Hún er svakalega fín þessi

Veiðar 1010

Ég kíkti á uppskriftarsíðuna, vefuppskriftir.com í dag og fann þessa fínu fiskisúpu sem freystaði mín mikið.

Súpan var elduð á mínu heimili í kvöld og vakti mikla lukku.

Þessi súpa er nokkuð spes, get ég sagt ykkur kæru bloggvinir. Endilega látið slag standa og eldið hana við gott tækifæri.

Ilmurinn úr eldhúsinu er  kröftugur og góður á meðan eldamennskan stendur yfir og jafnvel nokkuð lengi vel á eftir. Það gerir að sjálfsögðu gráðaosturinn.

Fiskisúpa veiðimannsins


Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskisúpu veiðimannsins.

2 gulrætur
1 laukur
Blómkál eftir smekk
1/4 hvítkál
1/2 lítri vatn
1/2 lítri mysa
2-3 fiskiteningar
1 gráðaostur
1/2 lítri rjómi
300 grömm rækjur
300 grömm kræklingur
Silungur eða lax

Eldunaraðferð.

Grænmetið er skorið smátt og soðið með fiskiteningunum, vatni og mysu. Osturinn settur út í og þá rjóminn. Soðið vel og lengi. Silungur eða lax flakaður og roðhreinsaður og skorinn í fingurssvera strimla. Sett út í súpuna ásamt rækjum og kræklingi. Soðið við vægan hita í 7 mínútur. Súpuna má þykkja með því að hræra tvær eggjarauður saman við mjólk og hella varlega út í og hita að suðumarki (ekki sjóða).

Ég fékk þessa uppskrift af Fiskisúpu veiðimannsins hjá vefuppskriftum.com. Hún var send þangað inn, af Elínborgu Baldvinsdóttur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kalli ég ætla að prófa þessa, en ég verð að viðurkenna að ég og mitt heimilisfólk er ekki mikið fyrir krækling þannig að ég ætla að prufa að setja annað í hana.Skelfisk t.d. humar eða tígrisrækju í skel.

Og ef ykkur vantar hráefnið í súpuna eða bara eitthvað gott í matinn þá er bara að skella sér á Sundlaugaveginn í fiskbúðina mína og fá sér eitthvað gott.

Högni.

Ég vil minna á síðuna okkar í Vinstri grænum í mosó www.vgmos.is.

Högni Snær (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Karl Tómasson

Er ekki sjálfur fiskisúpu snillingur Íslands mættur fyrstur allra manna.

Sjaldan, ef nokkru sinni hef ég bragðað á betri fiskisúpu en hjá þér Högni minn og einnig má ég ekki gleyma Hjördísi vinkonu okkar Kvaran, sem er glettilega góð fiskisúpukella.

Fyrstu fiskisúpu uppskriftina fékk ég hjá Íbí, vinkonu okkar hjóna og hefur hún óspart verið notuð og slær alltaf í gegn, það er langt síðan ég setti hana hérna hjá mér. 

Vafalítið á ég ykkur öllum að þakka fiskisúpu delluna mína.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.10.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Flott uppskrift!

Þráinn Jökull Elísson, 15.10.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: steinimagg

Þegar ég verð stór þá prófa ég þessa.

steinimagg, 15.10.2009 kl. 21:31

5 identicon

Sú var tíðin að áll gekk upp í  Varmá og Áláfoss dregur auðvitað nafn sitt af þessari sérkennilegu fiskigengd.  Állinn var gjarna veiddur með því að setja rör ofan í ána sem lokuð voru í annan endann og dregin upp þegar áll hafði synt inn rörið. Állinn er góður matfiskur og nutu Mosfellingar góðs af og elduðu án efa margir sér fiskisúpu.

Það er án efa mikið umhverfisslys að állinn skyldi ekki halda áfram að ganga í Varmá og munar þar sjálfsagt mest um Álafoss verksmiðjuna gömlu sem mengaði vatnið en sjálfsagt hafa önnur umhverfisáhrif spilað þar mikið inn í.

Í dag hefði upplýst umhverfisstefna eins og sú sem VG ástundar og einu umhverfissamtök Mosfellsbæjar undir forystu Guðjóns Jenssonar sennilega bjargað þessari einstöku fiskgengd.  Það er frábær tilhugsun að hafa umhverfisvænustu bæjarstjórn landsins í grænasta bæ Íslands. Hvaðanæva berast lofsyrði um hversu vel sé á málum haldið hér í bæ og hversu náin stjórn bæjarins sé íbúum þess. Engin þörf er á íbúasamtökum til að veita bæjarstjórn aðhald þú getur rambað á bæjarstjórann útí bakaríi eða forseta bæjarstjórnar í líkamsræktinni eða hvar sem er enda báðir sérlega alþýðlegir góðviljaðir og greindir menn.

Við Mosfellingar erum sannarlega lánsamir að hafa framsýna og framfarasinnaða bæjarstjórn sem gætir í hvívetna varkárni og tekur fyllsta tillit til viðkvæms umhverfis sbr frábærlega vel heppnaðann veg um Álafosskvossina og upp í Helgafellsland sem því miður fékk vonda umfjöllun á símum tíma vegna örfárra spellvirkja sem náðu um stund að sverta hið góða nafn bæjarins sem framvarðasveit umhverfisvænna bæjarfélaga en það er nú allt gleymt og grafið og Mosfellingar fagna nú vel-lukkaðri framkvæmd.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Rak í rogastans er ég sá að þetta er eitt af þeim skipum sem ég hef verið skipstjóri á. Þetta er Arnarborgin sem gerð var út af Snorra heitnum Snorrasyni frá Dalvík á sínum tíma. Var annað skipanna sem hétu Hágangar á sínum tíma og varð frægt fyrir asnaskot stýrimannsinna á sjóliða norsku strandgæslunnar í Smugudeilunni sálugu. Ég tók við skipinu hjá öðrum eigendum og var skipstjóri á Flæmska Hattinum á því. Það má síðan nefna að þetta er sennilega eitt alversta sjóskip sem ég hef nokkur tíma verið á og ekki ofsögum sagt að á stundum hafi maður horft út um rassgatið á sér, þegar veltingurinn var sem mestur og harðastur. Aldrei að vita nema uppskriftin verði prófuð seinna meir.

Kær kveðja úr Brekkulandinu.

Halldór Egill Guðnason, 22.10.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband