Hann hefur unnið hug og hjörtu okkar allra

Tryggur 1010+

Fyrir nokkrum vikum síðan, hringdi frændi minn og einn af mínum bestu vinum, Hallsteinn Magnússon, í mig, það gerir hann reyndar reglulega. Að þessu sinni snérist erindi hans um það, að góður vinur hans væri með 5 ára gamlan Íslenskan fjárhund sem vantaði gott heimili. 

Hallsteinn vissi að sjálfsögðu um hundadelluna mína og áhuga allra fjölskyldumeðlima á þeim yndislegu skeppnum og hafði því strax samband við mig og spurði mig að því hvort ég væri ekki til í það, að taka góðan Íslenskan fjárhundhund inn í fjölskylduna. Í stuttu máli sagt voru endalokin sú, að ég og Óli minn fórum í Hafnarfjörð að heimsækja Trygg og hann kom með okkur heim.

Tryggur er einn mesti snillingur sem við höfum kynnst. Auðvitað þurfti hann sinn tíma til að taka okkur í sátt og við til að átta okkur á honum og öllum hans töktum, sem eru svo gengdarlaust magnaðir.

Tryggur hefur unnið hug og hjörtu okkar allra í fjölskyldunni. Hann er snillingur, stundum höldum við að hann skilji hvert einasta orð sem við segjum.

Svona rétt í lokin og pínu mont. Tryggur er þrefaldur íslenskur meistari. Við vissum það ekki þegar við fengum hann, enda hefði það aldrei orðið neinn vendipunktur í því hjá okkur að taka hann til okkar.

Við fréttum það þegar við fengum ættbókina hans.

Finnst ykkur hann ekki fallegur?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, get ekki annað sagt en að hann er fallegur enda næstum nákvæmlega eins og hann Magnús minn, mér sýnist Tryggur þó vera eitthvað minni en Magnús en hann er víst líka óvenju stór.

Þetta eru yndislegir hundar

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 01:08

2 identicon

Heill og sæll; Karl, æfinlega !

Til hamingju - þú; og þín fjölskylda, með þennan ljúfling. Megið þið njóta samvistanna við hann, sem og hann, við ykkur.

Virðing mín; fyrir dýrunum vex í sama hlutfalli, og hún þverr, fyrir mannfólkinu - einkum; stjórnmálamönnum, íslenzkum að uppruna.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 02:20

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Til hamingju með þennan fallega hund, Kalli.

Úrsúla Jünemann, 25.10.2009 kl. 09:38

4 identicon

Rosalega fallegur og gáfulegur til augnanna!!!  Íslenski fjárhundurinn er auðvitað stórglæsilegur sem tegund en þessi er sérlega glæsilegur einstaklingur. Ég hlakka til að hitta hann en ég sakna samt Snata ansi mikið.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: steinimagg

steinimagg, 25.10.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Tryggur er yndislegur við okkur Mannfólkið.

Hvílíkur fegurðar Kóngur.

Til lukku með hann.

Kv. úr Brekkulandinu

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 29.10.2009 kl. 03:01

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

en dásamlegt fyrir Trygg og ykkur !!! til hamingju elsku vinur minn til ykkar allra :o)

kærleikur og Ljós til mosó

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband