Mikla athygli hefur vakið nú í miðri kreppunni og neikvæðu umræðunni allri hér á landi, frétt sem kom héðan úr Mosfellsbæ, þess efnis að náðst hefðu samningar um uppbyggingu einkarekins sjúkrahúss sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum.
Milljónir manna um heim allan bíða eftir slíkum aðgerðum.
Hér er um að ræða starfsemi sem kallar á, allt að 600 - 1000 störf. Vart þarf að fjölyrða um hverslags innspýtingu slík starfsemi kemur til með að hafa á allt samfélag okkar Mosfellinga og einnig fyrir nágrannasveitarfélög.
Fram hefur komið hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins, að umhverfisstefna Mosfellsbæjar hafi ráðið úrslitum um val á bæjarfélagi. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í stefnumótun bæjarfélagsins og hafa umhverfismál vegið þar þungt.Við Vinstri græn, í meirihluta bæjarstjórnar höfum látið mikið til okkar taka á þeim vettvangi.
Sérstaklega vil ég hrósa bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni og öllu hans starfsfólki fyrir hreint óbilandi eljusemi og trú á okkar sveitarfélagi, sem á endanum varð til þess að við hnepptum hnossið.Í stað þess að skrifa meira um þetta hér, vil ég heldur benda á slóð Mosfellsbæjar þar sem hægt er að lesa nánar um þessa framkvæmd mos.is
Athugasemdir
Þetta er bara FLOTT ! Við eigum færa lækna og ef þetta skapar atvinnu þá á ekki að hika .
Kristín (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:44
Til hamingju VG-ingar í stjórn Mosfellsbæjar, með einkaframtakið.
Vonandi er samt ekki of snemmt að fagna. Manni dettur svo sem í hug, í ljósi þess sem verið hefur að gerast undir svipuðum kringumstæðum, að umhverfisráðherra gæti fundið einhverstaðar smugu til að tefja málið, slá á frest eða eyðileggja fullkomlega.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:12
Ég er himinlifandi yfir stórkostlegri bæjarstjórn Mosfellsbæjar þú hefur sýnt það og sannað að VG stendur síður en svo í vegi fyrir einkaframtakinu þegar það er almenningi til hagsbóta. Tek undir með Sigurjóni að Svandís Svavars veldur miklum vonbrigðum sem umhverfisráðherra. Frábært að umhverfisstefna bæjarstjórnarinnar réði úrslitum enda hefur verið frábært að fylgjast með Guðjóni Jenssyni og kollegum í Náttúruverndar samtökum Mosfellsbæjar þar sem stunduð er uppbyggileg umhverfisstarfsemi í fullu samstarfi við bæjaryfirvöld. Ég skora á alla sanna áhugamenn um náttúruvernd að ganga til liðs við Náttúruverndarsamtökin sem eru hreinlega til fyrirmyndar enda þau einu sem starfrækt eru í bæjarfélaginu og hafa starfað hér með frábærum árangri um árabil.
Ég hef fylgst með bæjarpólítíkinni hér í áratugi og ég held að þetta samstarf sjálfstæðisflokks og VG sé það besta og farsælasta sem ennþá hefur sést.
Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:16
Meiriháttar!!! bókstaflega frábær árangur. Umhverfisstefnan réði úrslitum! Það er auðvitað fyrst og fremst að þakka frábæru starfi VG hér í bæ í þágu umhverfismála en síðast og ekki síst frumkvöðlabaráttu Guðjónar Jenssonar og Náttúruverndar-samtaka Mosfellsbæjar sem veitt hafa stjórn bæjarins lið við uppbyggingu grænasta bæjar landsins. Kæru Mosfellingar maður fyllist stolti yfir frábærum árangri VG og D-lista þar sem andstæðir pólar ná að vega hvorn annan upp og ná frábærum árangri með uppbyggilegum og jákvæðum hætti. Hið háa Alþingi ætti að reyna að læra eitthvað af Haraldi Sverrissyni og Karli Tómassyni. HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA.
Tómas Örn (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:38
Gott mál vinstri græn og sjallar að gera góða hluti í Mosó. Kýs pottþétt VG næst. Samfylkingin er eitthvað svo döll og framsókn er úti í fjósi.
Júlíus Rafn (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:00
Meðan Jóhanna sprengir vinstri stjórnina með ofríki og yfirgangi þá blómstrar allt í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn VG. Frábært framtak og glæsileg samvinna ólíkra flokka sem virðast geta starfað saman af heilindum, sem er eitthvað sem margir höfðu ekki trú á.
Kjartan Birgisson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:00
Það er ömurlegt að fylgjast með heilagri Jóhönnu stæra sig af því að hafa ekki gert neitt og hvetur þjóðina til að láta breta og hollendinga kúga okkur og rekur Ögmund úr ríkisstjórninni fyrir að vilja ekki rústa íslandi svo að hún og Samfylkingin geti valhoppað eins og ganglaus meri til Brussel. Þvílíkt taktleysi siðblinda og hroki meðan berast fréttir úr Mosfellsbæ þar sem unnið er hörðum höndum að því að skapa atvinnu og sporna gegn því að heilbrigðisstéttin yfirgefi landið. Glæsileg samvinna tveggja flokka sem fátt eiga sameiginlegt en sýnir þó að þegar heilindi og samstarfsvilji er fyrir hendi er hægt að lyfta grettistaki. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar á hrós skilið fyrir frábært framtak víðsýni fyrir að leggja lið því fólki sem reynir að bjarga íslandi meðan Samfylkingin er á blússandi ferð að reyna að leggja landið undir miðstýrt fasískt Brusselvald. Er ekki kominn tími til að VG fari að leiða þessa ríkisstjórn ef ekki á illa að fara. En til Hamingju Mosfellingar með frábæra bæjarstjórn.
Ólafur Kjartansson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 07:30
Kæru bloggvinir, ég þakka ykkur fyrir komuna.
Það er óhætt að segja að þessi frétt héðan úr Mosfellsbænum hafi vakið mikla athygli, ekki einungis hér í bæjarfélaginu, heldur um land allt. Það hefur ekki farið frammhjá mér síðustu daga.
Framkvæmd af þessari stærðargráðu er í raun stór tíðindi fyrir landið okkar allt.
Hér er um að ræða fyrirtæki sem þarfnast starfmannafjölda á við stórt álver. Við Mosfellingar getum verið stoltir af því að okkar bæjarfélag hafi orðið fyrir valinu.
Þetta mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á allt okkar samfélag.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 6.10.2009 kl. 21:11
Frábærar fréttir sem allir Mosfellingar geta verið mjög ánægðir með.
Ég vil endilega minna alla á að kíkja á heima síðu okkar vinstri grænna hér í Mosfellsbæ og sjá hvað er að gerast hjá okkur.
Högni Snærwww.vgmos.is
Högni Snær (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.