæjarstjórnarkosningunum í fyrra út af óánægju með ólýðræðisleg vinnubrögð við sundlaugarmálið. Um helmingur kosningabærra bæjarbúa hafði skorað á bæjaryfirvöld að setja í forgang uppbyggingu vandaðrar almenningslaugar (inni- útilaug, pottar, rennibrautir) á Varmársvæði, því það hefði margvísleg samlegðaráhrif með göngustígum, útiaðstöðu, íþróttasölum, ásamt því að vera miðlægt í bæjarfélaginu þegar tekið er tillit til nýju hverfanna sem eru að byggjast upp núna.

Það sem er verst er að þið VG fólk gangið inn í þennan þumbarahátt og þvergirðing í vinnubrögðum. Tortryggja aðila sem vilja hafa meiningar um framvindu bæjarfélagsins, mæta ekki á fundi þar sem þessi mál eru rædd o.s. frv. Það var sannleikskorn í því hjá Jóni Baldvin sem hann sagði í upphafi sinnar ræðu í Þrúðvangi á baráttufundi Varmársamtakanna, með um 130 fundargestum. "Þetta mál snýst fyrst og fremst um mannasiði". Að fólk tali saman skiptist á skoðunum og vinni sig að sátt þegar ágreiningur verður í skipulagsmálum.

Það eru mikil vonbrigði að VG í Mosó skuli ganga hagsmuna fjarmagns og verktaka umfram viðleitni að hlusta og taka tillit til fólksins í bænum og félagasamtaka. Því hlítur það að vera eðlileg fyrirspurn til þín í lokin; Hvernig vilja VG í Mosó útfæra samstarf við "frjáls samtök almennings" í skipulagsmálum? Það þýðir ekki að kokka lengur til grautinn um samsæri og aðför. Þið getið verið leiðarvísirinn hvernig góð samskipti, upplýsingaflæði og heilbrigði í ákvarðanatöku á að vera.

        Með kærri kveðju og ósk um samstarf

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.4.2007 kl. 17:45

19 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll ágæti Gunnlaugur.

Tengibrautin í væntanlegt Helgafellshverfi er allt önnur nú en hún var fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, það veist þú. Þá var hún margra metra hár steinveggur. Öll áhrif hennar hafa í dag verið milduð til muna. Brautin hefur verið færð fjær Álafosskvos, lækkuð til muna og mun hún nú að mestu liggja með landinu. Hún verður hlaðin torfi og grjóti og gróðursett tré fyrir neðan hana þeim megin sem snýr að Álafosskvos.

Eina ferðina en talar þú og Varmársamtökin um svik Vinstri grænna. Þetta er allt annað mannvirki í dag!!! Um þetta snýst málið.

Þið hamrið sífellt á svikum okkar Vinstri grænna.

Þið talið um þumbarahátt, þvergirðing, tortryggni, ókurteysi, ólýðræðisleg vinnubrögð og svo margt fleirra sem ekki er vert að hafa eftir og er með öllu óskiljanlegur málflutningur. Ekkert skipulagsmál í Mosfellsbæ hefur fengið viðlíka kynningu og tengibrautin. Hópur sérfræðinga hefur lagt hönd á plóginn og allt hefur verið gert til að koma á móts við sem flesta. Fjöldi funda með Varmársamtökunum og bæjarbúum hafa verið haldnir. Fundurinn þar sem þú vitnar í orð Jóns Baldvins um að þetta snúist um kurteysi fengu forseti bæjarstjórnar og formaður skipulags-og bygginganefndar boð um að mæta á með tíu klst fyrirvara. Þann dag voru þeir báðir uppteknir á öðrum fundi. Í gegnum þá umræðu höfum við farið.

Allt hefur sinn enda og tengibrautarmálið einnig. Auðvitað erum við Vinstri græn alltaf tilbúin að ræða málin við hverja sem er en það er ekki þar með sagt að við sættum okkur við að vera lögð í einelti ef niðurstaða þeirra viræðna er ekki nákvæmlega á þann veg sem óskað var eftir. Til Varmársamtakanna hefur verið tekið tillit og á þau hlustað en það búa fleirri í Mosfellsbæ og til þeirra þurfum við einnig að taka tillit.

Kær kveðja Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 21:03

20 identicon

Já og hana nú Hjördís.svona á að segja mönnum til syndanna.                                                      Er það satt að varmársamtökin hafi komið með þá hugmynd að leggja þessa braut í gegnum Ása hverfið í einhvern niðurgrafinn stokk eða göng!eða var það bara bull sem ég heyrði einsog svo margt sem hefur komið fram í þessari umræðu?

Högni

Högni (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:44

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hjördís, ég afþakka alla leiðsögn frá þér um viðmið, hvenær fólk á að skammast sín. Þú ert nú svolítið út að aka að halda því fram að sjálfboðaliðar í félagsstarfi geti farið út í umfangsmiklar rannsóknir og enn geggjaðra er að halda að það hafi verið svo viðkvæmar spurningar að hluti af færslum þínum voru teknar út.

Karl og Hjördís þið skautið fram hjá því að tengja umræðuna við stefnu VG og þá sérstaklega mikilvægi þess að "frjáls samtök almennings" komi að ákvarðanatöku og eigi greiðan aðgang að upplýsingum. Finnst Karli að hann hafi greitt atkvæði á þann veg varðandi erindi Varmáramtakanna um velvild bæjarfélagsins gagnvart faglegri úttekt á valkostum á bæjarstjórnarfundi í morgun?

Eins og ég hef áður bent á voru það fyrst og fremst svik við kjósendur vinstri grænna síðastliðið vor að nýta þau atkvæði sem ætluð voru til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks til að endurreisa þann meirihluta. Ef þið eruð stödd svo langt upp í turninum að þið kannist ekki við óánægju meðal kjósenda VG Mos þá get ég sagt ykkur frá nokkrum nöfnum úr innsta hring ykkar framboðs, sem voru sótreið yfir málinu.

Karl, ert þú sáttur við framgöngu Hjördísar meðreiðarsveins þíns eða á ég að segja háseta? Sáttur við falsanir hennar á nöfnum, sáttur við árásir á femínista, umhverfisverndarfólk, sáttur við að líkja vinnubrögðum Varmársamtakanna við kommúnisma? Finnst þú verðir að lýsa yfir smá fjarlægð á svona skrif til að halda andlitinu.

                           Með kærri kveðju og ósk um samstarf

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.4.2007 kl. 00:40

22 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll ágæti Gunnlaugur.

Hjördís Kvaran er þér og Varmársamtökunum hugleikin. Ég er ekki hissa á því. Hún er mér einnig hugleikin og hefur alltaf verið. Ég þekki Hjördísi mæta vel, hún er einn af mínum bestu vinum og fjölskyldu minnar og hefur verið í áraraðir. Hún er bráðskemmtileg, stórgreind, réttsýn, einlæg og heiðarleg kona sem kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún er ekki meðreyðarsveinn minn, hún er ekki meðreyðarsveinn neins. Hún fer og hefur alltaf farið sýnar eigin leiðir. Það hentar ekki öllum og virðist greinilega enganvegin henta þér og samtökunum.

Gunnlaugur minn enn talar þú um svikin stóru hjá Vinstri grænum. Hefur þér aldrei dottið í hug að spyrja sjálfan þig í einlægni, hverjir sviku þegar að öllu er á botninn hvolft?

Að minni hálfu er ekki hægt að komat lengra í þessari umræðu en ég skal reyna ef þú villt minn kæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 13.4.2007 kl. 02:22

23 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Kalli

Þú svarar enn með útúrsnúningi. Þetta snýst ekki um hvort og hverjir eru öðrum hugleiknir. Þetta snýst um hvernig aðferðum fólk beitir í umræðu og framgangi lýðræðisins.

Vona að þið getið mætt á opinn fund Varmársamtakanna, eftir rúma viku undir kjörorðunum; "Heildarsýn; Vesturlandsvegur og Mosfellsbær". Þar verður svigrúm fyrir öll sjónarmið. Þú ættir að fá fundarboð í dag. Vonandi dugar rúmlega vikufyrirvari. Þú segir að það sé skýring síðast að þú hafir verið á fundi og fengið boð með sólarhrings fyrirvara. Það var búið að boða til þessa fundar með löngum fyrirvara. Það sem var gert með sólarhringsfyrirvara var að biðja öll framboð um að senda fulltrúa í pallborð. Talaði við þig og Jóhönnu frá VG og Ragnheiði og Þröst hjá D og í báðum tilfellum var lofað að fulltrúi kæmi á fundinn sem ekki stóðst. Veit ekki hvað þið höfðuð að óttast.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.4.2007 kl. 08:47

24 identicon

Ég þakka skjót og greinargóð svör við spurningu minni!!!!!!!!!! Ég er engu nær   (athsemd nr 25)

Högni Snær

Högni (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:16

25 identicon

Ég sá að Kristín I. Pálsdóttir óbreyttur félagi í Varmársamtökunum og óbundinn kjósandi, með áhuga á umhverfismálum, í SV-kjördæmi. Ritði hér að ofan athyglisverða færslu nr 4. Ég vil benda á enn athyglisverðari færslu hjá henni þar sem hún talar um farsakennda pólitík hjá Forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og hvar haldið þið að ég hafi séð hana? Jú hjá Samfylkingarmanninum Guðmundi Steingrímssyni. Einnig er rétt að benda á fróðleg skrif á heimasíðu Gunnlaugs B Ólafssonar um landsþing Samfylkingarinnar.

Þórunn Jónsdóttir  

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 02:06

26 identicon

Sæl Þórunn, bara svo að það sé á hreinu þá er ég ekki ánægð með gjörðir VG hér í bæjarmálum undanfarin ár þó að ég telji mín sjónarmið varðandi umhverfismál og fleira ríma fullkomnlega við bæklinginn Græn framtíð sem VG voru að gefa út. Það vill til að ég veit um marga sem eru á sömu skoðun þó að VG í Mosó kjósi að hlusta ekki á þær raddir. Þeir hafa það bara eins og þeir vilja og bíða bara dóms kjósenda um sín störf í næstu kosningum eins og gengur í pólítík. Ég talaði um í færslu á síðu Guðmundar um farsakennda umræðu um pólitík og var þá að vísa til þessarar umræðu sem ég blanda mér nú einu sinni enn í.  Ég setti líka athugasemdir inn á síður hjá nokkrum meðlimum VG til að vekja athygli á því að það atkvæðagreiðsla VG á bæjarstjórnarfundi í vikunni væri alls ekki í samræmi við stefnu þeirra varðandi aðkomu frjálsra félagasamtaka að ákvarðanatöku innan sveitarfélaga. Sú staðreynd hefur ekkert með það að gera hvort ég er ljóshærð, Vinstri græn eða Samfylkingarmanna. Hvað fólk kýs er prívat mál hvers og eins en það virðist vera aðalmálið hjá forseta bæjarstjórnar og félögum að reyna að klína Samfylkingarstimpli á alla sem eru ekki í hallelúja liðinu því þá er hægt að afgreiða þá út úr umræðunni í stað þess að ræða M'ALEFNIN sem við í Varmársamtökunum höfum verið að reyna að fá umræðu um hér. Það er það sem ég vísa í sem farsakennda umræðu.

Góðar stundir

Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:26

27 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl Kristín. Þú segist óánægð með störf Vinstri grænna í Mosfellsbæ undanfarin ár.Vinstri græn hafa einungis verið við stjórnvölin í Mosfellsbæ í 10 mánuði. Árin þar á undan stóðu vinstrimenn að sameiginlegu framboði.Allar ákvarðanir sem teknar hafa verið undanfarin ár t.d. í skipulags- og umhverfismálum og þú ert óánægð með er því ósanngjarnt að láta bitna á Vinstri grænum einum flokka en það hafa einmitt Varmársamtökin gert óspart undanfarna mánuði. Aðstoð Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ og um land allt hefur þó óneitanlega vakið mesta athygli mína undanfarið. Á mínum stutta ferli hefur mér þótt sem Varmársamtökin hafi fengið allnokkra umræðu hjá bæjaryfirvöldum. Þess vegna er erfitt fyrir mig að átta mig á hvaða raddir það eru sem við höfum ekki hlustað á og þú talar um í grein þinni. Með samtökunum hafa verið haldnir fjöldi funda eins og marg oft hefur komið fram.Hvað varðar grein Þórunnar hér að ofan þá kemur skilningur hennar á málinu mér ekki á óvart.  Kær kveðja frá Kalla Tomm.

 

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 15:00

28 identicon

Sælt veri fólkið.

Fjörleg umræða hér eins og endranær þegar kemur að málefnum Helgafellsbrautar.

Mig langar að benda Hjördísi á þá staðreynd, að þegar fjöldi bíla pr. sólarhring er reiknaður út, þá er margfeldið 3 notað við útreikninga á bílaumferð. 3x3.600 íbúar, sama aðferð er notuð á öðrum hverfum og reikni hver fyrir sig.

Öll þessu umferð kemur til með að fara framhjá Brúarlandi, Hlégarði, gamla pósthúsinu og að Kjarna.

Svo bætist við umferð úr tveim óbyggðum hverfum til viðbótar, Leirvogstungu og Krikahverfi, allt að Kjarna.

Sú umferð sem fyrir er, kemur á þennann blett líka og má rétt gera sér í hugarlund þá umferðarteppu sem myndast þar á álagstímum, og svifryk sem sem verður á þessum stöðum, og Miklabrautin verður ekki verri staður til að vera á heldur en miðbær Mosfellsbæjar.

Þetta á ekki eftir að batna þegar ný íbúðabyggð, sem er á teikniborði meirihlutans, í miðbænum leggst við þetta allt saman. Þar er gert ráð fyrir 80 íbúðum þar sem Nóatún var.

Baldur Ingi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 18:27

29 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Kalli

Í stað þess að ræða MÁLEFNIN þá skautar þú annað hvort fram hjá þeim eða beitir snúningi út úr umræðunni. Það er samdóma álit sérfræðinga hjá fjölda verkfræðistofa og vegagerð að það eigi eftir að ræða stöðu Vesturlandsvegar og staðsetningu mislæg gatnamóta á honum við Mosfellsbæ. Ef þú vilt fylgja stefnu VG í ritinu Græn framtíð, stefnumörkun flokksins á landsvísu, þá greiddir þú ekki atkvæði í samræmi við hana í bæjarstjórn nú í vikunni. Þar var ekki farið fram á mikið. Í aðalatriðum að bærinn lýsti yfir velvild gagnvart faglegri úttekt á valkostum og að funda með samtökunum og vegagerð. Því þarft þú að geta útskýrt hvernig ætla VG í Mosó að haga samskiptum við opinn og frjáls, íbúa- og umhverfissamtök? Ætlar þú ekki að mæta á fund Varmársamtakanna "Heildarsýn; Vesturlandsvegur-Mosfellsbær"? Verið er að vinna að diliskipulagi vegna tengibrautar við Helgafell og eins og sagt var á fundi VG Draumakaffi, þá er málið "allt til endurskoðunar".

Nú er þitt tækifæri að vera leiðarljós vitrænnar opinnar umræðu (Hjördís er í próflestri  ) og taka saman höndum við Varmársamtökin að finna málum tengibrauta og Vesturlandsvegar góðan farveg. Það er engin að biðja þig um að vera sammála, vertu bara þátttakandi í þeirri umræðu sem mun fara fram komandi laugardag.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2007 kl. 19:17

30 Smámynd: Karl Tómasson

Já Hjödda er í próflestri.

Bryndís Schram, Jón Baldvin og þú á landsþingi Samfylkingarinnar greinilega nóg að gera hjá öllum.

Svara þér betur á eftir Gunnlaugur minn ég er að grilla.

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 20:01

31 Smámynd: Karl Tómasson

Gunnlaugur.

Ég gleymdi einu var ekki Bryndís örugglega búin að láta hreinsa kápuna.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 20:12

32 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll minn kæri búinn að borða og grillið hjá karlinum heppnaðist vel.

Ég fékk mér rauðvín með matnum og ekki var það til að skemma fyrir.

Hvernig gengur á landsþinginu?

Ég verð því miður upptekinn þennan dag. Gangi ykkur vel á fundinum. Koma Jón, Bryndís, Gummi Steingríms, Árni Páll, Össur Skarp og fleirra gott Samfylkingarfólk ???

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 21:16

33 identicon

Sæll Karl, það átti að standa undanfarið ár en ekki undanfarin, flýtimistök afsakið.
Það að fá umfjöllun hjá bæjaryfirvöldum er ekki á mínum óskalista heldur opin samskipti um skipulagsmál. Annars finnst mér þessi umræða snúast í sama hringinn aftur og aftur. Nú virðist valda vandræðum að ekki er ljóst hvort ég er Samfylkingarmanneskja eða ekki þó ég liggji undir grun um þann mikla glæp.
Er það aðalatriði í hvaða flokki fólk er í opinni umræðu um umhverfis- og skipulagsmál bæjarins? Ég er ekki talsmaður annarra en sjálfrar mín og ég geng frjáls til kosninga og kýs þá sem ég held að standi vörð um þau mál sem mér finnast mikilvæg. Þar eru umhverfismál á topp þrjú listanum. Mér finnst framganga VG í þeim málum hafa verið mjög til vansa að undanförnu. Síðasta dæmið er umrædd atkvæðagreiðsla í vikunni. Þá finnst mér það líka athugavert að þið hafið bara séð ljósið varðandi tengibrautina um leið og samstarfsmenn þínir í bæjarstjórn stilltu því upp eftir kosningar að þetta væri eina leiðin.
Þú segir sjálfur að engin gögn hafi þurft til þess! Þetta finnast mér mjög ófagleg vinnubrögð og í algjörri andstöðu við stefnu VG sem hefur það á sinni stefnuskrá
að efla fagleg vinnubrögð í skipulagsmálum og umhverfisráðuneytið til muna sem og samvinnu við samtök eins og Varmársamtökin.
Þú ræður því að sjálfsögðu hvaða raddir þú hlustar á hér í bæ en mér virðist að
þú hafir valið að hlusta á jábræður, ég myndi þó hafa af því áhyggjur hvað sjálfstæðismenn eru þar áberandi hópur, með tilliti til þess hverjir kusu þig.
Hvaða ástæður lágu að baki því að þú greiddir atkvæði gegn tillögu um samstarf við Varmársamtökin?
Hverjum finnst þér þú vera að þjóna sem forseti bæjarstjórnar?Finnst þér þú ekki hafa skyldum að gegna gagnvart öllum bæjarbúum, hvar í flokki sem þeir standa? Finnst þér það næg ástæða til að hundsa rökræður við fólk að það er í, eða er grunað um, að vera í bæjarstjórnarandflokki hér í bæ? Hvað er það í umhverfismálum bæjarins sem er þér hugleiknast?

Bestu kveðjur
Kristín sem kýs alltaf það trúverðugasta sem í boði er með sérstöku tilliti til umhverfismála.

Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 21:29

34 Smámynd: Karl Tómasson

Ágæta Kristín.

Þarft þú sérstök gögn til þess að geta myndað þér skoðun á bestu leiðinni í Helgafellsland?

Það er ekki um margar leiðir að velja. Niðurstaða þeirra ransókna yrði að um 4 leiðir er að velja.

1. Fyrir austan Álafosskvos og neðan Reykjalundarskóg.

2. Núverandi áætlun.

3. Í gegnum Ásland.

4. Við Þingvallaafleggjara.

Hvað af þessum leiðum telur þú besta???

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 21:50

35 Smámynd: HP Foss

Ég er matmikill maður, hef alltaf verið.  Í ofánálag er ég stanslaust í því að éta hitt og þetta ofaní mig sem ég segi. Það veldur mikilli þembu. Ég þvertók fyrir að Gunnlaugur væri Skaftfellingur, verð að éta það ofaní mig, þ.e. ef hann er frá Stafafelli.

Ég hélt að það væri ekki til krati í Skaft utan einn. Nú er sprottinn upp annar. Þetta er e.t.v. öðruvísi í Austursýslunni. Í henni vestari er þessi eini krati... , ja, hann gengur ekki heill til skógar, eins og sagt er, ég held að han sé krati þess vegna, fylgikvilli einhverskonar.

Annað sem styður það að Gunnlaugur er Skaftfellingur er hvað hann er þrasgjarn. Alveg kostulega þrasgjarn. Við þykjum það, kannski versnar það eftir því sem austar dregur. Bræðurnir á Núpstað höfðu alla tíð gaman af að þrasa, gátu þrasað út í eitt. Núpstaður er austi bærinn í Vestursýslunni.

Passar ekki að Gunnlaugur hafi verið Framsóknarmaður, þeir urðu kommar þegar þeir fóru til náms.Ég er ekki að segja að það sé skortur á visku, að vera Framsóknarmaður, meira genagalli. Galli sem stökkbreyttist í Komma þegar í skólaloftið kom. Þeir lentu þó ekki í að verða kratar, geta verið ánægðir með það.

Vorið hér á Síðunni er með þeim hætti að því verður ekki lýst með orðum, eitthvað annað en hryllingurinn fyrir sunnan. Við erum með nokkra staði sem eru í eðli sínu eins og Álafosskvosin, við urðum þar ruslið. Ekki það að ég ætli að gera lítið úr kvosinni en þar var náttúrulega staðsett stóriðja síns tíma, Álafossverksmiðjan. Hann er nú ekki hár, Álafossinn, ég hélt nú alltaf að hann væri hluti af stíflunni. Svo er hann ýmist rauður eða blár. Þá hélt ég að ég hefði ráfast í vitlaust glas á Þrúðvangi, fengi einhverja ólyfjan hjá listamönnunum. En vissulega er þetta foss, það er ekki það.

HP Foss, 14.4.2007 kl. 22:01

36 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi varstu nýbúinn að borða þegar myndin var tekin?

Ég átta mig aldrei á þessari mynd. Ertu að fara í buxurnar eða úr þeim til að svara kalli náttúrunnar eftir ofát?

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 22:44

37 Smámynd: HP Foss

Þessi mynd er tekin í 2. safni 2004. Í þessum söfnum er mikið étið og á kvöldin eru ýmsir drykkir verri en aðrir, stundum betri. Þar er ég alltaf nýbúinn að borða og þar sem mikið kemur af hráefni verður ,já ,mikið til af úrgangi. Þá er maður ekki endilega staddur við upphengt flísalegt salerni.

HP Foss, 14.4.2007 kl. 23:05

38 identicon

Sæll Karl.

Ég myndi sætta mig best við þá leið sem væri ákveðin eftir ýtarlegt mat á umhverfisaðstæðum sem gert yrði á faglegum forsendum þar sem fjárhagslegar ástæður yrðu ekki metnar meira en aðrar. Ég tel líka að Umhverfisstofnun sé hæfust til þess mats, sérstaklega ef VG kemst í ríkisstjórn og eflir þá stofnun og ráðuneytið sem að henni stendur.

Bestu kveðjur

Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:15

39 identicon

Ég vil í þriðja skiptið koma með þessa fyrirspurn      NR 25           sem ég hef ekki ennþá fengið komment á , úr hvorugum áttum (með eða móti).Það enginn furða að nokkur lifandi og sæmilega hugsandi og maður  vilji eigna sér þessa fáránlegu og  arsnarlegu hugmynd...og á hvaða lifjum er fólk eiginlega ef það er eithvað sannleika korn í þessu.!og ekki er hugmynd um tengi braut í gegnum Reykjarlundarskó betri. ég skora á ykkur sem vitið eitthvap um þetta mál að láta í ykkur heyra.

Er það satt að varmársamtökin hafi komið með þá hugmynd að leggja þessa braut í gegnum Ása hverfið í einhvern niðurgrafinn stokk eða göng!eða var það bara bull sem ég heyrði einsog svo margt sem hefur komið fram í þessari umræðu?

Högni Snær

Högni Snær (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:31

40 Smámynd: HP Foss

Sæll Hjörtur Snær.

já.

HP Foss, 14.4.2007 kl. 23:40

41 Smámynd: Karl Tómasson

Kristín.

 Burt séð frá öllum skýrslum, hvaða leið telur þú heppilegasta?

Ef þú telur núverandi hugmynd slæma, þá hlýtur þú að hafa aðra í huga.

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 23:50

42 identicon

Takk Hjördís fyrir góð svör og Varmársamtökin þakka þér þjónustu þína vel eflaust.

Högni

Högni (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:55

43 Smámynd: HP Foss

Af hverju svarið þið ekki Hirti Snæ ? Ég get ekki verið að svara öllu fyrir ykkur!

HP Foss, 14.4.2007 kl. 23:57

44 identicon

En hvað með veginn í gegnum teiga hverfið !!var það eitthvað bull sem ég heyrði líka!Eða átti samkvæmt tillögu (einhverra)að leggja þennan veg í gegnumhvefi og heimili fólks sem þar var búið að búa í áratugi einsog tillagan(sem talað var um) um að rífa heimili fólks sem þar er búið að ala upp sínar fjölskyldur í friði í að minnsta 25 ár þangað til að tillögur varmársamtakanna um að rífa niður minningar heimili þess, svo að vegurinn færi lengra en 20-50 metrum frá húsum þessa fólks sem í kvosinni búa..

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:05

45 identicon

Hver er Hjörtur Snær!

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:06

46 identicon

Já fyrirgefðu Hjördí það er  allveg rétt það gerði aldrei ráð fyrir því að  að rífa hús fólks í Teigunum heldur í Ásunum þar sem það stóð til að byrja með samkvæmt þeirri tilögu efég man rétt.afsakið ruglingin hjá mér.Það átti að gera fólk í ásahverfi heimilislaust en ekki teigunum...

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:34

47 Smámynd: HP Foss

Æ, já. Högni. Högni Sær. Sum nöfn einhvernvegin festast ekki í kollinum á manni. Fyrirgefðu Högni.

kv
Helgi

HP Foss, 15.4.2007 kl. 00:51

48 identicon

Já Hördís okkur þykir það full gróft en fyrir öðrum er það bara eina leiðin að takmarkinu...vernda lóðar og fasteignar verð í álofoss kvosinni..er það ekki um það sem þetta allt snýst annars um (rassgatið á okkur sjálfum )ekki umhverfismál... heldur það vill enginn svona veg hjá sinni fasteign.sem, er ósköp skiljanlegt en ekki vera fela sig bakvið einhver samtök sem segjast bara hafa hagsmunni Varmárinnar í fyrirrúmi(sem er verðugt málefni)en hafa hagsmuni sinna þá fyrst og fremst er það sem mér fynnst á því að fylgjast með allri umræðunni hér í Mosó undanfarnarvikur á vörum fólks og bloggi á netinu.

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:31

49 identicon

Vegna fyrirspurnar um Högna Sæ Snæ þá eru líkur á því að hann sé ein af fylgjum Hjördísar Kvaran. Hvar sem hún birtist blogginu ágerist draugagangur. Sá á bloggi Varmársamtakanna hún var með fylgjur sem hétu Einar Óli, Ingibjörg og fleira. Högni er með sömu karaktereinkenni og þessar bloggfylgjur.

Anna St. Sig. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:03

50 identicon

Sæl Anna St.Sig. ég heiti Högni Snær Hauksson til húsa að Hulduhlíð 5 fæddur í Mosfellsbæ og uppalin á Helgafelli þangað til ég var 20 ára gamall þá flutti ég í Hulduhlíðinna.Ég vona að þetta skýri eithvað fyrir þér Anna mín þú getur flett mér upp í símaskránni ef þú ef þú heldur að ég sé einn af draugum Hjördísar Kvaran.Ég get haldið áfram með æviágrip en ég nenni því nú varla.

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:10

51 identicon

Fyrirgefðu Högni þið hafið bara svo líkan stíl. Þú ert þá væntanlega sá Högni sem er í stjórn VG í Mosfellsbæ?

Anna St. Sig. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:52

52 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heil og sæl

Það var frábær stemming í gær á landsfundi Samfylkingar, svona bara af því að Kalli sýnir því áhuga. Síðan farið ekið úr Mosó í átt að blóðrauðu sólarlagi í mat og dans á Grand Hótel. Frábær skemmtun þar sem að hlegið var af mikilli innlifun undir fjölbreytilegri skemmtidagskrá og svo þriggja skyrtu ball í framhaldi. Á landsfundi hitti ég á fólk sem hefur verið virkir allaballar, kratar, kvennalistakonur, Reykjavíkurlistakonur, Röskvufólk, fyrrum vinstri grænir, fyrrum sjálfstæðismenn, fyrrum framsóknarmenn. Rakst á frænku og systur Ragnheiðar Ríkharðs og á systur Björns Bjarnasonar. Sem sagt, þetta var fjölbreytilegur, samstíga og taktfastur hópur. Það hefði verið svigrúm fyrir þig eða hvern sem er að njóta sín í þessum hópi.

Kalli telur að það sé hægt að afgreiða mig út úr umræðunni í Mosfellsbæ með því að ég sé "Samfylkingarmaður". Helgi á Síðunni telur það ekki ganga upp að ég sé "krati" og Skaftfellingur. Ég er uppalin við að vera félagshyggjumaður, undir kjörorðinu "allt er betra en íhaldið". Afi minn stofnaði ásamt nokkrum öðrum KASK og var þar í stjórn í 50 ár. Langafi minn var einn af stofnendum KHB í Borgarnesi. Þetta voru karlar sem voru að vinna að bættum kjörum og lífsyllingu fólksins í sveitunum. Amma mín fékk krabbamein um áttrætt. Hún hét á Framsóknarflokkinn, en ekki Guð eða Strandakirkju að borga 200 þúsund ef hún lifði af. Fór með ömmu niður á skrifstofu framsóknar við Rauðarárstíg og afhentum Þránni framkvæmdastjóra peninginn. Móðir mín er þremenningur við Bjarna Benediktsson öðrum megin, en Hjörleif Guttormsson hinum megin. Sjálfur var ég öfgasinnaður framsóknarmaður fram á unglingsár og allaballi fram undir þrítugt. Fyrir bakgrunni mínum í skoðunum, viðhorfum forfeðra og formæðra, ættingja og vina ber ég virðingu. Jafnframt tel ég það eðlilega niðurstöðu hjá mér að vinna að því að gera breytileikann að styrkleika og efla vettvang lýðræðislegra vinnubragða í stjórnmálum.

Mona Sahlin sagði skemmtilega sögu af Einstein á fundinum. Hann var að kenna eðlisfræði og lagði fyrir nokkur hlutapróf á önninni. Þegar hann skilaði inn einu prófi, þá benti skrifstofan honum á að þetta væri sama prófið og hann notaði í síðustu viku. Hann sagði; "Það er allt í lagi, það verða ný svör í þessari viku". Út frá þessu lagði hún að viðfangsefnin og spurningarnar væru klassiskar um leiðir til að bæta kjör almennings, auka jafnrétti og frelsi, efla réttlæti og mannúð. Leiðirnar væru hinsvegar mismunandi. Samfylkingin hefur undirbúið vel skilgrindar leiðir sem henta til úrlausnar á viðfangsefnum íslenskra stjórnmála vorið 2007. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir telja sig handhafar hins endanlega sannleika og eru trgir til að leyfa opna málefnalega umræðu um marga málaflokka. Tónar það ekki vel við það sem er að gerast í meirihlutasamstarfinu hér í Mosfellsbæ varðandi aðkomu almennings að ákvörðunum í skipulagsmálum?

Varðandi tengibrautir og Vesturlandsveg, þá skautar Karl enn framhjá umræðu um MÁLEFNI og gerir út á óvild í garð Samfylkingar. Er hægt að bjóða okkur upp á að forseti bæjarstjórnar fari að tala um hvort að búið sé að hreinsa kápuna hjá Bryndísi eða að ég sé á landsfundi með Jóni Baldvin. Ef út í það er farið þá hef ég mætt á miklu fleiri fundi með Hjörleifi Guttormssyni stofnenda Vinstri Grænna, heldur en með Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hefði reyndar viljað sjá þá saman í flokki en einhverjir hafa viljað aðgreina félagshyggjufólk enn á ný í fylkingar, en fara svo að tala um mögulega samvinnu á kosninganótt. Þá er það oft ótrúverðugt og íhaldið siglir sínu fleygi í gegn og kippir þeim upp í sem að er fyrstur til að melda sig á bátinn. Það er nú það, minn kæri.  

Þú svarar ekki afhverju þú hafir í vikunni greitt atkvæði gegn beiðni samtakanna um velvild gagnvart faglegri úttekt á valkostum og samvinnu Vrmársamtaka, Mosfellsbæjar og Vegagerðar um að skoða möguleika í stöðunni. Enn og aftur, hvað hafið þið að óttast að sýna hugmyndum og vinnu opinna samtaka almennings viðingu? Hvernig útskýrir þú mun á stefnu VG á landsvísu, varðandi samstarf við samtök almennings og útfærslur ykkar í Mosfellsbæ. Þú segist ekki komast á fund Varmársamtakanna eftir viku "Heildarsýn; Vesturlandsvegur-Mosfellsbær". Þið hljótið allavega að semda fulltrúa. Annað væri móðgun við lýðræðið. Við gætum til viðbótar hitt á þig og fulltrúa VG í Mosó í framhaldi, við fyrsta tækifær. Við erum búin að eyða nokkur hundruð þúsund krónum í hugmyndavinnu sem að er ekki nokkur einasta ástæða til að sýna vanvirðingu.

                                  Kærleikskveðjur,  

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2007 kl. 12:07

53 identicon

Ekkert að fyrirgefa Anna mín það er auðvelt að fara með fleipur þegar maður sér samsæri og drauga í hverju horni.

Högni

Högni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:22

54 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Gunnlaugur. Þú kemur greinilega endurnærður af landsþingi Samfylkingarinnar og bendir sem aldrey fyrr á eitthvað sem betur má fara hjá Vinstri grænum. Nú var það og tekið orðrétt úr skrifum þínum “Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir telja sig handhafar hins endanlega sannleika og eru tregir til að leyfa opna málefnalega umræðu um marga málaflokka. Tónar það ekki vel við það sem er að gerast í meirihlutasamstarfinu hér í Mosfellsbæ varðandi aðkomu almennings að ákvörðunum í skipulagsmálum”? Í gær sagðir þú “Ef þú vilt fylgja stefnu VG í ritinu Græn framtíð, stefnumörkun flokksins á landsvísu, þá greiddir þú ekki atkvæði í samræmi við hana í bæjarstjórn nú í vikunni”.Í gær voru það allir Vinstri grænir nema í Mosfellsbæ sem vildu opna og málefnanlega umræðu en nú í daginn eftir landsfund Samfylkingarinnar eru það allir Vinstri grænir.Ef þér finnst þessi ummæli mín í færslu nr. 35 óboðleg og þú heldur að þau séu til þess fallin að særa eða móðga þá er ég orðlaus. Ég skrifaði “Bryndís Schram, Jón Baldvin og þú á landsþingi Samfylkingarinnar greinilega nóg að gera hjá öllum.Svara þér betur á eftir Gunnlaugur minn ég er að grilla. P.s. Er Bryndís búin að hreinsa kápuna”Ef þessi ummæli mín fóru fyrir brjóst þér, þá vil ég afsaka þau.Allri faglegri úttekt á legu tengibrautarinnar er lokið. Auðvitað er meirihluti bæjarstjórnar tilbúinn að ræða við alla um allt mögulegt nú sem endranær. Varmársamtökin hafa ekki farið varhluta af því. Það er langt síðan ég skrifaði þér að allt hefði sinn enda. Ágæti Gunnlaugur þú notar oft orðið að ég skauti framhjá umræðu um málefnin.Í mínum huga staldraði ég lengi við. Ég hlustaði á alla umræðu Varmársamtakanna og um Varmársamtökin í öllum fjölmiðlum svo vikum og mánuðum skipti. Aldrei blandaði ég mér í þá umræðu þrátt fyrir að hún beindist mjög harkalega að mér persónulega og Vinstri grænum í Mosfellsbæ. Fyrir tveimur mánuðum beindi ég kurteysislega varnaðarorðum til samtakanna og benti þeim á að fara varlega í flokkspólitíkinni. Á þau varnaðarorð var ekki hlustað og blásið til enn frekari sóknar hjá Varmársamtökunum gegn mér og  Vinstri grænum í Mosfellsbæ. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því að það væri pottur brotinn í Varmársamtökunum. Þess vegna skautaði ég áfram mína leið.Kær kveðja Karl

Karl Tómasson, 15.4.2007 kl. 16:22

55 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Karl

Þú veist að það er verið að vinna að deiliskipulagi að nýju fyrir tengibrautina um Álafosskvos? Það var afturkallað. Samkvæmt reglum um umhverfismat áætlana á að gera faglegan samanburð á milli valkosta. Liggur hann fyrir af hálfu Mosfellsbæjar? Er málið ekki "allt til endurskoðunar" eins og haldið var fram nýlega á fundi VG á Draumakaffi (þar sem Ólafur Gunnarsson úr skipulagsnefnd var fundarstjóri) ? Finnst annars þetta svar þitt drengilegra en mörg önnur. Allri umræðu og úttekt er lokið! Þú ert svo sem til í að ræða um allt og ekkert við hina og þessa en það mun ekki skipta nokkru máli? Finnst, þér að sú röksemdafærsla að sáttatillögur undir yfirskriftinni "Heildarsýn; Vesturlandsvegur-Mosfellsbær" sé persónuleg aðför að þér og VG? OK, ef þú ert búin að komast að því að Varmársamtökin séu algjörlega ónothæf í umræðu um skipulagsmál, hver eru þá skilyrðin sem félag þarf að uppfylla til að vera fullgild og falla að stefnumörkun VG um aðkomu samtaka almennings að stefnumótun í skipulagsmálum? - Það er nú þannig að hver færsla kallar á enn færri spurningar og eins og þú sérð, þá er þetta enn heitasta umræðuefnið í bænum, þrátt fyrir endurteknar óskir frá VG um að umræðunni fari að ljúka. Ég held að því miður verði ykkur ekki að ósk ykkar, fyrr en þið opnið málið á heiðarlegan máta. En það er fátt svo með öllu illt að ei boði gott. Bloggmælirinn hjá þér tifar og tifar! Bíður eftir lausnapólitík. 

                                       Kærleikskveðjur,

PS Hjördís og aðrir, það eru allir velkomnir út að skauta á sumardaginn fyrsta. ATORKA mannrækt skipuleggur þá Úr sveit til sjávar; Gljúfrasteinn-Grótta. Hægt að hjóla, skauta eða hlaupa þessa leið sem að er um 40 km. Lagt er af stað 10:30 frá Gljúfrasteini. Aðalmálið er að halda sér á stígnum, þó það þurfi auðvitað að skauta fram hjá hinu og þessu. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2007 kl. 17:59

56 identicon

Sæll Karl.
Þú spyrð aftur hvar ég myndi leggja veginn. Því svara ég á sama veg og áður það er ekki mitt að ákveða hvar vegurinn á að liggja. Ég vil fá hlutlaust umhverfismat sérfræðinga á því hvaða gallar og kostir fylgja hvaða leið. Eina leiðin sem hefur fengið kynningu er leiðin um Álafosskvos. Mér finnast margir gallar við þá leið. Í fyrsta lagi er þetta allt of nálægt byggð í kvosinni sem mér finnst vera einn mest sjarmerandi staður Mosfellsbæjar. Þar mætist náttúra, menningarsaga t.d. og þar býr fullt af skapandi fólki sem hefur skapað sér atvinnu á þessum fallega stað. Ég tel að það myndi rýra gæði kvosarinnar á allan hátt að hafa svo fjölfarinn veg alveg ofan í byggðinni, hávaðinn og mengunin sem af því hlýst minnkar ekkert við bætta hönnun brautarinnar. Annað er það að vegurinn liggur alltof nálægt Varmánni, sem er á náttúruminjaskrá. Þriðji gallinn er sá að leiða á umferðina niður í hringtorgið við Brúarland án þess að búið sé að hugsa þá tengingu til enda. Svifryk situr kyrrt ofan í svona dældum því er óráðlegt að beina umferðinni þangað ekki síst þar sem íþrótta- og skólasvæði bæjarins er þar alveg við. Samkvæmt skipulagi á líka að setja aðra brú við hlið Vesturlandsvegar yfir Varmá og má telja það fjórða gallann. Annars bendi ég á síðu Varmártakanna sem mér virðist að hafi kynnt sér málið mun betur en bæjarstjórnin, þar er að finna ýmsar upplýsingar um málið, allt vel unnið og málefnalegt. Það hvaða leið mér eða þér eða Röggu ríku eða Helgafellsbyggingum kemur málinu ekki við fyrr en faglegt mat hefur verið gert af hlutlausum aðila, slíka ákvörðun á ekki að taka á einhverjum tifinningalegum nótum né eftir þörfum landeigenda og verktaka. Slíka ákvörðun á að taka eftir með hag allra í huga líka þeirra sem á eftir okkur koma. Þar undanskilinn er ekki hagur þeirra sem búa í kvosinni né fólks í ákveðnum stjórnmálaflokkum.

Kristín, sem ekki býr í kvosinni og hefur engra beinna hagsmuna að gæta en hefur einlægan áhuga á þróun bæjarins.

Kristín (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:19

57 identicon

Smá leiðrétting.

Það hvaða leið mér eða þér eða Röggu ríku eða Helgafellsbyggingum finnst best kemur málinu ekki við fyrr en faglegt mat hefur verið gert af hlutlausum aðila, slíka ákvörðun á ekki að taka á einhverjum tifinningalegum nótum né eftir þörfum landeigenda og verktaka.

Kristín (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:03

58 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hjördís mín, farðu nú að lesa, heldur en að vera eins og varðhundur í dyragættinni á forsetasetrinu. Reyndu að hafa smá húmor, þú kemst ekki yfir að taka að þér að verja bæjarstjórann líka gegn einelti. Kannast bara ekkert við allan þennan hroka og dónaskap sem frá mér á að hafa komið og réttlætir allt þitt fuss og svei. En í raun langt síðan það varð ljóst að þú tækir ekki rökum, né að það hefði einhverja þýðingu að tala við þig um álitamál í þróun bæjarins. Því er ég alveg hættur að svara þér efnislega. Það var hinsvegar tilraunarinnar virði að athuga hvort Karl Tómasson gæti fylllt eitthvað í eyðurnar varðandi afstöðu sína til skipulagsmála. Hvernig hannn sér fyrir sér aðkomu almennings, hvort hannn vilji greiða fyrir aðgengi fólks að ákvörðanatöku eða vinna gegn slíkri þróun.

                                    En gangi þér sem best í próflestri,

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2007 kl. 22:21

59 identicon

Þetta er nú orðin ansi mikil langavitleysa allt saman og talandi um að teygja lopann. Þessi setning frá #72vakti samt athygli mína "hvort hann vilji greiða fyrir aðgengi fólks að ákvörðanatöku".  Ég hélt að það væri greitt fyrir aðgengi fólks að ákvarðanartöku í lýðræðislegum kosningum hverju sinni!  

Þannig að ef ég skil þetta comment rétt og fleiri comment því  tengdu frá Varmársamtökunum, þá virðist það vera krafa þeirra að vera með í þeim ákvörðunum sem teknar eru hér í bæ til jafns við kosna fulltrúa. Getur það verið? Má ég þá líka vera memm  

Örn Franz (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:15

60 Smámynd: Karl Tómasson

Heil og sæl Kristín. Þú segir orðrétt:  “Eina leiðin sem hefur fengið kynningu er leiðin um Álafosskvos. Mér finnast margir gallar við þá leið. Í fyrsta lagi er þetta allt of nálægt byggð í kvosinni sem mér finnst vera einn mest sjarmerandi staður Mosfellsbæjar. Þar mætist náttúra, menningarsaga t.d. og þar býr fullt af skapandi fólki sem hefur skapað sér atvinnu á þessum fallega stað. Ég tel að það myndi rýra gæði kvosarinnar á allan hátt að hafa svo fjölfarinn veg alveg ofan í byggðinni, hávaðinn og mengunin sem af því hlýst minnkar ekkert við bætta hönnun brautarinnar. Annað er það að vegurinn liggur alltof nálægt Varmánni, sem er á náttúruminjaskrá.” Með öðrum orðum Kristín þú hefur lagt huglætt mat þitt á að þessi leið fyrir tengibrautina sé ómöguleg og fyrir það hefur  þú m.a. deilt á mig í mínum skrifum að leggja huglætt mat mitt á hlutina. Þá átt þú líka að geta lagt huglætt mat þitt á hvaða kost þú sérð betri í stöðunni. Það er nú bara um þrjá aðra að ræða. Ég fæ aldrei svar við því. Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.4.2007 kl. 23:22

61 identicon

Hvað kallar þú huglægt mat Karl? Mitt mat er byggt á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið og allt sem ég tel upp hér að ofan er alls ekki byggt á mínu huglæga mati heldur staðreyndum sem liggja fyrir. Það er staðreynd að Varmá er á náttúruminjaskrá og þar að auki nýtur hún (eða á að njóta) Hverfisverndar. Það er líka staðreynd að ekki hefur verið gerð grein fyrir tengingu tengibrautarinnar við Vesturlandsveg og það er líka staðreynd að svifryk safnast fyrir í lægðum þar sem það er þyngra en andrúmsloftið. Það er líka staðreynd að íþrótta- og skólasvæðið liggur í þessari kvos þar sem svifryksmengunin verður verst. Það er líka staðreynd að mikil atvinnuuppbygging hefur átt sér stað í kvosinni á undanförnum árum, ekki stóriðja heldur skemmtileg blanda handverks, lista, þjónustu og menntunar. Þannig er Karl, að náttúrufegurð og menningarverðmæti eru talin gæði sem stöðugt meira eru metin og það er ekki nein væmi úr mér. Vandamálið er að það er bara ein leið inn í Helgafellshverfið sem hefur verið rannsökuð og ég færði rök fyrir því að hún væri gölluð. Engin gögn eru til um hinar leiðirnar þrjár, sem þú telur að komi til greina, en væntanlega er verið að vinna þau gögn núna samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar. Þegar þau gögn liggja fyrir og ég hef haft tíma til að kynna mér þau skal ég leggja mitt mat á þau, úr því að mitt mat er þér svo mikils virði. Mér finnst þitt mat hins vegar mikilvægara en mitt þar sem þú ert í bæjarstjórn fyrir flokk sem er með umhverfismál í aðalhlutverki. Það sérkennilega er að þú hefur ekki rökstutt stuðning þinn við legu brautarinnar með neinum hætti. “Ég sá það strax” (og ég var orðinn forseti bæjarstjórnar að þetta var besta leiðin) er ekki rökstuðningur.Hver eru þín rök? Af hverju telur þú að af þeim fjórum kostum sem þú nefnir sé sú sem var valin best.

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:11

62 Smámynd: Karl Tómasson

Heil og sæl Kristín.

Bendi  þér á færslu mína nr. 5. Þar er svar mitt.

En hvar er þitt huglæga mat við öðrum kostum??? Það kemur ekkert svar við því.

Auðvitað eins og ég er alltaf að segja er búið að kanna aðra kosti það veist þú Kristín.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 16.4.2007 kl. 00:45

63 identicon

Sæll enn og aftur Karl. Huglægt mat er mat "sem gengur út frá skynjun eða hugmynd sem frumatriði". Mitt mat á legu tengibrautarinnar var hins vegar hlutlægt þ.e. "hlutverulegt" því að það er byggt á þekktum staðreyndum. Ég gat myndað mér skoðun á þessari leið af því að ég hef kynnt mér rök með og á móti. Um hinar leiðirnar hefur lítið verið rætt og ritað og því hef ég ekki með þær upplýsingar í höndum sem á þarf að halda til að mynda mér skoðun á hver sé best eins og ég hef margsagt. Ég sé náttúrulega að það er engin gallalaus leið inn í Helgafellshverfið. Ef svo væri hefði þetta mál aldrei risið. Leiðirnar hafa allar kosti og galla og bestir til að gera úttekt á þeim eru sérfræðingar umhverfisstofnunar. Þegar þeirri úttekt er lokið treysti ég mér til að mynda mér skoðun á því hvaða leið mér finnst heppilegust. Ég er líka viss um að verktakarnir verða ekki endilega sammála mínu mati af því að þeir hafa mjög mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta. En með faglegri sérfræðilegri úttekt liggur ljóst fyrir hvaða kostir og hvaða gallar eru á hverri leið fyrir sig og þá er bara eftir að ákveða hvaða atriði eru mikilvægust. Mér sýnist að sú leið sem upphaflega hafi verið valin hafi verið valin af því að umferðin rennur beint í búðirnar í Kjarnanum og af því að það hentaði hagsmunum verktaka og landeigenda. Mitt mat kemur ekki til með að setja það sem aðalatriði að fólk komist í Kjarnann á mettíma og þó að auðvitað verði að taka tillit til allra þá mun ég ekki setja hagsmuni verktaka og landeigenda hátt á minn lista. Þegar ég fæ umrædd gögn í hendur mun ég skoða hvar minnstu áhrifin á umhverfið eru; náttúrulegt, menningarlegt, félagslegt og atvinnuumhverfi. Síðan mun ég sætta mig við þá leið sem skorar hæst gagnvart íbúum og umhverfi.

Mig langar aðeins að svara Erni varðandi ákvarðanatöku í sveitarfélögum. Þannig er að á Ríóráðstefnunni um umhverfismál sem haldin var 1987?? (ég man ekki ártalið) var samþykkt svokölluð Agenda 21 eða nokkurskonar stefnuskrá 21. aldarinnar í umhverfismálum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þar er lögð rík áhersla á aðkomu borgaranna í ákvarðanatöku í málefnum eins og umhverfis- og skipulagsmálum og hér á landi er unnið að því að samtvinningu Agenda 21 í störf sveitarfélaga í gegnum svokallaða Staðardagskrá. (þetta er krækja). Sveitarstjórnar- og skipulagslög hafa breyst mjög með tilkomu Staðardagskrár. Vinstri flokkarnir hafa reyndar lagt meiri áherslu á þessa vinnu og fyrrverandi bæjarstjórn var með starfsmann til að fylgja henni eftir. Íbúalýðræði er lykilatriði í Staðardagskrá. VG voru að gefa út sína Grænu framtíð sem er þeirra stefnuskrá og þar er lögð rík áhersla á samstarf sveitarfélaga og almennings, ekki síst við samtök eins og Varmársamtökin. Það að íbúar komi að lýðræðinu með kosningum á fjögurra ára fresti er úrelt, þó að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eigi greinilega eftir að sætta sig við þá staðreynd. Kjörnir fulltrúar hafa að sjálfsögðu úrslitavald og Varmársamtökin hafa ekki reynt að sölsa neitt vald til sín en samtökin hafa með sínum afskiptum orðið til þess að t.d. að farið er að lögum um umhverfismat áætlana varðandi tengibraut.

Bestu kveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:13

64 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar Kristín. 

Hvenær er að vænta niðurstöðu Umhverfistofnunar í þessu máli?

Örn Franz (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:26

65 identicon

Varðandi tengibrautina úr Helgafellslandinu þá var það Skipulagsstofnun sem úrskurðaði framkvæmdin félli undir lög um umhverfismat áætlana, í febrúar held ég. Það er ekki það sama og umhverfismat en þó er gert ráð fyrir umfangsmiklli úttekt á umhverfisáhrifum og gera verður úttekt á fleiri valkostum. Eftir þennan úrskurð felldi bærinn deiliskipulagið úr gildi. Karl getur nú sennilega svarað þér betur hvar þetta er statt en það eru bæjaryfirvöld sem láta gera umhverfisskýrsluna eftir því sem ég best veit.

Bestu kveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:40

66 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heil og sæl

Sú mikla umræða sem hér er farin í gang er að verulegu leyti gagnleg, ef maður horfir framhjá aðilum og atriðum sem hafa það sem fyrsta markmið að drepa málum á dreif og spilla fyrir umræðu um skipulagsmál. Það er nú einhvern veginn þannig að maður hættir að taka eftir því þegar sömu upphrópanirnar koma fram aftur og aftur án innistæðu og út í loftið. Ég vil hrósa Karli Tómassyni fyrir að taka þátt í umræðunni og hann er að færa sig smátt og smátt að dýpri og ígrundaðri innleggi. Það er gott.

Umræðan mun halda áfram, en ekki hætta, fyrr en samskiptin hafa náð fullum heilindum og öll spil eru lögð á borðið. Það vilja Varmársamtökin gera, en atkvæðagreiðsla bæjarstjórnar í síðustu viku benti ekki til þess að þeir vilji fagleg vinnubrögð, benti ekki til þess að þeir vilji sátt, benti ekki til þess að þeir væru opnir fyrir aðkomu samtaka almenninga að skipulagsferli.

Það sem ég er fyrir mestum vonbrigðum með er að fulltrúar Helgafellsbygginga og bæjarstjórnar hafa unnið að því sameiginlega að spilla fyrir faglegum samanburði. Varmársamtökin réttu fram sáttahönd. Fáum Línuhönnun til að gera úttekt á valkostum, stofan vinnur sjálfstætt út frá öllum fyrirliggjandi forsendum. Við vorum tilbúin að taka þeirra dómi ef niðurstaða þeirra yrði á þeim nótum að besta lausnin væri tengibraut um Álafosskvos. Það sem meira var Varmársamtökin buðust til að borga reikninginn fyrir vinnu sem Mosfellbær hefði átt að standa fyrir. Krafa okkar um faglegan samanburð fékk síðan enn meiri vigt með úrskurði Skipulagsstofnunar um að það beri að gera umhverfismat áætlana og í verklýsingu á slíku mati kemur fram að það eigi að gera slíkan faglegan samanburð, þar sem hinir ýmsu þættir, kostir og gallar eru vegnir og metnir með skipulögðum hætti.

Það er og var vilji Varmársamtakanna að með slíku framlagi, þegar almenningur, getur haft aðgang að niðurstöðum faglegrar úttektar þá gætum við lagt okkar á vogarskálarnar í átt að betri umræðu heldur en verið hefur, þar sem hverfum er att saman í átök um legu brautarinnar, án þess að hafa forsendur. Bæjarbúum att á foraðið, vonað að umræðan fari á svo ómerkilegt plan að það sé hægt að ræsa gröfurnar.

Í samvinnu tókst Helgafellsbyggingum og Mosfellsbæ að hræða fagaðila frá vinnu við slíka faglega og sjálfstæða úttekt. Undirstrika aftur að fagaðilar áttu að starfa sjálfstætt óháð deiluaðilum og Varmársamtökin ætluðu að borga reikninginn. Þar með spilltu þessir aðilar fyrir möguleikum bæjarbúa á að geta metið málið á hlutlausan hátt og spilltu fyrir þróun í átt að upplýstri umræðu og íbúalýðræði. Það var ekki gott.

Nú voru góð ráð dýr og þörf á að endurmeta hvernig við næðum bæjarbúum upp úr því fari sem bæjarstjórn virtist vilja að málið væri í, sem einkenndist annarsvegar af því að etja mönnum á foraðið, í óupplýsta og ruglingslega umræðu og hinsvegar ákveðið form af þagnarbindindi. Að kjörnir fulltrúar taki ekki þátt í að ræða það sem brennur mest á bæjarbúum og axli enga ábyrgð á að ná sátt og samstöðu er merkilegt. Að þeir hreinlega vinni gegn því að þróaðar séu leiðir svo slíkt sé mögulegt.

Varmársamtökin ákváðu að móta sínar eigin tillögur (í samvinnu við fjölda fagaðila) í stað þess að borga fyrir sjálfstæða úttekt. Þessar sem kynntar verða á komandi laugardag undir yfirskriftinni "Heildarsýn; Vesturlandsvegur-Mosfellsbær". Þetta er prófmál á að við þróum okkur í átt að heilbrigðara og opnara samfélagi þar sem hlustað er á fólk og viðhorf þess hafa vægi. Þetta er prófmál á að náttúruverndarlög, skipulagslög og upplýsingalög séu virt hvað varðar rétt einstaklinga og opinna samtaka almennings. Mætum öll, óháð kyni, búsetu, flokki eða hverju sem er. Stillum saman óskir okkar, þá verða þær að veruleika.

                     Kærleikskveðjur,

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2007 kl. 19:32

67 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Spurðu Hannes hjá Helgafellsbyggingum, Jóhönnu bæjarverkfræðing, Ragnheiði bæjarstjóra og e.t.v. Karl Tómasson. Þau ættu að vita sitt lítið afhverju um það hvernig tókst að hrekja Línuhönnun frá málinu. Við höfum ekki viljað fara hátt með það mál til að hlífa fólki sem að á ekkert nema gott eitt skilið. Ég veit samt söguna nokkuð nákvæmlega.

Fundurinn verður í Þrúðvangi kl. 14:00 á laugardaginn og er öllum opinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2007 kl. 23:08

68 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Rakti málið nokkuð nákvæmlega fyrir Ólafi Gunnarssyni formanni VG á Draumakaffi nýlega. Þú gætir spurt hann. Fyrsta litla atriðið tengist leka á fréttatilkynningu frá Mosfellingi, sem að þú gætir verið aðili að, því Karl og Hilmar vita ekki hvernig átti sér stað. Ef þú vilt endilega pressa það fram að sagan verði öll sögð og könnuð, þá getur þú séð um þann hluta. Annars ert þú held ég aftur að detta í forað umræðunnar, sem bæjarstjórn virðist vilja viðhalda.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2007 kl. 09:48

69 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú krafðist þess að ég rekti málið nákvæmlega. Sagði frá fyrsta atriðinu í þeirri sögu, sem að er enn óupplýst. Ásakaði engan. Veit hvernig hlutirnir þróuðust á þann hátt sem þeir gerðu, en í raun ekki hvers vegna. Fólk sem stendur þér nær getur rakið málið betur en ég. Tel rétt, ef þörf er á að upplýsa atburðarrásina nákvæmlega, að þeir  sem spilltu fyrir möguleikum á faglegum samanburði valkosta hjálpi þér með það. Hef ekkert að skammast mín fyrir, en beindu spjótum þínum að réttu aðilunum, ef þú vilt leita uppi sannleikann í þessu máli. Ég kom ekkert að því að semja þá vísu og því ber mér ekki að fara með neinar vísur fyrir þig, hvorki hálf eða heilkveðnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2007 kl. 12:06

70 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hjördís mín, farðu nú bara að lesa, það styttist í próf. Ég er ánægður með Mosfelling og hef ekkert undan blaðinu að kvarta. Finnst Hilmar hafa gert umfjöllun um tengibraut mjög góð skil. Fullur þakklætis og kærleika gagnvart blaðinu og öllum starfsmönnum þess, fyrr og síðar. Það var bara þetta eina litla atriði. Það er nú ekki hægt að vera fullkomin alltaf.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2007 kl. 16:47

71 identicon

Fjörug umræða Hingað til hef ég ekki verið mikill blogg maður en hef þó reynt að fylgjast með þar sem mér hefur þótt umræðan athyglisverð.  Nú hefur Karl Tómasson opnað bloggsíðu eins og svo margir aðrir stjórnmálamenn og varð umræðan strax fjörug hjá honum. Ég hef nú undanfarið fylgst með umræðunum á síðu Karls og er hún fróðleg,  þá sá ég m.a. að verið var að nefna mig nokkrum sinnum á nafn. Þegar ég segi að skipulagsmál varðandi vegina tvo séu í endurskoðun, á ég við að umhverfismat áætlana fer nú fram, auk þess sem bæjarstjórn hefur samþykkt að Tunguvegurinn fari í formlegt umhverfismat.Mér sýnist að á þessum bloggum sé oft öðru haldið fram. VG Sveitungi er að  koma út. Þar kemur fram afstaða VG. Hún er heiðarleg, samkvæm sjálfri sér og tekur tillit til umhverfisins á skynsamlegan hátt án öfga.

Karl Tómasson er í því að stjórna þessu bæjarfélagi, ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og gengur það ljómandi vel. Auðvitað eru einhverjir ósáttir og virðist bera talsvert á því í röðum Varmársamtakanna en það hefur ekkert með umhverfismál að gera.

Ólafur Gunnarsson varaformaður skipulags-og byggingrnefndar.

Ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:23

72 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er sjálfsagt að stjórn Varmársamtakanna fari yfir það með stjórn VG í Mosó og talskonu þeirra hvernig gott mál, sjálfstæður samanburður fagaðila, var tortyggt á alla kanta og eyðilagt. Við upplifðum og vitum um ákveðna þætti en svo vita gerendurnir auðvitað einir hvað þeim gekk til.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.4.2007 kl. 20:25

73 identicon

Erð þið  að djóka 100 athugasemdir:::::::::::

Ég skal viðurkenna ekki iní málinu en þetta er svakalegt.

Lárus

Lárus (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:29

74 identicon

Hvernig væri að þið hittust bara Hjördís, sígjammandi yfirvarðhundur VG í Mosó, og Gunnlaugur og tækjuð bara góða glímu?  

Anna St. Sig. (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:53

75 Smámynd: HP Foss

98?

HP Foss, 17.4.2007 kl. 22:06

76 Smámynd: HP Foss

99?

HP Foss, 17.4.2007 kl. 22:07

77 Smámynd: HP Foss

Það sannast hið fornkveðna, Þeir gusa mest sem grynnst vaða.

HP Foss, 17.4.2007 kl. 22:07

78 identicon

Nei bara Anna St.Sig     bara mætt aftur. komin úr felum

Högni

Högni (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:19

79 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

ég get svo svarið það!!!  yfir 100 athugasemdir hehehe

Ég segi ekki annað en "Það er yndislegt að vera Mosfellingur" en því fylgir sko engin lognmolla

Guðmundur H. Bragason, 18.4.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband