Gildran kemur saman á ný

Nú höfum við félagarnir í Gildrunni ákveðið að koma saman á ný og að sjálfsögðu verða tónleikarnir í okkar heimabyggð. Tilefnið er 30 ára samstarf okkar félaga.

Tónleikarnir okkar verða í mars og haldnir í Hlégarði og þar munum við fara yfir allan okkar tónlistarferil.

Árið 1979 hófst samstarf okkar félaganna og var ætlunin sú hjá okkur að fagna þessum 30 árum á þessu ári. Það fórst fyrir vegna óviðráðanlegra orsaka og því verður slagurinn tekinn á nýju ári.

Um þetta mun ég fjalla nánar hér á síðunni minni þegar nær dregur.

gildran_i_10_ar++

Hér fyrir neðan má heyra eitt gamalt og gott með Gildrunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið forfallinn aðdáandi Gildrunnar
frá því hún kom fyrst fram og fjölskyldan varð
að hóta mér öllu illu fyrir nokkrum árum m.a. Kleppsvist ef ég
færi að auglýsa í blöðum eftir efni með hljómsveitinni!
Vona að diskur og DVD fylgi í kjölfarið.

Gleðilegt ár! (einu tíðindin af viti á þessu ári)

Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Það er nú varla spurning um að maður mæti á svoleiðis samkomu. Maður getur þá allavega haft eitthvað til að hlakka til á nýu ári. Tek undir það með síðasta ræðumanni. Algert must að taka upp tónleikana og gefa út á DVD. Menn sem eru búnir að fylla alla helstu staði landsins og spila með öllum helstu böndum eiga sér þúsundir aðdáenda sem vildu gjarnan eiga slíkan live tónleikadisk sem spannar öll árin 30.

Guðmundur St. Valdimarsson, 30.12.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

EN FRÁBÆRT!! Til hamingju með þetta. Þið eigið líka alveg örugglega eftir að skemmta ykkur svakalega vel við undirbúninginn.

Ekki gleyma að leyfa okkur að fylgjast með.

Gleðileg áramót til þín og þinna Kalli minn Tomm

Jóna Á. Gísladóttir, 30.12.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gamall karl vestur í bæ hrekkur upp með andfælum og skundar í Hlégarð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2009 kl. 17:05

5 identicon

Ég skora á unga tónlistarmenn að mæta og sjá gömlu meistarana í blússandi sveiflu.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir, takk fyrir komuna hingað til mín.

Eins og ég sagði þá mun ég fjalla nánar og betur um þessa tónleika okkar félaganna á nýju ári.

Það verður gaman að koma saman að nýju af þessu tilefni og eins og Jóna Gísla sagði hér fyrir ofan, þá verður undirbúningur okkar fyrir tónleikana vafalítið ekki síður skemmtilegur.

Bestu kveðjur. K. Tomm.

Karl Tómasson, 30.12.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt ár!

Þorsteinn Briem, 30.12.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband