Er þetta meistaraverk eða tómt bull?

Það er oft skondið að lesa dóma um eitt og  annað.

Nýjasta plata Bob Dylan er eitt skemmtilegt dæmi um það nú um stundir. Hún er talandi dæmi um það þegar gagnrýnendur vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Sumir þeirra gefa henni fimm stjörnur og aðrir hauskúpu. Hauskúpugjafarnir fíla sig væntanlega sem mjög frakka menn að taka svo fast á meistaranum og fimmstjörnu mennirnir fíla sig væntanlega nokkuð örugga að hafa svo mikið vit eins og meistarinn á því sem gott skal kallast.

Hamborgarhryggurinn hjá okkur á aðfangadag fékk fimm stjörnur frá öllum og hver einasti maður sem sat við borðið það kvöld, sagði það sem honum virkilega fannst án þess að hafa hugmynd um það hvort Hamborgarhryggurinn væri frá Nóatúni ,KEA eða hverjum sem er. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

þetta er lélegt og Nóatúnshamborgarrhryggurinn er betri en Kea.
Magni í á Móti Sól er lélegur lagahöfundur.
Rúni Júl var betri en Bó getur orðið.
Hafnarfjörður er  fallegri bær en Mosó
Gildran er betri en Jet Black Joe
Steingrímur Hermannsson er betri en Halldór Ásgrímsson
Sól er betri en rigning
Kona er fallegri en maður.
.....

Allt þetta eru jú nokkuð rökréttar fullyrðingar en er fyrst og fremst mín skoðun.
Mér þykir vanta hjá mörgum að hugsa út í það að þeirra skoðun er ekki endilega sú eina rétta.

HP Foss, 27.12.2009 kl. 15:10

2 identicon

Það að Dylan gaf út jólaplötu er bara hið besta mál.  Hann þarf ekki alltaf að gefa út plötu sem inniheldur speki í ætt við spádóma Nostradamusar.  Presley gaf út plötu í tilefni jólanna, sömuleiðis Beach Boys, Destiny's Child og Sinatra.  Gott hjá Dylan.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært þegar eldamennskan tekst vel, enda er hún það sem skiptir máli, en ekki hvaðan hráefnið kemur.  Það er hægt að eyðileggja gott hráefni og gera ótrúlega góða hluti við slæmt, bara ef kokkurinn er góður. 

Hef ekki hlustað á þessa nýju Dylan plötu, en ætla að hlusta á þetta lag hér á eftir.  Gleðileg Jól Kalli minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 19:00

4 Smámynd: Jens Guð

  Það vill stundum gleymast að plötugagnrýnendur eru jafn ólíkir og þeir eru margir.  Það er ekki eðlismunur á viðhorfi launaðs plötugagnrýnanda annarsvegar og hinsvegar annarra músíkáhugamanna til einstakra platna.  Eini munurinn er sá að hinir síðarnefndu tjá skoðun sína munnlega í vinhópnum en gagnrýnendur tjá skoðun sína á prenti. 

  Þetta er þó að ná saman með tilkomu bloggsins.

  Ég á ekki jólaplötu Dylans.  Er frekar lítið fyrir jólalög.  En ég heyrði Bubba og Guðna Má spila plötuna í heilu lagi í sitthvorum þættinum á rás 2.  Einnig hef ég heyrt fleiri spila stök lög af plötunni. 

  Þetta er ekki nægileg hlustun á plötuna til að kveða upp dóm.  Hauskúpa er þó klárlega fjarri lagi.  Mér virðist sem platan geti verið á bilinu 3. - 4. stjörnu (af 5).

  Til gamans má geta að Dylan fær sjálfur ekki krónu í sinn vasa af sölu plötunnar.  Allur ágóði af sölu plötunnar rennur óskiptur til langveikra barna.  

Jens Guð, 27.12.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir, takk fyrir komuna.

Það er margt sem ég hef kunnað að meta með Bob Dylan í gegnum árin, þessa jólaplötu hef ég ekki heyrt og er því mjög spenntur að hlýða á. Dómarnir eru æði misjafnir og öfgafullir ef svo má til orða taka.

Bestu kveðjur. K. Tomm.

Karl Tómasson, 28.12.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband