Geta ekki allir opnað blogg á Eyjunni?

Ég var að lesa það hjá hjá Dofra Hermannssyni, Samfylkingarmanni, að það geti ekki allir opnað blogg á Eyjunni. Ég verð að viðurkenna, að mér var ekki kunnugt um það, enda hef ég svo sem ekkert verið að spá í að opna blogg á Eyjunni.

Það virðist sem talsverð hreyfing sé á bloggurum þessa dagana og flest bendir til, að ástæðan sé vegna ráðningar nýja ritstjórans hjá Mogganum.

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Eyjan væri öllum opin. Hvað þarf til að komast inn í Eyjuklúbbinn?

P.s. Endilega munið skoðanakönnunina mína hér uppi í hægra horninu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir eru handvaldir.

Finnur Bárðarson, 29.9.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Andspilling

Meðal menn með meðalmennsku skoðannir eru pikkaðir út og boðið að blogga á meðalmennsku eyjunni. Meira og minna allt þægilega skoðannalítið fólk í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Samfylkingu auk nokkura undatekninga.

Ekki mjög áhugaverður staður fyrir bloggara með skoðanir!

Andspilling, 29.9.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband