Mér er hugleikin saga um Megas, Magga Eiríks og Gunnar Þórðar

Mig langar að segja ykkur hér, ágætu bloggvinir, litla sögu og upplifun sem er mér mjög hugleikin um Megas, Magga Eiríks og Gunnar Þórðar og athugið, hún er algerlega sönn.

Megas 10

Þannig er, að skömmu áður en tengdafaðir minn Óli lést í mars s.l. fórum við Lína og tengdapabbi í bíltúr, oft sem áður. Tengdapabbi var mikill tónlistaráhugamaður og við hlustuðum oft saman og spjölluðum um tónlist. Í einum þessara bíltúra vorum við oft sem áður að ræða um tónlist og Megas kom til tals hjá okkur en hann er og var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Í miðju spjalli okkar í bíltúrnum ákvað ég að koma við í Nóatúni vestur í bæ og kaupa harðfisk handa mér og tengdapabba, hann elskaði harðfisk. Þar sem við rennum í hlað við Nóatún, er sá fyrsti sem við sjáum, umtalaðaur Megas. Mér er minnisstætt hversu tengdapabbi hafði gaman af þessari sérstöku tilviljun.

Maggi Eiríks

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan vorum við Lína á leið í bæinn og ég var að ræða um það við hana að mig langaði mikið að eignast og lesa bókina um Magga Eiríks. Maggi Eiríks hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einstakt ljúfmenni sem tók alltaf svo vel á móti okkur, ungum og áhugasömum tónlistarmönnum sem voru daglegir gestir hjá honum í hljóðfæraverslun hans, Rín. Síðar er okkur Línu báðum minnisstætt, þegar hann hélt, ásamt félögum sínum, ógleymanlega tónleika á veitingastað okkar, Álafoss föt bezt forðum. Í þessari umræddu bæjar- og verslunarferð okkar Línu í höfuðborgina var Maggi Eiríks fyrsta manneskjan sem við sáum í fyrstu versluninni sem við komum við í.

Gunni Þórðar

Í gær vorum við hjónin, oft sem áður, að stússast í bænum. Að loknum helstu erindagjörðum, ákváðum við að fá okkur kaffisopa í Mosfellsbakaríi við Háaleitisbraut. Við sátum þarna tvö við borð og ég fór að glugga í Morgunblaðið sem var þar við hlið okkar. Ég fór hratt yfir Moggann en staldraði við grein og viðtal við Gunnar Þórðar um nýju plötuna hans, sem er sú fyrsta sem hann syngur sín eigin lög. Ég sagði við Línu, þessa plötu langar mig að eignast. Rétt í þann mund sem ég var að ljúka við lestur greinarinnar opnast hurðin á bakaríinu og inn gengur Gunnar Þórðarson. Lína leit á mig og sagði, sérðu hver er að koma. Gunnar heilsaði okkur vinalega og kvaddi einnig þegar hann fór. Ég og Lína sögðum hvort við annað, þvílíkar tilviljanir. 

Í kvöld höfum við nú hlustað á þessa nýjustu plötu Gunnars og erum algerlega heilluð. Að hlýða á höfunda svo margra fallegra laga syngja þau sjálfa er engu líkt. Það er eitthvað svo magnað sem gerist við slíkan flutning.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru oft skemmtilegar þessar tilviljanir, eins og þegar maður hugsar skyndilega sterkt il einhvers, og síminn hringir :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oft kemur góður þá um er rætt.  Það er eins og þegar maður hugsar til einhvers, þá verður hann einhvernveginn á vegi manns skömmu síðar.  Hugur okkar er sterkari en við áttum okkur á Kalli minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2009 kl. 14:26

3 identicon

Frabær plata eg er buinn að hlusta mikið a hana.   KV  B START

Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 14:38

4 identicon

Já Kalli minn,

Maður veltir því fyrir sér hvort þetta séu nokkuð tilviljanir, heldur bara mannshugurinn að störfum?  En svakalega merkilegt engu að síður og gaman þegar þetta gerist. 

Bestu kveðjur yfir til ykkar

Hanna Sím (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 22:14

5 identicon

Já það er merkilegt með svona tilviljanir stundum, en að þetta hafi gerst þrisvar sinnum á stuttum tíma er frekar fyndið.

Ég vona bara að þið Lína mín fari nú ekki að spjalla mikið um Davíð oddson því þá kannski kemur illur er um er rætt.

Högni Snær.

Högni Snær (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru vinir.

Þessi litla saga okkar er vissulega eitthvað sem hendir okkur öll einhvern tíman. Það sem gerir hana svo sérstaka og eftirminnilega hjá okkur er, á hversu stuttu tímabili þessi þrjú atvik gerðust.

Síðasta uppákoman, þar sem Gunnar Þórðar, kom við sögu var algerlega ótrúleg og við áttum ekki til orð.

Enn og aftur takk fyrir komuna kæru vinir og ég skora á ykkur að hlýða á nýjustu plötu Gunnars, hún er mögnuð og auðvitað einnig plata Megasar og að lesa bókina um Magga Eiríks.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.12.2009 kl. 00:07

7 identicon

Þú ert bara réttur maður á réttum stað Kalli minn.  Allir þessir listamenn sem þú nefnir þarna eru þjóðareign,frábærir hæfileikamenn.

Í mínum huga er Megas þjóðskáld. Hann er Jónas Hallgrímsson okkar tíma eða Hallgrímur Pétursson eða eitthvað annað ótilgreint stórmenni. Orðsnillingur sem á engan sinn líkan.

Ég kann nokkur ljóða hans utanbókar en snilldarverkið um Birkiland og hann sjálfan eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 10:50

8 Smámynd: HP Foss

Magnaðar viltiljanir.

HP Foss, 6.12.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: HP Foss

Segðu mér Karl, er að spá í að flytja í Mosó, en verð þar með aðfluttur. Verður það vandamál?  Sá á síðu Varmarsamtakanna að þau telja rasisma ríkja í garð aðfluttra  þarna uppfrá, Jón Steinar Ragnarsson reyndar hrakti þetta hjá þeim en ég hef jú áhyggjur samt. Ætlaði að spyrjast fyrir um þetta hjá Varmarsamtökunum, á síðunni þeirra, en þá var þetta horfið. Það hlýtur að vera vírus í tölvunni þeirra, það hverfa þarna heilu kaflarnir eins og dögg fyrir sólu.

Þess vegna leita ég til þín Kalli.

Kv-Helgi

HP Foss, 6.12.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband